Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973 19 Frá fyrstu ráðstefnu F.t. S., sem haldin var árið 1969. Félag íslenzkra stórkaupmanna held- ur ráðstefnu á morgun og laugardag FÉLAG íslenzkra stórkaupmanna gengst á morgun, föstudag, og á laugardag fyrir ráðstefnu fyrir félagsmenn sína um ýmsar hliðar heildverzlunar og stöðu þessarar atvinnugreinar á tslandi f dag. Er þetta þriðja ráðstefna félagsins af þessu tagi, og sagði Ami Gests- son, formaður F.l.S. f samtali við blaðið, að tilgangurinn væri, að þjappa mönnum saman um sameiginieg hagsmunamál þeirra og að þeir gerðu sér grein fyrir stöðunni í hinum ýmsu viðfangsefnum. Fyrri ráð- stefnurnar, sem haldnar voru árin 1969 og 1971, voru ákaflega vel sóttar, — um 70-100 manns tóku þátt f þeim, en fé- lagsmenn eru nú um 200. Sögðust þeir Ami Gestsson og Júlfus S. Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, vonast eftir jafngóðri þátttöku nú. Ráðstefnan er haldin [ Kristalssal Hótel Loftleiða. Ráðstefnan hefst föstudaginn 2. nóvember kl. 9 f.h. með ávarpi formanns F.Í.S., Arna Gestssonar. Síðar um daginn verða flutt fjög- ur erindi, og munu síðan umræðu- hópar fjalla um og ræða nánar þau atriði, sem Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri mun flytja erindi um ath. á afkomu heild- verzlunar 1971 og 1972. Þetta mun vera fyrsta rannsókn af þessu tagi um hagi verzlunarinn- ar, en verzlun hefur orðið nokkuð útundan í slíkum könnunum hingað til, og sagði Árni Gestsson, að vonir stæðu til að mikill fengur yrði að þeim upplýsingum, sem athugun þessi leiddi í ljós, er ákvarðanir yrðu teknar um lausn- ir og leiðir í þessum efnum. Þá munu Júlíus S. Ólafsson og Jónas Þör Steinarsson, skrifstofu- stjóri, flytja erindi um gagnasöfn- un og upplýsingaöflun innan heildverzlunar, og er í þvi sam- bandi gerð grein fyrir stöðu þeirra mála á hinum Norður- löndunum, en Jónas Þór hefur kynnt sér hana. Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtakanna og Gísli V. Einarsson framkvæmdastjóri flytja erindi um samskipti heild- sala og kaupmanna, en vöru- dreifingin og þau samskipti sem hún byggir á eru að sjálfsögðu mikilvægt atriði í málefnum verzlunar. Síðar á föstudag er svo kynning á starfsemi Heildar h.f. sem Jóhann J. Ólafsson og Guðmund- ur Þórðarson annast. Heild h.f. er félag 20 heildverzlana, sem staðið hefur að byggingu sameiginlegra húsakynna fvrir þær. Hefur þetta í för með sér mikla hagkvæmni við samræmingu ýmissa rekstrar- liða slíkrar starfsemi. Þegar hefur um helmingur þessara heildverzlana flutzt inn í hina nýju byggingu, Sundaborg — og að lokinni þessari kynningu fara ráðstefnugestir í heimsókn þangað. Síðari dagur ráðstefnunnar, laugardagur, hefst á því að fjallað verður um niðurstöður umræðu- hópanna, en kl. 10.15 flytur Adolf Sonne, forstöðumaður Mono- poltilsynet í Danmörku, erindi um verð- og einokunarstefnuna, sem tæki i efnahagsmálum, en Sonne átti mikinn þátt i mótun frumvarps til laga um einokun, hringamyndanir og eftirlit með verðlagi, sem Iagt var fram á Alþingi árið 1969. 1 erindi sínu mun Sonne m.a. ræða mis- munandi skipulag þessara mála á Norðurlöndunum og viðar. 