Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 Iþróttir: 21 marks ósigur í A-Þýskalandi ISL.VND lék við Austurf»ýzka- land í alþjóðlegu handknattleiks- móti í Rostoek í A-Þý/kalandi í gærkvöldi og urðu úrslitin 35:14 Þjóðverjuin í vil. islenzka liðið náði sér aldrei á strik og |)ö geta liðsins sé nieiri en úrslitin gefa til kynna, þá verður því ekki neitað, að íslenzka liðið virðist hafa harla lítið að gera í lírslit IIM. en til þess hefur liðið unnið sér rétt. Um leikinn er ekki margt að segja, A-Þjóðverjar tóku forystu strax í upphafi og fyrr en varði höfðu þeir komist í 7:1 forystu. Virtist sem íslenzka liðíð brotnaði alveg niður við meinleysi dómar- anna, sem voru frá Sovétríkjun- um og A-Þýzkalandir Í hálfleik var staðan 15:6 og í upphafi síðari hálfleiksins juku Þjóðverjarnir muninn og komust í 20:6. Munur- inn jókst svo smátt og smátt og í lokin munaði 21 marki á liðunum. 35:14 fyrir A-Þýzkaland. Félagsmála- námskeið S.U.S. í Grindavík FELAGSMALANAMSKEIÐ var haldið á vegum S.U.S. í Grindavík dagana 8. og 9. desember sl. Þátt- takendur voru um 30 hvorn dag- inn. en þetta er einn líður í starfi S.U.S. Ilefur reynslan sýnt, að mikill áhugi er á svona starfsemi og þátttakendur hafa lýst yfir ánægju sinni og gagnsemi þessara námskeiða. A undanförnum vikum hafa verið haldin námskeið á Siglu- firði. Seyðisfirði og Akranesi. Leiðbeinandi á þessum námskeið- um var Guðni Jónsson. Þá eru fyrirhuguð námskeið i Neskaup- staðog á Hiifn í Ilornaf irði. Mikil gróska er í félagsstarfi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur. en fonnaður félagsins er Sigurpáll Einarsson. Það voru einkum þrjú atriði, sem fóru illa með íslenzka liðið í þessum leik: Dtimgæzlan var eng in, sem'sést á því, aðengin áminn- ing var gefin í öllúm leiknum, sem þó var mjög grófur. Vamar- leikur íslenzka liðsins og mark- varzla var í lágmarki og það sem þyngst er á metunum, Þjóð- verjarnir voru mörgum gæða- flokkum fyrir ofan okkar lið. þó ekki hafi 21 marks sigur verið sanngjarn. Þjóðverjarnir eru mjög sterkir um þessar mundir og styrkur þeirra liggur fyrst og fremst í sterkum og snöggum söknarleik- mönnum og frábæru uj markvörð- um. Reuiir Ölafsson, landsliðs- nefndarmaður, sagði í viðtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, að ef til vill hefði varnarleikur liðsins ekki verið réttur, en það væri alltaf gott að vera vitur eftir á. Ilinu væri ekki hægt að leyna, að A-Þjóðverjarnir hefðu verið miklum mun betrí en íslenzku leikmennirnir, sem hreinlega hefðu verið brotnir niður strax í upphafi leiksíns, af snilld Þjöð- verjanna. Sagði Reynir. að þótt þessi sigur væri ógnvekjandi, þá teldi hann, að íslenzka liðið ætti talsverða möguleika gegn hinum þálttökuliðunum í þessu möii. Mörk Islands í leiknum skoruðu: Viðar Símonarson 3, Guðjón Magnússon. Hörður Sig- marsson, Axel Axelsson og Sigur- bergur Sigsteinsson 2 hver. Gunn- steinn Skúlason, Gfsli Blöndal og Auðunn Óskarsson 1 hver. Ölafur Benediktsson og Gunnar Einars- son stóðu stóðu í markinu. en auk þeirra léku Einar Magnússon og Björgvin Björgvinsson þennan leik, þeir sem hvíldu voru þeir Sigurgeir Sigurðsson og