Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973. 21 Björn Bjarnason: Noregur r Island Kanada ÁÐUR hefur verið á það minnzt í umræðum um utanríkismál íslands, að ef til vill bæri að íhuga það, hvort ekki væri rétt, að þau ríki innan Atlantshafs- bandalagsins, fyrir utan Banda- rikin, sem mestu skiptir, að varnirnar í norðri séu traustar, tengdust öflugri samtökum til að tryggja stöðu sína í samstarfi Atlantshafsríkjanna. Hér er átt við Noreg, Island og Kanada. Raunar hefur framlag íslenzku ríkisstjórnarinnar til umræðnanna um varnir Islands fram til þessa verið þannig, að frá stjórninni hefur aldrei kom- ið nein greinargerð um það, hvernig hernaðarlegri stöðu Islands er nú háttað miðað við ástæður á Norður-Atlantshafi. Utanrikisráðherra hefur lýst því yfir, að enginn aðili, að því er manni skilst í víðri veröld, sé fær um að láta í ljós hlutlægt mat á þessari stöðu. Þess vegna hefur hann, auk Þórarins Þórarinssonar, formanns utan- ríkismálanefndar Alþingis, boðað þá „frumlegu" stefnu, að það sé á valdi Islendinga að ákveða, hvort hér skuli vera varnir eða ekki. En þessi boð- skapur þessara tveggja manna, sem gagnvart þingi og þjóð eru ábyrgir fyrir mótun utanríkis- stefnu íslands, er tryggi öryggi lands og þjóðar, er ekkert ann- að en undanskot þeirra undan kynningu á þeirri staðreynd, að hernaðarlegt mikilvægi Islands hefur aldrei verið meira en ein- mitt nú. Þessir menn eru ekki svo fávísir, að þeir geri sér ekki grein fyrir því, að einmitt þess vegna er stefna þeirra og ríkis- stjórnarinnar T varnarleysis- málum algjört glapræði. Niður- staða allra sérfróðra aðila bæði hér á landi og erlendis, sem gera hlutlæga úttekt á vamar- þörf Islands, verður óhjá- kvæmilega í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar. Þess vegna er gripið til þess ráðs af sjálfum utanríkisráðherra að lýsa því yfir, að í þessum mál- um skuli ,,brjóstvitið“ látið ráða. Hvar skyldu menn tala svo um öryggi þjóðar sinnar, á meðan þeir láta t.d. sérfræð- inga starfa árum saman að end- urskipulagningu utanríkisráðu- neytisins? Hvers vegna lætur utanríkisráðherra ekki brjóst- vit sitt ráða gerðum sínum þar? Með því gæti hann líklega spar- að þjóðinni stórfé og ekki stefnt sjálfstæði hennar og öryggi í hættu. Auðvitað er það á valdi Islendinga einna að ákveða það, hvort hér skuli vera landvarnir, hvernig þeim skuli háttað og í hverra höndum þær skuli vera. En þetta vald leggur einnig þá þungu skyldu á íslenzk stjqrn- völd, að þau taki ákvarðanir í þessum efnum sem öðrum á hlutlægum grundvelli. Ljóst er, að engin pólitísk ákvörðun íslendinga hefur eins mikil áhrif gagnvart öðrum ríkjum og ákvörðunin um það, hvernig öryggi landsins skuli tryggt. I upphafi þessa greinarkorns var minnzt á sameiginlega hags- muni Noregs, Islands og Kanada. I nýlegu viðtali, sem Noregs Handels og Sjöfarts Tidende átti við Johan Jörgen Holst, rannsóknarstjóra Norsku utan- ríkismálastofnunarinnar, segir hann m.a.: „— Eitt af markmiðum norskrar utanrikisstefnu er að koma i veg fyrir, að Noregi verði þrýst í jaðarstöðu í sam- starfi NATO-ríkjanna, eftir að stækkun Efnahagsbandalagsins leiðir e.t.v. til þess, að sam- vinnan innan NATO mótist æ frekar af samskiptum milli EBE og Bandaríkjanna. Þetta og endurmatið í Bandarikjun- um hefur í för með sér, að eðli NATO breytist eitthvað. Til þess að þetta ástand valdi því ekki, að Noregur ýtist smátt og smátt út úr myndinni, er nauð- synlegt að skipa landinu sess innan ramma