Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1973 Græn- lending- ur í hópi Hóla- sveina 1 HÓPI Hólasveina nú í vetur verður einn Grænlendingur, Anda Kristiansen frá Ekaluit við Julianehaab. — Kom hann hing- að til lands á þriðjudagskvöldið, en ætlaði norður i gærdag. Þetta er annar Grænlendingurinn, sem stundar nám við Hólaskóla. Það er fyrir milligöngu og fyrir- greiðslu þeirra Gísla Kristjáns- sonar ritstjóra og Ludvig Storr aðalræðismanns, að þessi ungi Grænlendingur, hann er 21 árs, er hingað kominn til náms. Faðir hans, Abel Kristiansen, rekur nú annað stærsta fjárbúið í Græn- landi. Móðurbróðir Anda Krist- iansen er grænlenzki stjórnmálar maðurinn Nikolai Rosins, sem við kosningar nú var kjörinn til danska þjóðþingsins, Þess má og geta, að bróðir hins grænlenzka Hólasveins, sem Niels Ole heitir, er fjárbóndi og að sögn Anda er hann nú að koma sér upp hrein- dýrabúi meðfram fjárbúi sínu. — Hann hefur keypt hálftamin hreindýr frá Godthaabsvæðinu og ætlar að hafa þau hálftamin hjá sér, þ.e.a.s., hann ætlar sér ekki að byggja hús yfir þau eins og yfir sauðféð. Það er vissulega ánægjulegt að geta orðið grænlenzkum bænda- efnum að liði með þvi að gefa þeim kost á að stunda nám sitt hér sagði Gísli. Sitthvað er sam- eiginlegt um búskaparhætti okk- ar og grænlenzkra bænda og því margt í námi bændaefna, sem fer saman hjá okkur. Því á það betur við að þeir leiti hingað en lengra suður á bóginn. Þá er þess að geta, sagði Gísli, að um nokkurt árabil hafa alltaf verið i verklegu námi við fjárbú hér einn eða fleiri Grænlending- ar. Nú í vetur en einn í verklegu sauðfjárræktunarnámi við fjárbú- ið á Gilsbakka. Jú, málið verður auðvitað erfitt fyrir hinn unga mann til að byrja með að minnsta kosti, en hann talar góða dönsku. Sannfærður er ég um, að skólastjóri og kennarar á Hólum og reyndar nemendur 3 líka, munu gera sitt til þess að hjálpa Anda til að komast yfir byrjunarörðugleikana, sagði Gísli Kristjánsson. Aðalfundur LJ.U.: Ekkert gert til að tryggja áframhaldandi útgerð ,,NÚ ER fyrirsjáanlegt, að allar þorskveiðar, jafnt báta og togara, verða reknar með stórfelldu tapi á næsta ári, nema gripið verði til róttækra aðgerða i efnahagsmál- um, sem styrki rekstraraðstöðu útgerðarinnar." Þannig byrjar ályktun aðalfundar Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna um efnahagsmálin og stöðu útgerðar- innar um þessar mundir. Það kom fram á aðalfundinum að mikill uggur er í útvegsmönnum vegna minnkandi þorskafla og hinnar geigvænlegu verðbólgu, sem nú er að kollriða þjóðinni. Áframhald ályktunarinnar er á þessa leið: „Spáð er, að þorskafli minnki um 10% á næsta ári miðað við óbreytta sókn. Verðbólgan, þessi mesti bölvaldur útgerðar og fisk- iðnaðar, hefur vaxið óðfluga og verið óstöðvandi til þessa. Verð á olíum og veiðarfærum til fisk- skipa mun hækka a.m.k. um 1.000 millj. króna á næsta ári. Svo virðist, sem almenningur sé með öllu ófróður um þann ískyggilega vanda, sem við sjávar- útveginum blasir. Um hann eru þó til rækileg og áreiðanleg gögn. Ríkisvaldið hefir vanrækt að gera þjóðinni glögga og afdráttarlausa grein fyrir þessum vandamálum og hefur það leitt til algerlega öraunhæfrar kröfugerðar á hend- Ur atvinnuvegunum. Öhjákvæmi- legt er þvi, að ríkisvaldið bæti þegar úr þessum upplýsingaskorti og þeirri vanþekkingu, sem af honum leiðir. Telja verður það algjört frum- skilyrði þess, að horfið verði frá þeirri kröfustefnu, sem nú er fylgt, að þegar I stað verði búið svo um hnútana, að laun opin- berra starfsmanna hækki ekki. Þótt allar kröfur um launahækk- anir yrðu dregnartil baka, bendir samt allt til þess, að þjóðin verði að taka á sig einhverja kjara- skerðingu í bili, svo að tóm gefist til að leysa úr þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. Slík yfirvofandi kjaraskerðing á sér ýmsar orsakir, sem áður er á bent, ekki sízt hinar stórfelldu verðhækkanir olíu og veiðarfæra, en einnig, að allur almenningur hefur á undanförnum árum, er verðlag sjávarafurða hefur hækk- að óðfluga erlendis, krafizt of mikils hlutar af afrakstri sjávar- útvegsins, svo að þess hefur ekki verið gætt sem skyldi, að tryggja nægilega vel stöðu hans gagnvart áföllum eins og stórfelldum, skyndilegum hækkunum á inn- fluttum nauðsynjum. Slikar og aðrar hliðstæðar hækkanir hljóta að koma niður allri