Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Þeir hafa skipulagt varúðarráðstafanir, t.f.v. Gunnar Ólafsson frá eldvarnaeftirlitinu, Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri, Stefán Jóhannsson varðstjóri, Tryggvi Þorsteinsson læknir, Pétur Hannesson, forstöðumaður hreinsunardeildar Re.vkjavíkur, Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðs- stjóri og Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. V arúðarráðstafan- ir vegna hátíðanna EINS og fram hefur komið Morgunhlaðinu efndi slökkvi- liðsstjóri til blaðamannafundar hér á dögunum til að vekja menn til umhugsunar um þá slysa- og eldhættu, er einatt fylgir jólum og áramótum. A fundinum var einnig fjallað um viðbúnað af hálfu slökkvi- liðs, lögreglu og eldvarnaeftir- lits til að koma í veg fyrir slík óhöpp vfir hátfðirnar, og var þar m.a. rætt um jólatrés- skemmtanir, sölu á skoteldum og slysahættu af þeirra völdum. Jólatrésskemmtanir Eins og undanfarin ár mun slökkviliðið annast brunavakt á opinberum jófatrés- skemmtunum í samkomuhús- um. Þeir, sem standa fyrir þessum skemmtunum verða að sækja um leyfi til slökkviliðsins og fá leiðbeiningar um öryggis- búnað, svo sem útgönguleiðir og slökkvitæki. Sagði Gunnar Sigurðsson varaslökkviiiðs- stjóri, að slökkviliðið legði sér- staka áherzlu á að vara þá aðila, sem að jólatrésskemmtunum standa, við skrauti úr eldfimum efnum svo sem pappír og plasti og því að vera ekki með opinn eld eins og kertaljós. Slökkvi- liðið beinir og þeim tilmælum til foreldra barnanna, að þeir stilli sig um tóbaksreykingar á þessum skemmtunum. Sala á skoteldum Sala á skoteldum er aðeins leyfð á timabilinu frá 27. des- ember til 6. janúar og þarf í því sambandi að sækja um sérstakt leyfi til eldvarnaeftirlitsins. Leyfið er bundið ákveðnum skilyrðum varðandi gerð, geymslu og afgreiðslu skoteld- anna. Algjört bann er víð sölu svonefndra kínverja eins og verið hefur undanfarin ár, enda eru þeir stórhættulegir eins og reynslan hefur sýnt. Frestur til að sækja um leyfi á sölu skotelda rennur út hinn 15. desember. Slys yfir hátíðirnar Tryggvi Þorsteinsson læknir á slysadeild Borgarspítalans gerði grein fyrir viðbúnaði vegna hugsanlegra slysa yfir hátíðirnar. Sagði Tryggvi, að reynslan hefði sýnt, að flest slys hlytust af skoteldum og sprengjum. Einnig væru nokk- ur brögð á því að húsmæður brenndust illa i viðskiptunum við jólasteikina á aðfangadags- kvöld, og heyrarskemmdir af völdum sprenginga væru ekki óalgengar. Slysum yfir hátíðirnar hefur farið fjölgandi hin síðari ár, þótt minna sé um alvarleg slys. Slysadeildir spítalanna munu búa sig undir hugsanleg slys á svipaðan hátt og undanfarin ár. — Dönsku kosningarnar Framhald af bls. 1 gjarnri stjórnarandstöðu gagn- vart hugsanlegri minnihluta- stjórn borgaraflokkanna. Þar beinist athyglin sérstaklega að formanni Venstre. Poul Hart- ling. sem væntanlegum forsætis- ráðherra. Leiðtogi hins nýja Mið- demókrataflokks og fvrrverandi þingntaður jafnaðarmanna, Er- hard Jakobsen, segir, að Hartling sé „lykilmaðurinn", sem sé vel hæfur til að fá fleiri til að taka þátt í nauðsynlegri og sk.vnsam- legri stjórnmálamótun. Hann er þeirrar skoðunar, að meira að segja jafnaðaremnn hljóti að finna til ábyrgðar vegna mikilla efnahagsvandræða Danmerkur og muni sýnaslíkri minnihlutastjórn sanngirni. Poul Hartling telur sjálfur. að hann geti ekkert tjáð sig um mál- ið, fyrr en þingflokkur Venstre hefur komið saman til fundar klukkan 14 á morgun. fimmtudag. Hann kveðst einnig trúaður á, að jafnaðarmenn muni sýna ótví- ræða sanngirni í viðskiptum við slfka stjórn. Þegar hann var um- búðalaust inntur eftir þessu, sagði hann, að forsenda fyrir þvl að fara í for.vstu fyrir stjórnar- myndun hlyti að vera, að fyrir- frani væri mótuð ákveðin pólitísk stefna, sem meirihlutinn fengist til að styðja. Vangavelturnar beinast að því líka. að Venstre muni einir mynda stjörn. en það mun re.vnast 22 þingfulltrúum erfitt verk að útvega fólk í allar ráðherrastöð- urnar, ef jafnframt á að vera starfhæfur þingflokkur. Því