Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6, DESEMBER 1973 Fyrirspurnartími Þingfréttir í stuttu máli Fvrirspurnir voru á dagskrá i sameinuðu þingi sl. þriðjudag. Fer hér á eftir stutt frásögn af fyrirspurnunum og svörum ráð- herra. Herforingjastjórnin í Chile Svavá Jakobsdóttir (AB) spurði utanríkisráðherra: Hefur ísl- enzka ríkisstjórnin viðurkennt herforingjastjórnina i Chile? Einar Ágústsson sagði, að ekki hefði verið gefin nein yfirlýsing af íslands hálfu um við- urkenningu á núverandi stjórn i Chile. Gerður hefði verið samningur um stjórnmálasam- band við þetta ríki fyrir 10—12 árum, en aldrei hefði verið skipzt á sendimönnum við það. Kennsla í félagsráðgjöf. Ragnhildur Helgadóttir (S) spurði menntamálaráðherra: 1. Er fyrirhugað að taka upp kennslu i félagsráðgjöf við Háskóla íslands? 2. Ef svo er, hvað líður undir- búningi námsbrautar í félagsráð- gjöf við Háskóla íslands? Magnús Torfi Ólafsson sagði. að 9. júlí 1971 hefði fyrirrennari sinn skipað nefnd í málið. Nefndin hefði ekki enn skilað endanlegri álitsgerð, en þó hefði komið fram, að nefndin mælir með, að komið verði á fót slíkri kennslu og væri.þá gert ráð fyrir, að um 31/) árs nám yrði að ræða við sérstaka skor innan náms- brautar 1 almennum þjóðfélags- fræðum við Háskóla Islands. Hugmyndin væri sú, að reyna að hefja þessa kennslu haustið 1974 og hefði menntamálaráðu- neytið gert tillögu um, að fé yrði til þessa varið af fjárlögum næsta árs. Slik fjárveiting væri þó ekki í fjárlagafrumvarpinu, en ráðu- neytið hefði áhuga á því, að fjá- rveitingín færi inn, ef aðrar ástæður leyfðu. Ragnhildur Helgadóttir sagði það vera höfuðviðfangsefni menntamálaráðherra að yfir- vinna þessar „aðrar ástæður", sem ráðherra vitnaði til. Sagðist hún halda, að fjárveitinganefnd hefði ekki tekið upp þessar til- lögur og kvaðst vilja leggja áherzlu á, að það yrði gert. Afar þýðingarmikið væri, að kennsla i þessum fræðum færi fram innan- lands, vegna tengsla greinarinnar viðýmsa þjóðlifsþætti. íbúarbyggingar bænda Helgi Seljan (Ab) spurði landbúnaðai'ráðherra: Hvernig er háttað útborgun íbúðarhúsalána til bænda frá Stofnlánadeild landbúnaðarins, og í hverju eru greiðsluhættir frábrugðnir þvi, sem er hjá Hús- næðismálastofnun rfkisins? Halldór E. Sigurðsson sagði hámarkslánin vera 800 þúsund kr. Væru greíddar út 375 þús., þegar fokhelt væri og 425 þús., þegar húsin hefðu verið fullgerð. Lánin væru til 42 ára, ef um stein- hús væri að ræða, en annars færi eftir mati Byggingarstofnunar landbúnaðarins. Þessi lán væru greidd með jöfnum árlegum afborgunum og væri forgangs- verðréttur þeim til tryggingar. Sömu hámarkslán væru hjá húsnæðismálastofnun. 400 þús. kr. væru greiddar, er húsin yrðu fokheld og 400 þús. 6—8 mánuðum síðar. Þau lán væru til 26 ára, ekkert væri af þeim greitt fyrsta árið, en síðan væru þau greidd með jöfnum árlegum afborgunum. Þar væri aðeins lánað gegn tryggingu með fyrsta veðrétti. Fjárlagaáætlanir Magnús Jónsson (S) spurði f jármálaráðherra: Hvað líður gerð fjárlagaáætlana til nokkurra ára í senn, í samræmi við þings- ályktun, sem vísað var til ríkis- stjómarinnar á síðasta þingi? Ilalldór E. Sigurðsson sagði, að málið hefði verið til athugunar hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun og hefði verið aflað upplýsinga um málið frá nágrannalöndunum. Starfslið stofnunarinnar væri á hinn bóginn svo upptekið af gerð fjárlagafrumvarpa svo og af öðr- um verkefnum, að ekki ynnist tími til að sínna þessu verki sem skyldi. Ef hægt ætti að verða að sinna þessu, þyrfti að fjölga starfsfólki. Lánamál lagmetisiðnaðar Bjarni Guðnason bar fram nokkrar fyrirspurnir varðandi lagmetisiðnaðinn í landinu. I fyrsta lagi spurðist þingmaðurinn fyrir um hvaða fjármagn niður- suðuverksmiðjurnar í landinu hefðu fengið til uppbyggingar og endurbóta á tímabilinu 1972—1973. