Morgunblaðið - 24.11.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 24.11.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÖVEMBER 1973 Dr. Dixie Lee Ray og Magnús Kjartans- son á fundi með fréttamönnum eftir undirritun samningsins í Ráðherra- bústaðnum. af rekstri jarðgufuafl- stöðvanna á Geysers jarð- hitasvæðum í Kaliforníu, en þar er notuð þurr gufa, 2. Rannsóknir á sviði nýjunga í jarðhitaleitartækni og á nýj- um aðferðum til að meta orkuforða jarðhitasvæða. 3. Athuganir á svonefndri óbeinni hitun með jarðhita í kerfum með tvöfaldri hita- rás, og þróun þessarar tækni. 4. Mat á hagnýtingu jarðhita- kerfa til raforkuvinnslu. 5. Rannsóknir á möguleikum þess að vinna orku úr heitu, þurru bergi. 6. Framleiðslu á fersku vatni úr söltu, heitu vatni. 7. Athuganir á ávinningi og kostnaði við mismunandi aðferðir til hagnýtingar jarðhitaorku og kerfis- greiningu á þessum aðferð- um. Eins og þessi upptalning ber með sér, er þess að vænta, að upplýsingaskipti, samkvæmt samningi þessum, geti orðið okkur mjög gagnleg. Til dæmis má taka 7. liðinn hér að ofan, framleiðslu ferskvatns úr söltu, heitu vatni. Þar er í rauninni um að ræða sams konar fram- leiðslu og i þeirri saltverk- smiðju, sem talað er um að reisa á Reykjanesi. Munurinn er sá, að í Bandaríkjunum er það ferska vatnið, sem sótzt er eftir, en saltinu er fleygt. Þróun nýrrar jarðhitaleitar- tækni og endurbætur á aðferð- um til að meta orkuforða jarð- hitasvæða eru einnig mjög mikilvæg atriði fyrir okkur. Þess er að vænta, að í kjölfar mjög aukinnar áherzlu á jarð- hitarannsóknir í Bandaríkjun- um og víðar fari miklar fram- farir á þessum sviðum í næstu framtíð. Eftir að samningurinn hafði verið undirritaður, að þeim Magnúsi Kjartanssyni iðnaðar- ráðherra og Fredrick Irving sendiherra Bandaríkjanna hér á landi viðstöddum, svöruðu ráðherrann og dr. Ray nokkr- um spurningum fréttamanna. Framhald á bls. 18 um möguleika á samvinnu á þessu sviði. Tók ráðherra þessu vel og í júlí kom hingað sendi- nefnd bandarískra jarðhitasér- fræðinga til frekari viðræðna og er samningurinn nú undir- ritaður í framhaldi af þessum viðræðum. Samningurinn fjallar um gagnkvæm skipti á upplýsing- um á sviði jarðhitafræða og jarðhitanýtingar. Gert er ráð fyrir beinum samskiptum sér- fræðinga hvors landstil þess að stuðla að hugmynda- og gagna skiptum og örari framþróun í nýtingu jarðhita. Samningurinn er gerður til fimm ára. Framkvæmd hans er háð fjárveitingum hvors aðila um sig til þeirra mála, er hann fjallar um. Hann er uppsegjan- legur með uppsagnarbréfi af hálfu hvors aðila um sig með sex mánaða fyrirvara. Það, sem ísland mun einkum leggja af mörkum í samvinnu þessari, eru upplýsingarum: 1. Reynslu í hönnun og rekstri mannvirkja, er nýta jarðhita til iðnaðar. 2. Vinnslu raforku úr jarðhita, þar á meðal hönnun og byggingu stöðva og rekstur þeirra. BANDARÍKIN: U pplýsingaskipti um hagnýtingu jarðhita Samningur undirritaður í gær 1 GÆR var undirritaður samningur milli kjarnorku- málanefndar Bandarfkjanna og Orkustofnunar um upplýsinga- skipti varðandi hagnýtingu jarðhitaorku. Samninginn undirritaði dr. Dixie Lee Ray forstjóri kjarnorkumála- nefndarinnar og Jakob Björnsson af hálfu Orku- stofnunar. Á síðustu árum hefur áherzla á jarðhitarannsóknir og jarð- hitanýtingu í Bandarikjunum mjög aukizt, og hefur