Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973 Bogi Sigurðsson verkstjóri f vinnusal F.E.S. Hér sést hvar hraunið staðnæmdist við verksmiðjuna. Efst er Fiskiðjan, þá mjölgeymslan, verksmiðjan og þrærnar. Jarðýtuna vantar til að lyðja leið milli hraunsins og verksmiðjunnar að þrónum. Kemur ein ýta í veg fyrir loðnubræðslu í Eyium? ÞESSA dagana er unnið mvrkr- anna á milli í E.vjum við að gera F.E.S., Fiskmjölsverksmiðja Ein- ars Sigurðssonar, klára fyrir loðnuvertíðina. Um 25 manns starfa við niðursetningu tækja og viðgerðir á húsinu, sem varð fyrir miklum skemmdum, er hraunið skall á þvf. Er vinnutíminn frá 6 á morgnana til 7 á kvöldin, nema á sunnudögum; þá leyfa menn sér þann munað að bvrja ekki f yrr en kl. 8. Bogi Sigurðsson er verkstjóri hjá F.E.S. og hefur yfirumsjón með framkvæmdum. Hann var heldur daufur í dálkinn, er blaða- maður Mbl. ræddi við hann og ástæðan var sú, að ýmislegt benti til þess, að ein jarðýta gæti komið í veg fyrir, að verksmiðjan yrði tilbúin á réttum tima. Málavextir munu vera'þeir, að samkomulag hefur ekki náðst milli aðilanna, sem keyptu 40 tonna ýtu, er kom til landsins frá Japan fyrir tveim- ur mánuðum, og viðlagasjóðs um verkefni fyrir ýtuna í Eyjum. Lffsspursmál er fyrir F.E.S. og Fiskiðjuna að fá ýtuna strax til Eyja til þess að ryðja hrauninu frá byggingunum. Eins og málin standa nú er ekki hægt að komast að geymsluþróm F.E.S., vegna þess að hraunið lokar leiðinni og ekki er heldur hægt að búatil veg upp á hraunið, vegna þess hve hátt það er. Er Ijóst, að bílarnir gætu aðeins verið með smáslatta á pöllum sínum. Taldi Bogi, að mánaðarverk væri fyrirýtuna hjá F.E.S., og því væri hver dagur dýrmætur. — Hvenær var byrjað á fram- kvæmdum í haust? — Viðlagasjóður gaf leyfi sitt 1. september fyrir því, að hafist yrði handa um að flytja tækin úr verk- smiðjunni aftur til Eyja og við byrjuðum nokkru seinna. — Hver er afkastageta verk- smiðjunnar? — 700 lestir á sólarhring og þróarrýmið er nú 5—6000 lestir því, að stærsta þróin okkar, sem tók 2500 lestir, fylltist af hrauni. Nú mjölgeymslan okkar, sem var tiltölulega ný bygging, hefur ver- ið dæmd ónýt, en við höfum getað gengið þannig frá, að við getum nýtt eitthvað af húsinu undir mjölgeymslu, við verðum þvf að gera einhverjar ráðstafanir, ef verksmiðjan verður þá tilbúin í tæka tíð og hugsanlega að reyna að skipa mjölinu út jafnóðum. — Hvað eru skemmdirnar á verksmiðjunni metnar á? — Skv. mati Stefáns Arnar Stefánssonar, verkfræðings hjá Viðlagasjóði, er það um 8.6 millj- Viðreisn i Vestmanna eyjum ónir. Lýsistankurinn eyðilagðist, öll þök eru ónýt, ein þró full af hrauni, mjölskemman ónýt, ekki hægt að komast að þrónum fyrir hrauni, þannig að erfiðleikarnir eru margvíslegir. Mesta hneykslið er þó jarðýtumálið, og ef við ekki fáum ýtuna, þá er vonlaust að gera verksmiðjuna bræðsluhæfa. — Hvernig er að fá mannskap í þessa vinnu? — Það hefur gengið alveg sæmilega, en það sem háir okkur, er að hér eru nú aðeins tveir af 10 fastamönnum, sem voru hér fyrir gos. Að vísu er von á tveimur til viðbótar, en þessir menn eru all- ir þaulvanir og þekkja verksmiðj- una út í gegn. — Hvað starfa margir, þegar brætt er af fullum krafti? — Það eru milli 40—50 menn. — Heldurðu, að ykkur takist að ljúka þessu í tæka tíð? — Ef við fáum ýtuna. -ihj. Þingspjall MJÖG er nú farið að bera á þeirri þróun á Alþingi. að fyrir spurnir taki sffellt meiri tíma i störfum þingsins. Nokkuð má httgleiða. hvað þessari þróun veldur. Eitt af hlutverkum Alþingis er að vera ríkisstjórninni að- haid um framkvænul opin- berrar sýslu, og ekkert nenta gott um