Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NOVEMBER 1973. Benedikt Friðriksson Hnífsdal — Minning MANNI finnst það þyngra en taki tárum, þegar náinn vinur og samferðamaður um langa ævi er sviplega horfinn sjónum manns, dáinn, horfinn yfir móðuna miklu, án þess að nokkuð verði aðgert til bjargar. Við slfka at- burði setur að manni hroll og einhvem veginn á maður erfitt með að sætta sig við orðinn hlut, við svo sviplegan aðskilnað, sem raunin varð á um Benedikt Friðriksson í Hnífsdal. Hann var allur aðfaramótt 4. nóvember, en hann haf ði þó mætt til vinnu sinn- ar morguninn áður, þann 3. nóv., í hraðfrystihúsinu í Hnífsdal, þar sem hann hafði starfað með litlum hvfldum árum saman af mikilli trúmennsku og sérstökum dugnaði sem honum var svo lagið. Þessir eðliskostir virtust honum í blóð bornir, allt frá því að hann komst til nokkurs þroska. Benedikt Friðriksson var fædd- ur í Hnífsdal 27. desember 1909. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Amadóttir, sem lézt á Elliheimili Isafjarðar 96 ára gömul í byrjun þessa árs, og Friðrik Tómasson, sem var um langt árabil formaður á vélbátum í Hnífsdal og átti stundum þátt í Utgerð slfkra báta frá heimabyggð sinni. Ungur að árum mátti Benedikt heitinn sjá á bak föður sínum og ungum bróður, er báðir hlutu leg í hinni votu gröf. Faðir hans, Friðrik, fórst með báti sínum m/b Hvessingi, er hann var skipstjóri á, í áhlaupsveðri úti fyrir Vest- fjörðum þann 13. maí 1922, með allri áhöfn, þar á meðal 15 ára syni sfnum, Tómasi, sem var í sinni fyrstu sjóferð. Nærri má geta, að við þetta' sviplega slys var mikill harmur kveðinn að eftirlifandi konu og tveim ungum börnum Friðriks sáluga, er heimilisfaðirinn og ástsæll sonur og bróðir áttu ekki afturkvæmt. Það kom eðlilega í hlut ekkjunnar, Guðrúnar, móður Benedikts, að annast uppeldi og framfærslu eftirlifandi barna sinna, Margrétar og Benedikts, sem hér um ræðir. Uppeldi bamanna tókst með ágætum, enda Guðrún móðir þeirra mikil þrekkona, sem gædd var miklum dugnaði og útsjónar- semi og lét ekkert tækifæri sér úr greipum ganga til þess að sjá börnum sínum farboða, enda urðu þau myndarleg og góðir borgarar, þegar þau urðu fulltíða. Þegar Benedikt heitinn hafði þroska til, reyndist hann móður Faðir minn, tengdafaðir og afi, PÁLL BENEDIKTSSON frá Hlfð í Lóni, Skúlagötu 59, Rvfk. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 13. nóv. kl. 13.30. ÁstríSur Pálsdóttir, Jón Jónsson og börn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ELÍSABET Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, Kambsveg 14, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 13. þm. kl. 3. Guðmundur Á Magnússon, Svava S. Jónsdóttir, Skúli Magnússon, Jean Magnússon, Ólöf Magnúsdóttir, Hörður Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, ÞÓRÓLFS ÞORLÁKSSONAR, Eyjarhólum. Þorlákur Björnsson, Ingibjörg Indriðadóttir og systkini hins látna. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð, vinarhug og aðstoð vegna a'ndláts og jarðarfarar konu minnar, tengdadóttur, móður, tengdamóð- ur og ömmu BERGÞÓRU JÓAKIMSDÓTTUR, Laxárvirkjun. Gfsli Dan, Sigrfður Gfsladóttir, Páll Gíslason, Gréta Stefánsdóttir, Bergþóra Pálsdóttir, Sigurður Pálsson. sinni dugmikil heimilisstoð og góður sonur. Snemma bar á því, að Benedikt væri laginn við þau störf, sem honum voru falin, hvort heldur var til sjós eða lands. Hann var því löngum eftirsóttur til hvers konar starfa, er kröfðust öðru fremur eftirtektar og trúmennsku. Árið 1935, hinn 26. október, kvæntist Benedikt eftirlifandi konu sinni frú Ingibjörgu Guðmundsdóttur í Hnífsdal, mjög velgefinni myndarkonu, sem bjó manni sínum indælt heimili, og hefir auk þess tekið mikinn þátt í félagslífi Hnífsdælinga fyrr og síðar. — Meðal annars verið for- maður kvenfélagsins Hvatar i Hnffsdal um nærfellt 3 áratugi. Þá var hún og formaður Kven- félagasambands vestfirzkra kvenna um nokkura ára skeið. Frú Ingibjörg og Benedikt eignuðust eina dóttur barna, Guðmundu, sem gift er Ólafi Friðbjamarsyni stýrimanni í Hnífsdal, mesta myndarmanni. Þau Ólafur og Guðmunda hafa eignazt 2 börn, en barnabörnin voru augasteinar Benedikts afa síns. Ég, sem þessi minningarorð skrifa, átti margar ánægjustundir með Benedikt vini mínum, þegar við vorum báðir yngri að árum. Var það ekki ósjaldan, sem við klifum fjöll saman og gerðum sitt- hyað annað, sem hugann gladdi, þegar tómstundir gáfust til frá önnúm dagsins og skyldustörfum. Þessara samverustunda minnist ég ávallt alla