Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973. ________Lauaarásbíó Joe Kidd ★ Segja má, að maður hafi séð þá alla ef maður hefur séð einn Eastwood vestra, og er þessi að engu frábrugðinn. Vestri, sem ætti að vera ágætis skemmtun fyrir þá, sem ekki hafa séð slíkan áður. Leikstjóri: John Sturges Tón- list: Lalo Schifrin Leikendur: Clint Eastwood, Ro- bert Duwall, John Saxton. V.J. ie ie Efnislega fremur slök, enda málefnið aðeins notað per- sónu Clint Eastwoods til fram- dráttar, auk venjulegs ofbeldis af meinlausara taginu þó. John Sturges trúir greinilega ekki á sóðalegt ofbeldi, og vondu mennirnir deyja því i hæfilegri fjarlægð, áhorfendum til hægðarauka. Dágóð skemmti- mynd í hefðbundnum skraut- stfl. SSP. ★ ★ Myndir Eastwoods lofa fyrirfram nokkuð öruggri skemmtun og spennu. Þessi er prýðis/kóður afþreyjari og enn bregður fyrir snjöllu hand- bragði John Sturges, (GUNFIGHT AT OK CORALL, THE MAGNIFICENT SEVEN, THE GREAT ESCAPE). S.V. NÖLDURHORNIÐ AÐ þessu sinni ætla ég. kvik- myndahúsgestum, (og kvik- myndahúseigenduml) til gamans, að rifja upp nokkrar myndir, sem sýndar hafa verið vfða um heim á undanförnum árum við góða að- sókn, en hafa, einhverra hluta vegna, aldrei staðið okkur til boða. Eru þó marqar hverjar ameriskar. „Women in Love", Ken Russel '69, „The Charge of the Light Bri gade", Tony Richardson'68. U.A., „The Happy Ending", Richard Brooks, '69., „Let it Be", síðasta mynd The Beatles, gerð 1970, „Sunday, Bloody Sunday", John Schlesinger '70, Queimada, Pont- ecorvo '69. Allar þessar myndir eru frá United Artists, hverra um- boð hér er Tónabíó. Austurbæjarbió sýnir myndir frá Warner Bros, og hér eru nokkrar myndir frá því fyrirtæki, sem aldrei hefur borið fyrir augu hér- lendis: „Petulia", gerð af Richard Lester 1968, með Julie Christie og George C. Scott í aðalhlutverk- um. „I love you Alice B. Toklas", leikstjóri Paul Mazursky '69. „The Seagull", gerð af Sidney Lumet ‘69, byggð á leikriti Chekovs, með úrvalsleikurum f hverju hlutverki. „Entertaining Mr. Sloane", gerð eftir leikriti Joe Ortons '70. Frá Columbfa, — Stjörnubfó —, hafa aldrei birzt á tjaldinu myndir eins og „Luv", með Jack Lemmon, Elaine May og Peter Falk, stjórnað af Clive Donner, byggð á leikriti Schisgals. „Faces" gerð af Cassavetes. báð- ar frá '69. „The Killing of Sister George 1 Aldrich '70. Gamla Bió lúrir á „The Fixer", frá '69, gerð af Frankenheimer, og ekkert bólar á „The Prima og Miss Jean Broide" i Nýja biói, þrátt fyrir að Maggie Smith hafi fengið Oscars- verðlaunin fyrir leik sinni f mynd- inni 1 970. Hér er aðeins drepið á örfáar myndir, sem valdar eru af handa- hófi. Listi yfir myndir, sem aldrei hafa verið sýndar hérlendis, gæti fyllt heila sfðu, og tel ég, að kvik- myndahúsin liggi nokkuð jafnt f sökinni. Ætlunin mun vera að tína þær fram á sjónarsviðið smátt og smátt. Kvikmyndahúseigendum er velkomið að gera grein fyrir máli sfnu hér á síðunni, hvenær sem er Já, og hvernig væri að Laugar ásbíó hristi rykið af mynd Anthony Newley frá 1969, „Can Heir- onymus Merkin Ever Forget Mercy Humppe, and Find True Happiness"? S.V. Austurbœiarbíó McCabe og frú Miller. ★ ★ Robert Altman, (MASH), býr örugglega yfir meiri hæfileikum en