Morgunblaðið - 24.11.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973
17
Ég hef verið beSinn um að segja
hér nokkur orð um olíu- og orku-
mál, með séstöku tilliti til þeirra
atburða, sem átt hafa sér stað í
heiminum á síðustu vikum og
mánuðum, að því er þessi mál
varðar. Eg þarf víst vart að taka
það fram, að öll eru þessi mál
mjög flókin og aðstæður breytast
ört, jafnvel frá degi til dags,
þannig að það, sem sagt er í dag,
þarf ekki að vera rétt eða eíga við
á morgun. Aldrei hefur það verið
ljósara en nú síðustu vikurnar,
hversu mjög neimurinn er háður
olíunni sem orkugjafa og
hversu beitt vopn yfirráð yfir
olíulindunum getur verið í valda-
tafli hinna stríðandi hagsmuna í
heiminum.
Það, sem ég hefi í hyggju að
segja hér á eftir, ætla ég að greina
í tvo meginflokka, annars vegar
almennt um olíumálin i heim-
inum og hins vegar, hvernig þess-
um málum er háttað, að þvf er
okkur varðar hér á íslandi.
Heildarorkunotkun í heiminum
árið 1972 vartalin samsvara u.þ.b.
5.500 milljónum tonna af olíu.
Þessi orkunotkun skiptist þannig
niður á meginorkugjafana, að
u.þ.b. 46% af orkunni var olia,
uþ.b. 32% voru kol, um 18% var
gas og um 4% var vetnisorka eða
vatnsorka. Með öðrum orðum var
olíunotkunin u.þ.b. 2.500 milljón-
ir tonna á árinu 1972, og má búast
við, að nokkur aukning hafi þar
orðið á árið 1973. Eins og kunnugt
er, fer olíuframleiðsla fram í
flestum löndum heims, en í stór-
um dráttum er talið, að fram-
léiðslan sé þannig eftir svæðum,
að í Norður- og Suður-Ameríku
séu framleidd u.þ.b. 33.6% af
allri olíu heimsins, í Mið-Austur-
íöndum 34.4%, í Rússlandi, öðr-
um löndum Austur-Evrópu og
Kfna um 16%, í Afríku um 12%. 1
Austurlöndum fjær og Astralíu
um 3% og í Vestur-Evrópu um
1%. Hins vegarertalið, að um 3/5
hlutar allrar þeirrar olíu, sem vit-
að er um með fullri vissu og óunn-
in er i jörðu enn, séu í Mið-Austur
löndum. Má af því marka, hversu
geysilega mikilvægt það svæði
heimsins er frá sjónarmiði olíu-
hagsmuna.
Þetta, sem ég hefi nú sagt, er
ym heildarmyndina.
1 brennidepli undanfarnar vik-
ur og mánuði hefur hins vegar
aðallega verið olíuframleiðsla
Arabalandanna og áhrif þau, sem
olíu-pólitik þeirra, bæði að þvi er
varðar að skera niður framleiðsl-
una og hækka verðið, kemur til
með að hafa á þessi mál f heild, en
þó sérstaklega hér í Evrópu. 1
Vestur-Evrópu var heildarnotkun
á olíuvörum árið 1972 tæpar 700
milljónir tonna. Þar af komu um
500 milljón tonn frá löndum
Araba eða um 70% af allri þörf
V-Evrópu fyrir olíu. Þá eru um
82% af olíuþörfum Japana talin
koma frá Mið-Austurlöndum. Af
því sést, hversu geysilega mik-
ilvæg þessi arabíska olía er fyrir
iðnaðarþjóðir Vestur-Evrópu og
hve geigvænleg áhrif það getur
haft á efnahag Evrópulanda, ef
olíuframleiðsluþjóðir Araba gera
alvöru úr því að skera niður út-
flutning á olíu þangað, umfram
það, sem þegar hefir verið gert.
Ilins vegar hefir verið talið, að
aðeins u.þ.b. 7—8% af allri olíu-
þörf Bandaríkjanna komi frá
Arabalöndum, þannig að bann
við útflutningi á olíu þaðan til
Ameríku ætti ekki að þurfa að
hafa nein afgerandi áhrif þar
a.m.k. í bili, nema því aðeins, að
flutningur á olíu þangað frá
öðrum framleiðslulöndum, svo
sem Venezuela og Kanada, verði
einnig skertur.