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra upplýsti, að á umræddu timábili hefði lagmetisiðnaðurinn fengið lán að upphæð rúmlega 32 milljónir króna úr hinum ýmsu sjóðum. Bjarni spurði ennfremur, hvaða fjárfestingarsjóður ætti að veita lán til fyrrnefndra framkvæmda niðursuðuverksmiðjanna. Iðn- aðarráðherra svaraði þvi til, að engar skýrar línur væru fyrir hendi um þetta efni. Mál þessi væru í athugun samhliða öðrum lánamálum iðnaðarins, en það væri stefna iðnaðarráðuneytisins, að lánamál lagmetisiðnaðarins féllu undiriðnlánasjóð. Erlent hráefni Þá bar Bjarni Guðnason fram fyrirspurn til iðnaðarráðherra um erlent hráefni til lagmetis. Fyrir- spurnin var í fjórum liðum: 1. Hver hefur haft forustu um hráefniskaup erlendis frá á þessu ári fyrir Siglósíld, Norður- stjörnuna og K. Jónsson & Co., Akureyri? 2. Hvað hefur verið keypt mikið hráefni erlendis, og hvernig skiptist það á milli ofangreindra verksmiðja? 3. I hvaða gæðaflokki hefur þetta erlenda hráefni verið, og hver hefur eftirlit með inn- flutningi þess, að því er varðar gæði og hollustu? 4. Er trygging fyrir því, að þetta hráefni gefi okkur samkeppnisað- stöðu á þeim hefðbundnu mörkuðum, þar sem Sölu- stofnunin er að leita fyrir sér um sölu á fslenzku lagmeti? Kvaðst þingmaðurinn bera fram þessa fyrirspurn vegna þess skorts á hráefni, sem niðursuðu- verksmiðjurnar hefðu búið við að undanförnu. Þær hefðu af þeim sökum oft orðið að kaupa erlent hráefni, stundum afar iélegt, eða hætta framleiðslu stóran hluta úr ári. Með því að framleiða úr lélegu hráefni, væri mörkuðunum stefnt 1 voða, ef varan stæðist ekki gæðaprufur. Þvi yrði að koma til eitthvert opinbert eftir- lit. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra sagði, að hráefniskaupin erlendis hefðu algjörlega verið í höndum kaupenda, og þvi ekki verið um neitt háð eftirliti. Slíkt væri þó að sínu mati æskilegt. Varðandi fjórða lið fyrir- spurnarinnar sagði ráðherra, að mjög lítið framboð hefði verið á mörkuðum erlendis, og sætu því framleiðendur þar ytra ekki við hærra borð en íslendingar. Þeir fengju samskonar hráefni til að vinna úr, og því raskaðist sam- keppnisaðstaðan á mörkuðunum ekki. Sölustofnun lagmetis Bjarni Guðnason beindi enn- fremur fyrii'spurn til iðnaðarráð- herra í tveimur iiðum um Sölu- stofnun lagmetis. 1. Hver hefur söluárangur Sölu- stofnunar lagmetis orðið á fyrsta starfsári hennar, þ.e. hefur orðið aukning á magni útflutts lagmetis og hafa ný markaðsiönd opnast fyrir atbeina Sölustofnunarinnar, frá því að hún hóf starfsemi sina? 2. Hefur afkoma lagmetis- iðnaðarins batnað við tilkomu Sölustofnunar lagmetis, þ.e. hafa hagkvæmari sölusamningar fengist? Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra sagði, að ef litið væri á starfsemi Sölustofnunarinnar á fyrstu 9 mánuðum þessa árs, yrði ekki annað séð en árangur af starfi hennar hefði verið góður, þótt komið hefði til nokkur sam- dráttur á sumum stærstu mörkuðunum. Nýir markaðir hefðu opnast á Italiu og Spáni. Sala hefði aukizt til Frakklands, Bretlands og Bandarikjanna, og í þessum sömu löndum opnast markaðir fyrir nýjar tegundir vöru. Aðstaða lagmetisiðnaðarins og afkoma hefði batnað mjög eftir tilkomu sölustofnunarinnar, enda nytu niðursuðuverksmiðjurnar nú fyrirgreiðslu hjá stofnuninni um ýmsa hluti, sem áður hefði ekki verið kostur á. Matthfas Bjarnason (S) sagði, að víst væri, að niðursuðu- iðnaðurinn ætti nú i vök að verjast, og væri aðeins tímaspurs- mál, hvenær sumar verk- smiðjurnar hættu framleiðslu og hreinlega lokuðu. Tölur þær, sem iðnaðarráðherra hefði nefnt sem dæmi um góða stöðu iðngreinar- innar, væru á fölskum forsendum byggðar. Menn hefðu i byrjun þessa árs haft á því, að grund- völlur væri fyrir rekstri hefðu því gert bindandi sam- ninga, sem leitt hefðu til þess, eftir að gjaldeyrisviðskipti urðu óhagstæð vegna hækkunar íslenzku krónunnar, að tap varð á framleiðslunni. Bjarni Guðnason lét þá skoðun f Ijós, að litið þýddi að hrúga fjármagni í Sölustofnunina, á meðan undirstaðan, verksmiðj- urnar, væru látnar reka á reiðan- um. Norðurstjarnan Bjarni Guðnason beindi loks fyrirspurn til fjármálaráðherra um það, hvort Norðurstjarnan h/f í Hafnarfirði hefði orðið að ríkis- fyrirtæki, þegar ríkissjóður breytti gömlum skuldum fyrir- tækisins i hlutafé. Halldór E. Sigurðsson sagði, að svo væri ekki. Ríkissjöður ætti nú 30% af hlutafé fyrirtækisins, og Framkvæmdasjóður 43%. Fyrir- tækið yrði þó samt sem áður rekið í formi hlutafélags. Ný þingmál Tannlækningar Pétur Pétursson (A) endurflyt- ur frumvarp, sem hann hefur fl- utt á tveimur síðustu þingum um breytingu á lögum um almanna- tryggingar, þar sem gert er ráð fyrir, að almannatryggingakerfið taki til tannlækninga á fólki und- ir 20 ára aldri. Sameinað þing sl. þriðjudag Steingrimur Hermannsson (F) mælti fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum um undirbúning að næstu stórvirkjun. Jón Ármann Héðinsson (A) mælti fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur um kaup á farþegaskipi, er sigli milli Is- lands, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Hafa Svava Jak- obsdóttir (Ab) og Gils Guðmunds- son (Ab) flutt breytingartillögu um að málið verði leyst með norr ænu samstarfi. Eggert G. Þorsteinsson (A) mæltí fyrir tillögu til þingsálykt- unar um athugun á breytingu á fasteignamatslögum og lögum um sambýli í fjölbýlishúsum. Þá mælti Gils Guðmundsson (Ab) fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur ásamt 7 öðrum þingmönnum um að sjóðurinn „Gjöf Jóns Sigurðssonar" verði efldur, svo hann fái starfað skv. tilagngi sínum. Frá öðrum málum í sameinuðu þingi sl. þriðjudag verður skýrt sérstaklega í Morgunblaðinu. Neðri deild í gær Björn Jónsson félagsmálaráð- herra mælti við fyrstu umræðu fyrir frumvarpi, sem afgreitt hef- ur verið í efri deild og fjallar um byggingar á vegum Viðlagasjóðs. Er hér um frumvarp til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum að ræða. Sami ráðherra mælti við fyrstu umræðu fyrir frumvarpi um starfskjör launþega o.fl. Frum- A FUNDI efri deildar í gær- var til fyrstu umræðu frumvarp, sem Jón Arnason (S) flytur um breyt- ingu á iögum um námslán og námsstyrki. Við umræðuna spurði Auður Auðuns (S) menntamálaráðherra, hvenær vænta mætti, að ríkisstjórnin legði fram frumvarp til nýrra laga um námslán og námsstyrki, og kom fram 1 svari ráðherra, að það mundi