Morgunblaðið - 13.11.1973, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973
IJm deilur n-írskra
stjórnmálamanna
□ Norður-Irland hefur verið
með minna móti í heimsfréttun-
um að undanförnu. Ekki svo að
skilja, að þar sé allt orðið með
kyrrum kjörum og deilur allar
leystar, heldur þykja það tæpast
umtalsverð tfðindi lengur, þó að
einn og einn maður sé skotinn
þar til bana eða sprenging verði
einhvers staðar í bifreið eða búð.
Menn þakka fyrir meðan ekki
sýður upp úr með meiri háttar
blóðsúthellingum.
□ Raunar hefur verið talvert ró-
legra þar í landi sfðustu mánuð-
ina en mörg undanfarin ár;
minna um hryðjuverk og átök,
enda margvíslegar ráðstafanir
verið gerðar til þess að eyða
ágreiningsefnum kaþólskra og
mótmælenda. Þeim mun meiralff
hefur verið á stjórnmálasviðinu f
sumar og haust, þar sem forystu-
menn kaþólskra og mótmælenda
hafa karpað um það hvort — og
þá hvernig — þeir eigi að fram-
kvæma áætlanir brezku stjórnar-
innar um framtfðarskipan mála
landsins. 1 þeim umræðum hefur
margt gerzt og afstaðan til áætl-
ana Breta valdið, að þvf er virðist,
óyfirstfganlegum klofningi f röð-
um mótmælenda.
Brian Faulkner, fyrrverandi
forsætisráðherra N-Irlands og
leiðtogi sambandssinna, féllst á
hugmyndir Breta um valdaskipt-
ingu og stjórn, sem skipuð væri
fulltrúum kaþólskra jafnt sem
mótmælenda, er farið höfðu með
völd í landinu í hálfa öld í krafti
meirihluta síns. (Tveir þriðju
íbúa N-lrlands eru mótmælendur,
sem vilja viðhalda sambandinu
við Bretland en einn þriðji hluti
kaþólskir, sem vilja sameiningu
við Irska lýðverlið). Faulkner
hefur hins vegar átt I stríði við
hinar herskárri fylkingar mót-
mælenda, svo sem Framvarða-
fylkingu Williams Craigs, flokk
séra Ians Paisleys, John Taylor,
fyrrverandi innanríkisráðherra,
sem komst naumlega lífs af eftir
banatilræði af hálfu irska lýð-
veldishersins — og fleiri, sem eru
algerlega andvígir því að deila
völdum með kaþólskum. Er nú
svo komið, að alvarleg valdabar-
átta geisar innan fylkinga sam-
bandssinna og óvíst hver úrslit
hennar verða.
Þeir aðilar aðrir en Faulkner,
sem fallizt hafa á valdaskipting-
una, eru flokkur sósíaldemókrata
og verkamanna — SDLP — sem
er aðalflokkur kaþólskra og Alli-
ance-flokkurinn, sem skipaður er
frjálslyndum mönnum úr báðum
trúfylkingum. Samtals hafa
þessir þrír aðilar 49 sæti af 78 á
hinu nýja þingi landsins
(Faulkner og fylgismenn hans 21,
SDLP 19 og ALLIANCE flokkur-
inn 9) Kosningartil þessfóru sem
kunnugt er fram sl. sumar en
þingið er ekki ennþá orðið starf-
hæft m.a. vegna ágreinings um
sætaskipan og þingsköp.
I sfðustu viku leit inn á rit-
stjórnarskrifstofu Morgunblaðs-
ins ungur fréttamaður frá Bel-
fast, Colin McAlpin að nafni, til
Islands kominn í nokkurra daga
frí ásamt fjölskyldu sinni. McAlp-
in er flokksbundinn Alliance-
f lokknum, og fengum við hann til
að rabba við okkur stundarkorn
um ástandið heima fyrir eins og
það kemur honum, öfgalausum
mótmælanda, fyrir sjónir. — „Því
fengum við ekki það fylgi í kosn-
ingunum í sumar, sem við höfðum
vænzt,“ sagði McAIpin. Atkvæði
féllu mjög samkvæmt gömlu trú-
fylkingaskiptingunni eins og áð-
ur. Okkur þótti þetta miður, því
Allianceflokkurinn er skipaður
fólki, sem telur nauðsynlegt að
binda enda á það ofbeldi og
ófremdarástand, sem verið hefur
á N-Irlandi árum saman og reynir
að fá mótmælendur og kaþólska
til að láta af öfgastefnum og
vinna saman að því að bæta efna-
hag landsins og sín eigin kjör.