1 þessu sambandi sagði Ami Gestsson í samtali við Morgun- blaðið, að stórkaupmenn teldu það verðlagskerfi, sem Islend- ingar hefðu búið við á undanförn- um árum, algerlega hafa gengið sér til húðar, og væri til skaða fyrir innflytjendur og landsmenn alla, þar eð það byði ekki upp á verðsamkeppni. „Það er sann- færing okkar,“ sagði Ámi, ,,að væri leyfð’ frjáls verðmyndun á innfluttri vöru með heilbrigðri samkeppni, þá hefði það áhrif á vöruverð til lækkunar." Hann sagði, að eins og málum væri nú háttað þá væri t.d. verðlagsnefnd ekki fagleg heldur pólitísk. „Það verðlagskerfi, sem við höfum nú, var stríðsfyrirbrigði í öðrum lönd- um, og flest lönd hafa losað sig við það og tekið upp frjálsa verð- myndun.“ Að loknu erindi Adolf Sonne verða svo umræður og fyrirspurn- ir, en ráðstefnunni lýkur með hádegisverði. Stefnt er að þvf að Félag íslenzkra stórkaupmanna haldi slíkar ráðstefnur annað hvert ár. — Leitin að sprengju . . . Framhald af bls. 16. talin henta til viðvarandi her- ferðar. Belfast er svo „gegn- sýrð“ ofbeldi, að jafnvel stór- felldar sprengingar hafa ekki áhrif. Aftur á móti er Provisi- onalarmurinn hæstánægður með áhrif sprenginganna í London. Einn þeirra sagði: „Þetta er bezta auglýsingin, sem Provisionalarmurinn hefur fengið í tvö ár.“ Tilgangur herferðarinnar er fjórþættur. 1 fyrsta lagi, aðjie- yðæbrezku stjórnina til beinna viðræðna við Provisional-IRA. I öðru lagi, að koma af stað póli- tískum þrýstingi innan Bret- lands í þá átt, að neyða brezka herinn til þess að taka upp miklu harðneskjulegri aðgerðir á Norður-Irlandi, aðferðir sem mundu auka aftur fylgi IRA meðal kaþólskra. I þriðja lagi, að neyða brezku stjórnina til þess að grípa til ráðstafana sem eru fjandsamlegar Irum, til dæmis ferðatakmarkana og út- gáfu skilríkja, og stofna þar með í hættu batnandi samskipt- um ríkisstjórnanna í Lundún- um og Dyflinni. I fjórða lagi, að styðja við bakið á sakborn- ingum, sem eru ákærðir fyrir að hafa staðið að sprengingum í London í marz. Edward Heath forsætisráð- herra hefur lýst því yfir, að „þeirra, sem beri ábyrgðina á ofbeldisverkum, verði misk- unnarlaust leitað f hverjum krók og kima Bretlands". Spurningin væri sú, hvort hópi manna ætti að takast að ná fram með ofbeldi því, sem þeir hefðu ekki getað náð fram í frjálsum kosningum. Sprengingarnar hafa borizt út fyrir Bretland. Á fyrstu vik- um herferðarinnar voru sprengjur sendar til sendiráða Bretlands í Paris og Washing- ton, þar sem kvenritari særðist alvarlega. Síðar voru bré'f- sprengjur sendar sendiráðum Breta í Lissabon, Gíbraltar og Zaire. Tengsl kunna að vera á milli sprengjuherferðarinnar og sprenginga hjá brezka setu- liðinu í Þýzkalandi. Vitað er, að IRA hefur samband við þær sellur Baader-Meinhof-hóps- ins, sem enn eru eftir. Sam- eiginlegur fundur var haldinn í Dyflinni i maí 1972 með þátt- töku fleiri hryðjuverkasam- taka. Tæpan hálfum mánuði ef- tir þann fund varð sprenging í vestur-þýzka sendiráðinu í Dyflinni, og var talið að Baad er-Meinhoff-hópurinn hefði verið þar að verki. I ágúst bárust þær fréttir, að belgíska lögreglan hefði undir höndum sannanir um, að sam- tök marxista í