Morgunblaðið - 11.11.1973, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973.
Wang Hung-wen
Verður hann
eftirmaður Maos?
ENDA þótt þingi kínverska
kommúnistaflokksins sé lokið
fyrir alllöngu er ekki úr vegi að
geta ýmislegs athyglisverðs,
sem þar kom fram og ekki
hvað sfzt, að lfnur hafa ber-
sýnilega skýrzt um það,
hver verði arftaki Mao for-
manns. Eins og frá hefur ■
verið sagt, voru ð þinginu'
endanlega gerðar upp sakirnar
við „svikarann" Lin Piao. Og þá
daga, sem þingið stóð yfir, sat
ungur maður, 36 ára að aldri og
óþekktur fram að þeim tfma,
við hliðina á Mao formanni og
alit benti til, að þar væri kom-
inn sá útvaldi, og ætti að leiða
þjóðina, 800 miiljónír Kfn-
verja, þegar Mao formaður er
allur.
Hann heitir Wang Hung-wen
og skal vikið að þvf, að kynna
hann nokkrum orðum, svo og
það fyrirkomulag, sem ákveðið
hefur verið að verði á æðstu
stjórn Kfna, þegar Mao dregur
sig f hlé.
Ákveðið var, að við taki eins
konar forsætisráð. Ákvörðun
um þessa skipan mála var tekin
á 10. flokksþinginu. Enda þótt
þeir níu, sem eiga að sitja f
þessu ráði verði að nafninu til
ja’fnvaldamiklir, er þó ekki
vafa undirorpið, að sumirverða
öðrum áhrifameiri. Mao er
áfram „formaðurinn" en f opin-
berri umsögn ekki lengur
„hinn mikli formaður". Chou
En-lai er auk þess að vera for-
sætisráðherra, númer tvö hvað
valdaaðstöðu snertir. En nýrri
stjörnu hefur skotið upp á
himininn sem númer þrjú, þar
sem Wang Hung-wen er.
Sagt er að Wang Hung-wen sé
36 ára, en kannski er hann
nokkrum árum eldri. Hann er
afsprengi menningarbylting-
arinnar og er fulltrúi hinnar
nýju kynslóðar. Hann er
gæddur persónutöfrum,
segja erlendir sendiráðs-
menn i Peking. Hann er alltaf
einkar snyrtilega klæddur.
Hann er snjall ræðumaður
— það kom í ljós á 10.
flokksþinginu. En hann er
nánast óþekktur utan Wna og
reyndar innan þess að mestu
líka.
A þinginu kom í ljós, að dag-
ana áður en flokksþingið hófst
hafði verið háð mikil pólitfsk
valdabarátta f Kína og enda
þótt málamiðlun hafi greini-
lega náðst, erþessi barátta ekki
tillyktaleidd.
Hún var háð og er háð hin-
um harða kjarna menningar-
byltingarinnar með eiginkonu
Mao, Chiang Ching, f broddi
fylkingar. Fyrir þingið birtust í
blaðinu „Rauði fáninn"
greinar, sem túlka mátti sem
eins konar uppgjör við kenn-
ingar heimspekingsins Konfús-
íus. Var þar lögð áherzla á, að
hann hefði verið af aðalsættum
og hann hefði reynt að endur-
reisa þá, sem hefðu átt að vera
úti f myrkrinu. Þetta var all
eindregin árás á Chou En-lai,
sem einnig er kominn af aðals-
ættum, og sem reyndi — það
kom fram á þinginu — að
endurreisa allmarga áhrifa-
menn, sem höfðu orðið fórnar-
lömb menningarbyltingarinn-
ar.
Chou sigraði
Meðal þeirra níu, sem eru f
forystuliðinu, er ekki frú Mao
og heldur ekki einn af for-
sprökkum menningarbyltingar-
innar Yao Wen-yun, tengda-
sonur Maos. En þau fengu þó
sæti f stjórnmálaráðinu. I fasta-
ráðinu eru byltingarmennirnir
gömiu, Tung Pí-wu og Chub-
Teh, báðir 87 ára, sömuleiðis
æðsti maður hersins Yeh
Chien-ying, 75 ára og stjórn-
málaráðgjafi hans Li Teh-
sheng, sextugur að aldri. Allir
þessir menn eru stuðnings-
menn Chou En-lais. Enda þótt
reynt hafi verið að færa út
verksvið stjórnmálaráðsins
með því að koma þar inn full-
trúum fleiri stétta, lýtur Kfna
enn forystu gamalla manna, og
ekki hvað sfzt aldraðra her-
manna.
