Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973. 3
„Það þótti ákaflega
djarft á þeim tíma” í
Gamla Hreyfils-húsið við Kalkofnsveg.
ÞANN 11. nóv. 1943 komu sam-
an til fundar 70 bifreiðarstjór-
ar f Reykjavfk, sem áttu sfnar
bifreiðir sjáifir, til að stofna
samvinnufélag um rekstur á
bifreiðastöð. Félagið hlaut
nafnið Samvinnufélagið Hreyf-
ilL Á þeim tfmavoru starfrækt-
ar f bænum níu bifreiðastöðvar
f einkaeign, en bifreiðastjór-
arnir 70 töldu sfnum málum
betur borgið f eigin höndum;
þannig gætu þeir betur hlúð að
starfseminni, bæði hvað þeim
sjálfum við kæmi og viðskipta-
vinum.
„Félagið var algerlega fé-
vana, en við ákváðum að ráðast
í það að kaupa bifreiðastöðina
Geysi við Kalkofsveg. Verðið
var 225 þús. kr. og við fengum
200 þús. kr. að láni f Utvegs-
bankanum. Það þótti ákaflega
djarft á þeim tima. En við hóf-
um siðan reksturinn 1. des og
innan tíðar fjölgaði bifreiða-
stjórunum í Hreyfli upp i 100,
síðan 200 og nú erum við um
300.“
Það er Ingjaldur Isaksson,
sem svo segir frá, en hann var
einn af stofnendum Hreyfils,
átti sæti í fyrstu stjórn félags-
ins og síðan formaður þess í 24
ár. Ingjaidur hefur stundað
leigubifreiðaakstur I 43 ár eða
frá Alþingishátíðarárinu 1930,
og man þvf timana tvenna i
starfinu.
„Þegar Hreyfill hóf starfsem-
Ingjaldur Isaksson.
ina voru bæjartakmörkin í inn-
anbæjarakstri við Tungu (við
Suðurlandsbraut), Þórodds-
staði (við Eskihlíð) og Vegamót
(á Seltjamamesi). En við byrj-
uðum siðan, með mikilli and-
stöðu frá hinum stöðvunum, að
færa út mörkin, eftir því sem
úthverfin teygðu sig lengra,
fyrst inn að Elliðaám og Foss-
vogslæk og siðan teygðist svæð-
ið upp að Grafarholti, Árbæjar-
hverfi, Breiðholtshverfi, Kópa-
vogi og Seltjarnarnesi. Og þetta
gátum við af því að við fylgdum
útfærslunni eftir með simapóst-
um. Við vorum reyndar fyrstir
með símapóst. Hann stóð við
Dyngjuveg. Siðan komum við
fyrstir með talstöðvarnar og
það var hrein bylting. Nú erum
vað með bifreiðar á 19 stöðum'á
þessu svæði. En mér persónu-
lega finnst nú, að svæðið eigi að
ná yfir allt höfuðborgarsvæð-
ið,“ segir Ingjaldur.
Hreyfill var með aðalaðset
ur sitt í húsinu við Kalkofsveg
allt fram til ársins 1971, er öll
starfsemin fluttist i ný og glæsi-
leg húsakynni í eigin stórbygg-
ingu við Fellsmúla. Þar eru nú
skrifstofur og símstöð með 25
manna starfsliði, undir stjórn
Einars Geirs Þorsteinssonar,
framkvæmdastjóra. I húsinu er
þvottastöð, þar sem bifreiða-
stjórarnir geta þrifið bifreiðar
sínar hvenær sem er sólar-
hringsins. í húsinu fá bifreiða-
stjórarnir aðstöðu til félags-
starfsemi, er 200 fermetra salur
verður tekinn í notkun á næst-
unni. Félagið rekur bensin- og
olíusölu við Fellsmúla, það hef-
ur söluumboð fyrir talstöðvar
og frá 1951 hefur starfað inn-
lánsdeild í tengslum við það.
Formenn Hreyfils hafaverið,
auk Ingjalds, þeir Bergsteinn
Guðjónsson, Gestur Sigurjóns-
son og nú Þórður Elíasson.
Ingjaldur á margs að minnast
frá 30 ára starfi Hreyfils. „Ég
minnist gömlu baráttufélag-
anna, sem létu ekki pólitik
skyggja á baráttuna i stéttar-
málum. Og þótt ekki hafi alltaf
allir verið sammála um leiðir,
voru menn alltaf sammála um
markmiðin," segir hann.
„Mig langar lika að minnast á
annað. Það eru ekki allir, sem
gera sér grein fyrir hversu stór
þáttur leigubfllinn er í þjóðlif
inu. Á öllum stundum er kallað
á leigubíl, við öll hugsanleg
tækifæri. Við ökum fólki á
stund gleði og sorgar, við upp-
haf og endi langferðar. Þegar
mikið liggur á, er alltaf kallað á
leigubil. Við höfum alltaf verið
að reyna að auka þjónustuna
við fólkvð. Við vorum fyrstir til
að hafa stöðina opnaallansólar
hringinn. Við komum fyrstir
með talstöðvarnar. Við gerðum
þetta til að auka hraðann og
öryggjð og ég tel, að mikið hafi
áunnizt í þessum efnum. Og á
þessu afmæli vil ég nota tæki-
færið og færa öllum viðskipta-
vinum gegnum árin þakkir, svo
og öllum gömlu baráttufélögun-
um og samstjórnendum.“
— sh.
Rætt við Ingjald Isaksson
á 30 ára afmæli Sam
vinnufélagsins Hreyfils
Nýja Hreyfilshúsið við Fellsmúia. (Ljósm. Sv. Þorm.)
MLÍR fABA í FERD MED ÚTSVn EHN SEM IVRR ÓDÝRAST TÍL
London
8 flagar
Flugfar
Glstlng
Morgunveruur
kr. 15.900.«
19.900.-
Brottför á hverjum
laugardegt
Glasgow
4 öagar
Flugfar
filstlng
Morgunverflur og
kvöldverffur
kynnlsferfl o.fl.
kr. 13.500.-
Brottför annan hvern
föstudag.
Kaupmannahöfn
UM JÓLIN:
ÓDVRAR HÓPFERÐIR 20 og
21. DESEMBER.
Tjæreborg
ÓDÝRAR SKÍÐAFERÐIR TIL
AUSTURRÍKIS —- SAFARI-
FERÐIR TIL AFRÍKU
DRAUMAEYJAN CEYLON OG
FJARLÆG AUSTURLÖND.
Kanarfeyjar
Flug-
farsedlar
HVERT SEM FERÐINNI ER HEIT-
IÐ — ALLIR FLUGFARSEÐLAR
FYRIR EINSTAKLINGA, HÓPA
EÐA FÉLAGASAMTÖK MEÐ
BEZTU KJÖRUM OG HINNI VIÐ-
URKENNDU ÚTSYNARÞJÓN-
USTU
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
Austurstræti 17 (Silla og
Valda)
Símar 26611 —20100