Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973. Þessa mynd tók Kjartan Kristjánsson, einn af sexmenningunum f LJÓS 73, en I sýning þeirra stendur yfir í Kjarvalsstöðum. Sjá myndir á bls. 18 og 19. 2 veitingamenn kærð ir fyrir verkf allsbrot TVEIR veitingamenn f Reykjavfk reyndu að þjóna gestum sfnum f fyrrakvöld, þegar þjónaverkfallið var skolliðá. Voru þaðþeir Hauk ur Hjartarson á Óðali og Sigur- sæll Magnússon í Tjarnarbúð. Þessir menn hafa nú verið kærðir fyrir verkfallsbrot, og verður kæran tekin fyrir eftir helgina. A Akureyri var Sjáifstæðishúsið opið, en þar höfðu þjónar gert samkomulag við húsið, en það samkomulag hefur enn ekki verið gert opinbert. Verkfallsverðir frá Félagi framreiðslumanna fóru til Akureyrar f gær, og ætluðu þeir að koma í veg fyrir, að nokkur þjónusta yrði f Sjálfstæðishúsinu f gærkvöldi. Öskar Magnússon, formaður Rafmagnsveita Rvíkur beiðist 9,8% hækkunar AKVEÐIN hefur verið 20% hækkun á orkuverði Lands- virkjunar frá 1. desember nk. að telja. Vegna þessa hefur borgar- ráð samþykkt að, sækja um 9,8% hækkun á gjaldskrá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og jafnframt hefur verið heimiluð 64 milljón króna lántaka hjá Scandinavian Bank Ltd. vegna rekstrarhalla R af m agn sv ei t un n a r. Þriðji fundurinn UTANRÍKISMÁLANEFND Al- þingis kom saman til fundar f gærmorgun til að fjalla- um þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar um heimild til að gera bráðabirgðasamkomulag við Breta um veiðar brezkra togara hér við land. Var þetta annar fundur nefndarinnar um þings- ályktunina. Sá fyrri var haldinn á föstudag. Fundurinn í gærmorgun var stuttur. Að sögn Þórarins Þórarinssonar, formanns nefndarinnar, varð niðurstaðan sú, að málið skyldi ekki afgreitt endanlega á þessum fundi, heldur yrði boðaður þriðji fundurinn um það á mánudagsmorgun kl. 11:30. Samkomulag hefði orðið um, að á þeim fundi yrði málið endanlega afgreitt, þannig að ekki yrði tafið fyrir því, að þingsályktunin gæti komið að nýju til umræðu f sameinuðu þingi kl. 14 á mánu- dag. I samtali við Morgunblaðið I gær sagði rafveitustjóri, að sótt væri um þessa 9,8% hækkun einungis til að mæta hækkun orkuverðs Landsvirkjunar. Hann minnti á, að sl. þrjú ár hefði Rafmagsveitan hins vegar ekki fengið aðrar hækkanir á gjald- skrá en næmi hækkun orkuverðs hjá Landsvirkjun. Þess vegna væri ofangreind lántaka tilkomin og væri hún aðeins eip af þremur, sem Rafmagnsveitan hefði orðið aðtaka á þessu ári af þeim sökum, alls um 164 milljónir króna. Sagði rafveitustjóri, að auk beiðni borgarstjóra um þessa 9,8% hækkun, hefði hann jafnfrámt boðað frekari beiðni um hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar vegna næstu fjárhagsáætlunar. Félags framreiðslumanna sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að félagsmenn hefðu ekki verið staðnir að því að gerast verkfalls- brjótar, en hins vegar hefðu tveir veitingamenn ásamt fjölskyldum sínum verið staðnir að þvf að veita fólki þjónustu. Þessir menn hefðu nú verið kærðir, og yrði kæran á hendur þeim væntanlega tekin fyrir á mánudaginn. Sagði Óskar, að nokkur lokuð hóf hefðu verið haldin á föstu- dagskvöldið og væri vitað, að nokkrir þjónar hefðu unnið. Það væri hins vegar vafamál, hvort það bæri að túlka sem verkfalls- brot, þar sem þetta hefði ekki ver- ið haldið á hinum opinberu veit- ingastöðum, héldu í félagsheimil- um ýmissa félagasamtaka. Óskar sagði að lokum, að þjónar ætluðu sér ekki, að láta það líðast, að menn kæmust upp með verk- fallsbrot. Aðeins einn dansleikur var haldinn á vínveitingastöðum borgarinnar í fyrrakvöld. Var það f Klúbbnum, en þar fékk fólk enga þjónustu, eins og vænta mátti. Engu að síður fjölmennti fólk þangað, og var ekki annaðað sjá en að menn undu hag sfnum vel, þrátt fyrir að barirnir 10 væru lokaðir. I gærkvöldi var aft- ur haldinn dansleikur í Klúbbn- um. Sömuleiðis voru haldnir dansleikir f Þórskaffi og Ingólfs- kaffi. Ekið fyrir Djúpið í fyrsta skipti A FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ tókst mönnum f fyrsta skipti að aka fyrir Isafjarðardjúp á bifreið. Sá, sem fyrstur manna ók þessa leið, var Kristinn Jónsson verkstjóri hjá Vegagerð rfkisins, en hann hefur stjórnað vegagerðarfram- kvæmdum f Hestfirði f sumar og haust. