Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973.
Bætti aðferð
Niels Bohr
ARI Brynjólfsson varði 25.
október doktorsritgerð við
Hafnarháskóla, þar sem hann
m.a. breytti að nokkru og endur-
bætti útreikningaaðferð á kenn-
ingum Niels Bohr um stöðvun á
hröðum, hlöðnum rafeindum.
Nefndist ritgerðin á ensku „Some
Aspects of Interactions of Fast
Ari er Akureyringur, útskrifað-
ist 1948 úr MA og fór til náms við
Hafnarháskóla, þar sem hann
lauk lokaprófi í eðlisfræði 1954.
Þá vann hann við rannsóknir f
Þýzkalandi 1955—1957, en
1957—1965 var hann yfirmaður
geislunardeildar á Risö í Dan-
mörku. Eftir það fór Ari til
Bandaríkjanna og var fyrst yfir
geislunartæknideild rannsókna-
stofnunar í Boston, sem fékkst við
geislun á matvælum og er núna
forstjóri bandarfskra rannsókna á
matvælageislun, sem er liður f
rannsóknum til friðsamlegrar
notkunar kjamorkunnar. Er unn-
ið i nánu sambandi við Samein-
uðu þjóðirnar og þróunarlöndin,
þar sem lenging á geymsluþoli
matvæla með geislun er talin
munu koma að mestum notum.
Dr. Ari Brynjólfsson
Charged Particles with Matter“,
en þetta er grundvallar verkefni í
eðlisfræðinni.
Andmælendur voru próf. C.
Möller, sem mikið hefur unnið
með afstæðiskenningu Einsteins
og prófessor Peter Sigmund frá
Hafnarháskóla.
99
Grafskrift
eftir njósnara”
ALMENNA bókarféiagið hefur
gefið út bókina „Grafskrift eftir
njósnara“ eftir Eric Ambler. Bók-
in var þýdd af Páli heitnum
Skúlasyni, ritstjóra, og er þetta
sfðasta bókin, sem hann þýddi..
1 umsögn AB á kápusíðu segir,
að höfundurinn Eric Ambler, hafi
verið nefndur öndvegismeistari
allra tíma í sérgrein sinni
spennandi njósnasögum.
„Gpafskrift eftir njósnara" er
222 blaðsíður að stærð með eftir-
mála höfundar. Bókin er prentuð
í Víkingsprenti og bundin inn hjá
Bókfelli. Kápan er teiknuð hjá
Auglýsingaskrifstofu Torfa Jóns-
sonar.
V erzlunarbankinn:
233% hækk
un hlutafjár
A SlÐASTA aðalfundi Verzlunar-
bankans hinn 7. aprfl s.I. var sam-
þykkt að heimila útboð á hækkun
á hlutafé bankans um allt að 70
millj kr„ þannig að það yrði
aukið úr 30 millj. kr. f allt að 100
millj. kr. Var hluthöfum bankans
veittur forkaupsréttur að hinu
nýja hlutafé til 1. nóvember þ.á.
Með bréfi til hluthafa f júní-
mánuði var þeim tilkynnt um hið
nýja hlutafjárútboð og hafa þeir í
samræmi við það á undanförnum
mánuðum sent til bankans óskir
sínar varðandi hið nýja hlutafé.
Nú liggur fyrir, að hluthafar hafa
skráð sig fyrir 62 millj. kr. af
hinum nýja hlutafjárauka eða
88.5% útboðsins. Bankaráð mun
síðar taka ákvörðun um sölu
þeirra 8 millj. kr., sem eftir eru af
hinu nýja útboði.
Líðan eftir
atvikum
LÍÐAN Friðriks Sveinssonar hér-
aðslæknis f Mosfellssveit, sem
slasaðist alvarlega í umferðarslysi
í Mosfellssveit á fimmtudag, var í
gærmorgun nokkuð góð eftir at-
vikum, að sögn læknis á Borgar-
spítalanum, og er Friðrik kominn
til meðvitundar.
Halldóra Eggertsdóttir og Björg Rafnar við brjóstmyndina af Aðalbjörgu.
Br jóstmynd af Aðalbjörgu
Sigurðardóttur afhjúpuð
SL. föstudagskvöld lauk aðal-
fundi Bandalags kvenna f Reykja-
vfk. I bandalagiiiu eru flest kven
félög borgarinnar, eða 28 félög
með um 10.000 félagskonum. Á
aðfundinum nú áttu sæti 84
fulltrúar.