honum tekst að sýna að þessu sinni. Sama máli vona ég að gegni með Warren Beatty, annars má hann svo sannarlega fara að vara sig. Julie Christie er rétt þokkaleg, Réne Auberjonois góður, sömuleiðis tregafull tón- list Cohens. En það, sem sómir sér bezt í myndinni, eru leik- tjöldin, og þorpið, sem býr yfir fágætum, þunglamalegum töfr- um. S.V. Tónabíó Leyndarmálið f Santa Vittoria. ★ ★ Frá því að Anthony Quinn lék Grikkjann Zorba, virðist hann hafa staðnað í leik- NÝLEGA hófust sýningar I Há- háskólabfói á ftölsku kvikmynd inni II Conformista, Tæki- færissinninn, eftir aðal for- sprakka nýrrar kvikmynda- bylgju á Italíu, Bernardo Bert olucci. Bertolucci hefur ekki verið á sýningarskrá kvik- myndahúsa á Islandi til þessa, en vísast er, að einhver hafi heyrt mannsins getið í sam- bandi við öll þau skrif, sem spunnizt hafa út af nýjustu mynd hans: Síðasti tango í París. Sumir segja, að Bertolucci sé kvikmyndagerðarmaður af guðs náð. Hvað svo sem hæft er í því, þá er hitt víst, að mynd hans Tækifærissinninn hrífur mann fyrst og fremst vegna kvikmyndalegra eiginleika hennar. Slíkar myndir, þ.e. raunverulegar kvikmyndir eiga það sammerkt með tónlistinni, að það nægir ekki að sjá þær einu sinni eigi svo margþætt form að njóta sfn til fullnustu. Tækifærissinninn er annars kvikmynd um faisma. Hér skal ekki lagður dómur á, hversu trúverðuga mynd B. dregur upp af fyrirbærinu, en hinu skal hrósað, hversu vel tekst til með persónusköpun og upp- byggingu myndarinnar. B. styðst við samneínda sögu Alberto Moravia, og notfærir sér flash-back, sem fléttast all- an tfmann fnn f morðatriðið, sem gerist undir lokin. Sjálfur segir B. um aðalpersónu sína: „Ég fæst við svokallaðan eðli- legan þjóðfélagsþegn, sem smám saman kemur í ljós, að er líkastur ófreskju. Ég takmarka mig við sálfræðilegu hliðina." tjáningu, karlinn vill ekki svo glatt yfirgefa hann. Sfðan hefur maður séð hann sem páf- ann Zorba, Indfánann Zorba, nú Italann Zorba, og Guð má vita hvað fleira. Ekki þar fyrir, karlinn heldur myndinni lengst af uppi hress og kátur að vanda Og hér er á ferðinni hin ágæt- asta skemmtun f skammdeginu, ef undan er skilið langt og vellulegt ástarævintýri, sem gjaman hefði mátt lenda á gólf- inu í klippiherberginu. S.V. ★ ★ Stanley Kramer (Guess Who is Coming to Dinner) er þekktur fyrir að ná vel til til- finninga áhorfenda. Anthony Quinn „lék sig inn í hjörtu áhorfenda" f Zorba, eins og ein- hver gæti orðað það, og hefur verið þar síðan. Saman hefur þeim tekizt að búa til ósköp elskulega mynd, dálftið hlægi- lega á köflum, bæði viljandi og óviljandi, án þess þó að hafa i frammi neina listræna tilburði. SSP. En ef til vill lýsir kvikmyndin aðalpersónunni M. Clerici bezt, þegar hann er umkringdur dansandi fólki, sem grunlaust f leik sínum faðmar að sér mann, sem bruggar því banaráð. Merk ingafull dansatriði eru í flest- um mynda B. og skipta oft sköp- um. Ef vel er að gáð má sjá sitthvað fleira einkennandi fyrir vinnubrögð þessa snjalla kvikmyndaskálds, t.d. hvemig hann hagnýtir sér að sviðsetja andstæðurnar „úti“ — „inni“ á dramatískan hátt. Þetta sést vel í fyrrnefndu dansatriði, en er ef til vill hvað sterkast f morðatriðinu: Clerici situr inni í bíl sínum