Arnar Guðlaugsson. I þessu alþjóðlega möti léku Rúmenar og b-lið A-Þjóðverja í gærkvöldi og lauk leiknum 19:16. einnig léku Tékkar og Ungverjar og sigrúðu Tékkar 18:16, en i kvöld leíka islendingar gegn Tékkum. —áij Fræðslumál málm- og skipasmíðaiðnaðar- ins í megnasta ólestri FYRSTA þing Sambands málm- og skipasmiðja var haldið laugar- daginn 24. nóvember sl. A þing- inu kom f Ijós. að mikil fjölgun fyrirtækja hefur orðið hjá aðild- arfélögum sambandsins frá því það var stofnað, hinn 27. janúar Höfundarnafn misritaðist I afmælisgrein um Skarphéðin Þórarinsson í Syðri-Tungu. sem birtist í blaðinu sl. þriðjudag. mis- ritaðist nafn höfundarins. Þar var hann sagður vera Bjarni Jónsson en hið rétta er Bragi Jónsson frá Uoftúnum. Biðst Mbl. velvirðing- ar á mistökum þessum. Kjaradeila þjóna JÖN Iljaltason hefur beðiðblaðið að leiðrétta töluskekkju. sem varð í grein lians í blaðinu í gær um kjaradeilu þjóna og veitinga- manna. ..Tekjuaukning" þjóna vegna Viðlagasjóðsgjaldsins var 3 kr. fyrir hverja 1000 króna sölu. en ekki 18.50 eins og stóð í grein- inni. 1973. Iielztu málefni þingsins, | auk félagsmála, voru: Fræðslu- mál iðnaðarins, verðlagsinál. tolla-, skatta- og samkeppnismál og viðskiptahættir. A þinginu voru samþykktar fjölmargar ál.vktanir og er þar m.a. skorað á viðskiptaráðherra og Verðlagsnefnd að afnema hið fyrsta óraunhæf verðlagsákvæði á útseldri verkstæðisvinnu. vara- hlutunvog efni Þá er og skorað á bankamálaráðherra að beita sér fvrir því, að íslenzkar lánastofn- anir veiti innlendum þjónustu- fyrirtækjum útgerðarinnar sam- bærilega fyrirgreiðslu og þær veita erlendum þjiinustufyrir- tækjum vegna viðgerða fvrir ís- lenzka aðila. Þingið skorar á fjár- málaráðherra og iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því. að sam- keppnisaðslaða íslenzkra málnl- og skipasmfðafyrirlækja á sviði tolla- og skattamála verði eigi lak- ari en hjá nágrannaþjóðum vorum og bendir þingið á lillögur f fjórum liðum í því sambandi, Auk þessa samþykkti þingið ályktun um iðnfræðslu og starfs- menntun í málm-og skipasmíða- greinum. en fræðslumál þessarar greinar iðnaðarius hafa verið í megnasta ólestri fram að þessu. Magnús Kjartansson með sfðasta eintakið. Seldist upp í Kefla vík á einum degi ALLAR líkur virðast beiida til þess, að hin nýja hljómplata Magnúsar Kjartanssonar „Clock- uorking Cosmic Spirits" muni „slá í gegn“ svo um munar á hljómplötumarkaðinum í ár. Fyrsta sending plötunnar seldist upp áður en til afgreiðslu kom í verzlanir úti á landsbyggðinni og í Keflavík seldisl platan upp á cinutn degi. Á þessari nýju hljómplötu eru 10 Iög, sem öll eru eftir Magnús Kjartansson, en tvö þeirra komu út á lítilli plötu í haust og náðu bæði miklum vinsældum. Upp- taka fór fram í Lundúnum sl. sumar en auk Magnúsar annast undirleik 'þeir Vignir Bergmann, Hrólfur Þórðarson og Finnbogi Kjartansson svo og þekktir brezk- ir hljómlistarmenn svo sein John Mitchels, Steve Gregory og söng- konurnar Sand.v Denny og Linda — Stórtap Framhald af bls. 40 afkomu fyrirtækja. allra sízt þar sem hér væri um erlent hluta- félag að ræða. llins vegar vísaði hann til frétlatilkynningar. sem