fleiri ríkja. Ég lít þannig á, að Noregur verði að reyna að útvíkka samstarfið við ísland og Kanada, sem hafa sömu stöðu og Noregur gagn- vart EBE. Með því myndum við einnig fjarlægjast hinn jarðar- hópinn í NATO: Portúgal, Grikkland og Tyrkland. Þessi ríki taka ekki þátt i pólitisku samstarfi í Evrópu frekar en Noregur." Ástæðan er til að vekja athygli á þessum ummælum norska sérfræðingsins, og vitað er, að í Kanada eru menn byrjaðir að hugsa á svipaðan hátt. Það væri óskandi, að umræður um Islenzk utanríkis- og öryggismál kæmust af því stigi, sem núverandi ríkisstjórn kýs að halda þeim á með ábyrgðarleysi sínu, og sú stað- reynd yrði viðurkennd, að á íslandi verður að vera við- búnaður til varna, um leið og menn byrjuðu að ræða af skynsemi um stöðu landsins i breyttu samfélagi þjóðanna. 4 4 4 f komulagi yrði breytt, eða samn- ingurinn niður felldur, jafn mörg og stór orð og þó hafa verið um hann höfð. Ekki virðist heldur hafa verið gerð tilraun til að fá Breta til að falla frá málsókn sinni fyrir Al- þjóðadómstólnum, en þö lá í loft- inu á sínum tima, að þeir mundu fáanlegir til þess, ef eftir yrði gengið og samkomulag næðist um önnur atriði. Ekki veit bréfritari, hvort leyfi- legt er að draga þá ályktun af þögninni um Alþjóðadómstólinn, að rikisstjórnin hyggist táka upp sókn og vörn fyrir honum og geri sér nú ljóst, að við getum þar fengið nægilega fresti til þess, að enginn úrskurður verði upp kveðinn, fyrr en eftir að hafrétt- (Ljðsm. Mbl. ÓL K.Mag. ) arráðstefnan hefur komið saman og ljóst er orðið, að meirihluti þjóðanna aðhyllist 200 sjómflna fiskveiðitakmörk. A það hefur verið bent, að enginn munur sé á því að senda ítarlega greinargerð til Alþjóðadómstólsins í janúar- mánuði og senda þangað aðeins ófullkomin gögn, eins og áður munnlegan málflutning og sam- hliða að leita stuðnings þeirra þjóða, sem aðhyllast sömu sjónar- mið og við, og fá þær til að gerast aðilar að málinu. Með þeim hætti hefðum við málið á valdi okkar, og þess vegna er ástæðulaust að deila á ríkisstjórnina fyrir að leita ekki eftir þvi, að málið í Haag yrði niður fellt, ef hugmyndin er nú að fara þá leið, sem hér er um rætt. Eina hættan Að því er Alþjóðadómstólinn varðar og málaferli Breta og Vest- ur-Þjóðverja þar gegn okkur, er ljóst, að einungis er um eina hættu að ræða, þá, að Alþjóða- dómurinn taki málið strax til úr- skurðar og kveði upp dóm, jafn- vel í marz- eða aprílmánuði, dóm, sem þá væri hætt við, að byggður yrði að meira eða minna leyti á málflutningi Breta og Þjóðverja og gæti þess vegna fallið gegn okkur með einhverjum hætti. Og jafnvel þótt þá hefði verið samið við báðar þessar þjóðir og samn- ingar enn í gildi, væri það aug- ljóst áfall fyrir okkur, ef alþjóða- dómur dæmdi gegn okkur og segði, að við hefðum ekki farið að lögum. Væntanlega skýrist það í um- ræðunum um orðsendineaskiptin, hvað fyrir ríkisstjórninni vakir í þessu efni. Vafalaust verða miklar umræð- ur um samkomulagið bæði á næst- unni og eins, er frá liður. Og sitt mun sýnast hverjum. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að ófremdarástandið var orðið með þeim hætti, að eitthvað varð að gera, eins og forsætisráðherra hafði raunar líka haft orð á. Ríkisstjórnin og 200 mílurnar Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp um breytingu á lögunum um visindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, sem felur það í sér, að landgrunns- mörkin verði miðuð við 200 sjó- mflur. Stjórnin hefur þannig fall- izt á þau sjónarmið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn túlkaði, er hann lagði fram tillögur sínar um 200 milna fiskveiðitakmörk. Þar var á það bent, að þjóðir þær, sem land- grunnskenninguna hefðu að- hyllzt, væru nú í meginefnum búnar að koma sér saman um að miða mörkin við 200 mílur. Auðvitað hlutum við íslending- ar að gera þetta líka, og þá má segja, að eðlilegt sé að breyta lög- unum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. En það er þó ekki nægilegt. Við Is- lendingar þurfum að gefa um það ótvíræðar yfirlýsingar, að við ætl- um að flytja fiskveiðitakmörkin út í 200 mílur, og við þurfum að tímasetja þá útfærslu, þannig að enginn geti farið í grafgötur um það, hvert stefnt er, og öllum megi ljóst vera, að við ætlum okkur ekki að bíða, ef svo kann að fara, að hafréttarráðstefnan drag- ist á langinn, heldur hagnýta okkur stefnuyfirlýsingu hennar, því að hún er nægilegur lagalegur grundvöllur, þegar þar að kemur. Eins og menn minnast höfðu kommúnistar allt á hornum sér, þegar sjálfstæðismenn fluttu til- lögu sina um 200 sjómílna fisk- veiðitakmörk, og raunar voru við- brögð ráðamanna í Framsóknar- flokknum, sumra hverra a.m.k., ekki alltof jákvæð. Sem betur fer, hafa menn nú á þeim tveim mánuðum, sem liðnir eru síðan sjálfstæðismenn kváðu upp úr um stefnumörkun okkar, áttað sig á málinu, og ríkisstjórnin sjálf hefur tekið málið upp, þótt að visu sé það ekki enn gert me* nægilega ákveðnum hætti. E> samt sem áður ber að fagna þess- ari breyttu stefnu. Menn ættu nú að geta setzt niður og komið sér saman um það, með hvaða hætti hefur verið gert. I framhaldi af hinni skriflegu vörn ætti auðvitað að taka fresti til að undirbúa er heppilegast að stíga skrefið til fulls og ná fullri einingu á Al- þingi og meðal þjóðarinnar um 200 sjómílna fiskveiðitakmörkin. Vandanum verð- ur að mæta En þótt áfram verði vafalaust mikið um landhelgismálið rætt, verður það ekki gert með sama hætti og áður, eftir að samkomu- lag hefur náðst við Breta og vænt- anlega þá líka við Vestur-Þjóð verja. Og kannski vinnst stjórn- völdum þá meira tóm til að sinna öðrum aðkallandi vandamálum. Þau eru að sjálfsögðu fyrst og fremst á sviði efnahags- og kjaramálanna, en með sanni má segja, að þar horfi nú uggvæn- legar en oftast áður, vegna óða- verðbólgu, sem aftur leiðir af sér kröfuhörku. Og miklar kaup- hækkanir auka enn á verðbólgu- vandann, þannig að svo sann- arlega er ekki ótímabært að tala á ný um vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Allar ríkisstjórnir á tslandi hafa þurft að kljást við verðbólgu- vandann, allt síðan á styrjaldarár- unum. Þeim hefur tekizt misjafn- lega í þeirri glímu, en þó hefur hraði verðbólguhjólsins aldrei verið nándar nærri jafn mikill og nú, né heldur hættan á enn meiri vanda. Þetta eru því miður þær staðreyndir, sem blasa við í ís- lenzkum efnahagsmálum, og þess vegna er sannarlega ástæða til þess, að rikisstjórn og embættis1 menn hraði nú tillögugerð sinni, svo að unnt verði að hefja al- varlegar tilraunir til að setja niður vinnudeilur. En staðreynd er, að fram að þessu hefur í raun- inni ekkert verið gert, því að fundir þeir, sem haldnir hafa verið, þar sem vinnuveitendur og launþegar hafa mætzt, hafa runnið út i sandinn, þar sem aðil- ar hafa engan grundvöll til að standa á, meðan ríkisvaldið er svo gjörsamlega aðgerðalaust, sem raun hefur orðið á að undan- förnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.