er sá möguleiki talinn sennilegur, að Venstre og Radikale venstre verði saman um stjórnarmyndun. Formaður thaldsflokksins, Erik Ninn Hansen, er þeirrar skoðun- ar, að sigurvegarar kosninganna, Framfaraflokkurinn, svo og Mið- demókratar, Kristilegi þjóðar- flokkurinn og Réttarsambandið eiga að mynda ríkisstjórn. Ur þvi verður þó tæplega, þar sem Miö- demókratar vilja ekki fara í ríkis- stjórn með Framfaraflokknum, og KF og Réttarsambandið hafa lýst því yfir. að þeir muni ekki taka sæti í rikisstjórn. Mogens Glistrup, formaður Framfara- flokksins, hefur'einn stjórnmála- foringja lýst sig fúsan til að rnynda ríkisstjórn upp á eigin spýtur. En efamál er. hvort nokk- ■'ur stuðningur fæst við þá stjórn. — Olíukreppan Framhald af bls. 2. Danmörku væri mánaðarskammt- urinn enn 57 lestir, 14 í Englandi 45 í Þýzkalandi. Þegar svona væri koniið. gæti hver hver maður séð, að ekki væri hægt að sigla langt, nenia gripið væri til annarra ráða. Skip S.I.S. hefðu notað 10 þús. lestir af olíu s.l. ár, og því væri nú tekin ein.s íiiikíi oiia og hægt væri í íslenzkunt höfnum, enda sp.vrðu menn nú ekki, hvað olían kostaði, heldur hvort hægt væri að fá hana. „Guð má vita.“ sagði Hjörtur," hvar við stöndum eftir jól. Það’ berast sífellt fréttir um skip, sem ekki fá afgreidda olíu í höfnum erlendis. En eitt er víst. að núver- andi ástand er það alvarlegasta síðan heimsstyrjöldinni lauk.“ Öttarr Möller forstjóri Eim- skipafélagsins sagði, að skip Eimskipafélagsins fengju sama magn af olíu og þau hefðu tekið að meðaltali í erlendumhöfnum. En olíukostnaðurinn væri nú orðinn gífurlegur. I október á s.l. ári hefði hvert tonn kostað 27 dollara í Hamborg, en nú kostaði það 112 dollara. Sagði Óttarr, að skipin fengju enn olíu, en ekki væri vitað hvað það yrði lengi. Þá sagði hann, að leiga á erlendum skipum hefði hækkað um 100% á síðustu vik- um. Akvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu FELAGIÐ Valfrelsi hefur skrifað forsætisráðherra bréf, þar sem þess er óskað, að hann flytji eða láti flvtja frumvarp til laga um breytingar á 25. grein stjórnarskrárinnar. Verði þar bætt inn i ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sam- kvæmt hinni nýju lagagrein verði skylt að fram fari þjóðar- atkvæðagreiðsla á næsta al mennum kjördegi undirriti einn hundraðasti hluti kjós- enda áskorun um það, en til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram á öðrum degi en al- mennum kjördegi verður einn tíundi hluti kjósenda að rita undir áskorunina. Urslit verða bindandi, ef 60 af hundraði kjósenda eru málinu fylgjandi, en ráðgefandi, ef 40 af hundr- aði kjósenda eru því hlynntir. Guðmundur H. Garðars- son formaður Samtaka um vestræna samvinnu SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) héldu aðalfund sinn 1 lok síðasta mánaðar. Þar voru fráfar- andi formanni þökkuð störf í þágu samtakanna. Ný stjórn var kosin á fundinum, sem nú hefur skipt með sér verkum. Stjórnin er þannig skipuð: For- maður er Guðmundur H. Garðars- son, sem kosinn var sérstaklega á aðalfundi, varaformaður Björg- vin Vilmundarson, ritari Styrmir Gunnarsson, gjaldkeri Heimir Hannesson, en meðstjórnendur þeir Ásgeir Jóhannesson, Björn Bjarnason, Jón Abraham Ólafs- son, Kristján G. Gislason, Leifur Sveinsson og Tómas Karlsson. Framkvæmdastjóri er Magnús Þórðarson. Á aðalfundinum voru gerðar tvær ályktanir. Hin fyrri er svo- Guðmundur H. Garðarsson. Sinfónían í Hlégarði TÓNLISTARFÉLAG Mosfells- sveitar efnir til hausttónleika í Hlégarði fimmtudaginn 6. desem- ber, kl. 21. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur á tónleikunum og mun hún leika verk eftir Mozart, Brahms, Hándel, Kaldalóns og fleiri. Stjórnandi hljómsveitar- innarverður Páll P. Pálsson. Tónlistarfélagið hefur ávallt stefnt að því að efna til tónleika vor og haust. hljóðandi: „Aðalfundur SVS, haldinn 28. nóvember 1973, minn- ir á nauðsyn þess, að lýðræðis- sinnuð öfl á íslandi standi traust- an vörð um öryggis- og sjálf- stæðismál þjóðarinnar, og að þeir stjórnmálaflokkar, sem aðhyllast lýðræðislega stjórnarhætti, efli samstarf sín á milli í þessum efn- um.