gefin var úl eftir aðalfundinn. þar sem fram kom. að leeland Products hefði átt við vissa erfið- leika að stríða í rekstrinum. „en við vonum og höldum. að það sé búið að koma þeím málum í rétta stefnu," sagði Guðjiín. Ilann staðfesti jafnframt þá fyrirspurn Morgunblaðsins. að vart hefði orðið rýrnunar hjá verksmiðjunni í Hairisborg. Hann kvað hana ekki að fullu skýrða ennþá. en gerðar hefðu verið sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir. að slíkt endur- tæki sig. Leiðrétting I GREIN minni. I bjarma eldgoss. sem birtist hér í blaðinu 11. sl., hefur orðið bagaleg prentvilla. sem mig langar að leiðrétta hér með. Málsgreinin átti að vera svona: „Eldfell'' er bæði óþjált og ófrumlegt og alls ekki í samræmi við „Helgafell": héfði þá átt að heita „Eldafell ", Erl. Jónsson Tompson. Er greinilegt að mjög hefur verið vandað til þessarar hljómplötu og er frágangur og vinna á plötuumslagi til fyrir- myndar. Þess má geta. að þetta er fyrsta hljómplatan sem gefin er út af MM Records, tiýju hljómplötu- fyrirtæki, sem rekið er af Magnúsi Kjartanssyni. — Hef ekki orðið Framhald af bls. 1 1 sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út i lok fundarins í dag, er lögð áherzla á samstöðu NATO- ríkjanna. Fréttamenn í Brússel segja hins vegar, að yfirlýsingin gefi ails ekki raunhæfa mynd af ástandinu meðal bandalagsríkja deilurnar á fundinum hafi leitt i Ijós djúpan ágreining. A fundi með fréttamönnum i dag sagði Kissinger, að alltof ntikið hefði verið gert úr ágreiningnum í fjöl- miðlum. - Tilviljun ræður Framhald af bls. 18 tillögu, sem sjálfstæðismenn fluttu við tekjustofnafrumvarpið, þegar það var til meðferðar i þinginu 1971. Bæri að fagna því. að rikisstjórnin hefði tekið sinna- skiptum i málinu. Síðari liður frumvarpsins, um fasteignamatið, væri óhjákvæmi- leg breyting. Kvaðst Geir leggja áherzlu á, að hraðað yrði löggjöf um fasteignamat, en þar hefði verið um mikla vanrækslu að ræða af hálfu rfkisstjórnarinnar. Jón Armann Iiéðinsson (A) taldi síðari lið frumvarpsins hafa í för með sér mikla íþyngingu i gjöldum á stóran hóp gjaldenda. Þyrfti að fá upplýsingar um, hvar taka ætti verðlagið 1. nóvember, þ.e. við hvaða verðlag ætti að miða. Björn Jónsson sagðist oft hafa skipt um sko.ðun á skemmri tíma en tveimur árum. Sagði hann meiri ástæðu tíl að lögleiða heim- ildina til að ínnheimta 60% út- svaranna nú en var, þegar tekju- stofnalögin voru sett f.vrir tveim- ur árum. Það væri staðrevnd. að nú væri um að ræða meiri hækk- un á tekjum og verðlagi milli ára en þá var. hvort sem mönnum væri það ljúft eða leitt. Nokkrar frekari umræður urðu um frumvarpið, en að þeim lokn- um var því vísað til 2. umræðu og f é 1 ags m ál a n e f n d a r. — Dreifbýlið Framhald af bls. 12 ofan bættist flutningskostnaður. Nefndi hann sem dæmi muninn á botnlangaskurð í Reykjavík og Húsavik. Á Húsavík kostar legu- dagurinn 2400 kr. en rúmar 5000 kr. hér í Reykjavík. Kostnaðurinn við 100 botnlangaskurði (um 7 legudagar) á Húsavík væri þvi rúmlega helmingi minni en fyrir sams konar þjónustu í Revkjavík. Enginn drægi i efa að halda bæri þeirri stefnu að byggja „sér- deildir" í