Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 36
H* Ham R H A F I O IVI EO Á 10 Daga Fresti Fra Hamborg og Antwerpen HAFSKIP H.F. Finnskur kristall frá híis(;a(;navkk/i,un < KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. l aiuiaviidi Kt Kcykjiivik simi 25870 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Maður drukknaði á Norðfirði — annar bjargaðist nauðulega EINN maður drukknaði, þegar vélbátnum Hafrúnu NK-46 hvolfdi á miðjum Norðfirði síðari hluta dags í gær. Annar maður var á bátnum og bjargaðist hann upp í fjöru á lóðabelg og bauju, og var hann þá að- framkominn af vosbúð og þreytu. Aftakaveður og blindbiiur var er þetta gerðizt. Margir litlir línubátar frá Nes- kaupstað voru á sjó í gærdag, og var bezta veður þegar bátarnir héldu í róður. Bátarnir lögðu flestir línuna um 4 sjómílur út af Norðfjarðarhorni og voru þeír að draga línuna, þegar veðrið skall á um kl. 10 í gærmorgun. Skipverj- ar á öllum bátunum skáru strax á linuna, og hófu siglingu til Nes- kaupsstaðar. Jafnhliða þessu hafði Tilkynningaskyldan sam- band við togara á þessum slóðum i gegnum Nesradío og bað þá um að fyigjast með bátunum til hafnar. 15% hækkun á húsaleigu og skipagjöldum A FUNDI verðlagsnefndar í gær- morgun var samþykkt að heimila hækkun á flutningsgjöldum skipafélaganna erlendis frá og jafnframt var heimiluð hækkun á húsaleigu íbúðar- og verzlunar- húsnæðis til samræmis við hækk- un vísitölu byggingarkostnaðar. Hækkunin á flutningsgjöldum nemur um 15% og í nefndinni var samþykkt að taka óskir skipafé- laganna um meiri hækkun til frekari athugunar. Varðandi heimild til hækkunar á húsaleigu er þess að geta, að í febrúar sl. var samþykkt hækkun á húsaleigu íbúðarhúsnæðis í samræmi við hækkun vísitölu byggingarkostn- aðar úr 119 stigum og í 149 stig, en þet! a samsvarar 25% hækkun. Núna var samþyKkt að heimila hækkun á húsaleigu íbúðarhús- næðis til samræmis við þetta um 14,77% hækkun. Hækkun húsa- leigu verzlunarhúsnæðis hafði ekki verið reiknuð í gær. Meðal skipa, sem voru úti af Norðfjarðarhorni, var skuttogar- inn Barði frá Neskaupstað. Sigldi Barði strax að bátunum og fylgdi þeim. Siglingin inn fyrir Norð- fjarðarhorn gekk mjög hægt sök- um óveðursins. Eftir það gekk siglingin inn fjörðinn betur. Barði var samslða Hafrúnu allt inn á miðjan fjörð, en Hafrún ætlaði inn í nýju höfnina, sem er í fjarðarbotninum. Þegar skipin voru úti af „Innribæjarbryggj- unni“, sem kölluð er, þá sneri Barði við. Örskömmu seinna kom heljarmikil vindhviða, sem skellti Hafrúnu á hliðina. Mennirnir tveir, sem voru á Hafrúnu, voru báðir i brúnni og komust þeir báðir út. Urðu þeir þar viðskila og náði annar þeirra, sem einnig er mjög góður sund- maður, taki á lóðabelg og bauju. Menn í Neskaupstað sáu ekki, þegar slysið átti sér stað, en það heyrðist kallað á hjálp. Var þá far ið að athuga um bátana og kom í Framhald á bls. 20 Traustsyfirlýsingin fékkst ekki samþykkt Hrakfarir Framsóknar- forustunnar á Sauðárkróki FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur síðustu daga efnt til nokk- urra funda í Norðurlandskjör- dæmi vestra kjördæmi formanns flokksins, Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, þar sem störf og stefna flokksins hefur verið á dagskrá. Frummælendur á fund um þessum hafa verið Steingrfm ur Hermannsson, Guðmundur G Þórarinsson, Elías Snæland Jóns son og Ólafur Ragnar Grímsson Eðlilega hefur klofningurinn inn an flokksins og Möðruvallahreyf ingin mjög verið til umræðu á þessum fundum. Á sunnudag var einn slíkur fundur haldinn á Sauðárkróki og sóttu hann fáeinir tugir manna. Á þessum fundi sem öðrum þar nyðra urðu snarpar umræður, einkum milli Steingrims Her- mannssonar og formælenda Möðruvallahreyfingarinnar, þeirra Elíasar og Ólafs. Þá bar það til tíðinda, að fimm fundarmanna, þar á meðal þrír bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Sauðár- króki, báru fram á fundinum til- lögu, sem í fólst traustsyfirlýs- ing á forustu Framsóknarflokks- ins og stefnu. Stóð þá upp einn fundarmanna og bar fram- dag- skrártillögu um að vísa fyrri til- lögunni frá. Var síðan gengið til atkvæðis og var frávísunartillag- an samþykkt með 13 atkvæðum gegn tíu. Einn bæjarstjórnarfull- trúanna vildi ekki una þessum úrslitum og krafðist þess, að kosið yrði aftur. Ekki tókst þá betur til. Frávísunartillögunni bættust tveir fylgismenn og var hún endanlega samþykkt með 15 at- kvæðum gegn tíu. Hinir hagsýnu eru þegar farnir að hugsa fyrir kaupum á jóla- gjöfum, og Ijósmyndari Morgunblaðsins rakst f gær á einn slfkan borgara í einni af verzlunum borgarinnar, þar sem hann var að kanna, hvað væri á boðstólum. 