Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 32
U- JBoreunblnbiÖ í^mnRCFPLDBR 7 mnRKRÐVflflR msgitttltfafrtfe FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973 MIR ER EITTHURfl FVRIR RUR |Wí>T0ianí?Iabií> GAMLI og gó5i Gullfoss sigidi f sfðasta sinn út úr fslenzkri höfn f gær, en þessa mynd tók ijósmyndari Morgunblaðsins, Olafur K. Magnússon, þegar skipið sigldi út höfnina áleiðis til Lfbanon þangað sem skipið hefur verið selt. fslenzk áhöfn siglir skipinu og skipstjóri er Þór Elfsson. Gullfoss verður afhentur hinum nýju eigendum í Hamborg. GuIIfossi fylgja hlýjar kveðjur þess fjölda fslendinga, sem gist hefur skipið. Sögualdarbær- inn í Þjósárdal þrátt fyrir allt FIMM þingmenn úr Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki hafa flutt tillögu til þingsályktunar á Alþingi um, að rfkisstjórninni verði falið að taka á fjárlögin nú f járhæð til greiðslu á 1/3 hluta af hei Idarframlagi rfkissjóðs vegna kostnaðar við byggingu sögu- aldarbæjar f Þjórsárdal. Segir f greinargerðinni, að til- lagan sé flutt vegna þess, að for- sætisráðuneytið hafi gefið út til- kynningu á sl. sumri um, að það væru horfið frá fyrri hugmynd- um um byggingu sögualdarbæjar. Þyki því flutningsmönnum rétt og nauðsynlegt að fá úr þvf skorið, hvort meiri hluti alþingis- manna vilji una úrskurði rfkis- stjórnarinnar í málinu. Með tillögunni fylgir kostnaðar- áætlun um byggingu bæjarins, sem hefur verið endurskoðuð af verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen. Er hin endurskoðaða áætlun miðuð við 1. október og hljóðar heildarkostnaður upp á 15 milljónir króna. Fyrri áætlun, sem miðuð var við 1. ágúst 1972, hljóðaðu upp á 12 milljónir kr. Ennfremur segir í greinargerð- inni, að líklegt sé, að rikisstjórnin sé hlynnt málinu, en hafi ekki treyst sér til að mæla með fjár- veitingu, sem við það væri miðuð, að sögualdarbærinn yrðu byggður á einu ári og heildarframlögríkis- sjóðs sett á fjárlög næsta árs. Flutningsmenn tillögunnar telja hins vegar ekki nauðsynlegt, að byrjað verði á verkinu í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem standa að tillögunni, eru Ingólfur Jónsson, sem er fyrsti Framhald á bls. 18 Verður reist hér 100 þús- und tonna títanbræðsla? ISLENDINGAR og Gambiumenn hafa orðið ásáttir um viljayfirlýs- ingu, sem undirrituð var í Vínar- borg hinn 22. október síðastliðinn um að þjóðirnar stefndu að þvf að reisa á tslandi tftanbræðslu, sem einnig myndi framleiða járn. ís- lenzkt rafmagn verður notað til rafgreiningar á tftansandi frá Gambfu, en þar^í landi skortir mjög raforku. Verður þessi títan- sandur fluttur til tslands og raf- greindur hér f verksmiðju, sem myndi að meirihluta vera í eign tslendinga, en sandnámurnar f Gambiu yrðu að meirihluta eign Gambiu. Eins og mál standa nú er talið, að hentugast sé að reisa hér 100 þúsund tonna verksmiðju, en þó er þörf á nánari rannsóknum á hagkvæmnisstuðlum ýmsum í sambandi við þessa framkvæmd. Á blaðamannafundi í gær kynnti Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra þessar hugmynd- ir og viljayfirlýsinguna, sem undirrituð var í hans umboði af Inga R. Helgasyni hæstaréttarlög- manni og Áma Snævarr ráðu- neytisstjóra í iðnaðarráðuneyt- inu. Ennfremur sátu fundinn Baldur Líndal efnaverkfræðingur og Ásmundur Stefánsson, hag- fræðingur. Af hálfu Gambiu- manna undirritaði viljayfirlýs- inguna fjármála- og iðnaðarráð- herra Gambiu, J.M. Garba- Jahumpa. Magnús Kjartansson sagði, að í ársbyrjun 1970 hefði sendinefnd frá Iðnþróunarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, sem hér var, bent á, að unnt væri að nýta ís- lenzka raforku til svokallaðrar „Ilmenite“-bræðslu. Taldi nefndin, að Sovétmenn hefðu þróað athyglisverða tækni í sam- bandi við þessa rafgreiningu, sem felur það í sér, að framleitt er títangjall úr hinum