Morgunblaðið - 13.11.1973, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973
Þýtur í skóginum
Eftir Kenneth
Graheme
4. kafli Froskur
„Mikið rétt,“ hrópaði rottan og stóð upp. „Við
björgum vesalings dýrinu. Við komum vitinu fyrir
frosk og það svo um munar."
Og þau lögðu af stað með greifingjann í broddi
fylkingar í þennan líknarleiðangur. Þegar dýr fara
saman ganga þau alltaf í halarófu, en dreifa sér ekki
©PIB
§m H| wM ÍIÍlSSPlí# 1 fm *
Loftsteinar
Milljónir loftsteina stefna dag hvern á hnöttinn okkar. Flestir
eru þeir aðeins á stærð við tftiprjónshaus og eyðast um leið og
þeir koma inn f gufuhvolf jarðar. Af og til á sér þó stað, að
Ioftsteinar eru svo stórir, að þeir ná ekki að eyðast áður en þeir
ná til jarðar. Stærsti loftsteinninn, sem vitað er um lenti á
svæði við Tungska f Sfberfu 30. júní 1908. Steinninn dró á eftir
sér eldsúlu, sem sjá mátti f mörg hundruð km fjarlægt. Þegar
hann lenti varð stuðið svo mikið að lfkja mátti við jarðskjálfta.
Loftþrýsingurinn braut niður heilan skóg og lendingin var svo
kraftmikil að hún hefði getað lagt f rúst stóran bæ, hefði
steinninn hæft hann.
þversum á götuna, því þannig geta þau aldrei verið
hvert öðru til aðstoðar, ef óvænta hættu ber að
höndum.
Þegar þau komu að Glæsihöll, sáu þau, að
greifinginn hafði haft satt að mæla, því fyrir framan
aðalinnganginn stóð ný og gljáandi bifreið, hárauð
að lit (eftirlætislitur frosks). Um leið og þau bar að,
opnuðust dyrnar og froskur birtist með hlífðar-
gleraugu og derhúfu, í síðum ökufrakka og þykkum
legghlífum. Hann vagaði niður tröppurnar og setti
upp háahanzka.
„Hæ, hæ,“ kallaði hann glaðlega, þegar hann kom
auga á þau. „Þið komið einmitt mátulega til áð
komast með mér i skemmti ... komast með mér i
skemmti... í... eh... skemmti... “
Gleðin hjaðnaði bæði úr rödd hans og svip, þegar
hann leit framan í vini sína og setningunni varð ekki
lokið. Greifinginn þaut upp tröppurnar. „Farið með
hann inn,“ kallaði hann skipandi til förunauta sinna.
Um leið og froski var mismunað aftur inn þrátt fyrir
öflugt viðnám og mótmæli, sneri greifinginn sér að
manninum, sem sat við stýrið á nýja bílnum.
„Yðar verður ekki þörf hér í dag,“ sagði hann.
„Froski hefur snúizt hugur. Hann ætlar ekki að
kaupa þessa bifreið. Það er útkljáð mál. Þér þurfið
ekki að bíða.“ Svo fór hann á eftir hinum inn og
lokaði á eftir sér.
„Jæja,“ sagði hann við frosk, þar sem þau stóðu öll
í anddyrinu. „1 fyrsta lagi ferðu strax úr þessum
hlægilega búningi.“
„Ég held nú síður,“ sagði froskur hinn vígreifasti.
„Hvað á þetta eiginlega að þýða? Ég heimta
skýringu og hana strax.“
„Þá hjálpið þið honum úr,“ sagði greifinginn jafn
ákveðinn við stöllurnar tvær.
Þær urðu að leggja frosk á gólfið áður en þær
komust til verksins, en hann barðist um á hæl og
hnakka og kallaði þær öllum illum nöfnum. Rottan
settist ofan á hann og moldvarpan afklæddi hann
ökubúnaðinum eins og hann lagði sig. Svo reistu þær
hann aftur á fætur. Það var eins og versti bardaga-
hamurinn hefði runnið af honum um leið og týndist
af honum alvæpnið. Nú var hann bara hinn venju-
legi froskur, en ekki lengur Ógnvaldur þjóðveganna.
Hann skælbrosti út í annað munnvikið og gaut
augunum til þeirra sitt á hvað, á meðan það var að
renna upp fyrir honum, hvernig komið var.