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að enn ætti eftir að ljúka við 20 km kafla til þess að vegurinn fyrir ísaf jarðar- djúp yrði fær öllum bílum. Leiðin, sem Kristinn ók, er ruðningur, sem rutt hefur verið upp í haust. A næsta ári á að Framrúðan flaug úr UMFERÐARSLYS varð á Kringlumýrarbraut i gærmorgun er bifreið var ekið talsvert hraka- lega aftan á aðra. Talsvert tjón varð á bifreiðunum og til marks um höggið má nefna, að framrúða annarrar bifreiðarinnar flaug úr í heilu lagi. Enhver meiðsli urðu á fólki, þó ekki talin alvarlegs eðlis, og var það flutt f slysadeild. leggja slitlag ofan á hann, og „ef nægt fjármagn verður fyrir hendi, eigum við að geta verið búnir með verkið um mitt sumar“, sagði Kristinn. 25 manns unnu við vegagerða- framkvæmdimar í Hestfirði í sumar, og f haust hafa 5 menn verið þar við vinnu. 11 ár eru nú liðin frá því, að vegagerðarfram- kvæmdirnar í Djúpinu hófust og miðaði þeim mjög hægt fyrst í stað. Segja má, að það sé nú síðustu 3—4 árin, sem hraði hefur komizt í verkið. Fékk nagla- skot í öxlina VINNUSLYS varð í trésmiðjunni Meiði í Síðumúla í gærmorgun. Með einhverjum hætti hljóp skot úr naglabyssu og lenti í öxl á starfsmanni trésmiðjunnar. Var hann fluttur í slysadeild til með- ferðar. Rannsóknarlögreglan fékk málið til meðferðar og var fenginn starfsmaður frá Öiyggis- eftirliti ríkisins til að kanna or- sakir slyssins, eins og oft er gert, þegar slys verða á vinnustöðum. Norður- sjávar- bátar búast til heim- ferðar ENGAR sfldarsölur hafa verið f Danmörku sfðustu daga. Bræla hefur verið á sfldarmiðunum og bátarnir þvf lítið getað aðhafzt. Vitað er, að nokkrir sfldar- bátanna eru nú að koma heim, Ld. mun Faxaborg vera á leiðinni. Skipið kom við f Noregi og tók þar flot- vörpu, en Faxaborg fer bráð- lega á loðnuveiðar fyrir Norðurlandi. Verða þá tvö skip, sem vitað er um, að loðnuveiðum f haust, þ.e. Eldborg og Faxaborg. Lézt eftir vinnu- slysið í Breiðholti MAÐURINN, sem varð fyrir al- varlegu slysi f Breiðholti sfðdegis f fyrradag, lézt í gærmorgun á Borgarspftalanum af völdum höfuðáverka. Hann hét Eirfkur Steinþórsson, til heimilis að Hjaltabakka 22 f Breiðholti. Hann var 26 ára að aldri og lætur eftir sig konu og eitt barn. Hann var vélvirki að iðn. Slysið varð um kl. 17.17 á föstu- dag á vinnustað við Kríuhóla 4. Varð það með þeim hætti, að kranabifreið valt og lenti bóma kranans ofan á manninum. Var hann strax fluttur í sjúkrahús og þar gerð á honum heiiaskurðað- gerð, en hann lézt síðan f gær- morgun, eíns og fyrr er sagt. Fisksölur á ný í Bretlandi? TOGARINN Víkingur frá Akranesi seldi 143 lestir af fiski f Bremerhaven á föstudag- inn fyrir 196.700 mörk. Fyrir þennan afla fékk skipið 6.4 milljónir kr. Samkvæmt upplýsingum Fé- lags fslenzkra botnvörpnskipa- eigenda eiga nokkur skip að selja f Þýzkalandi f næstu viku, en sölum þar fer að öllum lfk- indum að fækka á næstunni. Er það vegna þess, að ef Alþingi staðfestir samkomulag for- sætisráðherra við brezku rfkis- stjórnína um landhelgísmálið, mun afgreiðslubanni þvf, sem fslenzk skip hafa verið f f Bret- landi sl. ár, verða aflétt (Jt- gerðarmenn hafa margir mik- inn hug á að láta skip sfn selja f Bretlandi á næstunni. Þar hef- ur fengizt mjög gott verð fyrir fisk að undanförnu. Yfirleitt er mun hagkvæmara að selja f Bretlandi en Þýzka- landi, nema þegar skipin eru með ufsa. Siglingin til Bret- lands tekur mun styttri tfma en til Þýzkalands og þvf ná skipin fleiri veiðdögum með þvf að sigla þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.