títanríka Gambiusandi, en einnig er unnt að fá úr honum járn. Hlutföllin í sandinum eru 2 einingar af títan og ein af járni. Árið 1972 kom svo hingað sovézkur sérfræðingur á vegum Iðnþróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, (UNIDO), mr. Alexandrow að nafni, og starfaði hann hér um mánaðar- skeið að frumkönnun á byggingu þessarar títanbræðslu. Skilaði hann svokallaðri forrannsókna- skýrslu, sem var mjög ítarleg og jákvæð. Skýrslan barst i febrúar siðastliðnum. Samkvæmt niðurstöðum þessa Sovétmanns yrði 100 þúsund Framhald á bls. 18 Ýmsir hug- leiða Vot- múlakaup „Það eru ýmsir menn að nýju að velta fyrir sér kaup- um á Votmúlajörðinni," sagði Ingi R. Helgason lög- fræðingur, þegar Morgun- blaðið spurði hann, hvernig málið stæði. Lögfræðilegar bollalegg- ingar eru nú um það, hvort Selfosshreppur sé bóta- skyldur fyrir samningsrof, en Óli Þ. Guðbjartsson odd- viti Selfosshrepps kvað frá- leitt, að hreppurinn væri bótaskyldur vegna lykta þessa máls, þar eð kaup- samningurinn hefði verið háður samþykki sýslunefnd- ar og hann ekki tekið gildi án slfks samþykkis. Hreinn ar 900 Þrjár útlagnir á haf út sjór við Rvík kost- 1000 milljónir kr. Stóra jarðýtan enn ókomin til Vestmannaeyja Að sögn Páls Zóphaníasson- ar bæjartæknifræðings í Vest- mannaeyjum var fyrir löngu ákveðið að hreinsa ákveðinn hluta af hraunjaðrinum í mið- bæ kaupstaðarins, en þegar til átti að taka var ekki til nógu kraftmikil jarðýta I Vest- mannaeyjum til slíkra verka. Nokkrir ungir Vestmannaey- ingar tóku sig þá saman um að Framhald á bls. 18 HVERSU hreinan sjó viíjum við f framtíðinni hafa í kringum Reykjavík? Hvern þriggja val- kosta kjósum við um útrásir frá borginni til að koma skolpi út f hreinsandi straum? A hve langan tfma viljum við dreifa umfangs- miklum og dýrum framkvæmd- um, sem kosta 900—1100 milljón- ir króna? Hvernig viljum við fjár- magna þær? Til þessara spurn- inga og fleiri þarf borgarstjórn að taka afstöðu fljótlega. Og f gær skýrði Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri blaðamönnum frá valkostum, í þeim tilgangi, að þeir kæmu þeim á framfæri við almenning, svo heyra mætti við- brögð borgarbúaog óskir, áður en ákvarðaniryrðu teknar. Greinargerð um holræsamál Reykjavíkurborgar, með tilliti til umhverfisverndar, var lögð fram í borgarráði í fyrradag, en hana hefur gatnamálastjóri unnið úr tillögum danskra sérfræðinga, sem gerðu umfangsmiklar rann- sóknir á ástandi sjávar kringum borgina nú, spáðu um, hvernig það yrði, ef ekki yrði aðhafzt til ársins 2000 og bentu á úrlausnir til úrbóta. Tillögur dönsku sér- fræðinganna voru sex talsins, en að höfðu samráði við borgarlækni og heilbrigðismálaráð var fljót- lega ákveðið, að útrásir úr Skerja- firði og Örfirisey væru óæskileg- ar vegna sjóbaða eða útivistar og fiskvinnslustöðva, og voru 3 til- lögur þá úr sögunni. Utrásir þykja heppilegastar á annesjum til að ná nægilega hreinsandi straumum. Og þannig er um alla valkostina þrjá, sem eftir eru. Borgarstjóri skýrði frá, í hverju þeir fælust. Æskilegasta hugmyndin er sú að fara með allan úrgang í leiðslu út frá Gróttu, 900 metra út i sjó, en sú úrlausn er dýrust, áætlaður Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri skýrir valkosti um útleiðslur fyrir skolp frá borg- inni. kostnaður 1100 milljón krónur með einfaldri hreinsun, er síar frá allt, sem flýtur. En þangað yrði þá að leiða allan úrgang frá framtlðarbyggð og leggja í ótima- bæran kostnað strax. Annar val- kostur er sá að fara með lagnir út í straum út af Gróttu og um 300 m út frá Geldinganesi, en það hefur þann ókost að leggja þyrfti í kostnaðarsamar nýjar leiðslur gegnum miðbæinn i Reykjavík og byrja framkvæmdir vestan frá. Þriðji valkosturinn og sá, sem lík- legastur þykir, að mati sérfræð- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.