GunmúUG^MGú o^m^uuncu
Gunnlaugur. sonur hans, og
mælti: „Ég hef sekk-
ina út lagt,“ segir hann. Illugi
spurði, hvf hann gerði svo.
Hann sagði, að það skyldi vera
fararefni hans. Illugi mælti:
„Engi ráð skalt þú taka af mér
og fara hvergi fyrr en ég vil,“
og kippti inn aftur vöru-
sekkjunum. Gunnlaugur
reið þá á brott þaðan og
kom um kvöldið ofan
til Borgar, og bauð Þorsteinn
bóndi honum þar að vera, og
það þiggur hann. Gunnlaugur
segir Þorsteini, hversu farið
hafði með þeim feðgum. Þor-
steinn bað hann þar vera þeim
stundum, sem hann vildi, og
þar var hann þau misseri og
nam lögspeki hjá Þorsteini og
virtist öllum mönnum þar
vel til hans. Jafnan
skemmtu þau Helga sér að
tafli og Gunnlaugur; lagði
hvort þeirra góðan þokka
til annars bráðlega, sem
raunir bar á sfðan; þau voru
mjög jafnaldrar. Helga var svo
fögur, að það er sögn fróðra
manna, að hún hafi fegurst
kona verið á tslandi. Hár
hennar var svo mikið, að það
mátti hylja hana alla, og svo
fagurt sem gulli borið, og eng-
inn kostur þótti þá þvflfkur
sem Helga hin fagra f öllum
Borgarfirði og vfða annars stað-
ar.
Og einhvern dag, er menn
sátu f stofu að Borg, þá mælti
Gunnlaugur til Þorsteins:
„Einn er sá hlutur f lögum, er
þú hefur eigi kennt mér, að
fastna mér konu.“ Þorsteinn
segir: „Það er lftið mál,“ og
kenndi hinum atferli. Þá
mælti Gunnlaugur: „Nú skalt
þú vita, hvort mér hafi skilizt,
og mun ég nú taka f hönd þér
og láta sem ég festi mér Helgu,
dóttur þfna.“ Þorsteinn segir:
„Þarfleysi ætla ég það
vera,“ segir hann. Gunnlaugur
þreifaði þá þegar f hönd honum
og mælti: „Veit mér nú þetta,"
segir hann. „Ger sem þú vill,“
segir Þorsteinn, „en það skulu
þeir vita, er hjá eru staddir, að
þetta skal vera sem ðmælt og
þessu skulu engin undirmál
fylgja.“ Síðan nefndi Gunn-
laugur sér votta og fastnaði sér
Helgu og spurði sfðan, hvort þá
mætti svonýta. Hannkvaðsvo
vera mega, og varð mönnum
mikið gaman að þessu, þeim er
við voru staddir.
V. kapftuli.
önundur hét maður, er bjó
suður að Mosfelli; hann var
auðmaður hinn mesti og hafði
goðorð suður þar um nesin.
Hann var kvongaður maður, og
hét Geirný kona hans, Gnúps-
dóttir, Molda-Gnúpssonar, er
nam suður Grindavfk. Þeirra
synir voru þeir Hrafn og
Þórarinn og Eindriði. Allir
voru þeir efnilegir menn, en þó
var Hrafn fyrir þeim í
hvfvetna. Hann var mikill mað-
ur og sterkur, manna
sjálegastur og skáld gott; og er
hann var mjög rosknaður, þá
fór hann landa á milli og virtist
hvarvetna vel, þar sem hann
kom. Þá bjó suður á Hjalla f
ölfusi þeir Þóroddur hinn
spaki Eyvindarson og Skapti,
sonur hans, er þá var lögsögu-
maður á Islandi. Móðir Skapta
var Rannveig, dóttir Gnúps
Molda-Gnúpssonar, og voru
þeir systra synir Skapti og
önundarsyriir; var þar vinátta
mikil með frændsemi. Þá bjó
út að Rauðamel Þorfinnur Sel-
Þórisson og áttu sjö sonu, og
voru allir efnilegir menn; þeir
Viltu gera svo vel að gefa
mér skýringu á þvf, hvers
vegna þjófarnir hafa tekið
allt nema skartgripina, sem
þú hefur gef ið mér.