verða alveg á næstunni. Jón Árnason sagði frumvarp sitt vera flutt einkum með það i huga, að nemendur Fiskiðnskóla íslands öðluðust rétt til námslána úr lánasjöði íslenzkra náms- manna. Auður Auðuns kvað það hafa heyrzt, að nýtt framvarp um varp þetta hefur einnig verið af- greitt frá efri deild. Þá var frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum af- greitt við 2. umræðu til 3. um- ræðu. Sömu meðferð hlutu frumvörp um framlengingu á gildistima nú- gildandi laga um veiðar í land- helgi og frumvarp um breytingu á lögum um verðlagsráð sjávarút- vegsins. Heimir Hannesson (F) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur um umhverfis- mál. Loks mælti Stefán Gunnlaugs- son (A) fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt 5 öðrum þing- mönnum, um breytingu á skipu- lagslögum. Kom fram, að frum- varpið er flutt að ósk Sambands islenzkra sveitarfélaga. Efri deild í gær Halldór E. Sigurðsson f jármála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um lántökuheimild vegna fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlunar 1973 og um sérstaka 7 milljón dollara lántökuheimild vegna hafnarframkvæmda við Suður- ströndina. Er hluti af frumvarp- inu til staðfestingar á bráðabirgð- arlögum. Við umræðuna tók Magnús Jónsson (S) einnig til máls. Frumvarp til hjúkrunarlaga var til 2. umræðu og hafði heilbrigð- is- og tryggingarnefnd gert tillög- ur um tvær breytingar á frum- varpinu, sem báðar voru sam- þykktar. Frumvarp um breytingu á lög- um um Veðdeild Landsbanka Is- lands var afgreitt við 2. umræðu. námslán og námsstyrki væri í smíðum. Spurði hún ráðherra, hvort þetta frumvarp yrði lagt fram á næstunni. Magnús Torfi Ölafsson mennta- málaráðherra sagði, að nefnd hefði starfað í sumar að endur- skoðun laganna, og hefði hún starfað í samráði við þá náms- mannahópa, sem styrkja njóta skv. lögunum. Uppkast nefndar- innar að frumvarpi Iægi nú fyrir og hefði verið sent til náms- mannahópanna. Sagði ráðherr- ann, að sér væri óhætt að full- yrða, að stærstu hóparnir væru samþykkir meginstefnu upp- kastsins. Yrði frumvarpið lagt fram á næstu dögum. Að umræðu lokinni var frum- varpi Jóns Arnasonar visað til 2. umræðu og félagsmálanefndar. Skattafrumvarp S j álfstæðisflokksins: Samanburður við gildandi lög EINS og fram kom hér f blaðinu f gær hafa sjálfstæðismenn lagt tillögur sínar í skattamálum fram á Alþingi. Hér fer á eftir tafla um áætlaðan mismun tekjuskattgreiðslna skv. gildandi lögum og frumvarpinu, miðað við tekjur ársins 1973, þ.e. álagningu 1974. Upphæðir eru taldar f þúsundum króna. Brúttótekjur H.jón án barna Hjón m. 1 barn Hjón m. 2 börn Hjón m. 3 börn Hjón m 4 börn 0-400 0 0 0 0 0 401—450 3 0 0 0 0 451—500 17 0 0 0 0 501—550 29 6 0 0 0 551—600 42 16 11 2 0 601—650 52 32 23 11 0 651—700 59 45 35 20 7 701—750 70 58 54 36 18 751—800 78 66 63 49 30 801—900 91 85 82 73 59 901—1000 103 102 101 94 81 1001—1500 177 170 174 173 175 1500 og yfir 213 222 225 238 220 Tölurnar í töflunni ber að lesa á þann veg t. d„ að hjón með 2 börn, sem eru á tekjubilinu 701—750 þús. (tekjuárið 1973), mundu greiða 54 þús. kr. minna skv. frumvarpinu en gildandi lögum. Þeir, sem eru það tekjulágir, að þeir njóta hvorki hækkunar persónufrá- dráttar né vikkunar skattþrepa og lægri prósentna, hagnast hins vegar ekki á breytingunni. Frumvarp um náms- lán væntanlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.