Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Virkjun og stóriðja á Norðurlandi: Forsendur aldrei betri en nú LARUS J0NSSON (S) mælti fvrir tillögu til þingsál.vktunar, sem hann flytur ásamt Halldóri Blöndal um staðarval stóriðju og stórvirkjana á Nurðurlandi, f sameinuðu þingi sl. þriðjudag. Fjal lar tillagan um að kanna hag- kvæmni þess, vegna jákvæðrar þróunar byggðar og aukins örvggis f orkuöflun allra lands- manna, að velja stóriðjufyrirtæki stað á Norðurlandi, jafnframt þvf sem lögð yrði öflug miðlunarlfna norður, virkjuð jarðgufa við Kröflu og stefnt að virkjun við Ðettifoss. Þingmaðurinn sagði, að sú stefna, sem i tillögunni fælist, hefði vertð lengi á dagskrá, en forsendur fyrir framkvæmd hennar aldrei svo góðar sem nú. Nú lægju- fyrir upplýsingar um það frá Orkustofnun, að 55 mega- vatta gufuaflstöðvar við Náma- fjall eða Kröflu mvndu framleiða raforku á sambærilegu verði og beztu vatnsaflsvirkjanir i landinu. Þá væri um það rætt í sfvaxandi mæli meðal stjórn- valda. að semja við erlenda aðila Framhaldssaga úr Húnaþingi? í tilefni greinar Benedikts Blöndal, hrl. í Morgunblaðinu laugardaginn 1. desembers.l. með yfirskriftinni ..Saga úr Ilúna- þingi" langar mig að spyrja lög- manninn, hvort hann hafi kynnt sér allar hliðar þess máls, sem greinin fjallar um, en það mun háttur góðra lögmanna. Ennfrent- ur hvort hann telur sig gera skjól- stæðingum sínum og íbúum Fr. Torfustaðahrepps greiða með þvf að hefja opinberlega umræður um þetta mál. skyldleika manna og gang málsins. sem gæti leitt til þess, að allar hliðar á málinu yrðu ræddar opinberlega. P.t. Reykjavík, 3. desember 1973, Ragnar Benediktsson, oddviti Fr. — Torfustaða- hrepps. Bifreiðasala Notaðirbílarfilsölu Hunter De luxe station '69, '71 Hunter De luxe '71 Hunter Super '71 Hunter '67, '70 Sunbeam Arrow '70 Sunbeam 1500 '72 Sunbeam 1250 '70 Sunbeam Alpine '69, '71 Hillman Minx '67 Matador 2ja dyra coupe '73 Ford Custom 500 '67 Chervolet Camaro '70 Plymouth Duster '71 Willýs '62, 64, '67 Commer 2500 sendiferðabíll '66 Cortina 2já dyra '63, '71 Volkswagen 1302 LS '71 Opel Caravan '70 Fíat 125 70 Peugeot station '71 Saab 99 71 Citroen !D 19 '67 Pontiac Le Mane '71 Wagoneer Stadard '71 Allt á sama stað EGILL. VILHJALMSSON HF Laugavegi 118-Sími 15700 um að reisa orkufrek stóriðju- fyrirtæki í landinu, en þau væru nauðsynlég forsenda fyrir því að virkja raforku, svo nokkru næmi. Þá sagði Lárus Jónsson: „Þyngsta áherzlu vil ég leggja á, að framkvæmd þeirrar stefnu í orkumálum, sem þessi tillaga hefur í för með sér, myndi ger- breyta til batnaðar öryggi í orku- öflun allra landsmanna. I fyrsta lagi yrði horfið frá þvf að velja öllum stórvirkjunum í landinu stað í næstá nágrenni frægasta og virkasta eldfjalls á íslandi. í öðru lagi færi verulég orkuframleiðsla fram á gjörólíkum sv'æðum með tilliti til veðurfars, þannig að minni hætta yrði á, að rennslis- truflanir vegna ísmyndunar drægju óhæfilega úr heildarorku- vinnslunni. I þriðja lagi væri far- ið inn á þá braut að virkja nýjan aflgjafa, þ.e.a.s. jarðgufu, sem er algerlega óháð veðurfarsbrejting- um og veitir dýrmæta re.vnslu á nýtingu stórfelldrar orku, sem er svo til ónytjuð. I fjórðalagi kæmu til strax margir fleiri kostir miðlunar milli orkuveitukerfa, sem óþarft er upp að telja. Ilér yrði m.