Deilurnar og hryðjuverkín hafa
skaðað marga þætti efnahagslífs-
og
sitthvað
fleira
ins verulega, m.a. dregið mjög úr
aðstreymi erlends fjármagns til
landsins og fælt frá því ferða-
menn, sem voru mikilvæg tekju-
lind. Augljóst er, að stöðu N-Ir
lands verður ekki breytt í bráð án
blóðsúthellinga. Öfgasinnar með-
al mótmælenda munu berjast
blóðugri baráttu gegn því að N-Ir-
land sameinist írska lýðveldinu;
þeir hóta að berjast fyrir sjálf-
stæði N-írlands fremur en fallast
á sameiningu við Irland. Hins
vegar gæti N-írland sennilega
ekki staðizt sem sjálfstætt ríki
efnahagslega séð.
Persónulega kýs ég sem mót-
mælandi að viðhalda óbreyttum
tengslum við Bretland, bæði af
efnahagsástæðum — fbúar írska
lýðveldisins njóta til dæmis ekki
þeirrar heilsugæzlu, sjúkrasam-
lags né trygginga sem tíðkast hjá
okkur eins og I Bretlandi, — og
sökum þess, að Ulsterbúar og
Suður-Irar eru að mörgu leyti
ólíkir í sér og byggja á mismun-
andi hefðum.
Þó hefði ég í sjálfu sér ekkert á
móti sameiningu ef forsendur
hennar væru fyrir hendi. Mér
þykir líklegt, að bæði Suður- og
Norður-írar hefðu margt að miðla
hver öðrum. En að óbreyttu efna-
hagsástandi í Irlandi — og
þá ekki síður að sóskertri valda-
stöðu kaþólsku kirkjunnar þar
hef ég hins vegar enga trú á sam-
einingu — og henni verður áreið-
anlega ekki komið til leiðar með
þvingunum og hryðjuverkum.
— Kaþólska kirkjan er að mfn-
um dómi þröskuldur í vegi fram
fara í Irska lýðveldinu, hélt
McAlpin áfram. Við getum tekið
sem dæmi, að hún ræður þvf, að
ritskoðun blaða, tímarita og kvik-
mynda tíðkast enn á Irlandi og
sala getnaðarvarna er bönnuð.
Kirkjan er andvíg hvers konar
fjölskylduáætlunum. Þetta gera
írar sér raunar ljóst og eru þegar
byrjaðir að gera ráðstafanir til að
draga úr völdum kirkjunnar. En
þaðtekursinn síma.
Faulkner kænn
og lífseigur
— Nú varð fyrsti fundur nýja
þingsins á N-Irlandi, 31. júlí sl.
hálfgerður skrfpaleikur, að því er
fréttir hermdu— og annar fundur
hefur ekki ennþá verið haldinn
eða hvað? Eru litlar líkur til að
þingið geti orðið starfhæft?
— Stjórnmálamennimir virðast
koma saman öðru hverju til að
ákveða hvenær halda skuli þing-
fundi en svo verður ekki neitt úr
neinu. Það, sem hleypti upp
fyrsta fundinum var, að Craig og
Paisley vildu ekki una skipan for-
manns nefndar, sem sett var á
laggirnar til að setja þinginu
starfsreglur og skipulag. Á gamla
Stormont-þinginu var sama fyrir-
komulag og i brezka þinginu en
þannig verður ekki framvegis. Og
nú deila menn um hvernig stólum
skuli raðað og hver skuli sitja hjá
hverjum. Formaður ofangreindr-
ar nefndar var valinn úr hópi
sambandssinna Faulkners en
Craig, Paisley og fleiri ur fylk-
ingu svonefndra „óskuldbund-
inna“ sambandssinna, sem eru
samanlagt heldur fjölmennari en
flokkur Faulkners, töldu sig eiga
rétt á formannssætanu. Sömu aðil-
ar eru andvígir valdaskiptingunni
og hafa undanfarið verið mikil
fundahöld út af þessum málum
hjá sambandssinnum. Hvernig
þeim lyktar, skal ég ekki segja, en
Faulkner er kænn og reyndur
stjórnmálarefur og mér þykirtrú-
legt, að hann verði ofan á.
— Sagt er að forystumaður
SDLP, Gerry Fitt, sé reiðubúinn
að fallast á, að Faulkner verði
forsætisráðherra stjórnar N-lr-
lands ef kaþólskir fái embætti
fjármálaráðherra — og hann hafi
jafnframt látið að því liggja, að
stjórnina megi mynda án þess að
leysa fyrst deilurnar um þrjú
veigamestu ágreiningsatriði
kaþólskra og mótmælenda, þ.e. Ir
landsráðið, uppbyggingu lögregl-
unnar og fangelsanir án réttar-
halda.
— Já, Gerry Fitt og fleiri
kaþólskir forystumenn sjá, að
stjórnina verður að mynda, þetta
getur ekki gengið svona áfram.
