Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Hæsti vinning- ur á nr. 26850 DREGIÐ var í gær í 12. flokki Happdrættis SlBS. Samtals var dregið um 2500 vinninga að upp- hæð alls um 14,3 milljónir kr. Hæsti vinningurinn — milljón krónur — kom á miða nr. 26850, seldur í Keflavik. 200 þúsund króna vinningur kom á miða nr. 12866, seldur í Hafnarfirði. 100 þúsund króna vinningar komu á nr. 6577, nr. 11632, 22560, nr. 26797, nr. 27692, nr. 45898 og nr. 53030. Þá var einnig dregið um 400 10 þús. kr. vinninga, 1070 fimm þúsund kr. vinninga og 1021 þrjú þúsund kr. vinninga. Huldufólk - ný bók eftir Árna Óla Happdrættisbfiinn í Austurstræti Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins: „Messias” í 3. sinn AKVEÐIÐ hefur verið að flytja oratoriuna Messias eftir G.F. Hándel einu sinni enn vegna fjölda áskorana og mikiilar eftirspurnar eftir miðum á. fyrri hljómleikana. Verða þriðju hljómleikarnir í Há- skólabíói nk. laugardag, 8. des- ember kl. 14.00. Flytjendur eru sem kunnugt er Sinföníuhljómsveit Islands, söngsveitin Fílharmónia og ein- söngvararnir Hanna Bjarna- dóttir, Ruth Little Magnússon, Sigurður Björnsson og Kristinn Halisson, en stjórnandi dr. Róbert A. Ottósson. Fyrri hljómleikarnir þóttu takast fádæma vel og má í þvf sambandi vísa til orða tónlistar- gagnrýnanda Morgunblaðsins, Jóns Asgeirssonar, sem sagði. „Það er að mfnu mati óþarft að ræða einstök tilvik í þessari uppfærslu, sem í heild var ótrú- lega glæsileg. Sérstaklega var frammistaða kórsins góð svo að jafna má við það bezta, sem undirritaður þekkir af erlend- um uppfærslum." Aðgöngumið- ar eru seldir hjá bókabúðum Sigfúsar Eymundssonar og Lár- usar Blöndals. Olíukreppan þrengir að íslenzkum skipum í erlendum höfnum Píanótónleikar í Austurbæ j arbí ói UNGUR pfanóleikari, Snorri Sigfús Birgisson, heldur tónleika í Austurbæjarbíói á morgun ki. 7 á vegum Tóniistarskólans í Reykjavík. Eru þessir tónleikar fyrrihluti af burtfararprófi Snorra, en hann hefur stundað nám f pfanóleik við skólann mörg undanfarin ár. A efnisskrá tónleikanna eru prulúdfa og fúga í cis-moll eftir Bach, sónata í D-dúr eftir Mozart, sónata eftir Stravinsky, prelúdíg og etýða eftir Skrjabin og ioks sónata í físmoll eftir Schumann. bátar línuveiðum ? OLÍUKREPPAN í heiminum segir sffellt meir til sín og sögur berast erlendis frá, sem segja, að vöruflutningaskip hafi stöðvast í höfnum af þeirri ástæðu, að þau hafi ekki fengið olfu. Morgun- blaðið leitaði til þeirra Ötarrs Möller framkvæmdastjóra Eim- skipafélagsins og Hjartar Hjartar framkvæmdastjóra skipadeildar S.l.S. og spurði þá, hvort fslenzk skip hefðu verulega orðið fyrir barðinu á olfukreppunni. Hjörtur Hjartar sagði, að vissum löndum fengju skip sam- Nafn konunnar misritaðist NAFN konunnar, sem beið bana f umferðarslysi f Hafnarfirði á mánudagskvöldið misritaðist f Morgunblaðinu f gær. Hún hét Ragnheiður Pétursdóttir. Að- standendur eru beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. skipum og línubátum, yfir mikilli óánægju með frumvarp Fiskveiði- iaganefndar, þar sem lagt er til að hrekja í ríkum mæli stærri botn- vörpuskip af veiðisvæðum sínum við Suður- og Suðvesturland með væntanlegri lagasetningu, en þessi lagasetning mun beina tog- urunum á Vestfjarðamið. Ennfremur lýstu fundarmenn furðu sinni á þeim ákvæðum frumvarpsins að vestfirzkir smá- bátar, sem stundað hafa línu- og handfæraveiðar á Breiðafirði, skuli nú hraktir þaðan með opn- un togsvæða l'. júní til 31. desem- ber. Hins vegar töldu fundar- menn enga ástæðu til að loka Kötlugos 19. des.? VlSINDAMENN varpa því nú fram í gamni, að öllu sé óhætt um Kötlugos fram til 19. desember. Völva sú, sem í ársbyrjun spáði i Vikunni um tvö eldgos á tslandi á þessu ári, sagði, að hið siðara yrði Kötlugos á þessu hausti. Af einhverjum ástæðum tóku jarðvísindamenn fyrir nokkru að gantast með, að það yrði 19. desember. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur fór á þing f Nýja-Sjálandi og kvaðst ætia að koma aftur 18. desember — fyrir Kötlugos. Guðmundur Sigvalda- son jarðefnafræðingur er nú f Suður-Ameríku og sagðist ætla að koma aftur 17. desember, — áð- ur en Kötlugos ha'fist. Hefjist Kiitlugos 19. desember, verður áreiðanlega hægt að finna margar og inerkilegar skýringar á því fyr- irbæri. tveimur togveiðihólfum sem opin hafa verið á undanförnum haust- vertíðum úti fyrir Vestfjörðum, þar sem engir árekstrar hafa orð- ið þar við veiðar. Þjófnaður í Sandgerði upplýstur AÐFARARNÖTT sunnudags var farið inn á skrifstofu fiskvinnslu- stöðvar i Sandgerði og stolið tveimur launaumslögum með samtals um 30 þús. kr. Rannsókn- arlögreglan í Hafnarfirði hóf rannsókn málsins eftir helgina og féll grunur fljótt á ákveðinn mann. Var hann færður til yfir- heyrslu og játaði á sig verknað- inn. Var hann búinn að eyða fénu, en upphæðin verður tekin af launum hans í staðinn. bandsins úthlutað vissum skammti af olíu. Væri þessi regla viðhöfð í löndum eins og Dan- mörku Englandi og Þýzkalandi. I Framhald á bls.20 Snorri Sigfús Birgisson. MIKILLAR óánægju gætir hjá skipstjórum á Vestfjörðum um þessar mundir. Hafa skipstjórar á Ifnubátum það við orð, að ekkert sé annað gera en hætta veiðum, ef ástandið versnar frá því, sem nú er. Eiga þeir f erfiðleikum með að koma frá sér Ifnunni vegna ágengni togara og þá sérstaklega enskra. Krefjast þeir þess ein- dregið, að sett verði sérstakt varð- skip til veiðarfæragæzlu. Þetta kom m.a. fram á fjöl- mennum fundi hjá skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni á ísafirði nú um helgina. Jafnframt lýstu skipstjórarnir, bæði á tog- Ekið á kyrrstæða bifreið Á TlMABILINU frá kl. 19. á þriðjudagskvöld til kl. 08 á mið- vikudagsmorgun var ekið á bláa fólksbifreið, R-37644, við Grana- skjól 30 og vinstra afturbretti dældað. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta lögregluna vita. Arni Óla. Hætta Vestfíarða- ÖRFAIR DAGAR EFTIR KOMIN er út ný bók eftir Arna Öla, „Huldufólk". Fjallar hún um sögu huldufólks hér á landi á annan hátt en áður hefur verið ritað um þennan dularfulla hluta þjóðarinnar. „Vegna eigin reynslu og margra annarra, dregur höfundur ekki í efa. að til é hulinsheimar og menn hafi um ailar aldir haft samband við verur þær, er þessa heima byggja,“ segir á kápusíði:. „Þar á meðal er huldufólkið, og kunningsskap þess og manna er síður en svo lokið. Trúin á álfa og huldufólk er ævaforn. Arni Öla segir hér frá reynslu sinni og ann- arra af huldufólki, álfum og hul- insheimum. Og sú kemur tíð, að vísindin munu uppgötva þessa hulduheima.“ Bókin skiptist í 19 kafla, en auk þess skrifar höfundur forspjall. Hún er 208 bls. að stærð. Utgef- andi er Setberg. Nú eru aðeins örfáir dagar þar til dregið verður i skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokksins. Skyndihappdrætti Sjálfstæðis- flokksins biður þá, sem hafa feng- ið miða, að gera skil og eins er hægt að láta ná í uppgjör heim ef hringt er í skrifstofu skyndihapp- drættisins að Laufásvegi 47 i síma 17100, en skrifstofan er opin frá 09:00 tii 22:00. Happdrættismiðinn kostar kr. 200,00. Einnig eru miðar seldir í happ- drættisbifreiðinni, sem stendur i Austurstræti. Þeir, sem taka þátt i skyndi- happdrætti Sjálfstæðisfiokksins, efla um leið mikilvægt félagsstarf sjálfstæðismanna um allt land jafnframt því, að hver miði er möguleiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.