þjóðinni sem kjaraskerðing, nema til komi enn frekari hækkanir á fiskafurðum erlendis, sem bjartsýnustu menn þora ekki að gera sér vonir um. Þessi þróun hefur svo leitt til þess, ásamt þvi þensluástandi, sem skapazt hefur af alltof mikl- um umsvifum ríkis og sveitarfé- laga, að keppt er um vinnuaflið langt úr hófi fram með þeim af- leiðingum, að við blasir stórfelld- ur mannaflaskortur ekki aðeins til sjósóknar heldur og fisk- vinnslu. Vandamál þessi verður þjóðin að leysa með samstilltu átaki og vilja til að axla þær byrðar, sem Framhald á bls. 20 Ástandið minnir á stríðsárin ALLAR líkur virðast benda til þess, að þessi vetur verði Evrópubúum þungur í skauti vegna olíustríðs og óvenju kaldrar veðráttu. Morgunblaðið hafði samband við tvo islend- inga, sem búsettir eru í Evrópu, og grenslaðist fyrir um hagi þeirra og ástandið al- mennt. „Mér er sagt, að hér hafi ekki komið annað eins kuldakast í 40 — 50 ár, og get ég vel trúað því“, sagði Hjörtur Hannesson, sem stundar nám í byggingar verkfræði í MUnchen. Sagði Hjörtur, að ekki væri um bein- an olíuskort að ræða i Þýzka- landi enn sem komið væri, en verð á olíu hefði hins vegar hækkað úr öllu valdi nú siðustu vikurnar. Hefur þetta m.a. haft þær afleiðingar, að leiga á íbúð- um hefur farið mjög hækkandi, einkum í stórhýsum, þar sem margar íbúðir eru leigðar út, og er ólga í mönnum af þessum sökum. Hjörtur gat þess, að á sunnudögum væri engin bíla- umferð og i stað bíla notuðu menn nú hestvagna og skíði til að komast ferða sinna á sunnu- dögum. Hafði Hjörtur það eftir fólki, sem man vel striðsárin, að sunnudagarnir minntu óneitan- lega á hið óskemmtilega ástand, sem rikti á þeim timum. Vegna kuldans og hins háa olíuverðs reynir fólk í Munchen nú að koma sér upp kolaofnum og skógarferðir til söfnunar eldi- viðs eru tíðar. Hjörtur gat þess að lokum, að allar likur væru á þvi, að raflýstar jólaskreyting- ar yrðu bannaðar í Þýzkalandi í ár. Jón Kristinsson arkitekt í Deventer í Hollandi sagði, að fólk þar í landi gerði sér fulla grein fyrir alvöru málsins án þess þó, að nokkur óttti hefði gripið um sig. 1 Hollandi kom vetur fyrr en venjulega og sagði Jón, að óvenju kalt hefði verið þar að undanförnu miðað við árstíma. ekki hefur enn ver- ið gripið til skömmtunar á brennsluolíu til hitunar, en mönnum er ráðlagt að loka gluggum og draga gluggatjöld fyrir glugga í þvf skyni að halda sem mestum hita í húsum. Á opinberum skrifstofum er slökkt á hita tveim tímum fyrr en venjulega, og almennt er kynnt 1 — 2 gráðum minna í sparnaðarskyni. Sagði Jón, að efnaiðnaðurinn ætti i mestum erfiðleikum vegna oliuskömmt- unar og hefði framleiðsla í þeim iðnaði verið skorin niður um 30%. Flest hús í Hollandi eru hituð upp með jarðgasi, en það er nú sú orka, sem lands- menn treysta á. Hollendingar selja mikið jarðgas úr landi og taldi Jón, að úr þvi, sem komið væri, væri ekki um annað að ræða fyrir Hollendinga en taka fyrir þessa sölu og lýsa yfir neyðarástandi í landinu. „Við erum nú þegar farin að finna áþreifanlega fyrir þessu,“ sagði Guðni Pálsson, sem stundar tækninám í Kaup- mannahöfn. „A flestum stöðum er ekkert heitt vatn að fá nema um helgar og mikill hörgull er að verða á hvers konar plastvör- um, svo sem umbúðum ofl.“ Sagði Guðni, að dimmt væri yfir Kaupmannahöfn á kvöldin, þar eð raflýsingar í verzlunum eftir lokun væru bannaðar, auk þess sem slökkt væri á öðru hverju götuljósi. Danir væru mjög háðir ólíunni, þar sem um 80% af allri orkunotkun í Dan- mörku mætti rekja til hennar. Það væru því fyrirsjáanlegir miklir erfiðleikar þar í landi nú í nánustu framtið. Guðni full- yrti þó, að vandamálið hefði sinar góðu hliðar, þar sem þetta vekti menn til umhugsunar um raunverulegar þarfir og ýtti undir nýjar hugmyndir um orkugjafa. Sagði Guðni, að t.d. væru menn nú fyrst að gera sér grein fyrir þvi, að sunnudaga mætti nota til að gera ýmislegt annað og þarfara en að aka um í bifreiðum. Að lokum gat Guðni þess, að almenningur í Dan- mörku væri nú rétt að ranka við eftir Glistrup-hneykslið og væri um fátt annað rætt þar í landiþessadagana. Stórkostlegt úrval jólakorta Vinamargt fólk finnur öll jólakortin i Pennanum. HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178 n Uií'Hi'i'A* i 'io ign rut .[Jar J'íiiUiui -<I'í»d H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.