Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 t Frá keppni Kínverjanna í tvíliðaleik, eins og sést á myndinni notuðu þeir gólfplássið til hins ýtrasta. HRAÐI - MYKT - HUGSUN KÍNVERSKIR SNILLINGAR í HEIMSÓKN SÝNING kfnverska horStennis- fólksins í Laugardalshöllinni á mánudaginn var I einu orði sagt frábær. Ef hægt er að tala um fullkomnun í einhverri fþrótta- grein þá er víst, að þessir ungu Kínverjar eru ekki langt frá henni. Kfnverjarnir létu kúluna dansa í kringum spaðana, það var eins og segull drægi kúluna að spaðanum. Hraði, snerpa, mýkt, hugsun og útsjónarsemi ein- kenndu leik Kínverjanna og þeir sem með fvlgdust, áttu tæpast orð til að lýsa hrifningu sinni á hæfi- leikum Kfnverjanna. Þessi átta manna borðtennisflokkur er svo sannarlega glæsilegur fulltrúi hinnar fjölmennu klnversku þjóðar. Ekki má gleyma íþróttamanns- legri framkomu Kínverjanna, þó að andstæðingnum vegnaði betur var alltaf bros á andlitunum og aldrei mikluðust þeir yfir glæsi- legum sendingum. í lok sýningar- innar var Kínverjunum fagnað innilega og er sjaldgæft, að áhorf- endur sýni eins mikið þakklæti og þeir gerðu í fyrrakvöld. Áhorf- endur voru þó furðanlega fáir, tæp þrjú hundruð, en þeir, sem fylgdust með sýningunni, fóru örugglega ekki vonsviknir heim. Kfnverjarnir leika nokkuð öðru vísi en gert er í Evrópu, þeir nota aðeins annan flöt spaðans og v'erða því alltaf að vera á bak við hann. Með þessari aðferð ná þeir frábæru spili og var sérstaklega gaman að sjá þá, er þeir voru að snúa vörn í sókn. Einn Kínverj- anna notaði Evrópuaðferðina og náði sá stórkostlegum snúningum á kúluna. í tvenndar- og tvíliða- leik var sem Kínverjarnir döns- uðu í kringum borðið og hinn afmarkaði völlur var tæplega nógu stór fyrir þá. Það er mikill fengur fyrir hina ungu íþróttagrein hér á landi að fá slíka snillinga í heimsókn. Kín- verjarnir leika hér á landi, kenna, keppa og sýna, fram í næstu viku og þeim, sem hafa gaman af í- þróttum á annað borð, er eindreg- ið bent á að sjá snillingana. Uppgjafir Kínverjanna voru margs konar, þessi kastaði kúlunni t.d. hátt í loft og sendi síðan með miklum snúningum yfir borðið. (Ijósm. K. Ben.) Sigurður í keppnisbann BADMINTONSAMBAND Islands ákvað á fundi sfnum fyrr í vik- unni að dæma Sigurð Haraldsson TBR I keppnisbann. Astæðan fyr- ir þessu banni er sú, að Sigurður ákvað á sfðustu stundu að hætta við þátttöku I NM í badminton og kom sú ákvörðun hans á mjög Stórkostlegt Á sýningu kínversku borðtennissnillinganna í fyrrakvöld tókum við tali nokkra áhorfendur og spurðum þá, hvað þeim fyndist um þessa sýningu. Fara svör þeirra hér á eftir og kemur það ekki á óvart, að allir fjórir skuli vera á sama máli. Steinn Halldórsson. — Þetta er stórkostlegt, ég hef aldrei séð annað eins. Að láta boltann stanza í loftinu og dansa í kringum spaðann — nei það er ekki hægt að lýsa þessu. J akob Tryggvason. — Stórkostlegt. Tækni Kinverj- anna er meiri en mér hafði komið til hugar. Þórir Jónsson. — Nú veit ég, hvað borðtennis ér, ég hélt ekki, að það væri hægt að leika borðtennis eins og hér hefur verið gert í kvöld. Stórkost- legt. noidwnnöl io , .lgshti;rm;z girz í!- öheppilegum tíma fyrir BSÍ. Sagðist Sigurður vera hættur badmintoniðkun og gæti þvf ekki tekiðþáttíNM. Á opnu móti TBR, sem lauk um síðustu helgi, var Sigurður meðal keppenda og virðist því ekki vera alveg hættur. Ákvað stjórn BSÍ að dæma Sigurð i þriggja mánaða bann frá keppni, þannig að hann verður ekki með í móti fyrr en 1. marz. Er mjög liklegt, að Reykja- víkurmótið verði haldið á þessu tímabili. Á móti TBR, sem lauk um helgina, var keppt í tvíliðaleik karla og kvenna og unnu þeir Haraldur Kornelíusson og Steinar Petersen þá Viðar Guðjónsson og Hæng Þorsteinsson í úrslitum. í undanúrslitum léku Sigurður Haraldsson og Jón Gíslason við Steinar og Harald og töpuðu í oddaleik. i hinum leiknum áttust við Þór Geirsson og Garðar Alfonsson á móti Hæng og Viðari og töpuðu sömuleiðis í oddaleik. Er þetta í fyrsta skipti, sem Þór og Garðar leika saman í móti, en Garðar lék áður með Sigurði Har- aldssyni. Ólíklegt er, að Garðar leiki með Þór i vetur, þar sem Þór hyggur á félagaskipti og mun því væntanlega leika með KR-ingi i vetur. Birkir Þ. Gunnarsson. — Það er erfitt að lýsa leik Kínverjanna, en víst er, að þeir eru snillingar. Það er alveg maka- laust, hvað þeir geta gert með einni kúlu og einum spaða. 0.30:i: óím! , M-iKiötJ'tái ii /v Knattspyrnukeppni AKVEÐIÐ hefur verið að koma þriggja landa keppni f knat spyrnu milli Færeyja, Hjaltland Og Orkneyja annað hvert á Næsta sumar verður leikið f Fæ e.vjum, 1976 f Orkneyjum og 197 á Hjaltlandseyjum. injym i'Pi i gn .iiíin -* i-t a ;jn<<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.