Ilinu má þó ekki gleyma, að
áætluð er geysileg auknang á
olíunotkun í Bandaríkjunum á
næstu árum, þannig aðef horft er
5—10 ár fram í tímann geta áhrif
af slíku banni orðið stórkostlegt
vandamál þar í landi.
Á árunum fyrir 1970 mótuðust
samtök, sem á ensku eru kölluð
„Organization of Arab Petroleum
Exporting Countries", skamm-
stafað OAPEC. Þessi samtök taka
til 10 Arabaríkja, þar á meðal
mikilvægustu olíuframleiðslu-
landanna. Telja má, að megintil-
gangur með stofnun þessara sam-
taka eða ,,cartel“ eins og nefnt
er á ensku, hafi verið sá, að auka
hlut Arabaríkjanna 1 hinum svo-
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson:
OLÍUMÁL
Eftirfarandi erindi flutti Hallgrímur Fr. Hallgríms-
son, fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins Skeljungs og
núverandi formaður félagsins, á fundi Rotaryklúbbs
Reykjavíkur sl. miðvikudag:
Hallgrfmur Fr. Hallgrímsson
kallaða olíuauði, og í reynd hafa
þessi samtök þjönað tilgangi
sínum á hinn áhrifaríkasta hátt.
Frá ársbyrjun 1971 hafa stóru
fjölþjóða olíufyrirtækin samið
fjórum sinnum við OAPEC-löndin
um hækkun á framleiðsluverði
olíu eða þeim hlut úr framleiðslu-
verðinu, sem til OAPEC-landanna
fellur, en jafnoft hafa þessi ríki
brotið samningana. Fyrsta sam:
komulag af þessari tegund er
kennt við Teheran, en það var
gert 14. febrúar 1971 i Teheran og
þá átti það samkomulag að gilda
til 5 ára og olíuverð samkvæmt
því að hækka eftir ákveðnum
reglum. Hinir síðari samningar
hafa verið gerðir innan ramma
þessa Teheransamkomulags, þó
þannig, að olíuframleiðsluríkin
hafa alltaf verið að krefjast hærri
og hærri hluta til sín. (Fyrr á
þessu ári var ennfremur samið
við OAPEC-ríkin um eignarhluta
i' framleiðslutækjunum). Um
mánaðamótin september —
október sl. stóðu yfir viðræður 1
Vín um enn eina hækkunarkröfu
OAPEC-ríkja frá þessu fyrr-
nefnda Teheran-samkomulagi.
Þessum viðræðum slitu olíufram-
leiðsluríkin, þegar styrjöld hófst
milli Araba og ísraela. Hinn 16.
október sl. tilkynntu OAPEC-
ríkin hins vegar einhliða 70%
hækkun á þeirri olíu, sem seld er
frá þessum Arabaríkjum. Svo sem
öllum er ennfremur kunnugt um
hafa OAPEC-löndin, auk verð-
hækkunarinnar, ákveðið veruleg-
an niðurskurð á olíuframleiðslu i
ríkjum sínum og sett útflutnings-
bann á nokkur lönd, m.a. Banda-
ríkin, Holland ög að nokkru leyti
Japan. Það er hins vegar ástæða
til að nefna, að þrátt fyrir
25—30% niðurskurð á olíufram-
leiðslu fá OAPEC-ríkin meira
fjármagn fyrir þetta minna magn
en áður, végna hinna stórkostlegu
hækkana á verði olíunnar, sem
fyrr er getið.
Siðustu fréttir um þessi mál
benda þó í þá átt, að e.t.v. megi
vænta breyttrar og vinsamlegri
stefnu af hálfu OAPEC-ríkja
gagnvart löndum i EBE öðrum en
Hollandi.
Á síðustu tveimur árum, en þó
alveg sérstaklega á árinu 1973,
hafa orðið gffurlegar hækkanir á
öllum olíuvörum á hinum frjálsa
og opna markaði f Vestur-Evrópu.
Sem dæmi um það má nefna, að 1.
október 1972 kostaði brennsluolía
fyrir Eimskipafélag íslands í
Rotterdam $ 27.50 tonnið, en 1.
október 1973 kostaði brennslu-
olían í Rotterdam $ 65.40 tonnið. 1
dag kostar hún hins vegar $ 88.40
tonnið. Þessar gífurlegu verð-
hækkanir, sem ná til allra teg-
unda af oliuvörum, eiga sér tvær
meginorsakir.