Á föstudagskvöld var afhjúpuð
við hátíðlega athöfn brjóstmynd
af Aðalbjörgu Sigurðardóttur
en hún var formaður banda-
Iagsins í 23 ár samfleytt. Gestur
Þorgrímsson gerði myndina, en'
bandalagið lét síðan gera af-
steypu af henni í eir. Styttunni
hefur verið valinn staður f sam-
komusal að Hallveigarstöðum.
Athöfnina voru viðstödd skyld-
menni Aðalbjargar, en styttuna
afhjúpaði dótturdóttir hennar,
Björg Rafnar.
„Að horfa og hugsa
99
ný bók Sigvalda Hjálmarssonar
SKUGGSJA hefur sent á markað-
inn bókina „Að horfa og hugsa“
blaðamann og ritstjóra.
Bókin hefur að geyma sýnis-
horn af blaðagreinum Sigvalda og
fjalla þær um margvíslegustu
efni, m.a. lífsspeki, pólitík, um-
hverfisvernd, dýr og dýravernd
og ný lífsviðhorf vegna vísinda-
uppgötvana.
Sigvaldi Hjálmarsson segir m.a.
í formála slnum fyrir bókinni:
„Greinamar eru flestar sýnis-
horn úr föstum dálkum, sem ég
hef annazt eða átt hlut að. Þær
eru þvf margar fastlega bundnar
stund og stað og án útskýringa
rætt um efni, sem umræðu vakti f
blöðum þann daginn.“
Síðar segir Sigvaldi:
„Blaðamennska er ekki
einungis starf, blaðamennska er
lífsviðhorf. Sá, sem fær þá
bakteríu ungur, er þegar orðinn
öðruvísi maður, ég held yfirleitt
betri maður. Honum verður eigin-
legt að taka eftir, sjá atburði ger-
ast og horfa á hlutina eins og þeir
eru.“
Skuggsjá prentaði bókina, sem
er 174 blaðsíður að stærð.
Halldóra Eggertsdóttir, varafor-
maður bandalagsins, sem gegnir
formennsku i fjarveru formanns,
Geirþrúðar H. Bemhöft, sagði
m.a. i ræðu sinni við afhjúpunina:
„Við Islendingar stærum okkur
af fornum menningararfi. Við
viljum vera sjálfstæð menningar-
þjóð og geta staðið jafnfætis öðr-
um menningarþjóðum, þótt fá-
mennirnir séum. En I fá-
mennu þjóðfélagi er sér-
hver einstaklingur mikilsverð-
uF' hlekkur, sem þarf að vera
sterkur, og gengt fjölþættu
hlutverki. Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir hefur einmitt verið sá per-
sónuleiki, sem vegna gáfna,
menntunar og vfðsýni var sem
kjörin til að gegna f jölþættu hlut-
verki í þjóðfélaginu. Allt hennar
lif og starf hefur mótazt af þeim
fjölþættu menningarmálum, sem
hún hefur unnið að um ævina.“
Halldóra Eggertsdóttir og Björg
Rafnar við brjóstmyndina af
Aðalbjörgu.
Jennifer Vyvyan
Brezk söngkona
með Sinfóníunni
FJÓRÐU reglulegu tónleikar
Sinfónfuhljómsveitarinnar verða
haldnir fimmtudaginn 15. nóvem-
ber n.k. A þessum hljómlcikum
verða flutt tvö verk: Les Illum-
inations, sem ber á fslenzku nafn-
ið Ljómanir, eftir Benjamfn
Britten og Sinfónfa nr. 4. eftir
Mahler, en hvorugt þessara verka
hefur verið flutt hérlendis áður.
Stjórnandi verður aðalhljóm-
sveitarstjóri hljómsveitarinnar
Karsten Andersen, og einsöngv-
ari brezka sópransöngkonan
Jennifer Vyvyan.
Jennifer Vyvyan á að baki
glæsilegan söngferil, sem spannar
yfir vítt svið en hún hefur mest
sungið í óperum og óratorfum.
Hún hefur m.a. frumflutt hlut-
verk i óperum eftir Benjamín
Britten og Malcolm Williamsson
og einnig tekið þátt f Bachlista-
hátíðum f Bandarfkjunum, svo og
ýmsum listahátíðum f Evrópu.
Vyvyan hefur sungið víða um
heim, meðal annars undir stjórn
Leonard Bemsteins, og ennfrem-
ur hefur hún sungið inn á fjöl-
margar hljómplötur.