Morgunblaðið - 13.11.1973, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973
Toepyongyang Times
-M«. N (U4) gpUT <. H» »WOWGYAMG, OEWOCBATiC WBHJW KCTOBtJC OT KQ8EA
*zrrm
Our Respected and Beloved Leader
Comrade KIM IL SUNG
Recetoes Head and Members of Pakistani Art Troope
le>d«r Entwmtrfe ol
-‘•Vnl <* Pjikretan. »
«,e laUnsfc RrpuWic At títt aut r«“.p>
jmd its membcrs—sta- and Wovcd icadw Co»
oondKctor, riwweogTapb- Kim II Sun* wnrmK 'velnvrr
vjsít oí tbc art Irouiw- to «
#«d evprrsscíl ttianltt
Wvtlto'
an
s, S^Xs^el°
**
-J Jf de
^ ,<#n/ 4efi
p. «. « ír£**!Sr ^
j OurRespected and Beloved Leaderj
Comrade KIM IL SUNG
*«(«« co^taterr *««*- f" 1
-sr»rt sTtí I
- tesdrr Ow*«de í7Ji_SuRC **” .Saíí; ftn« Wwrid^Ctobt
Uppáhalds
blaðið mitt
Eftir Jonathan Rogers
UPPAHALDS erlenda dagblað-
ið mitt, án nokkurs vafa, er
Pyongyang Times, blað, sem
hefur þann eina tilgang aðskrá
gjörðir eins manns — og ef
marka má Pyongyang Times, er
sá maður búinn svo takmarka-
lausri vizku, skilningi og
líkamshreysti, að hans líki hef-
ur aldrei stigið fæti á þessa
jörð. Með skjálfandi fingrum
rif ég umbúðirnar af þessu
fjögurra síðu vikuriti í hvert
skipti, sem það berst mér, og
leita af ákafa á forsíðunni eftir
frásögnum af síðustu afreks-
verkum hetjunnarokkar.
Pyongyang er höfuðborg Al-
þýðulýðveldisins (Norður-)
Kóreu, ríkis þar sem persónu-
dýrkun hefur farið fram úr öllu
hófi. Hvergi annars staðar í
heiminum er þjóðhöfðingi jafn
vegsamaður. Sagt er, að Mao
Tse-tung hafi allur farið hjá sér
vegna persónudýrkunar í Kína,
sem ekki komst í hálfkvisti við
þetta. En „okkar virti og elsk-
aði leiðtogi félagi Kim II Sung“
leyfir sér ekki þann munað að
fara hjá sér. Sérhver frásögn í
Pyongyang Tímes — sem sent
er í flugpósti út um allan heim
— vegsamar persónuleika Kim
II Sung, sem alls staðar (jafn-
vel í fjórum fyrirsögnum á
sömu síðunni) er nefndur „okk-
ar virti og elskaði leiðtogi".
Þegar svo Kim II Sung átti sex-
tugsafmæli fyrir nokkru, hefði
mátt fyrirgefa lesendum
Pyongyang Times fyrir að
halda að Norður-Kdrea væri
persóna, en ekki ríki.
HETJUDAÐ
Atakanlegasti lesturinn i
Pyongyang Times er, þegar
blaðið bregður sér aftur í for-
tíðina með frásögnum af hug-
rekki Kim II Sungs I baráttunni
gegn Japönum. Þar virðist leið-
toginn hafa sýnt meiri hetju-
skap en áður hafði þekkzt f
sögu nútímahernaðar. Tökum
sem dæmi kafla úr grein um
orrusturnar við Liutaokou og
Shuangshantzu, en þar segir:
„Þá kom hann að vélbyssu, tók
hana i fangið og sagði ,lofið mér
nú að reyna nokkur skot'. Övin-
irnir komu nær og nær. Á ör-
stuttu færi Iét hann vel miðuð-
um skotunum rigna yfir þá.
Árásarlið óvinanna var strá-
fellt.“ Ekki er frá þvf skýrt
nákvæmlega hve margir féllu
— en þetta varð hermönnunum
svo mikil hvatning, að þeir
unnu þarna mikinn sigur.