100 íbúðum úthlutað í Vestmannaeyjum Öll bvggingaráform Vestmanna- eyjakaupstaðar voru samþykkt á fundi bygginganefndar bæjarins í gær og jafnframt voru með- fylgjandi teikningar og skipu- lagsuppdrættir staðfestir þar. Um leið var úthlutað 60 lóðum undir einbýlishús og parhús, og 40 lóð- um verður væntanlega úthlutað öðru hvoru megin við helgina. Að sögn Magnúsar Magnússonar, bæjarstjóra, er þó samþykkt bygginganefndar bæði varðandi byggingaáætlunina og lóðaúthlut- un háð staðfestingu bæjarstjórn- ar. Fyrstu 60 lóðunum var úthlutað byggingasamvinnufélagi, sem 70 Vestmannaeyingar standa að, eiga flestir afélagsmanna það sameiginlegt að hafa misst hús sín I jarðeldunum. Munu þeir hafa I hyggju að semja sameigin- lega við byggingaraðila um hrað- smiði á húsum á þessum lóðum. Lóðirnar standasyðstog vestast á nýja svæðinu, sem skipulagt hef- ur verið. í byggingaáætlunum Vest- mannaeyjakaupstaðar er gert ráð fyrir alls um 600 íbúðum. Bæjar- sjóður Vestmannaeyjakaupstaðar verður sjálfur stærsti aðilínn að smíði þessara íbúða — eða alls um 350 íbúða, sem rísa skulu á næstu 2-3 árum. Hins vegar kvað Magnús bæjarstjóri vel koma til greina, að bæði einstklingar og félög gætu gengið inn í þessa áætlun bæjarsjóðs. Hins vegar Fastaráð NATO: Skorar á ísland og Bandaríkin að tryggia Atlantshafsbandalaginu hér aðstöðu áfram BANDALAGSRÍKI Banda- ríkjanna og Islands f fastaráði NATO samþykktu í gær að beina þeirri áskorun til landanna tveggja, að þau tryggðu Atlantshafsbanda- laginu áframhaldandi afnot af Keflavíkurflugvelli, að því er segir í einkaskeyti til Morgun- hlaðsins frá AP-fréttastofunni i Brússel. Kemur fram í áskorun hinna aðildarríkjanna, að Keflavíkurflugvöllur er talinn nauðsynlegur hlekkur til að tylgjast með sovézkum kafbát- um og herskipum, er sigla upp að ströndum Ameríku. Áskorun þessa efnis var sem fyrr segir samþykkt í fastaráði Atlantshafsbandalagsins i gær — að viðsöddum Donald Rumsfeld, fulltrúa Bandaríkja- stjórnar, og Tómasi Tómassyni, fastafulltrúa íslands hjá Atlantshafsbandalaginu. Tals- maður Atlantshafsbanda- lagsins tjáði fréttamönnum, að í áskoruninni væru þessu tvö lönd hvött til þess að vinna að samkomulagi, sem tryggði bandalaginu áframhaldandi afnot af varnaraðstöðu á íslandi — með þeirri tilhögun, er báðir aðilar gætu sætt sig við. I viðtali við Morgunblaðið f gær vildi Einar Agústsson utan- ríkisráðherra ekki tjá sig um þess áskorun. Hann sagði, að eðlilega hefði islahd ekki átt neinn þátt að afgreiðslu þessarar tillögu — þar sem það var anqað landið, sem þar átti hlut að máli. Hins vegar kvað hann næsta fund íslenzkra og bandarískra stjórnvalda um varnarsamninginn vera áformaðan í janúar. væru ofangreindar 100 lóðir, sem nú væri verið að úthluta, ekkert á vegum bæjarsjóðsins. Magnús kvað mikið ríða á, að hraðuppbygging íbúðahúsa gengi greiðlega, því að fyrirsjáanlegt væri mikill húsnæðisskortur í Eyjum. Taldi hann, að húsnæði vantaði fyrir hátt á tvö þúsund manns. Húsnæði, sem fyrir væri í Eyjum, rúmaði rétt rúmlega þrjú þúsund manns, en búizt væri við að strax á vertíðinni í vetur yrði íbúatalan í Eyjum komin upp f 2400 manns. Sennilega myndu um 1500 manns til viðbótar vilja flytjast til Eyja með vorinu, þann- ig að þá þegar yrði um að ræða húsnæðisskort, sem síðan ætti stöðugt eftir að aukast nema vel væri haldið á spöðunum við íbúð- arbyggingar í Eyjum. Fárviðri FÁRVIÐRI gekk yfir Austfirði í gær. Veðrið skall á skömmu eftir hádcgi og um kl. 19 fór það að lægja. Tjón mun hafa orðið nokk- uð á landi f þessu veðri, en ekki er vitað enn, hve miklar skemmd- ir hafa orðið. I Neskaupstað er þó vitað um nokkrar skemmdir. Þakplötur á Viðlagasjóðshúsum þar flettust af, en húsin standa utarlega í bænum. Blindbylur fylgdi veðrinu í Neskaupstað, og er vitað um bíla, sem fóru út af veginum af þeim sökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.