Belgíu kynnu að hafa skotið skjólshúsi yfir fé- laga úr IRA. Fjórða alþjóða- sambandið, sem hefur aðal- stöðvar í Brússel, er talið hafa falið þá í Liege í austurhluta Belgíu og á Brússel-svæðinu. Á það er einnig bent, að IRA hefur nána samvinnu og sam- band við AI Fatah og Svarta september. Þannig hefur IRA meðal annars aðstöðu til æfinga í Arabalöndum. I Englandi hefur verið um það rætt, vegna upplýsinga brezka hersins í Belfast, að sprengjuherferðin geti haldið áfram í tvo til þrjá mánuði, þótt hlé virðist hafa orðið á henni í bili. Fólk hefur særzt, bæði af völdum bréfsprengja og sprengja, sem hefur verið komið fyrir á járnbrauta- stöðvum. Þannig getur herferð- in kostað mannslíf. Sérstakar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna konungsfjölskyld- unnar og stjórnmálamanna. En hryðjuverkamenn geta alltaf fundið einhverja smugu. Þeir hafa um mörg skotmörk að velja. Erfitt verður að koma við vörnum. BLAÐBURÐARFÓLKÓSKAST Upplýsingar í síma 1 6801. ÚTHVERFI Nökkvavogur — Bugðulækur hluta af Blesugróf. AUSTURBÆR Sjafnargata — Freyjugata 1—25, Ingólfsstræti Hraunteigur — Hverfisgata 63—125 Freyjugata 28—49 Bergstaðastræti — Miðtún. Laufásveg 2 — 57. Laugavegur frá 101 —171 Skipholt frá 54—70 Hjálmholt og Vatnsholt GARÐAHREPPUR Börn vantartil að bera út Morgunblaðið á Flatirnar Uppl. hjá umboðsmanni í síma 52252. GARÐUR Umboðsmaður óskast í Garði. — Uppl. hjá umboðsmanni, sími 7164, og í síma 10100. Óskum eftir að ráða sendil á ritstjórn blaðs- ins vinnutími 1—6 Buglýslng um skomm bifrelffa I lögsagnarumdæmi Reykjavlkur Fimmtudagur 1. nóv R-28601 — R-28600 Föstudagur 2. nóv 2. nóv R-28801 — R-29000 Mánudagur 5. nóv. R-29001 — R-29200 Þriðjudagur 6 nóv R-29201 — R-29400 Miðvikudagur 7. nóv R-29401 — R-29600 Fimmtudagur 8. nóv. R-29601 — R-29800 Föstudagur 9. nóv R-29801 — R-30000 Mánudagur 1 2. nóv. R-30001 — R-30200 Þriðjudagur 1 3. nóv. R-30201 — R-30400 Miðvikudagur 1 4. nóv R-30401 — R-30600 Fimmtudagur 1 5. nóv R-30601 R-30800 Föstudagur 1 6 nóv. R-30801 — R-31000 Mánudagur 1 9. nóv R-31001 — R-31 200 Þriðjudagur 20. nóv. R-31201 — R-31400 Miðvikudagur 21 nóv R-31401 R-31600 Fimmtudagur 22. nóv R-31601 — R-31800 Föstudagur 23. nóv. R-31801 — R-32000 Mánudagur 26. nóv. R-32001 — R-32200 Þriðjudagur 27. nóv. R-32201 — R-32400 Miðvikudagur 28 nóv R-32401 ' R-32600 Fimmtudagur 29 nóv R-32601 — R-32800 Bifreiðar sem bera hærra skráningarnúmer en R-32800, og ekki hafa mætt til aðalskoðunar, skulu einnig koma þennan dag. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl 8.45 til 16 30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilríki fyrir þvl, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki i bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda ríkisút- varpsins fyrir árið 1973 Athygli skal vakin á þvi, að skráninqarnúmer skulu vera vel læsileg. Vanræki einhver a8 koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr um- ferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna Ijósastillingar- vottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 26 október 1973 Sigurjón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.