Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR l. NÖVEMBER 1973 31 ImttafrEitir uonmflsms Nýbakaðir Reykjavfkurmeistarar KR f körfuknattleik, ásamt þjálfara sfnum, Einari Boilasyni og Einari Sæmundssyni, formanni KR. KRing- ar verða örugglega í baráttu um Islandsmeistaratitilinn f vetur, eins og undanfarin ár. Metþátttaka í körfuknattleik — 29 lið keppa 1 meistaraflokki ISLANDSMÖTIÐ í körfuknatt- leik hefst n.k. laugardag. Um al- gjöra metþátttöku er að ræða f mótinu að þessu sinni, 30 félög senda alls 85 lið til keppni, og við bætist svo Minni-bolta-mót sem haldið verður eftir áramót. Tala keppenda í Islandsmótinu mun þvf verðanær 1000, og hafa aldrei fleiri keppt í körfuboltamóti hér- lendis. Mót þetta verður mjög umfangsmikið í framkvæmd, þvf leikið verður á mörgum stöðum. Leikstaðir eru: Seltjarnarnes, Njarðvík, Hafnarfjörður, Akur- eyri, Eskif jörður og Isafjörður. Danir 1 atvinnu- mennsku DANSKA 1. deildar keppnin í knattspyrnu hefur verið óvenjulega fjörug og góð í sumar, og árangur danska landsliðsins hefur einnigverið með ágætum. Er skemmst að minnast þess, að Danir gerðu jafntefli við Ungverja í leik á Idrætsparken, sem fram fór nýlega. Danir þakka framfarir knattspyrnumannanna þvf, að f sumar hefur verið óvenju- lega mikið um peninga- greiðslur til Icikmannanna, og má raunar segja, að flestir danskir knattspyrnumenn, sem leika með 1. deildar liðum, séu orðnir háfgildingí atvinnumenn. Sá böggull hefur fylgt skainmrifi að erlend knatt- spyrnufélög kaupa nú hvern knattspyrnumanninn af öðrum frá Dönum. Þannig hefur bezti bakvörður Dana, Viggo Jensen, nú gert samning við Bayern Múnchen og einn bezti sóknarleikmaðurinn, Tommy Hansen, sem er á förum til Frakklands, þar sem hann mun leika með knatt- spyrnuliði Metzborgar. Fékk sá sfðarnefndi 250 þúsund danskar krónur við undirritun samningsins, en sá fyrrnefndi snöggtum hærri upphæð. Að vonum beinist athygli flestra að keppninni í 1. deild, en i henni leika 8 lið. íslandsmeistar- arnir ÍR, KR, Armann, ÍS, Valur, UMFN, HSK, og nýliðarnir UMFS, sem sigruðu í 2. deild í fyrra eftir ársdvöl þar. Leikið verður á Seltjarnarnesi og f Njarðvík, en þar leika UMFN sina heimaleiki í nýju glæsilegu íþróttahúsi, og einnig munu Borg- nesingarnir leika sína heimaleiki þar. 2. deild. Keppnin í 2. deild fer nú fram með öðrum hætti en áður. Vegna stofnunar 3. deildar leika nú að- eins 6 lið í 2. deild í stað 10 í fyrra. Liðin leika í einum riðli, og Ieikið verður heima og heiman. Þátt- tökulið eru: Haukar, Grindavík, Þór, Í.M.A, Snæfell og Breiðablik. Leikstaðir eru Seltjamarnes, Hafnarfjörður, Akureyri, Njarð- vík, og e.t.v. Stykkishólmur. 