Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DKSKMBKR 1973 5 Sérstæð bensínkaup Edina, Minnesota 4. des. AP. BENSÍNSKORTURINN segir víða til sin. Fyrir þvi fann Thomas nokkur Barrett, sem býr í Uthverfi Edina í Minnesota, í morgun. Þegar hann kom að bif- reið sinni hafði bréfi verið stungið undir aðra þurrkuna. Þar stóð: ..Þurfti svo sárlega á bensini að halda, að ég tók úr þínum bil. En ég er ekki þjöfur." Hjá var stungið 5 dollara seðli og auk þess hafði aðilinn verið svo hugulsam- ur að skilja nægilega mikið bensín eftir á bíl Thomasar, að hann komst klakklaust á næstu bensínstöð. Hvetur til afgreiðslu- banns á vörur frá Chile Vaneouver, 3. des. AP. HORTENSIU ALLENDE, ekkju Salvadors Allende, fyrr- verandi forseta Chile, var mjög fagnað, þegar hún hélt ræðu yfir hafnarverkamönnum í Vancouver i Brezku Columbiu og hvatti þá til þess að neita að afgreiða vörur frá Chile. Ekkjan er á ferð um Norður-Ameríku, þar sem hún heldur fyrirlestra, skýrir frá stefnu eiginmanns síns, her- foringjabyltingunni i Chile og leitar liðsinnis kanadískra ráða- manna við chileanska vinstri- sinna. Ellen Júlíusdóttir félagsráðgjafi: Um frumvarp til laga um fóstureyðingu Nú standa yfir umræður á Al- þingi um frumvarp til nýrra laga um fóstureyðingu. Spurningin um fóstureyðingu á sér margar hliðar — félagslegar, læknisfræðilegar, sálfræðilegar, trúarlegar og fjárhagslegar. Frumvarpið hefur sérstaklega vakið áhuga karlmanna (!) og þeir látið óspart til sín taka I fjölmiðlum að undanförnu. Einna mest hefur borið á trúarlegum skoðunum og 'nafa þær jafnan viljað sveigja um of til hins óraunverulega. í umræðunum er staða konunn- ar aðalatriðið, og hún ákvörðuð með þokukenndum „rökum" (til þess einnig að auka sektarkennd hennar) um, hvenær fóstur öðlast manngildi í lfffræðilegum — lög- fræðilegum — og siðfræðilegum skilningi. Sjálfa þungamiðju efnisins — rétt barnsins til mannsæmandi uppvaxtar — leggja fáir áherzlu á. Meðal barnalækna og sálfræð- inga er það viðurkennd stað- reynd, að barn, sem fæðist óvel- komið, er í aukinni hættu að verða fyrir skaðlegum áhrifum allt frá upphafi fósturstigsins. Barn, sem af þeim, er bera ábyrgð á uppeldi þess, fæðist óvelkomið — verður fjarnan á lífsleiðinni fyrir sálrænum veikindum, enda rökrétt afleiðing neikvæðs fjöl- skyldulífs. Mörg þeirra munu sennilega leysa vandamál sín með árásargirni — að einhverju Ieyti í sjálfseyðileggingu — og/eða með heift gegn þjóðfélaginu og stofn- unum þess. Ef öll börn, sem fæðast, væru raunverulega velkomin myndi þá ekki þörfin fyrir barnageðdeildir, geðsjúkrahús, stofnanir fyrir drykkjusjúklinga, venjuleg sjúkrahús og fangelsi fara ört minnkandi? Ofbeldi og árekstrar af öllu tagi innan fjölskyldunnar og í þjóðfélaginu myndu einnig fara ört minnkandi. Hafa geðlæknar, sálfræðingar eða prestar athugað málið frá þessari hlið? Þessar staðreyndir ættu að vekja hvern þjóðfélagsþegn — kristinn eða ekki kristinn — til umhugsunar um það, sem raun- verulega skiptir máli. Þær umræður, sem hingað til hafa átt sér stað i fjölmiðlum, hefur skort alla virðingu fyrir gildi mannlífsins vegna þess að umræðurnar hafa ekki snúizt um aðalatriðið — barnið, sem ekki er öskað eftir. Sá, sem veit bezt, hvar skórinn kreppir, er konan, sem sækir um fóstureyðingu — ekki læknirinn — ekki presturinn — og alls ekki stjórnmálamaðurinn — sem þö hefir vald til þess að neita henni um fóstureyðingu. Þetta vandamál verður ekki leyst af siðferðislega hneyksluð- um konum og körlum, sem vilja gera móðurina að syndasel. 21/11 '73. EJ. BorgfirÓingar Spilakvðld og dans Spilakvöldið sem vera átti 6 des á Hótel Esju, verður i Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 8 des ki 20 30 Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.