Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 -Stefnt skal að Framhald af bls. 19 skattur hækki um rúm 40%. Jafn- framt er áætlað að skattvísitalan hækki aðeins um 20%. Bendir þetta ótvírætt til þess, að mun stærri hluti en áður af tekjum fólks lendi i hátekjuskatti. Til þess hljóta samtök launþega að líta og kröfur þeirra að verða hærri en ella, nema breyting verði þar á. Beinir skattar óþjóðhollir Eg geng þess ekki dulinn, að ýmsar mótbárur verða gegn afnámi beinna skatta. Kemur það til af ýmsu. Sumir vilja halda i það gamla, af því að þeir eru hræddir við allar breytingar. Aðrir vilja viðhalda kerfi, er geti sem oftast skapað misræmi, öfund og úlfúð í þjóðfélaginu i þeirri von, að það geti orðið þeirra óþjóðlegu einræðisstefnu til framdráttar. Og svo eru þeir, sem telja þörf fyrir beina skatta til tekjujöfnunar, sem er fallegt orð, og til að draga úr kaupgetu, þegar spenna skapast i efnahagslifinu. En eigi slíkir skattar að hafa áhrif i þeim efnum verða þeir að leggj- ast til hliðar, en ekki að fara til aukinna útgjalda hjá skattheimtu aðilanum eins og jafnan hefur verið gert. Hvatning til sparnaðar og samdráttur í útlánum verða i þjóðfélagi eins og okkar íslend- inga miklu sterkara hagstjórnar- tæki en hin beina skattlagning. Tækifæri til úrbóta Eg lít svo á, að nú sé tækifæri til mikilla og jákvæðra átaka til að koma efnahagsmálum okkar á traustari grundvöll. En til þess þarf að gera ýmsa róttæka hluti. I fyrsta lagi þarf að stefna ákveðið og í stórum skrefum að afnámi beinna skatta. I öðru lagi þarf að hækka lágu launin, en kjara- bætur til þeirra betur launuðu komi að mestu leyti fram í skatta- lækk.un. í þriðja lagi þarf að gjör- breyta kaupgreiðsluvísitölunni, í það form, sem áður er vikið að. í fjórða lagi þarf að dreifa valdinu og draga þannig stórlega úr þeim milliliðakostnaði, sem miðstýr- ingin veldur. Fleira mætti nefna en það er ekki hægt í stuttu máli. Verði þetta gert er það skoðun mín, að sú breyting yrði mjög til hagsbóta. Meira jafnvægi mundi skapast í efnahagsmálum og stjórnun þeirra verða einfaldari, verðlag yrði stöðugra, kaup- máttur launa mundi aukast og verða varanlegri, afkastageta þjóðarinnar f heild verða meiri o.fl.mætti telja. 25 Þarf nýja menn? Það er þvi sannarlega þess virði að skoða þessi mál vandlega og þora að ráðast á kerfið og rífa þau út úr þvi. Manna sig upp í að takast á við vandann í stað þess að velta honum á undan sér með meiri og minni bráðabirgðaráð- stöfunum. Séu stjórnmála- mennirnir hvar i flokki sem þeir standa orðnir svo samdauna kerf- inu, að þeir sjái ekki hvar skórinn kreppir eða svo þreyttir. að þeir nenni ekki að takast á við vand- ann, þá er sannarlega kominn timi til að þjóðin geri sér grein fyrir ástandinu og fái aðra menn til að taka við. Páll V. Daníelsson. DREGIÐ EFTIR 2 DAGA SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 10 OTVARPSTÆKl KASSETTU ' V' HEILOARVERÐMÆTl KR. 827.000.00 OkZGiÚ 8. OES6MSE8 im UmTSlNGA* ISIMA ITHO m<»hk n oonx nuk» wstmw. .1 • • DREGIÐ EFTIR 2 DAGA DRÆTTI EKKI FRESTAÐ VINSAMLEGAST GERIÐ SKIL. SKRIFSTOFAN, LAUFÁSVEGI 47. ER OPIN TIL KL. 10 í KVÖLD. SÍM117100. ANDVIRDI MIDA SÓTT HEIM, EF ÓSKAÐ ER. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.