Því er enn meiri ástæða til að
undrast hinn skjóta frama
Wang Hung-wen frá Shanghai.
Ekki aðeins vegna aldurs hans
og vegna þess að hann má
teljast fulltrúi menningarbylt-
ingarinnar f þessum nfu manna
hópi, heldur gegnir hann einn-
ig mikilv. trúnaðarstörfum
f Shanghai, sem er sjaldgæft að
svo ungur maður hafi fengið að
takast á við. Hann er í senn
aðalritari verkalýðssamtaka
Shanghaiborgar, heldur er
hann líka borgarstjóri og sérleg
ur stjórnmálafulltrúi og ráðu-
nautur varnarliðs borgarinnar.
Hann er sem sé fulltrúi þeirra
þriggja afla í Kína, sem eru
allsráðandi: flokksins, verka-
lýðssamtakanna og hersins.
ÓÞEKKTI MAÐURINN
Þangað til í janúar 1967,
þegar Wang var foringi örygg-
isnefndarinnar í vefnaðarverk-
smiðju nr. 17 f Shanghai, þar
sem hann hóf störf sem verka-
maður, var hann algerlega
óþekktur maður. Hann heill-
aðist af hugsjónum menningar-
byltingarinnar, en eftir að
hann fór f skyndiferð til Peking
og fékk þar viðtal við Mao og
Chou En-lai var ljóst, að hann
naut stuðnings þeirra og þessi
stuðningur hefur nú komið
honum langleiðina upp á tind-
inn.
Hann varð sérlegur skjól-
stæðingur Chang Chun Chiao,
sem hafði verið „hinn sterki
maður“ Shanghaiborgar og er
enn meðal þeirra, sem teljast í
forystuliðinu. En meðan hann
er enn á sama stað í valdaröð-
inni hefur Wang þokazt upp f
sæti númer þrjú og kemst að
lfkindum í fyrsta sæti, áður en
langirtímar lfða.
Það var Chou En-lai, sem hélt
aðalræðuna á 10. flokksþing-
inu, en það var Wang, sem fékk
að fordæma svikarann Lin Píao
og hann vék þá í leiðinni að
öðrum landráðamanni, Liu
Shao-chi. I lok ræðu sinnar vék
Wang að framtíð Kína og sagði
um eftirmann Maos: Það er
ekki nægilegt að búa einn eða
tvo menn undir að taka við
þessu mikla hlutverki, heldur
milljónir...
Kína hefur af 800 milljónum
að taka. En allt bendir til að
Wang sé að minnsta kosti nú
krónprinsinn í Kfna.
BÍLASALAN
SÍMAR
19615
leoas
BORGARTÚNI 1 - BOX 4049
VÖRUBIFREIDAR
Árg: '73 Scania Vabis
1 10 super m/boggie.
Árg: '72 Scania Vabis
1 1 0 super m/boggíe.
Árg: '71 Scania Vabis 50
super m/boggie.
Árg: '66 Scania Vabis 76
super m/flutningahúsi og
frystitækjum.
Árg: '69 Volvo NB 88
(boggíe)
Árg: '71 Merc. Benz
1 51 3 án turbo
Árg: '70 Merc. Benz
1 51 3 án turbo
Árg: '67 Merc. Benz
1413 m/turbo
Árg: '67 Merc. Benz
141 3 án turbo
Árg: '66 Merc. Benz
1418
Árg: '66 Merc. Benz
1518 m/framdrifi
Árg: '65 Merc. Benz
1620 m/boggíe og flutn-
ingahúsi.
Árg: '65 Merc. Benz
1 920 m/boggíe
Árg: '65 Merc. Benz
1418 m/tandem
Árg: '68 Man 91 56
Árg: '67 Man 650
m/framdrifi og 2Vb Foco
krana.
Árg: '67 Man 650
Gröfur
Árg: '66 Bröyt X2
m/baco
Árg: '74 Ford 4550 trakt-
orsgrafa.
Traktórspressa
Árg: '72 Leyland 344
m/ Hitor loftpressu.
