Morgunblaðið - 06.12.1973, Síða 24

Morgunblaðið - 06.12.1973, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Vigfús Einarsson —Minningarorð Fæddur27. mar/. 1911 Dáinn 23. nóvember 1973 Stundum segjum við um mann að hann sé manneskja. Erum við þá ekki öll manneskjur? Samkvæmt orðabókarskilgrein- ingu, ytri merkingu, erum við það öll. En samkvæmt lífsbókinni, þeirri bók sem ekki verður prentuð, erum við það fæst. Við erum það upprunalega — börn. En fæstir hafa úthald til að lifa samkvæmt innri merkingu óvið- urkenndri af skólum og starfs- stofnunum, eftir að svokölluð al- vara lífsins tekur þá. Enda felur það í sér meiri og minni samfé- lagslega skerðingu: óvinsældir, frægðar- og framamissi, afkomu- rýrnun. Flestir láta því segjast — skólast og stofnast. Nema uppreisnaræskan? Stöku maður stendur þó fast á rétti sínum til að vera manneskja áfram; vitnar jafnvel í lögbækur og stjórnarskrá; þær orðabækur sem snauðastar eru innri merk- ingu, fjarlægastar lífsbókinni. Einn slíkra var vinur minn Vig- fús Einarsson rafvirki — en hann vil ég nefna ljósvirkja; það var birta í þeim manni, sem lýsir enn um sinn meðal vina hans á þessum mannmyrka hnetti. Hvað er þá að vera manneskja? Að byrgja ekki sitt ljós — verja það ásókn myrkurs. Slíkt ljós nefnir nóbelsskáld okkar: ljós heimsins — sem sótt er í biblíu. Leiðir ljóssins eru semsé rann- sakanlegar; en sennilega á einskis færi að rekja slóða myrkursins. Enda sést í ljósi en ekki myrkri: svo einfalt er það. En nóbelsskáldið hefur sagt: að sumir gangi með æskuhugsjón sina eins og steinbarn í mag- anum; þarí felst þó nokkur sann- leikur, staðfestur af grjóthörðum veruleikanum — enda enginn hittnari og hnyttnari en HKL. Þó mun ég freista að gera athuga- semdir, með tilliti til vinar míns Vigfúsar; hann var alla tíð trúr t Móðursystir okkar JÓNÍNA HALLA ÁRNADÓTTIR Hamrahlíð 7 andaðist 4. des. Fyrir hönd systkina Árni Kristbjörnsson. t Systir mín elskuleg, SIGRÍÐUR HEIÐAR, er látin. Helga Heiðar. t Stjúpmóðir okkar LILJA SÖLVADÓTTIR, Ránargötu 23 lézt i Landakotsspítala-miðvikudaginn 5. desember Laufey Arnalds Gunnar Guðmundsson. Mágkona mín. t BENEDIKTÍNA LILJA BENEDIKTSDÓTTIR, Fjölnesvegi 15, er andaðist 30 nóvember s.l. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudagínn 7. desemberkl. 1.30 e.h. Fyrir hönd aðstandenda Jórunn ísleifsdóttir. t Móðir mín, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja i Laxnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni kl 10.30, föstudaginn 7 desem- ber Friðmey Eyjólfsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, frá Rauðnefsstöðum. Guðmunda Björnsdóttir, Svava Björnsdóttir, Þórhallur Þorgeirssor, og aðrir vandamann. sínum æskuhugsjónum — trúr sínu Ijósi. Það þarf ekki að vera þitt ljós eða mitt, en fyrir honum var það ljósið: kommúnismi — rautt ljós. í þvi rauða ljósi gekk hann — og sá: óréttlæti heimsins; og það sem meira var: fann til — í steinbarn- inu. Þetta blessað steinbarn, æskuhugsjónin, kom í veg fyrir að hann sjálfur yrði að ellimenni: steinmanni. Vissulega var hann maður einnar stjörnu —rauðrar stjörnu. Stundum iangaði mann til að spyrja: hvar eru allar hiriar? En það hefði verið utanveltu. Hvaða máli skiptir liturinn sem menn sjá, svo lengi sem þeir sjá — stjörnu? Sumir menn eru með þeim ósköpum gerðir að þeir þurfa ljós — til að sjá ljós. Aðrir þurfa myrkur til að sjá ljós. Enn aðrir sjá aldrei fullorðnir ljós. Það