það að segja. að þingmenn óski upplýsinga um þá framkvæmd. Ett fyrirspurn- irnar eru ekki notaðar í þeim einlæga tilgangi að fá upp- lýsingar af þessu tagi. enda eru aðrar leiðir oftast færar i því skyni. og þ;er miklu f.vrir- ferðanninni en sú að flvtja fyrirspurn til ráðherra á Al- þingi. Ohætt er að fullyrða. að oft hafa þingmennirnir aflað sér upplýsinga fyrirfram um það, sem þeir spyrja unt. og verður því að leita annarra skýringa á fyrirferð fyrirspurn- anna en vaxandi áhuga þing- manna á framkvæmd opinberr- ar sýslu. Oft flytja þingmenn fyrir- spurnir til að fá fram hvað líði framkvæmd þíngsáykrtunar- tillagna. sem þeir hafa áður flutt. Nota þeir þá gjarnan þet ' "iii ' ' ' á el'tir málum eins og kallað er. Ef riki v.i; ;i;n nrí .; ;rækt að framkt. íiia .yrinmeli þingsins, þá má vera. að eðli- legt sé. að víðkomandi ráðherra sé látinn standa fyrir máli sfnu gagnvart Alþingi og svara spurningum um. Itvað valdi. En þaðer mikill minni liliiti fyrir- spurnanna af þessu tagi I’lest- ar eru þær þess eðlis, að við- komandi þingmaður er að vekja ntáls í þinginu á einhverju máli. sem hann hefur álniga á. og hann heldur að muni l'alla í kramið h.já h;estvirtum kjós- ■nduxn. Ilonum nægir aðbenda á. að hann hafi nú vakið máls á viðkomandi máli í þinginu. og því sé það ekki honum að kenna. þótt á skorti fram- kvæmdir. En hvers vegna þá ekki að flytja tillögu í málinu, annaðhvort frumvarp eða þingsályktunartillögu? Með fullri virðingu fyrir þingmönn- um, sem flestir hverjir eru frekar duglegir menn. held ég. að ástæðan sé einfaldlega sú að það er þægilegra og kostar miklu minni vinnu og undir- búning að flytja eina litla f\rir- spurn en að semja þings- ályktunartillögu eða jafnvel frumvarp. sem fylg.ja þarf greinargerð og nánari útlistun á málavöxtum öllum. Yfirleitt er það svo. að þing- menn geta fengið allar upp- lýsingar um stiiðu mála með því að snúa sér einfaldlega til þess aðila. sem með það hefur að gera. Ef á því stendur. að þing- menn fái slíkar upplýsingar. sem þeir eiga fullan rétt á að fá. getur verið ástæða fyrir þá að krefja ráðherra svara á Al- þingi. Einnig getur fyrir- spurnarformið verið hið rélta í vissum tilvikum. þegar fylgja þarf málum eftir. eins og áður er sagt. Það er því nauðsynlegt. að þingsköp Alþingis geri ráð fyrir þessari tegund þingmála. en þingmenn ættu að tem.ja sér að nota þetta form i hól'i og fylla ekki dagskrá Alþingis með fyrirspurnum, eins og raunin hefur orðið á nú i haust og virðist fara vaxandi, bæði hvað snertir stjórnarand- stæðinga og stjórnarsinna. Það er miklu heiðarlegra gagnvart hæstvirtum kjósendum að flytja tillögur um ágerðir í mál- urn, sem hlotið hafa þann undirbúning, sem þörf er á. JSG. Loðnuskipin: Stjóm Framkvæmda- stofnunariimar ldofriaíS GUÐLAUGUR Gfslason (S) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær og kom með f.vrirspurn til forsætisráð- herra vegna kaupa á nótaveiöi- skipum frá Noregi. Það mál virt- ist til l.vkta leitt f.vrir nokkru, en nú fyrir fáeinum dögum skar meirihluti stjórnar Fram- kvæmdastofnunar rfkisins niður lán úr Byggðasjóði til þessara skipa úr 5% — 2%, sem þýðir 3 — 3.5 millj. á skip. Sagði Guðlaugur að fyrir nokkru hefði verið leitað til fjármála- ráðuneytisíns eftir stuðningi við lántökubeiðni á 10 fiskiskipum frá Noregi. Alllangur aðdragandi hefði verið að þessu máli. Teikn- ingar, smíðalýsingar lagðar fram og bráðabirgðasmíðasamningur gerður í ágúst s.l. Væntanlegir kaupendur skip- anna hefðu farið fram á 13% ríkisábyrgðarlán, venjuleg 67% lán úr Fiskveiðasjóði og 5% lán úr Byggðasjóði, en mörg fordæmi eru um 5% lán