3. deild. Nú er í fyrsta skipti leikið í 3. deild, og sýnir fjöldi þátttökulið- Gagnstætt þvi, sem verið hefur með Olympíuleika, munu vetrar- leikarnir í Innsbruch árið 1976 ekki verða mjög kostnaðarsamir. Framkvæmdanefnd leikanna.und ir forystu borgarstjóra Vinar, Alois Luggers, hélt nýlega blaða- mannafund, þar ser.i skýrt var frá áformum nefndarinnar. Sagði Lugger, að áætlaður kostnaður við leikana yrði um 2500 millj. króna. Hann sagði, að framkvæmda- nefndin hefði ákveðið að reyna að stilla öllum íburði við leikana mjög í hóf og kanna, hvernig það mæltist fyrir. Stöðva yrði þá þróun, að aðeins auðug lönd gætu haldið leikana, og kapphlaupið, sem rikt hefði um að gera betur en næsti fram- kvæmdaaðili á undan hefði gert. Við munum kalla þetta „einföldu 01ympíuleikana“, sagði Lugger — „og leggja áherzlu á íþróttirnar, en ekki iburðinn. Þetta þýðir þó ekki það, að við munum ekki anna að ekki var vanþörf á að stofna til keppni þar. Alls taka 15 lið þátt í keppninni, og er það mun meira en reiknað hafði verið með. Leikiðer i öllum landsfjórð- ungum, og í fyrsta skipti leika lið frá Austfjörðum með. Það er ánægjuleg þróun, að fleiri félög senda lið til keppni i m.fl. enda körfuknattleikur iðkaður mjög viða á landinu. Liðin Ieika í fjór- um riðlum, og er riðlaskipting þessi: Austurlandsriðill: Leiknir (Fáskrúðsfirði), Eiðaskóli, Hug- inn (Seyðisfirði), Spyrnir (Egils- stöðum), Þróttur (Neskaupstað), Austri (Eskifirði). Leikir í þess- um riðli fara fram á Eskifirði, og hefur Austri umsjón með fram- kvæmd leikjanna. Norðurlandsriðill: K.A. (Akureyri), Tindastóll (Sauðár- krókur), Ungmennasamband Vestur-Hunvetninga. Vestfjarðariðill: Hörður (Patreksiirði), Körfuknattleiks- félag ísafjarðar. Leikið verður á Isafirði. bjóða íþróttafólki og áhörfendum upp á fullkomna aðstöðu, á meðan á leikunum stendur.“ Það fer ekki á milli mála að blakfþróttin er f miklum vexti hér á Iandi og er þegar orðin vinsæl skólafþrótt. Vfkingur gengst fyrir hraðmóti í blaki um helgina og verða þátttakcndur f mótinu frá tíu félögum, en það er mun meiri þátttaka en búist var við. Á móti þessu verður i fyrsta skipti keppt eftir nýju keppnis- fyrirkomulagi hér á landi. Keppt verður eftir tíma, hver leikur 2x10 mfnútur. Verði loturnar jafnar, ráða stig í hverri lotu úr- slitum. Þá er keppnin ekki út- sláttarkeppni, heldur verður Suðurlandsriðill: Grótta, Fram, F.H., I.K. (Keflavík). Leikið verður í Hafnarfirði, Njarðvík og á Seltjarnamesi. Um helgina verður leikið í öll- um deildunum, og einnig hefst keppnin í öðrum flokkum. Hlé verður gert á keppninni í 1. deild 11. nóv. vegna U.S.A. ferðar landsliðsins, en keppnin hefst aft- ur 5. jan. Ekki verður samt um „dauðan" tíma að ræða á meðan, því leikið verður af fullum krafti í ölium öðrum flokkum og deild- um. M. fl. kvenna. Mótanefnd K.K.Í. hefur ákveðið að keppnin í m.fl. kvenna fari fram á Akureyri um páskana. Þátttökuliðunum átta verður þá væntanlega skipt í tvo riðla og mótinu lokið af yfir bænadagana. Islandsmótinu lýk- ur skömmu eftir miðjan apríl. gk. Námskeið r • r 1 r i judo JÚDÖFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að gangast fyrir nám- skeiði í júdó fyrir byrjendur og verða kennarar þeir Michal Vachun, 4. dan og Sigurður Jó- hanr.sson, 1. dan. Námskeiðið hefst 7. nóvember og stendur til 5. desember. Kennt verður i eina klukkustund í senn, frá kl. 19—20 á miðvikudögum og 13—14 á laugardögum. Tékkinn, sem er bæði menntaður júdómaður og lærður kennari, leiðbeinir á mið- vikudögum og Sigurður á laugar- dögum. Júdófélag