Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 255. tbl. 60. árg. SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973. Prentsmiðja Morgunblaðsins Kissinger í Peking Peking, 10. nóvember, AP. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna kom til Pek- ing f dag til fjögurra daga við- ræðna við Choun En-lai forsætis- ráðherra Kfna. Þetta er sjötta Chile greiðir bætur Santiago, 10. nóvember, N1B. CHILE og Bandaríkin hafa orðið ásátt um að semja um bætur til bandariskra fyrirtækja, sem voru þjóðnýtt í valdatíð Allendes for- seta. Bandarikin hafa þó fallið frá kröfum um bætur fyrir kopar- námurnar Anaconda og Kennecott. Chile hefur þegar náð sam- komulagi um bætur til fyrirtækja í tólf öðrum löndum, sem einnig biðu tjón, þegar Allende hóf þjóð- nýtingar sínar. I staðinn fyrir að greiða bætur hefur Chile fengið loforð um efnahagsaðstoð til að grynna á erlendum skuldum, sem eru gífurlegar. Ceausescu til Washington Washington, nóv., AP. TILKYNNT hefur verið í Washington, að forseti Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, sé væntanleg- ur þangað og muni ræða við Nixon forseta 4. desember nk. Ceausescu kemur til Bandaríkja- nna til að endurgjalda opinbera heimsókn Nixons til Rúmeníu í ágúst 1969. Leiðtogamir munu bæði ræða sérmál, er varða sam- skipti Rúmeníu og Bandaríkj- anna, og helztu mál á alþjóðavett- vangi. heimsðkn Kissinger til Peking. Upphaflega átti hún að hefjast f byrjun sfðasta mánaðar, en var frestað vegna strfðsins milli Arabaog Israela. Kissinger mun ræða við Chou um ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs, Indókína og aukin tengsl Bandarikjanna og KTna á sviði viðskipta, vísinda og menningar. Chi Peng-fei utanríkisráðherra Kína tók á móti Kissinger á Pekingflugvelli ásamt öðrum ráðamönnum og fjölda erlendum sendimanna. Talið er, að Kissinger muni leggja höfuðáherzlu á að sann- færa Chou um, að kvíði hans vegna samstarfs Sovétríkjanna um að koma á friði milli Araba og Israela, sé ástæðulaus. Mikil hersýning var á Rauða torginu I Moskvu sl. miðvikudag í tilefni byltingarafmælisins. Sést héi risastór eldflaug af gerðinni Scarp fara framhjá mynd af Lenin. Verður skrifað undir í dag? Afstaða Israela er óljós Kairó og Tel Aviv, 10. nóv., AP — NTB. TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð- anna skýrði frá þvf f dag, að vopnahléssamkomulagið milli fsraela og Araba yrði undirritað af fulltrúum Egypta og Israela kl. 13.00 að fslenzkum tfma á morg- un, sunnudag. Undirritunin fer fram við þjóðveginn milli Súez og Kafró. Er Mbl. fór f prentun sfð- degis f gær, hafði ekki verið stað- fest af hálfu Israela, hvort þeir myndu undirrita samkomulagið, en fréttir höfðu borizt af þvf, að þeir væru óánægðir með það og vildu ekki undirrita það óbreytt. Undirritunin átti, skv. upphaf- legu áætluninni, að fara fram f dag, en var frestað vegna and- stöðu tsraela. Ástæðan fyrir óánægju Israela er fyrst og fremst sú, að í sam- komulaginu er hvergi minnzt á það, að Egyptar opni á ný innsigl- inguna í Rauða hafið, ennfremur segja Israelar, að þeir geti ekki fallizt á ákvæðin um, að þeirflytji herlið til þeirra staða, sem viglín- an var 22. október, og segja þeir, að enginn geti sagt til um, hvar sú lína var þá. Þá eru Israelar óánægðir með ákvæðið um, að þeir eftirláti gæzluliði Sameinuðu þjóðanna allar eftirlitsstöðvar sínar við veginn frá Súez til Kaíró. Eiga þeir aðeins að fá að hafa herforingja við síðasta eftir- litsstaðinn, til að hafa eftirlit með, að þriðji herinn fái engin hergögn. Önnur ákvæði samningsins eru, að báðir aðilar virði algerlega vopnahlé það, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til, að daglega verði fluttar vörur og lyf til borgarinnar Súez og særðir óbreyttir borgarar verði fluttir burtu, að engar hindranir verði á flutningum til austur- bakka Súez, enda verði ekki um hergagnaflutninga að ræða og að hafin verði skipti á stríðsföngum strax og S.