ö.o. um að ræða algerlega ný viðhorf í orkumálum allra landsmanna, og eðlilegt skref i þá átt að framkvæma hlið- stæða stefnu á Norðurlandi vestra og á Austfjörðum; og stefna þannig að auknu öryggi og hag- Lárus Jónsson. alþm. kvæmni i orkubúskap allrar þjóðarinnar.'1 Þá fjallaði Lárus í nokkrum orðum um hagkvæmni í virkjun gufuafls. Vitnaði hann m.a. f skýrslu Orkustofnunar, þar sem fram kemur, að kilóvattstundin myndi kosta aðeins 39 aura, og væri það mun hagstæðara en bezt gerðist hjá vatnsaflsstöðvum. T.d. væri talið, að kwst. frá Sigöldu- virkjun mundi kosta milli 70 og 80 aura. Nýjustu rannsóknir á virkjun við Dettifoss sagði þingmaðurinn að bentu til þess, að virkjun þar væri hagstæðari en áður hefði verið gert ráð fyrir. Rannsóknir á virkjun þar væru og lengst komnar af öllum rannsóknum stórvirkjana utan Þjórsár- svæðisins. Af þeim ástæðum, auk annarra. væri eðlilegt að stefna að þvf, að virkjað yrði við Detti- foss í framhaldi af Kröfluvirkjun. Þá fjallaði þingmaðurinn nokkuð um orkumál á Norður- landi í dag, sem hann sagði, að væru f algjöru öngþveiti. „Ástandið er þannig nú í orku- málum Norðlendinga eftir að ný virkjun í Laxá, 6,5 MW, var tekin i notkun á sl. hausti, að enn þarf að nota dieselstöðvar daglega til orkuvinnslu. A yfirstandandi ári er búizt við að orkuframleiðsla með dieselafli þurfi að vera 17,7 gfgawattstundir í samanburði við 8,7 gigavattsundir á sl. ári. Búizt er við, að enn þurfi að auka veru- lega oliunotkun til raforku- framleiðslu á Norðurlandi á næsta ári, og er þá ekki miðað við að hleypa neinu rafmagni á háspennulínu frá Norðurlandi eystra í kjördæmi forsætisráð- herra, sem verður þá fullbúin, og kostað hefur nokkra milljóna- tugi. Af þessum sökum hefur Laxárvirkjunarstjórn það mjögtil athugunar að banna frekari sölu til húsahitunar með rafmagni, á sama tíma sem Landsvirkjun auglýsir sérstaka og hagstæða taxta til rafhitunar nýbygginga utan hitaveitusvæða. Þegar það er skoðað. að það kostar Laxárvirkjun með núgiidandi verði á olíu 2 kr einungis í oliu- kaupum að frameliða eina kwst af raforku, sem hún selur á rúmlega eina krónu, þá verður ekki annað séð en að það sé ne.vðarúrræði til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti að banna frekari sölu á raforku til húsahitunar, ef ekki koma til sérstakar aðgerðir stjórnvalda. Það sést þó hvílík neyðarráðstöfun slikt bann er í raun og veru, þegar haft er i huga, að hér er um eina kostinn að ræða til þess að afla innlends orkugjafa til húshitunar á Akure.sri og þar eru 63% af orku- sölu rafvéitunnar nú þegar seld til húshitunar." Loks fjallaði Lárus um þau áhrif, sem staðarval stóriðjufyrir- tækis þar nyðra hefði á mann- fjöldaþróun á Norðurlandi, og vitnaði i niðurstöður atvinnu- málanefndar byggðarlagsins. Þar kæmi i ljós, að staðsetning slíks fyrirtækis á Norðurlandi gæti haft í för með sér búsetuval um 3000 manns