Reykjavíkur hefur aðsetur í Skipholti 21, Nóa- túnsmegin. keppt eftir Monrad-kerfi, þannig að þeir, sem flesta vinningana hafa, leika saman. Liðin, sem leika saman í 1. um- ferð, verða: íþróttafélag M.H. — IS (b) Víkingur (b) — Iþróttakennarask. Laugarvatni Hvanneyri — UMF Laugdæla (ML) Víkingur (a) — Breiðablik IS (a) — KR Mótið hefst á laugardaginn klukkan 19.00 I íþróttahúsinu I Hafnarfirði og verður fram haldið þar ásunnudaginn kl. 16. ítalir halda uppi vörn Dómur I kærumáli lslend- inga á hendur Itölum vegna HM leiksins í handknattleik, sem aldrei fór fram, er ekki fallinn ennþá. HSl hefur gert þá kröfu, að Italir verði dæmdir út úr keppninni og leikir íslands og Frakklands verði einir látnir gilda, en Ital- ir munu halda uppi vörnum I málinu og krefjast þess, að leikurinn, sem fara átti fram á ltalíu, verði dæmdir lslend- ingum tapaður og ltalía fái þar með tvö stig í keppninni. Að sögn Einars Mathiesen, formanns HSl, lagði sam- bandið fram með kæru sinni ítarlega greinargerð um máls- atvik. Oskaði HSÍ eftir, að tekin yrði skjót ákvörðun i málinu, helzt áður en leikur Islands og Frakklands í undan- keppninni fer fram í Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. Varla er við þvf að búast, að dómurinn verði fallinn þá. Mál þetta hefur vakið töluverða at- hygli, og erlend blöð hafa um það fjallað. Virðast þau flest á einu máli um, að leikurinn verði dæmdur Islendingum tapaður, enda virðist þeim málsatvik ókunn. Aðalforsenda fyrir málsvörn Italanna er sú, að júgó- slavneski dómarinn, sem mætti til leiksins, hafi fengið undanþágu til þess að dæma leikinn einn. I nýjustu útgáfu alþjóðareglnanna er hvergi að finna ákvæði um, að slika undanþágu megi veita, og auk þess liggur það fyrir, að undanþáguheimild dómarans var aðeins munnleg. Einar Mathiesen sagði, að í samtali sínu við Wadmark, for- mann skipulagsnefndar al- þjóða handknattleikssam- bandsins, hefði komið fram, að um þrjá möguleika væri að ræða um málalok. Sá fyrsti væri, að ítalia yrði dæmd úr keppninni, annar væri að leik- urinn yrði leikinn á Italíu og yrðu þá Italir að greiða allan kostnað af leiknum og i' þriðja lagi kæmi einnig til greina að láta leiki Isiands og Frakk- lands, sem þegar hafa verið leiknir við ítalíu gilda, en hvorugt landið léki aftur við Italina. Að mati Wadmarks kom það ekki til greina, að Italíu yrði dæmdur sigur í leiknum, enda lagði hann á ráðin með, að íslendingar neituðu að leika á ítalíu og fóru heim. Sem kunnugt er, var seinni leik Italíu og Frakklands, sem fram átti að fara um síðustu helgi, a.m.k. frestað, en leikur Islands og Frakklands á sunnudaginn fer hins vegar fram. Er slæmt fyrir báðar þjóðirnar, að ekki skuli vera fallinn dómur i málinu, áður en sá leikur hefst, en úrslit hans skipta sköpum um, hvort þjóðin kemst i lokakeppnina i Austur-Þýzkalandi. Verði ítalía dæmd úr leik ættu möguleikar Islands að vera miklir, en verði ítalía hins vegar áfram með í spilinu, hafa Frakkarnir þegar gott forskot á okkur. „Einfaldir 01ympíuleikar,, Tíu lið 1 blakmóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.