“ 1 hinni síðari er fjallað um land- helgismálið og NATO-rikin og segir þar m.a., að aðalfundurinn fagni því, að bráðabirgðasam- komulag hafi tekizt f landhelgis- deilunni við Breta. Lítur aðal- fundur SVS svo á, að þáttur ríkis- stjórna aðildarríkja NATO og framkvæmdastjóra þess hafi ver- ið mjög mikilvægur í þeirri lausn. — Maður drukknaði Framhald af bls. 36 Ijós, að Hafrún var ekki enn kom- in inn í höfn. Hófst leit þegar í stað og tveir menn sem voru að koma frá höfninni heyrðu kallað hjálp, þegar þeir voru stutt fyrir utan frystihús Síldarvinnslunnar. Var annar þeirra með sterkan ljóskastara og fóru þeir með kast- arann niður í fjöru og fóru að lýsa út í myrkrið. Sáu þeir þá, hvar maðurinn hékk á lóðabelgnum stutt frá landi. Hafði hann borizt með vindinum inn fjörðinn í átt að landi. Mönnum tókst þarna að ná manninum upp í fjöruna, og var hann þá aðframkominn af þreytu og vosbúð, eins og fyrr segir, og mátti ekki tæpara standa. Hafrún var 10 lestir að stærð, smíðuð út furu og eik árið 1962. Morgunblaðið sneri sér síðan til Hannesar Hafstein, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélagsins og spurði hann um þátt Tilkynninga skyldunnar i þeim viðbúnaði, sem hafður var fyrir austan, þeg- ar óveðrið skall á. Hannes sagði, að það hefði verið um hádegi 1 gær, að skyndilega skall á ofsa- veður þar eystra og samkvæmt upplýsingum Tilkynningarskyldu fsl. fiskiskipa hjá SVFI hafði fjöldi minni fiskiskipa farið 1 róð- ur frá verstöðum á Austfjörðum fyrr um morguninn. Þegar veðrið skall á, hóf Nes- radíó að kalla bátana upp og spyrj ast fyrir um ferðir þeirra og Til- kynningaskyldan hafði samband við Fylki NK-102, sem er 92 tonna bátur, og bað hann að koma þeim skilaboðum til stærri togara og fiskiskipa á þessum slóðum og fylgjast með ferðum minni bát- anna, ef þeir þyrftu á aðstoð að halda. Fylkir fór síðan til aðstoðar Dofra NK-100 og fylgdi honum síðan inn til Neskaupstaðar. Tog- skipið Barði fór til aðstoðar Haf- rúnu NK-48 og lagði af stað ásamt henni áleiðis til Norðfjarð- ar. Ofsaveður var á þessum slóð- um um þetta leyti og sóttist ferðin seint. Klukkan 16.40 tilkynnti Nesradíó Tilkynningaskyldunni að Hafrún og Barði væru komin inn á Norðfjarðarflóann og kl. 17 fékk Tilkynningaskyldan skeyti um, að skipin væru komin til Neskaupsstaðar. I. sama mund varð hið sviplega slys, er grejnt er frá hér að ofan. Togskip- in Hinrik KÓ-7 og Arinbjörn RE-54 ásamt Sæþór SU-175, sem er 11 tonna bátur, höfðu sam- flot til Eskifjarðar, og samkvæmt beiðni Tilkynningaskyldunnar var Hvanney, sem var á leið frá Hornafirði til Seyðisfjarðar feng- in til að fylgja Blíðfara frá Seyðis- firði og Þóri Dan NS-10 til Seyðisfjarðar og sóttist ferðin þangað slysalaust. Bátarnir frá verstöðvunum á Suðurfjörðunum áttu hins vegar léttara með að ná til hafnar og sagði Hannes Haf- stein, að ekki væri vitað um nein önnur slys eða óhöpp á þessum slóðum. Hannes sagði, að starfs- menn Tilkynningaskyldunnar vildu sérstaklega þakka starfs- mönnum á Nesradíói fyrir fram- lag þeirra f gær — en þeir voru 1 stöðugu sambandi við bátana, meðan þeir voru á heimsigling- unni. Eins bæri að þakkka skip- stjórnarmönnunum á stærri bát- unum fyrir það, hversu þeir fylgdust vel með minni bátunum. — Ekkert gert Framhald af bls. 3. þeim eru samfara. Afturkippur 1 útgerð og stöðvun hennar myndi með öllu kippa grundvellinum undan ríkjandi vesæld þjóðarinn- ar og góðri afkomu hennar um ófyrirsjáanlega tima. Þar sem augljóst er, að útgerð verður ekki stunduð á næsta ári, nema nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til að tryggja öruggan rekstrargrundvöll hennar, og þar sem enn er með öllu óljóst, hvaða ákvarðanir verða teknar, telur undurinn, að heildarsamtökin undir forystu sambandstjórnar- innar verði að hafa vakandi auga með framvindu mála, og sé þvf ekki fært að slíta fundinum, fyrr en úrlausn hefur fengizt, og sam- þykkir þvi að fresta honum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.