1. Hin fyrri er hækkun á verði
olíunnar frá Mið-Austurlöndum,
sem fyrr er getið, og er þá rétt að
hafa í huga, að u.þ.b. 70% af allri
þeirri jarðolíu, sem flutt er til
Vestur-Evrópu, kemur frá Araba-
löndunum.
2. Ilin siðari er sú, að veruleg
aukning varð á eftirspurn á olíu-
vörum í Bandaríkjunum á sl. ári,
þannig að olíuhreinsunarstöðvar
þar í landi gátu ekki fullnægt
eftirspurninni. Bandaríkjamenn
komu því á Evrópúmarkað og
keyptu þar verulegt magn af
hreinsuðum olíum, en við það
hækkaði markaðsverðið.
Til viðbótar við þessar megin-
ástæður kemur nú nýverið niður-
skurður á útflutningi olíu til ým-
issa landa frá OAPEC-Iöndum og
fleira kemur þar einnig til.
Nú síðustu vikur hefur það
gerzt, að stóru fjölþjóða olíufélög-
in, eins og Shell, Esso, B.P.,
Finia, Mobil og Gulf og fleiri
hafa flest lýst í gildi
„force majeure" ákvæði í
samningum sínum og til-
kynnt kaupendum og viðsemj-
endum sínum, að búast megi við,
að ekki verði hægt að afgreiða til
þeirra umsamið magn af olíum.
Fyrir nokkrum dögum fékk t.d.
Skeljungur tilkynningu um, að
ákveðin hefði verið 5% lækkun á
öllum afgreiðslum til erlendra
flugfélaga, sem kaupa eldsneyti
frá Shell í Bandaríkjunum. Þessi
ákvörðun verkar að nokkru m.a. á
Loftleiðir. Flugfélag Islands
hefur ennfremur orðið (að
nokkru) fyrir barðinu á slíkum
niðurskurði í Evrópu. Enn sem
komið er, mun það þó ekki valda
F.L teljandi erfiðleikum. Nokkur
riki í Evrópu hafa lýst yfir eins
konar neyðarástandi, og skömmt-
un er yfirvofandi í ýmsum
löndum á olíuvörum, ef ástand
þessara mála breytist ekki veru-
lega til batnaðar á næstu vikum.
Um þessi mál í heild má þó
segja, að „fátt er svo með öllu illt,
að ekki boði nokkuð gott“, þvf að
þær ástæður, sem ég hefi hér að
framan lítillega drepið á, koma
væntanlega til með að verða til
þess, að verulega aukinn þrýst-
ingur verði nú lagður á að leita
nýrra orkugjafa og m.a. að þróa
vetnisorkuna sem orkugjafa í
friðsamlegum tilgangi, er gæti
komið í stað olíu á ýmsum sviðum,
og auk þess verður eflaust eftir-
leiðis meiri áherzla lögð á að leita
að olíu á svæðum eins og t.d. í
Norðursjó og Alaska. Þá er lík-
legt, að vinnsla á olíu hefjist nú
úr efnum, sem hingað til hafa
ekki borgað sig í vinnslu, svo sem
„tar sand“, en mikið af slíkum
sandi er talið vera i Kanada. Þá
má nefna möguleika á orku-
vinnslu frá sól, vindum og sjávar-
föllum. I þessu sambandi væri
e.t.v. rétt að nefna, að afleiðingar
af ráðstöfunum Araba-rfkjanna í
olíumálum koma kannski að síð-
ustu með mestum þunga niður á
þeim, sem sízt skyldi. Arabaþjóð-
irnar framleiða olíu og selja til
iðnaðarríkja Vestur-Evrópu,
Japans og Ameríku. Iðnaðarríkin
selja Arabaþjóðunum á móti full-
unnar iðnaðarvörur. Nokkuð
öruggt má telja, að verðlag á
þessum fullunnu iðnaðarvörum
hækkar stórlega og að nokkru í
samræmi við hækkun olíunnar
frá Araba-löndunum, þannig að
með timanum er ekki ólíklegt, að
hin þróuðu iðnaðarríki fái endur-
greidda í formi fullunninna iðn-
aðarvara þá verðhækkun á ara-
bfsku olfunni, sem hér hefur ver-
ið gerð að umtalsefni. En það eru
hins vegar hin vanþróuðu ríki
Afríku og Asíu, sem hvort tveggja
verða að kaupa olíu á miklu
hærra verði en áður vegna fyrr-
nefndra aðgerða og ennfremur
miklu dýrari iðnaðarvörur frá
Vestur-Evrópu, Japan og
Ameriku. Þetta er sá mikli
skuggi, sem hvílir yfir aðgerðum
Araba-ríkjanna, að þeirra eigin
dómi, og sem veldur þeim, að
sögn, hvað mestum áhyggjum.