tíð með sérstakri ánægju. Naumast hefi ég kynnzt vinnusamari manni en Benedikt, þvf að svo mátti heita, að honum félli aldrei verk úr hendi, þá fyrir heimilið, ef ekki var annarri vinnu til að dreifa. Hann var góður heimilisfaðir og fórnaði heimilinu öllum þeim frístundum SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 14, sími 1 6480. + Þökkum innilega samúð er okkur var sýnd við andlát og jarðarför móður okkar SOFFÍU HAFLIÐADÓTTUR, Akureyri. Börnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður SIGRÚNAR BERGLJÓTAR ÞÓRARINSDÓTTUR. Guðmundur Jónsson, Inger Sigfúsdóttir, Helga Sigfúsdóttir, Dóra Sigfúsdóttir, Jónas Jónsson, Már Jóhannsson, Trausti Thorberg Óskarsson. sinum, sem gáfust frá öðrum önn- um. Fyrr á árum stundaði Benedikt sjó, var þá helzt á sfldveiðum, en einnig starfaði hann um árabil sem landmaður á línubátum úr Hnífsdal. I fjölda mörg ár, seinni hiuta ævi sinnar, var hann starfsmaður Hraðfrystihússins h/f í Hnífsdal og var það enn, er dauðann bar svo skjótt að, sem raun varð á. Er Benedikts sáluga sárt saknað af stjórnendum og eigend- um fyrirtækisins, sem og öllu samstarfsfólki hans við fyrir- tækið og þá ekki sizt verkstjóra hans, sem kunni vel að meta starfshæfni hans f hvfvetna. Vandaðri mann og vammlausari getur naumasþ því framkoma hans og prúðmennska var einstök og aflaði honum álits allra þeirra. er höfðu af honum nokkur kynni. Benedikt heitinn sinnti lítt opinberum málum, en átti þö um langa hríð setu i hafnamefnd Hnífsdals. — Þá var hann og vara- maður í hreppsnefnd Eyrar- hrepps um nokkurt skeið. Þá átti hann stundum sæti í stjórn Verkalýðsfélags Hnífsdælinga og reyndist þar nýtur og sanngjarn maður viðskiptis vegna iheð- fæddrar athyglisgáfu sinnar. Benedikts sáluga mun lengi saknað af samferðarfólki hans, en þó er sölqiuðurinn mestur hjá eftirlifandi konu hans og af- komendum þeirra, sem mikið hafa misst og aldrei verður bætt. Að svo mæltu kveð ég góðan og gamlan vin og bið honum Guðs blessunar. Einar Steindórsson Jólaplatti Glits á markað VERKSMIÐJAN Glit H/F f Reykjavík hefur nú hafið fram- leiðslu á jólaplöttum sínum og er myndin gerð af Eggerti E. Guð- mundssyni listmálara. Myndin sýnir tvo engla, sem horfa mót jólastjörnunni. Grunnliturinn er hvítur, en aðrir Iitir blár og gulur. Þetta er í annað sinn, sem Glit H/F framleiðir jólaplatta og er framleiðslan takmörkuð við 2000 tölusett eintök. AUKIN SLÁTRUN Á DJÚPAVOGI Djúpavogi, 8. nóv. SLÁTRUN er að ljúka þessa dag- ana og verður heildarslátrunin um 12.500 fjár, en var um 10.000 fjár í fyrra. Framkvæmdir eru hafnar við stækkun barnaskólans og er langt komið uppslætti að grunninum. Nýlega var hafizt handa um loka- frágang nýja hafnargarðsins, sem gerður var í fyrra. Er vonazt til, að þessu verki verði lokið áður en loðnuvertíðin hefst. Þá er einnig unnið að stækkun þróarrýmis síldarverksmiðjunnar og miklar framkvæmdir standa yfir við end- urnýjun véla og tækja fyrir ver- tíðina. Minni bátar hafa ekkert getað róið að undanförnu, því að ekki er hægt að taka á móti fiski frá þeim í sláturtíðinni. Hins vegar hafa tveir stærri bátamir verið að, en afli verið sáratregur og ótíð mikil undanfarið. — Dagbjartur. Búðahnupl TALSVERT hefur borið á hnupli úr verzlunum I borginni að undanförnu og voru t.d. fyrr í vikunni gripnir fimm unglingar í einu við búðahnupl. Að sögn rannsoknarlögreglumanns virðist búðahnupl færast f vöxt, þegar dregur nær jólum. Ekki er yfir- leitt um mikil verðmæti að ræða, sem hnuplað er, en safnast, þegar saman kemur. EKIÐ Á MANN Á REIÐHJÓLI EKIÐ var á mann á reiðhjóli á mótum Háaleitisbrautar og Safa- mýrar á nfunda tímanum á fimmtudagskvöldið. Þetta var maður um fimmtugt og hlaut hann áverka á höfði, en var þó ekki talinn alvarlega slasaður. Söngnámskeið á Akranesi Akranesi 8. nóvember. SÖNGNAMSKEIÐ fyrir al- menning verður haldið á veg- um Tónlistarfélags Akraness á næstunni ef nægþátttaka fæst. Á námskeiðunum verður kennd raddbeiting og tónheyrn. Inn- tökuskilyrði eru engin fyrir byrjendur, en kennarar á nám- skeiðunum verða Guðmunda Elíasdóttir söngkona og Agúst Ármann Þorláksson. Hvert námskeið verður 6 vikur, 1 tími á viku. Þátttöku- gjald er kr. 1500 og greiðist við innritun. Kennsla fer fram í húsakynnum Tónlistarskólans og hefst þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20. Innritað verð- ur á námskeiðin kl. 19.30 sama dag. Upplýsingar um söngnám- skeiðin eru í síma 1868 og 1843. Júlfus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.