Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 246. tbl. 60. árg. FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tveir frægustu hershöfðingjar Israels, Moshe Dayan og Bar-Lev, liggja á hnjánum í Sinai-eyðimörkinni, draga kort í sandinn og ræða hernaðaráætlanir. Brey tingar gerðar á sænsku stjóminni Sadat setur kosti fyrir vopnahlé Stokkhólmi 31. okt., NTB. OLOF Palme forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti í dag, að hann hefði ákveðið miklar breytingar á ríkisstjórn sinni. Meðal annars verður innanríkisráðuneytinu skipt í húsnæðismálaráðuneyti og atvinnumálaráðuneyti. Þá verður bætt við 4 nýjum ráð- Reiðhjól til leigu Haag, 31. október, NTB HOLLAND hefur sent stjórnar- nefnd Efnahagsbandalagsins ein- dregna beiðni um, að ef til neyð- arástands komi vegna olíuskorts, sjái hún til þess, að fáanlegri oliu verði dreift jafnt og þétt til þeirra landa, sem aðild eiga að Efna- hagsbandalaginu. Utanríkisráðh. Hollands sagði í ræðu i þjóðþinginu í dag, að stjórn landsins hefði farið fram á, að olíumálið yrði á dagskrá ráð- herraf., sem halda á í næstu viku. Mörg arabísk lönd hafa nú tekið fyrir alla olíusölu til Hol- lands, á þeirri forsendu, að það hafi tekið afstöðu með Israel. Til að reyna að bæta eitthvað úr ástandinu hefur stjórnin bannað bifreiðaakstur á sunnudögum, frá því kl. 03 og fram að miðnætti. Einn af borgarstjórnarfulltrúum í Rotterdam sagði i dag, að ef olíu- bannið yrði langvinnt, væri mikil hætta á að segja yrði upp 20 þús- und starfsmönnum olíu- hreinsunarstöðvar borgarinnar. Hann sagði, að bærinn myndi ein- nig tapa miklum hafnargjöldum. Reiðhjólaframleiðendur í Hol- landi hafa hins vegar nóg að gera og geta ekki fullnægt eftirspurn stórkaupmanna. Nokkrar reið- hjólaverslanir eru þegar farnar að leigja út reiðhjól á sunnu- dögum. herrum. Bertil Zachrirsson verð- ur kennslumálaráðherra, Gertrud Sigurdssen verður þróunarmála- ráðherra, sveitarstjórnaráðherra verður Hans Gustafssen og Anna Greta Lejon aðstoðaratvinnu- málaráðherra. Sven Anderson verður utan- ríkisráðherra, en hann hefur gegnt starfi varnarmálaráðherra, Ingvar Carlsson húsnæðismála- ráðherra, tekur við störfum at- vinnumálaráðherra, Eric Holm- quist, sem var innanríkisráð- herra, tekur við embætti varnar- málaráðherra og Svante Lund- kvist verður landbúnaðarráð- herra. Camilla Odhnoff, sem hefur verið ráðherra án stjórnardeildar, hverfur úr stÍÓKiinni og verður landshöfðingií í Blekinge og þar Framhald á bls. 18 Brandt reit Nixon Bonn 31. október, AP. OPINBER vestur-þýzkur talsinað- ur staðfesti í dag, að Willy Brandt kanslari hefði ritað Nixon Banda- ríkjaforseta bréf nýlega um ástandið í Miðausturlöndum og Atlantshafsbandalagið. Mun Brandt hafa látið f ljós ánægju sína með þá aðstoð, sem Banda- rfkjamenn lögðu fram til að binda enda á styrjöldina. — Segir Egypta hafa í fullu tré við Israela Kairó, Beirut, Tel Aviv, New York, Washington 31. okt. NTB. AP. □ Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti sagði í dag, að Egyptar myndu þvf aðeins taka þátt í samningaviðræðum, með það fyrir augum að binda enda á átök- in í Miðausturlöndum, að tsraelar hyrfu á brott með herlið sitt til þeirra stöðva, sem það var f fyrir 22. október. □ Sadat tilkynnti og, að Kiss- inger utanrfkisráðherra Banda- ríkjanna kæmi til Kairó f næstu viku, en sú frétt hefur ekki verið staðfest f Washington. Egypzki aðstoðarutanríkisráðherrann, Ies- mail Ahmi, ræddi f dag við Nixon forseta um ástand og horfur. Var þar lögð áherzla á fyrri fullyrð- ingar um, að Egyptar sættu sig ekki við annað en Israelar hyrfu með lið sitt frá vesturbakka Súez- skurðarins. □ Friðarsveitir Sameinuðu þjóð- anna í Mið^usturlöndum starfa af fullum krafti, að sögn Kurt Wald- heims framkvæmdastjóra S.