á meðan verið er að kála prófessor Quadri, Anna, kona Quadris, æpir á hjálp fyrir utan glugg- ann á bíl Clericis (sbr. mynd), en Clerici hefst ekkert að. Enn- fremur er „klassik" kvik- myndasögunnar hluti af stíl Bertoluccis. Hann segir ein- hvers staðar: „Kvikmynd á að tjá kvikmynd." Þessa sér víða stað í myndum hans. M.a. geng- ur hann svo langt í Tækifæris- sinnanum, að hann tvöfaldar merkingu myndarinnar með þvf að gefa prófessor Quadri, sem Clerici er falið að myrða, heimilisfang og síma- númer franska kvikmyndagerð- armannsins J.L. Godard, en hann hefur verið einn helzti lærifaðir B. í kvikmyndalist. Með Tækifærissinnanum vildi hann hins vegar losa sig undan áhrifum Godards. Þetta skýrist bezt í atriði, þar sem Quadri og Clerici ræða um fasisma. Sé ofangreind upplýsing fyrir hendi skilst jafnframt, að þeir Gamla bíó No Blade of Grass. ★ ★ Þessi mynd á margt skylt við vísindaskáldsögulegt verk, þótt eigi sé hún grein af sama meiði. Hún fjallar um Lundúnabúa sem flýja til lff- vænlegri staðar á Bretlandi, mitt í menningarhruni verald- arinnar. Mengunin er allt að drepa og lffsbaráttan harðna þar til menn grípa til hagla- byssunnar sér til framfleytis. Efnið er að mörgu leyti athygl- isvert og einnig tiltektir við klippingu, en samt sem áður er útkoman harla bragðdauf. V.J. ★ ★ Efni myndarinnar er að ýmsu leyti athyglisvert, t.d. spurningin um það, hvað yrði um manninn, ef það kerfi, sem hann hefur lifað í, brotnaði nið- ur, af því að hálfur heimurinn væri orðinn matarlaus. Meðferð efnisins er hins vegar fremur einhliða og lítt spennandi, þegar einu sinni er orðið ljóst, hvert stefnir. SSP. ★ Það er ekki fyrir aðra en stórsnillinga á borð við Kubrick að reyna að lýsa þvf voveiflega ástandi, sem mundi skapast hér ájörð þegar við værum langt komnir með að tortíma henni af eigin sóðaskap. Þetta er of erf- itt verkefni fyrir Cornel Wilde, sem gert hefur nokkrar barna- legar, en nokkuð athyglisverðar myndir. Og honum tekst ná- kvæmlega eins til nú. S.V. eru að tala um kvikmyndir. Með hjálp lýsingarinnar, sem segja má um að leiki eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, gerist Plato kvikmyndafræð- ingur. Það er að vonum, að hreyfing eins og fasismi hafi haft sterk áhrif á jafn þjóð- félagslega meðvitaðan kvik- myndahöfund og B. er. B., sem er fæddur árið 1940, segist muna þessa hugsjón Mussolinis fyrir tilstilli kvikmynda frá tímabilinu. Þess vegna hvatti hann samstarfsmenn sfna til að sjá sem mest af þeim áður en tökur hæfust. Þess gætir f flash-back atriðunum, en eftir að þeim sleppir breytir myndin jafnframt um síl og sést þá í fyrsta sinn handkvikmynda- taka og þá svo um munar. E.S. FRÉTTAHORNIÐ TÍMARITIO Time birti á sínum tfma forsíðumynd af Marlon Brando og heilmikla grein um Last Tango in Paris. Þetta kostaði tfmaritið u.