eru hinir síðastgreindu sem raunverulega ganga með stein- barn í maganum. Steinninn er sannarlega innanmyrkur og ekk- ert ljós fær smogið hann. Það verður að segjast sem satt er: flestir kommúnistar eru af þeirri gerð; steingerðir. Enda fæstir hugsjóna-kommúnistar. Flestir eru það að yfirskini; undirrótin einkaástæður: vanmáttarkennd, öfund, ofsóknaræði — jafnvel mannvonska — sem þeir taka út á öðrum i nafni jafnréttis og bræðralags. Þetta er innri ástæða siðferði- legs skipbrots kommúnismans á okkar tíma; steinmennirnir þola ekki þá ofbirtu ljóssins sem lýsir upp þá sjálfa og hefja hreinsanir: burt með ljósið — myrkrið er ljósið. Kommúnisminn er ekki eina hugsjónin sem étið hefur sjálfa sig — og orðin að steinbarni í eigin maga. Jötubarnið var heilar aldir steingert í mögum páfa, biskupa, presta. Það lifir þó enn í ljósinu — jafnvel rauðu ljósi. Meðgöngutími hugsjóna er langur, hvort sem þær heita krist- indómur eða kommúnismi eða lýðræði, langur meðgöngutími þeirra barna sem eiga að frelsa heiminn, þ.e. gera manninn frjálsan. Þeir menn sem varðveita barn- ið í ljósi sjálfra sín — til dauða- dags — eru í rauninni ljósmæður og ljósfeður, skila barninu áfram kynslóð til kynslóðar. Ég býst ekki við að HKL hafi átt við þá þegar hann skóp steinbarnið; til Minning: Sigrún Geira Arna- dóttir, Hafnarfirði F. 22. júní 1894 D. 26. nóvember 1973. ÞANN 26. þ.m. lézt í Landakots- spítala systir mín Sigrún Geira Arnadóttir fyrrverandi kaupkona í Hafnarfirði, 79 ára að aldri. Sigrún var fædd í Viðvík við Stykkishólm 22. júni 1894, dóttir hjónanna Arna Snæbjörnssonar og Margrétar Jónsdóttur, sem þar bjuggu þá, en fluttust síðar til Stykkishólms, þar sem faðir okkar byggði fyrsta veitingahúsið í Stykkishólmi, er var starfrækt þar í mörg ár af ýmsum öðrum. Við vorum 4 systkinin, systir okkar Katrín, sem giftist Hannesi Stefánssyni skipstjóra, ég undir- rituð og Bjarni, hann var sjó- maður og dó um fertugt úr kolsýrueitrun frá ofni í her- -berginu sínu. Hann var kvæntur, en bjó hjá mér i nokkur ár eftir að faðir okkar dó í Stykkishólmi. Þar lifðum við hamingjusama bernsku og æskudaga, þar til lagt var út í lifið til að bjarga sér. t INGVELDUR S. JÓHANNESDÓTTIR, frá Þorgrímsstöðum, Vatnsnesi, andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, aðfaranótt 4 desember. Jarðarförin verður auglýst siðar. Aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útf'ör HELGU JÓNSDÓTTUR, Lyngholti, Hrútafirði. Þorbjörn Bjarnason, Þorsteinn Bjarnason, Jórta Kristín Bjarnadóttir, Hannes Þorkelsson og dótturdætur. Útför bróðui okkar. Sigrún systir mín var talsvert stórbrotin, en lífsglöð og bjartsýn, ákaflega sjálfstæð og ekki gefin fyrir að láta aðra ráða yfir sér, enda giftist hún ekki og myndi í dag vera talin með rauðsokkum. Hún var alltaf alþýðukona og þó að hún ræki verzlun í 30 ár í Hafnarfirði, fylgdi hún alltaf verkafólkinu í öllu. Sigrún var ákveðin i skoðunum og hún hafði sina sannfæringu um flest málefni. Hún var nægjusöm fyrir sjálfa sig, aðal ánægja hennar mörg ár var að eiga hesta og mega hugsa um þá og fara í útreiðar- túra um helgar. Hún sagði það vera andlega og líkamlega hressingu, enda var hún alltaf vel hraust þar til á þessu ári, þá þurfti hún að fara á spítala og svo á Sólvang í vor. I sumar ætlaðí hún alltaf austur að Önundarholti í Flóa að heilsa upp á hestinn sinn, sem þar var geymdur, en heilsan leyfði það ekki. Hún átti alltaf