kjarnorkumálanefndin fengið það verkefni að hafa yfir- umsjón með þessum rannsókn- um. Nefndin hefur leitað eftir samvinnu við aðila víða um heim, þar sem jarðhita- rannsóknir eru stundaðar, þar á meðal við islenzka aðila. I maf sl. kom hingað til lands Gerald JTohnson forstöðumaður þessarar deildar innan kjarn- orkumálanefndarinnar og ræddi þá m.a. við Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra 3. Jarðeðlisfræðilegar rann- sóknir á jarðhitasvæð- um; frágang borhola, aðgerðir til að auka afköst borhola og notkun djúp- dæla. Það, sem ísland mun fá í sinn hlut samkvæmt samningnum, eru upplýsingar um: 1. Reynslu, sem fengizt hefur Beztur í heimí — sögðu þýzku sjónvarpsáhorf- endurnir um Geir Hallsteinsson EIN stærsta sjónvarpsstöð Vest- ur-Þýzkalands, ARD sendi sl. mánudag út stundarf jórðungs- langan þátt um Geir Hallsteins- son handknattleiksmann. Þáttur- inn, sem þarna ræðir um, er geysivinsæll meðal Þjóðverja og munu margar milljónir manna jafnan fylgjast með honum. Að- eins þekktustu íþróttamenn Þýzkalands hafa komið til um- ræðu íþætti þessum. Uppistaðan í þættinum voru myndir frá sfðasta deildarleik Göppingen, sem var við Leuters- hausen. í þeim leik gerði Geir Hallsteinsson 5 mörk og átti frábæran leik. ÖIl mörkin, sem Geir skoraði í leiknum, voru sýnd f „slow motion“, svo og línusend- ingar hans og hreyfingar, er hann var að komast framhjá varnar- mönnunum. Eftir þá sýningu tóku sjón- varpsmenn viðtöl við fólk, sem fylgzt hafði með leiknum, og spurði það um Hallsteinsson. Svörin voru á eina lund: „Islend- ingurinn er langbezti leikmaður Göppingen." Sumir tóku svo djúpt í árinni að segja að Geir væri bezti handknattleiksmaður heimsins. I viðtölum við ieik- menn Leutershausen kom fram, að þeir hefðu ekki kynnzt öðrum eins hæfileikum hjá íþrótta- manni og Geir byggi yfir. „Hann er hreint stórkostlegur og óvið- ráðanlegur," sögðu þeir, — „hann er undrabarn í fþróttinni.“ Morgunblaðinu tókst að ná sam- bandi við Geir í gær. Hann sagðist hafa séð þátt þennan en ekkert vitað um það áður, að hann hefði veriðgerður, né heldur að sérstök myndavél hefði fylgt sér allan Ieikinn gegn Leutershausen. — Égvar aldeilis hissa áöllu hólinu, sem ég fékk, sagði Geir, — en nú er bara um að gera fyrir mig að halda ró minni, —og mfnu striki. FÉ LAG SSKAPURINN Sam- hjálp, sem hefur það að mark miði að hjálpa fyrrverandi af- brotamönnum og drykkju- mönnum til nýs og betra lffs, hélt almenna kynningarsam- komu í Klúbbnum í fyrrakvöld. Ekki þurftu þeir félagar að kvarta yfir dræmri aðsókn unga fólksins, þvf talið er, að um 800 manns hafi komið á samkomuna. Einn félaganna í Samhjálp, Þorvaldur Sigurðsson, sagði í samtali við Mbl. í gær, að menn í félagsskapnum, sent eru fyrr- verandi drykkju- og afbrota- menn, hefðu vitnað um eigin reynslu og Georg Viðar hefði stjórnað samkomunni af mikilli prýði. Illjómsveit hvítasunnu- manna hefði leikið og sungið við góðar undirtektir. Einar Gíslason safnaðarfulltrúi leiddi fólk til bænar og mönnum, gafst kostur á að frelsast, sem margir gerðu. Þorvaldur sagði, að Samhjálp hefði nú fengið nýtt simanúm- er, 11000 og einnig hefði félags- skapurinn fengið gírónúmerið 11600. Myndina tók Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. í Klúbbnum. Glæsileg kvöldstund hjá Samhjálp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.