Morgunblaðið - 13.11.1973, Síða 32
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973
Viðræður um end-
urskoðun varnar-
samningsins í dag
VIÐRÆÐUR um varnarmál
tslands hef jast í Reykjavfk í dag f
utanrfkisráðuneytinu, en f gær-
kvöldi kom þriggja manna sendi-
nefnd frá utanrfkisráðuneyti
Bandarfkjanna til landsins undir
forsæti William J. Porter, sem er
æðsti embættismaður bandaríska
utanrfkisráðuneytisins. Aðrir í
nefndinni eru Nicolas J. Andrews
og Philip E. Barranger. Auk þess-
ara þriggja manna tekur
Frederick Erving, sendiherra
Bandarfkjanna á Islandi, þátt f
viðræðunum, sem hefjast
klukkan 14.
ÞAKIÐFOR
Á LOFT í
EINU LAGI
Mosfellssveit, 12. nóv.
1 ROKINU í gærkvöldi fauk
þak af hlöðu á bænum Lykkju
á Kjalarnesi. Krafturinn í
þessari vindhviðu var svo
mikill, að þakið fauk í heilu
lagi og fylgdu múrfestingarnar
með. Litlu munaði, að þakið
lenti á íbúðarhúsinu, það
skreið meðfram því og lenti á
girðingu, sem er rétt við bæinn
og braut nokkra girðingar-
staura.
Ekkert hey, var geymt í hlöð-
unni, enda enginn búskapur
um þessar mundir á Lykkju.
Var hlaðan nú notuð sem
geymsla og munu skemmdir á
því, sem þar var geymt, ekki
hafa orðið miklar.
Pétur.
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra, sem er formaður íslenzku
viðræðunefndarinnar, sagðist í
gær ekki gera ráð fyrir því, að
viðræðunum lyki í dag og fram-
haldsviðræður verið ákveðnar
síðar. Aðspurður um það, hvort
hann persónulega væri á því að
herinn ætti að fara af landi brott,
svaraði Einar Ágústsson: „Já ég
hef viljað stefna að því, en það er
Alþingi, sem hefur úrslitavaldið
um uppsögn samningsins, eins og
ég hef alltaf sagt.“
Með Einari taka þátt í viðræð-
unum Hans G. Andersen þjóðrétt-
arfræðingur og Haraldur Kroyer,
sendiherra íslands í Washington.
Samkvæmt upplýsingum Harðar
Helgasonar, skrifstofustjóra f
utanríkisráðuneytinu, er gert ráð
fyrir því að fundarhlé verði á
morgun, en aftur verði haldið
áfram á fimmtudagsmorguninn.
1 gærkvöldi kom til landsins viðræðunefnd Bandarfkjastjórnar um herstöðvamálið. Kom viðræðu-
nefndin með einkaþotu frá Washington. Þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli, þegar einn
nefndarmaðurinn kom út úr flugvélinni ásamt eiginkonu sinni.
Ljósm. Heimir Stfgs.
Afstaða
Sjálfstæðis-
flokksins:
Unnt hefði verið
að ná betri samningum
Sjálfstæð- fram
AFSTAÐA
isflokksins til sam-
komulagsins við Breta var
gerð kunn á Alþingi f
gær í nefndaráliti fulltrúa
flokksins í utanríkisnefnd,
þeirra Geirs Hallgrímsson-
ar og Matthíasar Á.
Mathiesen. Þar kemur
Tuttugu manns
eru veðurteppt í
Landmannalaugum
TUTTUGU manns, allt fólk úr
Reykjavík, eru nú veðurteppt í
Landmannalaugum og hefur
verið það síðan á sunnudags-
morgun, er veður fór versnandi
um allt land. Engin talstöð er
með í förinni, og f gærkvöldi var
þvf ekki vitað, hvernig fólkið var
á sig komið. Snjóbfll á vegum
Slysavamafélags íslands var í
gærkvöldi á leið inn f Land-
mannalaugar, en ekki er vitað,
hvernig ferð hans gekk.
Hannes Hafstein framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélags Islands
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi, að það hefði verið eftir
hádegi í gær, sem frétzt hefði, að
nokkur hópur fólks væri veður-
tepptur í Landmannalaugum.
Síðar hefði komið í ljós, að hér
var um 20 manns að ræða á 8
jeppum. Strax hefði verið haft
samband við ísakot og Sigöldu og
Slysavamafélaginu tjáð, að færð
þar innra væri mjög þung. Það
hefði strax verið tryggður snjóbíll
hjá Gfsla Gíslasyni stöðvarstjóra
við Búrfellsvirkjun, og þyrla
hefði verið fengin til að fljúga
inneftir.
Sagði Hannes, að þegar þyrlan
hefði verið komin að Valafelli,
sem er á milli Búrfells og Sigöldu,
hefði syrt svo mikið að, að hún
hefði orðið að snúa við, og komið
aftur til Reykjavíkur kl. rúmlega
17 í gær.
Ennfremur fóru tveir jeppar af
stað frá Hvolsvelli, og þegar þeir
voru komnir aðeins innfyrfr Sig-
öldu urðu þeir að gefast upp,
vegna þess hve þung færðin var
og tekið að snjóa.
Snjóbíllinn átti að fara frá Sig-
öldu áleiðis í Landmannalaugar
snemma í gærkvöldi, en er blaðið
fór í prentun, var ekki vitað,
hvernig ferðin gekk.
að Sjálfstæðisflokk-
urinn telur, að unnt hefði
verið að ná betri samning-
um, ef á annan veg hefði
verið staðið að málum, en
flestir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins greiða
samningunum atkvæði sitt
til þess fyrst og fremst að
binda endi á hættulega
deilu og koma á friði.