Það vantar aldrei íþrótta-
þættina í þau eintök af Pyong-
yang Times. sem berast mér
hingað til London. Fyrir stuttu
Ias ég þar, að „knattspyrnulið
Kóreu getur sýnt óviðjafnan-
legan styrk, því það er innblás-
ið af hugsjónum Kim II Sung
forseta ... í leikaðferð
kóreanska liðsins kemur bezt í
ljós hvernig beita má hugsjón-
um hins merka leiðtoga kóre-
önsku þjóðarinnar, Kim D
Sungs forseta." Ónafngreindur
„kunnur blaðamaður frá
Pakistan", sem sá leik Kóreu-
liðsins, sagði við blaðið: „Vegna
íþróttahugsjóna Kim II Sungs
forseta hefur kóreönskum
íþróttamönnum tekizt að koma
sér upp ósigrandi íþróttasveit."
Eitthvað svipað þessu var
það, þegar dansflokkur frá
Norður-Koreu heimsótti Bret-
land og Italíu. Ég minnist þess
ekki, að þetta hafi verið talinn
neinn merkisviðburður — en
annað er að sjá f Pyongyang
Times, því fréttamaður þess
segir að áhorfendur hafi verið
gripnir hrifningaræði og hróp-
að hástöfum lof um félaga Kim
II Sung. Á Italíu hafði svo
ónefndur áhorfandi látið þau
orð falla, að eingöngu með því
að beita kenningum Kim II
Sungs, „okkar virta og elskaða
leiðtoga", væri unnt að ná svo
frábærum árangri í dansi.
HÖRMUNGARLÍF
Hns og við er að búast, er
jafnan farið mörgum orðum um
nauðsyn endursameiningar
Norður- og Suður-Kóreu. Kafl-
inn „Svipmyndir frá Suður-
Kóreu" fjallar um hörmungar-
lffið undir „bandarískri heims-
valdakúgun". Dæmi eitt: Choe
Do Mun, 26 ára verkamaður í
Suður-Koreu, átti ekki einu
sinni „eina skál af hrísgrjónum
til rnatar", og neyddist því til
„að selja blóð sitt átta sinnum á
tveimur mánuðum". Dæmi tvö:
Maður nokkur í Suður-Koreu
bauðst til að selja augu sín til
greiðslu á skuld. Dæmi þrjú:
„Hörmungar manna frá Suður-
Kóreu, sem seldir voru sem inn-
flytjendur til Kanada.“ Til sam-
anburðar er Norður-Kóreu lýst
sem fyrsta allsnægtalandinu f
sögu mannsins, þar sem ánægð-
ir og brosandi verkamenn eru
önnum kafnir við að auka enn
afköstin, kát börnin eru vel
nærð og vel menntuð — og all-
ir, ungir og aldnir, kyrja enda-
lausa þakkargjörð til snilli
„okkar elskaða og virta leið-
toga“, sem ber ábyrgð á þessu
öllu.
Með vaxandi samskiptum við
önnur rfki, og fjölgun þeirra
ríkja, sem tekið hafa upp
forum
world features
Eftir Jonathan Rogers
stjórnmálasamband við landið,
hefur Norður-Korea aukið áróð-
ursherferð sína víða um heim.
Nýlega kej<pti Norður-Körea
sex sfðu auglýsingarit, sem
birtist þrjá dagaí röð í brezkum
blöðum og átti að kynna landið
og Kim II Sung fyrir brezkum
lesendum. Þvf miður fyrir
Norður-Kóreu voru frá-
sagnirnar af glæsileik leið-
togans og framkvæmdum í
landinu mjög svo ýktar, og hafa
sennilega leitt til þess, að
þessar kostnaðarsömu aug-
lýsingar höfðu frekar neikvæð
áhrif.
KARTÖFLUSAGA
Pyongyang Times er ekki
blað, sem ég get mælt með fyrir
lesendur, sem eru tilfinninga-
næmir og fljótir að tárast.
Nýleg grein í nýútkomnu blaði
með fyrirsögninni „Kartöflur
frá Kóreu hafa sérstakt bragð"
reyndist þeim sjálfsagt ofraun.
Hún segir frá degi þeim i marz
1946 þegar félagi Kim II Sung,
„ástkær faðir bændanna", var á
gangi f þorpinu Samsok f Suður
Pyongyang héraði til að kynna
sér árangur umbóta í land-
búnaði. Segir svo f greininni:
„Meðan hann var að ræða við
bændurnar, tók hann eftir
bóndakonu, sem stóð hikandi
fyrir framan hliðið og hélt á
stórum pakka, sem vafinn var
inn í dúk. Hann bauð henni að
koma að taka utan af pakkan-
um. I pakkanum voru rjúkandi
soðnar kartöflur ... (Kim II
Sung) sagði. Kartöflur frá
Kóreu hafa sérstakt bragð.