til nýsmíði úr Byggðasjóði og eins til kaupa á notuðum skipum. Ríkisstjórnin hefði samþykkt 13% ríkisábyrgð- arlán, en fyrirgreiðslan hjá Byggðasjóði hefði ekki verið eins góð. Málið hefði verið tekið ti! um- ræðu hjá Byggðasjöði 6. nóv. s.l. og framkvæmdaráði verið fengin heimild til að véita 5% lán. 1 stað þess að veita 5% lán hefði stjórn Framkvæmdastofnunarinnar samþykkt á fundi 20. nóv., að lán- ið skyldi aðeins vera 2%. Því spyrði hann: 1. Geta þeir útgerðarmenn, sem hér eiga hlut að máli, vænst þess, að málið verði endurskoðað og lánið hækkað upp Í5%. 2. Geta þeir útgerðarmenn, sem vilja endurnýja bátaflotann, ekki fengið sömu fyrirgreiðslu og þeir, sem kaupa togara. Bátaútgerðin stendur nú á tímamótum, og nauðsynlegt er að vita, hvar þeir standa með tilliti til fyrirgreiðslu. Olafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að ríkisstjórnin hefði tekið þetta mál fyrir á sín- um tíma. Stjórnin hefði þá verið búin að fá umsögn framkvæmda- ráðs Framkvæmdastofnunarinn- ar. Ákvörðun hefði verið tekin af ríkisstjórninni, og eftir það hefðu átta aðilar sótt um fyrirgreiðslu, en sjö fengið að hálfu stjórnarinn- ar. Ekki hefði verið annað vitað en að málið væri í lagi. En á stjórnarfundi í Framkvæmda- stofnuninni 20. nóv. hefði verið samþykkt 2% lán til kaupa á þess- um loðnuskipum. Þá hefði heldur ekki legið fyrir samþykkt Fisk- veiðasjóðs um lánveitingu. Hann gæti aðeins sagt eitt: Ákveðið hefði verið eftir síðustu áramót að afnema sjálfvirk skipa- lán Byggðasjóðs að upphæð 5% af kaupverði. Það væri á valdi Fram- kvæmdastofnunarinnar, hvort og hve mikið viðbótarlán hún veitti. Ríkisstjórnin hefði ekkert skipun- arvald gagnvart stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar. Ilún væri þingkjörin stjórn. Hér hefðu verið tilmæli ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórnin gæti ekki tryggt þessi framkvæmda- lán. Það væri á valdi Byggðasjóðs. Á alþingi sætu menn úr 'stjórn Byggðasjóðs, og gætu þeir svarað þessu betur en hann. En eitt væri víst, vilja ríkisstjórnirninnar vantaði ekki til að leysa þetta mál. Þessu næst tók til máls Bene- dikt Gröndal (A). Sagðist hann eiga sæti í stórn Framkvæmda- stofnunarinnar og hann hefði ekki greitt atkvæði með lækkun lánanna. Þetta mál væri nokkuð furðulegt, og fleiri lík mál væru nú á döfinni. Ingólfur Jónsson (S) sagði að það væri hættulegt að taka svona skyndiákvörðun. Það hefði verið um það rætt í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, að stuðla ætti að því, að viðkomandi fengju þessi skip. Þar á meðal væru tveir menn frá Eyjum. Þeir hefðu lagt fram sín 15% og nú hefðu þeir ekki meira fé. Eyja- flotinn hefði rýrnað, og nauðsyn- legt væri að endurnýja hann. Ríkisstjórnin hefði vald til þess, að gera ráðstafanir til að standa við fyrri samþykktir, og það væri hennar að útvega þessi 3%,sem á vantaði. Það væru ekki góð vinnu- brögð aö blekkja menn líkt og stjórn Framkvæmdastofnunar- innar hefði gert. Þessu næst tók Ragnar Arnalds (Ab) til máls. Taldi hann athuga semdir Guðlaugs Gíslasonar villandí. Málið hefði aldrei verið samþykkt endanlega þann 6. nóvember, aðeins samþykkt að taka það til nánari athugunar. Persónulega hefði hann ekki á móti því, að þessi skip yrðu keypt, en það væri ekki til of mikils mælst, að kaupendur legðu fram 18% af kaupverði. Olafur Jóhannesson tók aftur til máls og sagði, að afgreiðsla ríkisstjórnarinnar hefði þýtt „grænt ljós“ til annarra lána- stofna. Guðlaugur Gfslason talaði aftur og sagðist mötmæla því, að hann hefði farið með rangt mál. Það Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.