Nokkrir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins telja
ágalla samkomulagsins svo
mikla, að þeir munu greiða
atkvæði gegn því. í
nefndarálitinu kemur
þetta fram m.a.
□ 1 samkomulaginu felst
engin viðurkenning á
50 mílunum, gagnstætt
því að Bretar viður-
kenndu 12 mílurnar
1961.
□ Seinlæti og athafna-
leysi Lúðvíks Jóseps-
sonar við ákvörðun
friðunarsvæða veldur
því, að fleiri friðunar-
svæði eru ekki tilgreind
f samkomulaginu
□ Gagnstætt upplýsing-
□
um, sem gefnar voru,
virðist timaákvörðun
um svæðin hafa verið
tekin í London.
Æskilegt hefði verið,
að ákvæðið um lögsögu
hefði verið skýrara og
eðlilegra að brezkur
togari, staðinn að broti,
hefði rétt að að kalla til
brezkt eftirlitsskip í
stað þess að leggja þá
skyldu á varðskip.
Nefndarálit fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í utanríkis-
nefnd er svo hljóðandi:
Sjálfstæðismenn áttu frum-
kvæði að því með undirbúningi og
setningu landgrunnslaganna 1948
að leggja grundvöllinn að barátt-
unni fyrir réttindum Islendinga á
landgrunninu öllu. Ávallt síðan
hafa sjálfstæðismenn lagt
áherzlu á samstöðu þjóðarinnar í
landhelgismálinu og miðað að-
gerðir sinar við það.
Núverandi stjórnarflokkar
kusu að efna til deilna um land-
helgismálið sérstaklega í síðustu
kosningum. Þegar Alþingi kom
saman haustið 1971, var í gildi
þingsályktun frá 7. apríl þ.á., sem
gerði ráð fyrir, að frumvarp til
laga yrði lagt fyrir Alþingi, er
kvæði á um útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar, svo að hún yrði minnst
50 mílur, en á mikilvægum fiski-
miðum mun viðáttumeiri.
Núverandi rikisstjórn flutti
óbreytta þingsályktunartillögu
stuðningsflokka sinna frá þvf
fyrir kosningar, en ekki sízt fyrir
Framhald á bls. 31
Tvisvar brotist inn í póst-
r
húsið í Olafsvík um helgina
17 ára piltur lézt af
völdum brunasára
17 ára piltur lézt í gærmorgun í
sjúkrahúsi í Reykjavík af völdum
brunasára, sem hann hlaut við að
detta ofan i hver f Hveragerði
sfðdegis á laugardag. Pilturinn
hét Jón Júlfus Magnússon, til
heimilis að Klettahlfð 12 f Hvera-
gerði.
Slysið varð um kl. 18:30 á
Iaugardag. Hafði pilturinn ásamt
félaga sínum farið inn á afgirt
hverasvæði, sem öll umferð er
bönnuð um, og lenti þar f einum
hvernum. Var hann strax fluttur í
hús þar nærri og beðið sjúkra-
bifreiðar frá Selfossi, sem síðan
flutti hann til Reykjavíkur. Pilt-
urinn var skaðbrenndur og lézt
af völdum brunasáranna í gær-
morgun, eins og fyrr segir.
Ölafsvík, 12. nóvember
AÐFARARNÓTT sunnudagsins
var brotizt inn f pósthúsið f Ólafs-
vík og 10 flöskum af áfengi stolið,
sem voru þar f póstkröfu. I nótt
var svo aftur brotizt inn í pósthús-
ið, sennilega í leit að áfengi, en
þá fundu þjófarnir ekkert, en
tóku þess á stað póstpoka með
póstkröfusendingum f og hurfu
svo búið.
Svo kænlega var gengið um, að
starfsfólk pósthússins varð ekki
vart við þjófnaðinn, fyrr en
Iögreglan f Ólafsvfk gerði póstaf-
greiðslu manninum aðvart um
innbrotið f morgun.
Hafði verið haft samband við
lögregluna í nótt um kl. 02 og
henni sagt frá 2 mönnum, sem að
öllum líkindum hefðu brotizt inn
í pósthúsið. Handtók lögreglan
mennina, sem reyndust vera skip-
verjar á bát héðan frá Ólafsvík.
Játuðu mennirnir síðan á sig inn-
brotið og munu póstkröfurnar
flestar hafa komið fram, en ekki
veit fréttaritari hvort allt vínið
hefur fundist.
Það kom fram, að þjófarnir
höfðu farið inn um opinn glugga á
miðstöðvarherbergi og þaðan inn
á póstafgreiðsluna.
Hinrik.
10 ára
drengur slasast
10 ÁRA drengur á reiðhjóli varð
fyrir bifreið á Reykjanesbraut á
móts við Valsheimilið um kl. 15 í
gær. Var hann á leið suður götuna
og varð fyrir bifreið, sem ekið var
á eftir honum. Kastaðist hann upp
á bifreiðina og lenti á framrúðu
hennar og kastaðist síðan í göt-
una. Var hann fluttur f Borgar-
sjúkrahúsið og hafði m.a. hlotið
áverka á höfði. Hann var með-
vitundarlítill í gærkvöldi, er Mbl.
leitaði upplýsinga um líðan hans.