Þ. hafa tekið við eftir- litsstöðvum á leiðinni milli Kaíró og Sú ez. FRIÐARRAÐSTEFNA IGENF Dagblaðið An Nahar í Beirut skýrði frá því í morgun. að fvrir- huguð alþjóðleg friðarráðstefna um svæðið fyrir botni Miðjarðar- hafs, ætti að hefjast í Genf 10. desember nk. Ráðstefna þessi á að fjalla um stöðu Jerúsalem, Golan- hæða, endanlega útfærslu friðar- samnings og samkomulag um opn- un siglingaleiða á svæðinu. Blaðið segir, að Feisal konungur Saudi- Arabíu hafi skýrt Kissinger utan- rfkisráðherra Bandaríkjanna frá því, að hann myndi ekki aflétta banninu á olíusölu til Bandarikj- anna fyrr en endanlegur friðar- samningur hefði verið gerður. Mikið verðbréfafall varð í kaup- höllinni f New York í gær, og er talið, að ástæðan sé sú, að Kissing- er hafi ekki tekizt að fá Feisal til að aflétta olíusölubanninu. Féllu Dow Jones bréfin, sem markaður- inn miðar við, um 25 stig, sem er mesta fall á einum degi í 25 ár. Þess ber að geta, að bréfin höfðu hækkað um 26 stig tvo daga á undan, þar eð menn höfðu verið vongóðir um, að Kissinger gæti haft áhrif á Feisal konung. N-Irland: 900 hafa fallið Belfast, 10. nóvember, AP. ALLS HAFA nú 900 manns látið lffið á þeim fjórum árum, sem átök hafa verið á Norður-lrlandi. Snemma f morgun var bifreið ekið upp að matsölustað, sem var fullur af fólki, og sprengju kastað inn f hann. Maður, sem var á leiðinni út, sparkaði sprengjunni út um dyrnar og forðaðist skot- hrfð tilræðismannanna með þvf að fleygja sér niður. Sprengjan sprakk litlu síðar og banaði vegfaranda og særði þrjá aðra. Talið er víst, að sprengjan hefði valdið mun meiri usla ef hún hefði sprungið inni í matsölu staðnum. William Conway kardináli hefur sakað stjórnvöld og brezka herinn um að hafa lítinn áhuga á að rannsaka morð á fjölmörgum kaþólikkum á undan- förnum árum. Kardinálinn sagði, að mótmælendur færu í morðher- ferðir gegn saklausum kaþólikk- um án þess að yfirvöld aðhefðust nokkuð. Talsmaður stjórnarinnar hefur lýst furðu yfir þessum ummælum kardinálans, sem hann sagði, að hefðu ekki við nein rök að styðjast. Lögreglan gerði allt, sem í hennar valdi stæði, til að upplýsa morðmál. Repúblikanar leggja Nixon lífsreglurnar Nýr borgarstjóri í New York Sl. þriðjudag fóru fram sveitarstjórnarkosningar f ýmsum fylkjum Bandarfkjanna og var m.a. kjörinn nýr borgarstjóri f ffew York f stað John Lindseys, sem ekki bauð sig fram. Demókratinn Abraham Beame vann yfirburðasigur með um 56% atkvæða. 3 aðrir voru f framboði. Beame er 65 ára að aldri og er hann fyrsti Gyðingurinn, sem verður borgarstjóri New York, en f New York búa flestir Gyðingar á einum stað f heiminum. Beame hefur starfað fyrir New York borg f áratugi. Washington, 11. nóv., AP. NIXON forseti hélt á föstudaginn fund með ýmsum helztu leiðtog- um repúblikana f fulltrúa- og öld- ungadeildinni, og gáfu þeir hon- um ráð um, hvernig hann ætti að hegða sér til að eiga möguleika á að endurheimta traust banda- rfsku þjóðarinnar. Þingmenn- irnir voru allir sammála um, að þeir hefðu nú f fyrsta skipti von um, að forsetinn legði öll sfn spil á borðið til að fá Watergatemálið endanlega upplýst. Jafnframt hefur verið látið að því liggja í Hvíta húsinu, að for- setinn hyggist gera eitthvað til að sanna sakleysi sitt. Hvað það er, var ekki sagt. Nixon hefur kallað „samhæfingarnefnd“ repúblik- ana til fundar við sig á mánudag- inn. Nefndin var sett á laggirnar 1964, þegar demókratinn Lyndon Johnson gersigraði repúblikan- ann Barry Goldwater í forseta- kosningunum. Nefndin hefur | aldrei komið saman síðan Nixon | var kjörinn forseti 1968. Boðun nefndarinnar til Hvítahússins nú sýnir, að forsetinn gerir sér grein fyrir, að hann verður að beygja sig fyrir þrýstingi eigin flokks, sem hefur orðið miklar áhyggjur af því, hvaða afleiðingar Water- gatemálið getur haft fyrir fram- bjóðendur repúblikana i þing- kosningunum, sem fram fara á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.