Þegar við vorum að bergjast
uppi í fjöllum, dreymdi okkur
um kartöflurnar heima.“Dvo
sktældi hann sjálfur nokkrar
kartöflur. Fyrstu kartöflurnar
gaf hann elzta manninum, og
gaf síðan hverjum bændanna
sfna kartöflu. Sfðast fékk hann
sér sjálfur eina. A þvf augna-
bliki gerðist eitthvað. Gamli
maðurinn, sem fékk fyrstu
kartöfluna, hélt henni í
höndunum, snöktandi, og
hneigði hvíthært höfuðið djúpt
... nú var í fyrsta skipti komið
fram við hann sem mann — og
það var enginn annar en Kim il
Sung, hinn virti og elskaði
leiðtogi, sem gerði það.“ Þar
sem svona blaðamennska
tfðkast þarf engar áróðurs-
stofnanir til að auglýsa ágæti
allsnægtalandsins.
HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugard tjl kl 2. Helgidaga frá kl 2—4 BROTAMÁLMAR Kauði allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 25891.
NAUTAKJÖT — SVÍNAKJÖT — FOLALDAKJÖT Látið ekki hnífinn standa i nautinu, ég útbeina eftiróskum ykkar. Kem á staðinn Uppl. í síma 37126. BÍLAVIOGEROIR Tökum að okkur allar almennar bílaviðgerðir. Bílaverkstæðið Bjargi, við Sundlaugaveg, sími 38060.
ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svinasulta. Úrvals- hákarl, .sild og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, simi 35020. BÍLAVARAHLUTIR Varahlutir í Cortinu, Benz 220, '62 og eldri. Taunus 17 M '62, Opel '60 — '65 og flest allar gerð ir eldri bila. Bilapartasalan, Höfðatúni 10 Simi 1 1397. Opiðtil kl. 7.
NAUDUNGARUPPBOD
sem auglýst var í 35., 38. og 41. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1973 á v.s. Hannes lóðs VE-7 þinglesin eign
Antons Hjörleifssonar fer fram eftir kröfu Kristins Sigur-
jónssonar, hrl., Hilmars Ingimundarsonar, hrl. og Brynj-
ólfs Kjartanssonar, hdl., við eða f skipinu í Njarðvíkurhöfn
fimmtudaginn 1 5. nóvember 1 973 kl. 5.00 e.h.
Sýslumaðurinn f Gullbringu-og Kjósarsýslu.
•BiinÞJonusinn hrhiprfiroi*
Komið og gerið við sjálfir.
Góð verkfæra og varahluta-
j j þjónusta
Opiðfrá kl. 8—22.
Látið okkur þvo og bóna bilinn.
Sækjum bilana. Fljót og góð
þjónusta. Einnig gufuþvottur á
vélum. Pantanir i sima 53290.
IA
BíiBÞJónusinn
Hafnarfirói, Eyrartröóó
3|a tierb. í Hafnarflrdl
Höfum í einkasölu sérlega vandaða 3ja herb. nýja íbúð í
blokk við Laufvang í norðurbænum f Hafnarfirði. Um 95
fm., stórar suður svalir, nánar tiltekið 2 svefnherb., ein
stofa, eldhús, bað, skáii og sér þvottahús, allt á sömu
hæð. íbúðin er með harðviðar- og plastinnréttingum,
teppalögð og eirinig teppalagðir stigagangar. Sameign er
fullfrágengin ásamt lóð með malbikuðum bílastæðum.
Laus eftir áramót. Verð 3,5—3,6 millj. Útborgun
2,5—2,6 millj.
SAMNINGAR OG FASTEIGNIR,
Austurstræti lOa, 5. hæðsími 24850.
Heimasími 37272.
TRELLEBORG V
snjóhjólbardar
T 252 Ultra grip — mjög gróft
mynstur
ií Betri spyrna
Öruggara stefnugrip
Meiri bremsuhæfni
Þarf aðeins ca. 70 nagla
Jr Verðið ótrúlega lágt
★ Stærð 600x15 kr. 2.675 —
h Hentug fyrir Volvo, Saab,
Volkswagen o.fl.
Einnig negldir á Volvofelg-
um.
Veltir hf.f
Suðurlandsbraut 16, sími 35200.
T-252