á Norðurlandi, en ef því yrði hins vegar valinn staður á Suðvesturlandi myndi það hafa i för með sér brottflutning allt að 1000 manna að norðan. Væri þvi augljóst, að mikið væri í húfi að vel tækist til um framkvæmd þessa máls, enda væri á Norðurlandi ennþá meiri þörf fyrir öran vöxt iðnaðar en í öðrum landshlutum, ef takast ætti að ná því marki, að mannfjöldaþróunin yrði þar sem næst sambæriieg við meðaltalsfjölgun þjóðarinnar. Slíkt væri forsenda ýmissa félags- legra framfara í fjórðungnum. FELA GSSTARF Sjálfstœðisflokksins Kellviklngar - Suðurnesjamenn Heimir F.U.S. í Keflavík heldur almennan fund, fimmtudaginn 6 des. kl 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Fundarefm 1 . Ufanríkismál Ræðumaður Páll Axelsson. 2 Bæjarmál Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu sitja fundinn. Ungt sjálf- stæðisfólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Stjórnin. Sjáifstæðisfðlk I Grundarflröl Alþingismennirnir Petur Sigurðsson og Sverrir Hermannsson, ræða um stjórnmálaviðhorfið í samkomuhúsinu, Grundarfirði kl 4. Fundurinn verður öllum opinn. Fólk er hvatt til að mæta. Sjálfstæðisfélag Eyrarsveitar. Starfshúpur um hugmyndafræðl Sjálfstæðisflokksins og stefnumðrkun í efnahagsmálum Föstudaginn 7. desember n.k. kl. 20:30 verður fyrsti fundur starfshópsins haldinn í Galtafelli v/Laufásveg. Stjórnandi verður: Dr. Þráinn Eggertsson. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku i starfi hópsins eru vinsamlega beðnirað setja sig i samband skrifstofu S.U.S. sími 17100. S.U.S. REYKJANESXJÖRDÆMI Viðtalstímar þingmanna Sjáltstæðisflokksins Vatnsleysuströnd Fimmtudaginn 6. desem- ber kl. 20 — 21.30, verður Ólafur G Einarsson til viðtals í Valfelli, Vogum. Grlndavfk FÉLAGSMÁLANÁMSKEIÐ Grlndavlk verður haldið i Félagsheimilinu Festi laugar- dagmn 8. des. og sunnudaginn 9. des. Námskeiðið hefst kl. 10 laugardaginn 8. des. Leiðbeinandi verður Guðni Jónsson. Fjallað verður um undirbúning, gerð og flutning ræðu, fundarstjórn, fundarreglur og fundar- form. Öllum heimil þátttaka. Þátttaka til- kynnist Sigurpáli Einarssyni, sími 8148. S.U.S. HAFNFIRÐINGAR sem hafa fengið senda miða i Happdrætti Sjálfstæðisflokksins vinsamlegast geri skil i skrifstofu Árna Grétars Finnssonar, Strandgötu 25. Sjálfstæðisfélögin i Hafnarfirði. DALASYSLA Arshátið Sjálfstæðisfélaganna i Dalasýslu verður haldinn að Tjarn- arlundi, Saurbæ, föstudaginn 7. desember og hefst með veiting- um og kaffidrykkju kl. 20:30. 1. Ávörp flytja Friðjón Þórðarson, alþingismaður og Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri. 2. Skemmtiatriði. 3. Dans Allt Sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnirnar. Kúpavogur Kðpavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda i Kópavogi heldur jólafund 6. desember kl. 20.30. i Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut 6. Dagskrá: 1. Séra Árni Pálsson flytur jólahugvekju. 2. Sýnikennsla i jólaskreytingum, sem hinn vinsæli skreytinga- meistari Ringelberg annast. Félagskonur mætið vel og stundvislega. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.