Jarðýta
Árg: '60 Dautz DK 1 00B
Hjá okkur er miðstöð
vinnuvéla og vörubíla-
viðskiptanna.
Llst erlendls..______
50 ára rithöfundar-
afmæli Sholokovs
í SEPTEMBER sl. var þess
minnzt með pomp og prakt í
Sovétríkjunum, að um þær
mundir voru liðin fimmtíu ár,
siðan fyrsta bók rithöfundarins
Mihails Sholokov kom út. I
Sovétríkjunum einum hafa
verk hans verið gefin út í 794
útgáfum á 78 tungumálum. Og
hann hefur verið þýddur á 43
önnur tungumál. I greinum,
sem um hann voru ritaðar í
tilefni þessara tfmamóta var
lögð á það megináherzla, að
Sholokov hefði frá fyrstu tíð
verið „góður kommúnisti, sem
hefði barizt fyrir því að kynna
sögu lands síns og þjóðar".
Hann hefði sýnt lesendum sfn-
um fram á, svo að ekki yrði um
villzt, að það væri miklu betra
að búa í Sovétríkjunum, en í
kapitalisku þjóðfélagi, þar sem
„pengingavaldið væri allsráð-
andi og milljónir manna væri
kúgunum beittir".
I greinunum var ekki vikið að
þvf, að á sovézkan mælikvarða
er Sholokov stórefnamaður.
Hann hefur fengið leyfi til að
ferðast til Vesturlanda, bæði
um Evrópu og Bandaríkin, þótt
starfsbræður hans margir hafi
ekki fengið að fara út fyrir
ákveðið svæði, sem þeim er
markað.
Sholokov hefur líka launað
sovézkum valdhöfum dyggi-
lega, með því til dæmis, að
verja alltaf ofsóknir yfirvalda
gegn rithöfundum og mennta-
mönnum. A 23. flokksþinginu
árið 1966, hélt Sholokov til að
mynda þrumandi skammar-
ræðu um gerðir þeirra Daniels
og Siniavskys, sagði dóminn yf-
ir þeim alltof mildan og kallaði
þá svikara og landráðamenn.
Því kom það heldur engum á
óvart, þótt Sholokov væri í hópi
þeirra, sem undirrituðu mót-
mælaskjal gegn þeim Solzhenit-
syn og Sakharov nú f haust.
Stuðningur Sholokovs við
sovézk stjórnvöld hefur orðið
til að varpa skugga á rit-
höfundarferil hans I ýmsum
vestrænum löndum á síðustu
árum og hefur einnig orðið til
þess, að verulega listræn skáld-
verk eftir hann hafa engan veg
inn fengið að njóta sannmælis.
Hinu er svo heldur ekki að
leyna, að margar af bókum
Sholokovs eru ekki annað en
skrúðmálgar áróðursbók-
menntir, sem lítið er á að græða
í listrænu tilliti. Enda kannski
ekki að furða, þar sem hann
hefur á síðari árum varið æ
meiri tíma til þess að níða
starfsbræður sfna en að skapa
bókmenntaverk.
h.k.
ÍBUÐIR TIL SÖLU
Við Blikahóla í Breiðholti eru til sölu 4ra herbergja íbúðir
og stórar 5 herbergja íbúðir, í 3ja hæða sambýlishúsi.
íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, húsið frágengið
að utan, sameign inni fullgerð og lóðin frágengin að
mestu, og þar á meðal malbikuð bílastæði. Fjögurra
herbergja íbúðinni fylgja bílskúrsréttindi, en 5 herbergja
íbúðinni fylgir fullgerður bílskúr í kjallara. íbúðirnar
afhendast tilbúnar undir tréverk 15. desember, 1973.
Beðið eftir Húsnæðismálastjórnarláni kr. 700 þúsund.
Teikning til sýnis á skrifstofunni. fbúðirnar eru til sýnis í
dag kl. 4—7. Skrifstofan er opin í dag kl. 2—7.
Árni Stefánsson, hrl.
Suðurgötu 4. Símar 14314 og 14525.
13000
Tll sðlu Vlð Fellsmúia
sérlega vönduð og falleg 4ra herb. íbúð á jarðhæð. Mikil
harðviðarinnrétting. Sólrík og falleg íbúð. Laus fljótlega.
Upplýsingar hjá sölustjóra Auðunni Hermannssyni í síma
13000.
Fasteignaúrvalið.