Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973. 13 var G. ekki meðal þeirra. Og það sem meira var, G. var ekki rekinn úr flokknum, hvað þá heldur að hann fengi nokkra ofanígjöf fyrir mikla iðjusemi sína við „andsovézka starfssemi". Hvenær sem G. hitti einhverja úr mótmælendahópum var fyrsta spurning hans: hver stjórnaði útgáfum á samizdatritinu „chrouizle of Current Events“? Pyotr Yakir hafði ekki fengið að vita þetta, þar sem vitað var, að eftir 1970 var nákvæmlega fylgzt með ferðum hans, og sfmtöl hans voru hleruð. Einn kunningja minna trúði því ekki að svona nákvæmt eftirlit væri mögulegt. Ég stakk upp á því, að við gerðum einfalda til- raun. „Hérna er símanúmer Yakirs," sagði ég. „Hringdu til hans og talaðu um stund um eitthvað mjög alvarlegt og gerðu að tillögu þinni að hann „hitti vini“. Reyndu sfðan að hringja í einhvern annan strax á eftir og þú munt komast að raun um að sfminn hjá þér er ekki í sam- bandi. „Tilraunin tókst með ágætum og sími vinar míns var ekki í sambandi i heila klukku- stund eftir samtal hans ví-Yakir. Þegar hann komst i samband aftur voru alltaf einhverjar truflanir. Utgáfa og dreifing á upp- lýsingariti í samizdatútgáfu er f sjálfu sér ekki glæpur. Til að slíkt flokkist undir refsilöggjöf Sovét- rfkjanna, verður að sanna að efnið, sem þar birtist sé rógur og þvættingur. Einfaldasta leiðin til að byggja upp „glæpsamlegt sam- særi“, sem mun sannfæra flesta sóvézka blaðalesendur, er að lauma því inn, að samband sé við einhvern frjálslyndan hóp f Sovétríkunum, og alveg sérstak- lega hin ólöglegu útflytjendasam- tök NTS. Þessi samtök, sem eiga sér svarta fortíð — vegna sam- starfs, sem þau höfðu við nazista á stríðsárunum í hernumdum svæðum í Rússl. — svo og vegna yfirlýsinga, sem þau hafa birt í Possev, þar sem þau réttlæta pyndingaraðferðir til að grafa undan Sovétskipulaginu, hafa oft lagt KGB efnivið þann upp f hendurnar, sem öryggislögreglan hefur sótzt eftir. Oftsinnis hefur þeim aðferðum verið beitt að smygla greinum inn í Possev, sem sfðan hafa orðið vatn á myllu KGB og veljast í þau störf ýmsir á borðviðG. í janúar 1970 birtist til dæmis f Possev fölsuð grein, sem hét „Sannleikurinn um nútíðina“ og var undirskrifuð af bróður mín- um Roy Medvedev, þar sem serr- ar voru fram frumstæðar hug- myndir í anda Trotskyista og Maoista. Bróðir minn mótmælti, en enda þótt mótmælin bærust til ritstjórnarskrifstofunnar, voru þau ekki birt. „Við erum ekki vissir um, hvort þetta er falsað — greinin sem okkur barst, eða mót- mælin sem sögð voru frá Roy Medvedev" sagði ritstjórnarfull- trúinn. Sakir þessa birti Roy Medvedev mótmæli sín i New York Times þann 26. apríl 1970. Svarið, sem Possev birti í Le Monde nokkru sfðar, var jafn tví- rætt og bréfið, sem sent var til mín. Ég veit ekki í hve miklum mæli játningar Yakirs og Krasins eru sannar. En ég veit að minnsta kosti að Possev og Grani hafa bæði orðið hálfgerðar blóðsugur á samizdaútgáfustarfseminni og eru að ganga að slikri útgáfu al- gerlega dauðri. Réttarhöldin yfir Yakar og Krasin hafa vissulega haft ákaf- lega mikil og neikvæð áhrif á starfssemi ýmsra hópa, sem berj- ast fyrir auknum mannréttindum í Sovétríkjunum og klippt á ýmis sambönd landa minna við starfs- bræður þeirra á Vesturlöndum. Baráttan fyrir nokkrum jákvæðum umbótum í Sovétrfkj- unum mun nú þurfa að vera háð af meira hugrekki en áður, meiri einbeitni, meiri alvöru, meiri reynslu. En það verða færri, sem taka þátt f henni. En þeir, sem gera það á annað borð, munu áreiðanlega beita sér, á hverju sem dynur. Er hægt að þagga niður í Sak- horov? Ég trúi þvi ekki. En hægt væri að senda hann til einhvers smábæjar, ekki endilega langt frá Moskvu, þar sem erfitt væri fyrir vini hans og erlenda fréttamenn að ná sambandi við hann. En ekki er hægt að kveða Solzhenitsyn í kútinn með þeim aðferðum. Hvað geta menn á Vesturlönd- um gert okkur til hjálpar? Fyrst og fremst geta þeir, — án þess að stofna í hættu vinsamlegri sam- búð, sem komið hefur verið á milli austurs og vesturs fyrir til- stuðlan stjórnmálamanna- rithöf- undar, vísindamenn og gestir, sem fara til Sovétríkjanna, spurt gestgjafa sína spurninga um hvað sé eiginlega á seyðirum þá kúgun, sem Solzhenitsyn er beitt- ur, um einangrunina á Sakharov, um sérstök og tiltekin mál ein- stakra pólitiskra fanga, sem held- ið er í geðveikrahælum og svo framvegis. RENAULT R4 MOD. 1963 til sölu. Er í mjög góðu ástandi. Ný yfirfarin. Upplýsingar í síma 821 82 í dag sunnudag frá kl. 1—3 e.h. Bflavarahlutaverzlun Viljum ráða ungan og röskan rhann til afgreiðslustarfa í bílavarahlutaverzlun nú þegar eða seinna. Umsókn merkt „Framtíð 4999" sendist afgreiðslu Mbl. IbúcT óskast til leigu fyrir bandarísk hjón með 1 barn, frá og með næstu áramótum. Upplýsingar í síma 84840. Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu mig á margvís- legan háttá sjötugsafmæli mínu. Lifið heil og lengi. Sigurður B. Gröndal. Til sölu Nokkrar góðar fasteignir til sölu í Þorlákshöfn, Hvera- gerði, Selfossi og Stokkseyri. Fasteigna- og bátasala Suðurlands. Uppl. gefur Geir Egilsson. Sími 99-4290. btómouol Við eigum 24" Schaub Lorenz sjónvarps- tæki, sem styttir þér stundir í skammdeginu. Vio rýmum fyrir glæsilegum jólamarkaði. Allar pottaplöntur á kr. 200. S GARÐASTRÆTI 11 F S/M/ 200 80 LEIÐIST ÞÉR Á KVÖLDIN? ALLIR VEGIR FÆRIR Á YOKOHAMA YOKOHAMA SNJOHJÓLBARÐAR MEÐ EÐA ÁN NAGLA Komiö inn úr kuldanum meö bílinn á meöan viö skiptum um. HJÓLBARÐAR Höföatúni 8 Símar 16740 og 38900 SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA • VELADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.