Ágreiningurinn um þessi þrjú
mál er í rauninni svo afgerandi,
að þau verða ekki leyst án meiri
háttar stefnubreytingar viðkom-
andi aðila. Faulkner hefur til
dæmis fjrir sitt leyti fallizt á
stofnun írlandsráðsins gegn því,
að ekki verði litið á það sem upp-
haf sameiningar landshlutanna
og að því tilskildu að Irska lýð-
veldið heiti því að gera engar
landakröfur til N-Irlands. Hann
telur ráðið ekki óæskilega stofn-
un — þar sem það gæti orðið til
eflingar efnahagssamvinnu og
aukið ferðamannastraum milli
landshlutanna. Af hálfu sunnan-
manna er hins vegar á ráðið litið
sem upphaf sameiningarog SDLP
Colin McAlpin
og kaþólskir N-Irar hvika ekki f rá
þeim skilningi.
Varðandi lögregluna stendur
styrinn um uppbyggingu hennar
og hvort eigi að samræma að ein-
hverju leyti og samtvinna lög-
gæzlu Suður- og Norður-Irlands.
Faulkner vill engin afskipti
sunnanmanna af lögreglu N-Ir-
lands. Ekki veit ég, hvort það
getur orðið til málamiðlunar, að
kaþólskur maður tók nýlega við
yfirstjórn lögreglu N-Irlands.
Ekki vegna þess, að hann er
kaþólskur heldur af því, að hann
er mjög reyndur og fær maður og
hefur verið varalögreglustjóri sl.
þrjú ár.
Hvað viðkemur fangelsunum
án réttarhalda, hefur Gerry Fitt
marglýst því yfir, að hann muni
ekki taka þátt í störfum stjórnar
og þings N-Irlands meðan þær eru
látnar viðgangast. Heldur hefur
þó dregio úr hörku hans í
þessu máli vegna þess, að William
Whitelaw, brezki ráðherrann,
sem farið hefur með stjórn mála
N-írlands hefur látið kanna mál
fanganna og sleppt um það bil
helmingi þeirra, á að gizka 400
manns og sennilega öllum sem
fangelsaðir voru saklausir. Eftir
sitja öfgamenn beggja aðila,
kaþólskir og mótmælendur, —
sem líka hafa haldið uppi hryðju-
verkum. Hinir ýmsu hópar mót-
mælenda hafa t.d. unnið hryðju-
verk hver gegn öðrum rétt eins og
IRA hefur drepið kaþólska menn
fyrir meinta samvinnu við and-
stæðinga lýðveldissinna. Sem
dæmi má nefna morðið á Tommy
Herron, sem var forystumaður
herflokks öfgasamtakanna Ulster
Defence Association. Fyrst var
haldið, að IRA hefði verið þar að
verki og búizt við hefndarráðstöf-
unum. Ekkert gerðist þó vegna
þess að flokksmenn Herrons kom-
ust að þeirri niðurstöðu, að annar
herflokkur mótmælenda hefði
myrt hann.
Heimilislíf
breytzt til
hins betra
— Nú höfðu hryðjuverkin
lamað meira og minna allt félags-
líf og skemmtanalíf í Belfast.
Hefur þetta breytzt undanfarið?
— Ekki verulega. Fjölskyldufólk
fer a.m.k. ógjarnan út f bæ á
kvöldin. Við höfum til dæmis ekki
farið í bíó árum saman. Leikhús-
líf er enn ekkert að heita má og
Belfast yfirleitt gjörbreytt frá
því, sem var, áður en átökin hóf-
ust árið 1969. Arin þar á undan
var borgin óðum að fá á sig dálít-
inn heimsborgarbrag. A hinn bóg
inn er þetta ekki með öllu illt.
Heimilislíf hefur tekið breyting-
um til hins betra að mörgu leyti.
Sala sjónvarps- og hljómplötu-
tækja hefur stóraukizt og fólk
heimsækir hvert annað mun
meira en var. Heilu fjölskyld-
urnar koma saman, ræða saman
eða stunda sameiginleg áhuga-
mál.
Að sjálfsögðu er þó afar erfitt
til lengdar að búa við þetta
ástand. Það setur sín mörk á skap-
gerð manna, jafnvel hinna ró-
lyndustu og sanngjörnustu, að
búa stöðugt við ótta við spreng-
ingu eða við að fá skot í bakið.
Samt er fólkið ótrúlega rólegt, á
yfirborðinu að minnsta kosti, og
lífið gengur sinn gang, atvinna er
með mesta móti og verkföll al-
mennt færri á N-írlandi en í Eng-
landi. Skelfilegast er hvernig
þetta ástand fer með börnin.
Fullorðna fólkið fyllir þau hatri
og hefnigirni, sem sennilega á
eftir að taka margar kynslóðir að
uppræta.
Fyrsti fundur hins nýja þings N-Irlands 31. júlí 1973. Þingið er ekki ennþá starfhæft vegna
ágreinings um sætaskipan og starfshætti.