Þ., og er kominn um þriðjungur þeirra 700, sem gæzlustörf eiga að annast. Waldheim sagði, að sveit- irnar störfuðu í samvinnu við AI- þ jóða Rauða krossinn. I kvöld virtist allt vera með kyrrum kjörum á átakasvæð- unum í Miðausturlöndum, og eng- in frétt kom um, að vopnahlé hefði verið rofið. Birgða- og lyfja- flutningar halda áfram til 3. hers Egypta í herkvínni, og fara þeir fram án þess að til tíðinda dragi. Sadat Egyptalandsforseti sagði í dag, að hann væri sannfærður um, að Egyptar gætu sigrað Isra- ela í stríði, hvenær sem væri, en þeir hefðu ákveðið að fallast á vopnahlé, þar sem málin hefðu verið að þróast i þá átt, að Egypt- ar hefðu nánast verið farnir að stríða við Bandarikjamenn og slíkt vildu þeir ekki. Hann lét líka í ljós von um, að Sovétríkin og Bandaríkin myndu standa við þau loforð sín, að vopnahléð yrði virt. Hins vegar væri þvi ekki að leyna, að ýmsir egypzkir herforingjar vildu láta til skarar skríða gegn tsrael og hefðu óbilandi trú á yfirburðum egypzka hersins. Golda Meir forsætisráðherra Israels kemur sennilega til Bandarikjanna í kvöld, og hún mun síðan ræða við Nixon for- seta, sem hún sagði „sannan vin Israela", áður en hún lagði af stað. Þá hafa eftirlitssveitir Sam- einuðu þjóðanna tekið til við að vitja stríðsfanga, bæði hjá Egypt- um og Israelum. Israelar hafa gefið upp nöfn um 1600 egypzkra stríðsfanga og hafa sagzt munu leggja fram fleiri nöfn bráðlega. Hins vegar hafa Egyptar aðeins látið eftirlitssveitunum í té skrá yfir rúmlega áttatiu stríðsfanga frá Israel, enn sem komið er. Chou En-lai forsætisráðherra Kína sagði i dag, að stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin Framhald á bls. 18 Munch-mál- verki stolið Osló 31. okt. FRUMDRÖGUM að hinu fræga málverki Edvards Munchs, „Sagan“, var stolið frá veitinga- stað í stúdentabænum að Sogni. Málverkinu hefur sennilega verið stolið aðfaranðtt miðvikudagsins, þvf þegar starfsfólk veitingastof- unnar kom til vinnu, tók það eftir, að málverkið var horfið. Er það metið á aðra milljón króna. Það hafði verið skorið úr ramm- anum, en eitt hornið orðið að nokkru eftir. Málverkið er 200x90, sm að stærð og sýnir stórt eikar- tré, sem breiðir úr greinum sínum yfir umhverfið, en við rætur þess sitja gamall maður og ungur drengur. Endanleg gerð málverksins hangir i Oslóarhá- skóla. Mjög umfangsmikil leit stenduryfir að þjófunum. Lyf kann að hafa valdið dauða asmasjúklinga Strangt eftirlit hér á landi, segir landlæknir BRESKA blaðið „The Observer" skýrir frá þvf I frétt 21. október sl., að hópur lækna telji, að lyfið „Isoprenaline" og önnur skyld lyf, sem gefin eru asmasjúklingum, kunni að hafa valdið dauða 3.500 asmasjúkl- inga f Bretlandi á árunum 1961 til 1967. Læknunum virðast dauðsföllin vera tengd sölu „úða-dósa", en í þeim er lyfið í fljótandi formi og undir loft- þrýstingi (svipað og hárlakk), og sjúklingurinn sprautar úðanum upp í sig. Þær tegundir, sem náðu 80 prósentum af markaðinum í Bretlandi, eru „Medihaler Iso“ og „Medihaler Iso Forte“, og mun síðarnefnda lyfið vera sterkara. Engin nákvæm rann- sókn hefur farið fram og því liggja ekki fyrir neinar vísinda- legar staðreyndir, sem sanna, að dauðsföllin hafi orðið af völdum þessara lyfja. Lyfið er einnig selt í öðrum löndum, en ekki hefur orðið vart mikillar breytingar á dauðsfallafjölda asmasjúklinga á þessu tímabili nema í Bretlandi og á Nýja-Sjá- landi. Einhver breyting varð á Irlandi og í Astralíu, en nær engin í Danmörku, Belgíu, Vestur-Þýzkalandi, Japan, Bandarikjunum, Svíþjóð og Hollandi. Bresku læknarnir hallast helst að því, að ofnotkun lyfsins hafi valdið dauðsföllunum. Þeir benda á, máli sínu til stuðnings, að óvenjumargir þeirra sjúklinga, sem létust, voru á aldrinum 10—14 ára. Þeir hafi verið nógu gamlir til að taka sjálfir lyfið og flestir hafi tekið úða-dósina með sér í skólann. Hins vegar hafi þeir ekki verið það þroskaðir, að þeir gerðu sér grein fyrir hætt- unni af þvf að taka of mikið. Þess má einnig geta, að í Bret- landi er hægt að fá þetta lyf í hverri lyfjabúð og án lyfseðils, að sögn Observer. Mjögstrangt eftiríit Þar sem þessi lyf eru fáanleg i lyfjabúðum hér, sneri Morg- unblaðið sér til Ölafs Ölafs- sonar landlæknis. Ólafur sagði, að asmasjúklingar notuðu mikið þessi lyf og væru þau notuð eins og ráð væri fyrir gert teldust þau ekki valda neinni hættu. Ef hins vegar væri tekinn alltof stór skammtur væri fræðilegur möguleiki á að lyfir gæti valdið dauða. Landlæknir benti á, að svo væri um mörg venjuleg lyf, þau gætu valdið dauða ef of stórir skammtar væru teknir. Hann sagði, að þessi lyf, með- ferð þeirra og áhrif, væru kennd strax i læknaskóla og læknar hérlendis fylgdust auð- vitað með öllu nýju, sem upp kæmi um þau. Reglur um af- hendingu þeirra væru strangar, þau fengjust ekki afhent nema gegn lyfseðli og þá auðvitað með leiðbeiningum um notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.