þ.b. 400.000 dollara auglýsingamissi, það tap- aði 400 áskrifendum og fékk 8000 mótmælabréf. Tfmaritið var ekki beint viðbúið þessum mót- tökum og þvf sfður dreif ifyrirtækið United Artists, sem dreifir Last Tango. Hefur fyrirtækið reynt að draga mjög úr þeim sögusögnum, að myndin sé æði klámfengin, af hræðslu við, að hún verði bönnuð f einhverjum hlutum N-Amerfku. Á sama tfma hefur annað fyrirtæki, Transamerica Corporation, sem er f tygjum við U.A., látið þurrka sitt nafn út af auglýsingum og öðru efni, sem viðkemur myndinni, trú- lega til að halda nafni sfnu hreinu. ____________Hafnarbíó Figures in á landscape Leikstjóri Joseph Losey ★ ★ A flótta þeirra félaga Mac og Ansell yfir fjöll og firn- lindi kynnist maður mjög náið, hve ólíkir þeir eru að skapgerð. Sameiginlegur óvinur þeirra beggja, þyrlan, er það eina, sem heldur atburðarásinni gang- andi. Söguþráðurinn er auka- atriði og eins takmark þeirra, frelsið. Maður fylgist með tveim mönnum, sem eru bornir saman og reynt að brjóta til mergjar. v.J. ★ ★ ★ Tveir menn eru á stöðugum flótta, þeim er ógnað af þyrlu, en engin skýring er gefin á málavöxtum. Myndin er líkt og ofskynjun eða draumur, áhorfandinn er ýmist I sporum eftirleitarmanna eða hinna eltu. Setningar á stangli gefa til kynna dýpri merkingu en yfir- borðið eitt ber með sér og trú- lega má ráða í þjóðfélagslegar samlíkingar. En ef til vill er það ekki síður landslag hugans, sem Losey er hér á gandreið um. SSP. ★ ★ Það er nokkuð öljóst, hvert Losey stefnir að þessu sinni, lfkt og stundum áður. En honum tekst oft mæta vel að hlaða þessa langdregnu mynd spennu, leikur Robert Shaw og Malcolm McDowell er afburða- góður, og Shaw, sem virðist margt til lista lagt, hefur skrif- að sérstaklega gott handrit. S.V. Senn er nú að Ijúka frágangi myndarinnar Executive Action, en mikil leynd hefur hvílt yfir allri gerð hennar. Myndin er sögð fjalla um samsæri til að myrða John F. Kennedy, forseta. Aðalhlutverk eru leikin af þeim Burt Lancaster, Robert Ryan og Will Geer. leik- stjóri er David Miller, en handritið er eftir Dalton Trumbo. Kvikmynd- ina á að frumsýna fyrir tfunda dánarafmæli forsetans, sem verð- ur 22. nóv. F ár. Á kvikmyndahátfðinni f Locarno I Sviss taldi brezka blaðið Film, að þrjár myndir hefðu tekið öðrum fram. Sú fyrsta var svissnesk, The Red Train, eftir Peter Ammann. Myndin fjallar um ftalska innflytjendur F Sviss, en þar hafa þeir ekki kosningarétt. Þeir fara hins vegar yfir til ítalfu og kjósa þar, þótt þeir búi þar ekki. Fara þeir þá unnvörpum f rauðum lestum yfir landamærin og þar af er nafnið dregið. Einnig blandar Ammann inn f þetta þjóð sögunni um William Tell. Önnur mynd, sem vakti athygli, var American Graffiti eftir George Lucas. Lucas hefur áður gert mynd, sem nefnist THX 1 138, athyglisverða mynd að sögn, sem hlaut þvf miður litla dreifingu. American Graffiti er gjarnan líkt við The Last Picture Show eftir Bogdanovich eða Summer of '42 eftir Mulligan, vegna þess að líkt og þessar myndir sækir American Graffiti efni sitt til æskuára höf- undar, sem bjó í smábæ einum utan við San Fransiskó, árið 1962. Film telur þessa mynd þó langtum fremri hinum báðum. Þriðja myndin, sem vakti athygii þeirra hjá Film var IIIumination. Mynd þessi er eftir Pólverjann Krystof Zanussi, en hann hefur gert nokkrar myndir (Family Life) og er talinn einn af beztu leikstjór- um þar í landi ásamt Wadja. Hann fæst ekki við nein smáatriði, þvf f umræddri mynd veltir hann fyrir sér Iffsgátunni og viðhorfi sfnu til IFfsins. SSP. Að vera normal: tækifærissinninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.