Reykjavík og t.d. á Ak- ureyri. Gamla fólkið 1 því sambandi vék landlæknir einnig að þeirri venju, sem færzt hefði í vöxt síðustu árin, að gam- alt fölk, jafnt það, sem væri sæmi- lega rólfært, og annað, sem þjáð- ist af líkamlegri eða andlegri van- liðan, væri flutt til vistunar á hælum eða stór-sjúkrahúsum Faxaflóasvæðisins. Ástæðan fyrir þessum hreppaflutningi væri, að aðstöðu vantaði í heimabyggð fyr- ir jafnvel einfalda sjúkdóms- gi-einingu og góða aðhlynningu eða að sú aðstaða, sem fyrir væri heima, væri ekki nýtt. „Það skiptir ekki sköpun, að þessi ráðstöfun er óhagkvæm kostnaðarlega heldur hitt, að hún er ómannúðleg" sagði landlæknir. „Bæta verður aðstöðuna fyrir fólk úti á landi. Vonir slanda til að út af þessari venju verði brugðið. því að ný lög um elli- heimilisbyggingar voru sam- þykkt á siðasta • þingi. auk þess sem samkvæmt heil- brigðislöggjöfinni nýju gr. 26.2 er gert ráð fyrir, að i hverju læknis- héraði (51 læknishéruð) skuli vera eitt sjúkrahús með almenna handlæknisdeild. lyflæknis- og geðsjúkdómadeild. Ef kannaðai' eru ársskýrslur stóru sjúkrahúsanna á Reykjavík- ursvæðinu má sjá, að um 30% sjúklinganna á sumum almennum sjúkrahúsum eru úr dreifbýli (þ.e. utan Reykjavíkur. Hafnarfj., Kópavogs, Gullbr. og Kjósar- sýslu) og af eigin reynslu veit ég, að allt þetta f()lk þarfnast ekki sérdeildarvistunar. A geðsjúkra- húsum er fjöldi sjúklinga úr dreifbýli um30%. Sömu sögu er að segja frá mörg- um elli- og hjúkrunarheimilum, en þar eru nú um 30—35"ó vist- manna úr dreifbýli. Ástæða er til að leiðrétta þann misskilning, sem komið heýur fram í viðtölum við lækna og leika í fjölmiðlum, að rekstrarkostnaður hjúkrunar- heimila sé aðeins 1/5 af kostnaði við rekstur vel búinna „akut" sjúkrahúsa. Hér á landi og t.d. í Skotlandi og Skandinavíu er rekstrarkostnaður þessara hcim- ila um 40—50% af kostnaði venjulegra sjúki ahúsa. Þaðer verulegt áhyggjuefni. að á Faxaf lóasvæðinu standa auðný- byggð hjúkrunarheimili og sér- deildir vegna skorts á starfsfölki, þ.á m. hjúkrúnarkvenna. Um 40% útskrifaðra og starfshæfra hjúkrunarkvenna eru í fullri vinnu. Rétt væri að kanna ástæð- una fyrir þessu ástandi. Ef til vjH mætti bæta úr þessu með breyttu þjónustufyrirkomulagi. skatla- kerfi eða bættri barnaheimilisað- stoð," sagði landlæknir. A ð s t öð u mu n » r i n n Að lokum vék hann aftur nokkrum orðum að aðstöðumuni heilbrigðisþjönustu i' þéltbýli og dreifbýli. Hann sagði, að við yrð- um að nýta betur þá þjónustuað- stöðu, sem fyrir væri f þéttbýlinu. en til þess að svo mætti verða þyrfli að stórefla áætlanagerð. gæðamat og þar með skipulag heílbrigðisþjónustunnar. Við ætt- um að hafa bæði efni og mannafla til að framkvæma slíkt verkefni. Hið sama mætti raunar segja um þjónustuna i dreifbýlinu. en víða skorti þó ennþá aðstöðu til þess að veita naúðsynleg ustu skyndi- hjálp. Með gildistöku nýju heil- brigðislaganna og þar með stór- efldri áætlanagerð, fjölbreyttari menntun heilbrigðisstétta, góðum stuðningi Alþingisog heilbrigðis- málaráðherra. væri þess að vænta. að þessi mál þróuðust í hagstæða átt fyrir landsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.