tvo reiðhesta og annaðist þá oftast sjálf af mikilli nærgætni eins og henni var lagið við allt það, sem hún batt tryggð við. Það var ekki hægt að minnast systur minnar án þess að minnast um leið sambýliskonu hennar um nær 40 ára skeið, Guð- leifar Þórðardóttur, sem dó 1965. Þær voru báðar ungar, er þær settu upp saumastofu í Hafnar- firði og síðar fataverzlun, og munu margir Hafnfirðingar muna eftir verzluninni „Geiru og Leifu“. Ég, sem skrifa þessar lín- ur, gleymi aldrei þeim móttökum, sem ég fékk, þegar ég kom í heimsókn til þeirra, þó að ég væri + Þeim mörgu, sem sýndu mér hlýhug og vinsemd við minningarathöfn FRIÐRIKS GUÐMUNDSSONAR. færi ég mlnar innilegustu þakkir Guð blessi ykkur öll. Guðný Stefáns, Eyrargötu 14, Siglufirði. HJARTAR SIGURÐSSONAR, tæknifræðings, Mjölnisholti 4, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7 desember kl 13 30 Sigríður Sigurðardóttir, Þórður G. Sigurðsson. þess er hann of mikið skáld — of mikið barn. Ég leyfi mér að fullyrða að Vigfús Einarsson hafi verið einn slikra. Hann hefði aldrei verið svo miskunnarlaus, þótt hann gæti verið dómharður í orði, að drepa barn í nafni réttlætis; ekki bara samherja, ekki barn andstæðings — einskis manns barn. Til þess var hann of mikið barn sjálfur. Svo mikið barn að hann trúði því í raun og veru að hann — einn gegn svotil öllum — gæti öðlast réttlæti í eigin og annarra nafni. En jafnvel vinir hans fæstir stóðu með honum og samherjar í komm- únisma stungu hann í bakið eins og þeim er lagið. En trygglyndi hans beið ekki af þvi tjón. Hann var maður einnar stjörnu. Sú stjarna er gengin undir. Önnur ris við sjónbrún. Þessi var ekki óskabarn þjóðarinnar. Samt eitt af óskabörnum hugsjónarinn- ar — hverju nafni sem hún nefn- Hann var manneskja. Ingimar Erlendur Sigurðsson. með litla anga með mér. Þær spöruðu ekki fyrirhöfnina að taka á móti okkur, þó að það væri hávaðasamt I litlu íbúðinni þeirra. Það er margs að minnast að leiðarlokum, sem ekki er hægt að skrifa um í lítilli minningargrein, en það er mér mikil ánægja að mega minnast þeirra beggja. Þær voru báðar mjög söngelskar og voru lengi í. söngkór Þjóð- kirkjunnar i Hafnarfirði. Systir mín hafði fallega söngrödd og naut þess að setjast við orgelið sitt á yngri árum og hafa syngjandi fólk í kringum sig. Hún hafði alltaf bjartar vonir vorsins i sálinni og ekki sízt síðustu ár ævinnar. Hún hafði vissu um framhaldslíf og endur- fundi vinanna að hérvistardögum loknum, hún var alveg tilbúin að flytja og treysti þeirri forsjón, sem skóp mennina. Hún hafði þá trú, að það, sem vér gjörum öðr- um, hvort það er gott eða illt, komi fram við oss aftur siðar í sömu mynd, enda var hún sjálf umtalsfróm um aðra og naut vináttu samtíðarfólks síns bæði heima og á Sólvangi, siðustu mánuði. Dauða hennar bar fljótt að, hún var stödd í kaffiboði hjá vinkonu sinni í Hafnarfirði, þar sem hún hneig niður og var flutt á Landa- kot, en þar andaðist hún eftir nokkra klukkutima. Farðu vel systir. Minningin lifir. Blessun Guðs fylgi þér. Ég enda svo þessi kveðjuorð mín á erindum þeim, er hún söng sjálf og hélt mikið upp á. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag við erum gestir og hótel okkar er jörðin einir fara og aðrir koma i dag, þvi alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða, og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson). Sigrfður Arnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.