Þá nokkur orð um
olíumál á Islandi
Frá árinu 1953 höfum við keypt
frá Sovétríkjunum verulegan
hluta af olíu Islands. Þaðan höf-
um við keypt allt bensin, alla
svartolíu og að mestu alla gasolíu.
A grundvelli rammasamnings
milli rikisstjórna Sovétríkjanna
og íslands, sem gildir út árið 1975,
var samið í októbermánuði sl. um
olíukaup frá Rússlandi til íslands
fyrir árið 1974. Samkvæmt þvf er
ætlunin að kaupa frá Rússlandi
allt bílabensín, sem Island þarfn-
ast — um 80 þús. tonn — það, sem
ísland þarfnast af svartolíu — um
það bil 110 þús. tonn og um 80%
af þeirri gasolíu, sem ísland
hefur þörf f>TÍr, það er um 300
þús. tonn. Þetta gerir samtals um
500 þús. tonri. Heildarsala á olíu-
vörum á islandi árið 1974 er hins
vegar áætluð 600—650 þús. tonn,
Gasolia
Bensín
Svartolía
auk notkunar varnarliðsins, sem
ekki er talin með í þessum tölum.
Það magn, sem ekki er keypt frá
Rússlandi, er ætlunin að kaupa
frá vestrænum oliufélögum. Eins
og sést á þessum tölum eru um
80% af magni olíunnar keypt frá
Rússlandi. Hins vegar segir það
ekki nema hluta af sögunni. Við
kaupum allt flugvélaeldsneyti —
um það bil 80 þús. tonn — frá
vestrænum aðilum. Við kaupum
alla smurningsolíu — um það bil
6000 tonn — frá vestrænum að-
ilum. Við kaupum allt asfalt og
vegaolíu, fjölmargar efnavörur,
bæði unnar og óunnar, frá vest-
rænum aðilum, og ýmislegt fleira,
sem hér verður ekki talið.
Ahrifa frá aðgerðum OAPEC-
landanna, sem að framan hefur
verið drepið á, kemur til með að
gæta verulega á íslandi á næstu
mánuðum. Þessi áhrif koma fram
á tvennan hátt aðallega.
í fyrsta lagi: Verð á olíum frá
Rússlandi er byggt á viðurkennd-
um grunnskráningum, sem breyt-
ast frá einum tíma til annars,
eftir því sem markaðsverð er á
olíum. Þannig er verð á öllum
þeim olíum, sem við kaupum frá
Rússlandi, tengt heimsmarkaðs-
verðinu. Innkaupsverð á olium
frá Rússlandi hefir þannig, í sam-
ræmi við heimsmarkaðsverð.
hækkað verulega alveg nýlega,
svo sem skýrt hefir verið frá í
fjölmiðlum og líkur eru á, að
verðið komi til með að hækka enn
meira. Þá eru flutningsgjöld á
olium frá Rússlandi einnig tengd
heimsmarkaðsflutningsgjöldum.
Miðað við innkaupsverð í dag,
er búizt við, að þegar nýjar birgð-
ir koma til sölu, muni útsöluverð
á helztu tegundum hækka eins og
hér segir:
11.00
28.00
5.000.00
i öðru lagi: getur sá niðurskurð-
ur, sem ég hefi hér að framan
drepið á, valdið okkur erfiðleik-
um, að því er varðar þær olíuvör-
ur, sem við kaupum frá vest-
rænum aðilum, og eru mjög mikil-
vægar fyrir allt ariinnulíf f land-
inu.
Að lokum við ég geta þess, að
íslenzku olíufélögin eru mjög vel
birg af öllum olíutegundum i dag,
svo sem fram hefur komið í blöð-
um undanfarið. Ileildarbirgðir
þeirra munu nægja í 2—3 mán-
uði.
Um þessi efni væri hægt að tala
langt mál, en ég læt hér staðar
numið. Hins vegar er sjálfsagt að
svara fyrirspurnum, svo sem i
mínu valdi stendur, ef menn hafa
áhuga á að spyrja einhvers sér-
staklega.
úr kr. 6.50 pr. 1. í kr. 10.00 eða
úr kr. 23.00 pr. 1. í kr. 27.00 eða
úr kr. 2.300.00 pr. smálest i kr. 4.700.00 eða