Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973
MÖRG vandamál bíða úr-
lausnar í heilbrigðismál-
um landsmanna. Við sitj-
um uppi meðmiðlungi vel
skipulagt heilbrigðisþjón-
ustukerfi. Meiri hlutinn,
eða um 70% af framlagi til
heilbrigðisþjónustu, fer til
sjúkrahúsa, ^en þau eru
ekki nógu vel nýtt og dreif-
býlið býr við skertan hlut.
Átaks er þörf í dreifbýlinu,
ef við viljum ekki teljast
til vanþróaðraríkja á þessu
sviði. Kannanir á nýt-
ingu og gæðum heilbrigð-
isþjónustunnar skortir að
mestu levti, enda hefur lít-
ið sem ekkert fjármagn
fengi/t til áætlanagerðar á
þessu sviði.
Þetta er megininntakið í við-
talí við Ólaf Ölafsson landlækni.
Hann hefur m.a. kynnt sér fram-
lög ríkisins til heilbrigðismála á
árunum 1968—’73 og gert könnun
á aðbúnaði til heilbrigðisþjönustu
i þéttbýli og í dreifbýli fyrir árin
1972—73
Skipting fjármagns.
Yfirlitið um framlög rikisins
til heilbrigðismála, þ.e. sjúkra-
húsa. læknisbúsataða, móttaka
o.fl., á árunum 1968—'73 lítur
þannig út, ef tekiðer mið af hlut-
fallslegri dreifingu framlaga til
landshluta:
Af rekstrarkostnaði fær
Reykjavík i sinn hlut um 63% af
heildarframlögunum, en nær-
sveitir borgarinnar 12%, þannig
að þéttbýliskjarninn i kringum
Reykjavík hefur alls fengið um
75% af framlögum þessara ára.
Sé þrihyrningurinn — ReykjáVík,
Akranes, Borgarfjarðarsýsla, Sel-
foss, Vestmannaeyjar (þéttbýlis-
svæði) tekinn inn í þetta dæmi
kemur i ljós, að svæðið hefur
fengið 82,4% framlaga almenn-
ings á þessum 6 árum, en aðrir
landshlutar, þ.e. dreifbýlið (að
Akureyri meðtaldri) fær um
17.6%. Rétt er að taka fram, að
sjúkrahúsin mæta þessum kostn-
aði með tvennum hætti. Þau fá
93% í formi daggjalda, sem aðal-
lega koma frá sjúkrasamlögum,
(ríkissjóður greiðir 90"t, af þess-
um gjöldum frá 72) sjúkratrygg-
ingadeild og göngusjúklingum,
sem samlög greiða árlega fyrir.
Af framkvæmdakostnaði, þ.e.
til byggingasjúkrahúsa, læknabú-
staða og móttöku, hefur þéttbýlið
fengið 76,9% í sinn hut, en dreif-
býlið um 23,1% á þessu tímabili.
Á þéttbýlissvæðinu búa hins veg-
ar tæplega 70% landsmánna, en
30% f dreifbýli. Ólafur sagði, að
framlög annarra aðila, er verja
fjármagni til heilbrigðisþjónustu,
svo sem sjúkrasamlaga og sveitar-
félaga, virtust ekki breyta þessu
hlutfalli. Um 74% framlaga
sjúkrasamlaga væri varið til þétt-
býlis, en um 26% til dreifbýlisins.
Illutur sveitarfélaga breytti held-
ur ekki dæminu. Ólafur minnti á,
að hafa bæri í huga, að landsbú-
um hefði fjöigað um 9—10 þús-
und á þessu tímabili og meirihluti
i þéttbýli.
Ólafur benti- á, að eflaust mætti
deila um, hvort dreifing fjár-
magnsins milli landshluta væri
réttlát. Þó væri ýmislegt, sem
benti til þess, aðsvo væri ekki. Til
dæmis bentu niðurstöður fyrr-
greindra kannana til eftírfarandi:
1) Almenn sjúkrarúm (sér-
deildir ekki meðreiknaðar) á
þéttbýlissvæðinu eru heldur
fleiri hlutfallslega, en jafnframt
verr nýtt (meðallegudagafjöldi
þar yfirleitt lengri) en gerist
meðal nágrannaþj<iða.
2) Að búnaður og atvinnuskil-
yrði lækna í dreifbýli eru víða
léleg og sums staðar ekki hægt að
veita neyðarhjálp. Ef sjúkrarúm
nýtast betur, mætti e.t.v. veita þvf
fjármagni, sem sparaðist, m.a. til
dreifbýlis.
Dreif- __________
býlið olnbogabarn
Landlæknir sagði, að þrátt fyrir
allt tal stjórnmálamanna um
byggðastefnu, væri það samt stað-
reynd, að heildarfjárveitingar til
t.d. heilbrigðismála dreifbýlisins
hefðu ekki aukizt á þeim 6 árum,
eryfirlitið næði til.
Héraðslæknum fækkar
Landlæknir vék síðan að könn-
un, sem hann gerði á aðstöðu og
aðbúnaði til heilbrigðisþjónustu í
dreifbýlinu. Hann benti á, að sem
fyrr væru úrbætur á læknaskorti
í dreifbýli sérstaklega aðkallandi.
„í könnuninni kom í Ijós, að hér-
aðslæknum hefur farið fækkandi
frá því 1963. Þó er sérstaklega
alvarlegt, að árið 1963 voru um
80% allra héraðslækna skipaðir,
þ.e. ætluðu sér að gegna embætt-
inu til frambúðar, en í ár er tala
skipaðra héraðslækna ekki nema
rúmlega 50%. Og það sem verra
er, árið 1963 voru um 28% skip-
aðra héraðslækna 39 ára og yngri,
en nú eru þeir aðeins um 12%.
Nýliðum lækna í dreifbýli „fer
minnkandi” og fleiri héruðum er
gegnt af læknum eða læknanem-
um, sem sitja f skamman tíma
Hann minnti þó á, að nú hefðí '
verið fjölgað í læknadeild og væri
vonazt til, að ástandið batnaði þá.
Ólafur sagði ennfremur, að til
að starf héraðslæknis nýttist
sjúklingum sem bezt væru góð
móttökuskilyrði að sjálfsögðu
veigamikið atriði. En niðurstöður
könnunarinnar gæfu til kynna, að
skilyrði væru slæm — svo slæm,
að á 60% móttaka væri ekki nema
biðstofa og eitt móttökuherbergi,
en ekkert aðgerðarherbergi. A
slíkum móttökum væri ekki for-
svaranlegt að gera aðgerðir sök-
um ófuilkominnar smitgátar. —
„Ef Iitið er á tækjakost héraðs-
lækna, kemur í ljós, að á rúmlega
60% allra móttökustofa eru engin
meiri háttar lækningatæki og um
30% vantar nauðsynlegustu tæki,
eins og röntgentæki, hjartalínu-
ritatæki og góð tæki til skyndi-
hjálpar. Þá hafa um 55% hér-
aðslækna ekki hjúkrunarkonu sér
til aðstoðar, og aðeins um 25%
þeirra njóta einhverrar ritara-
hjálpar eða aðstoðar meinatækn-
is. Stærð húsnæðis leyfir oft ekki
slfkt."
„Eg tel nauðsynlegt,” sagði
Ólafur, „að veita meira fjármagn
til að útbúa stofur héraðslækna
betur. Við hér á þéttbýlissvæðinu
búum við allgóða heilbrigðisþjón-
ustu, þótt mörg atriði megi lag-
færa, en í ýmsum b.vggðalögum,
t.d. á Vestfjörðum og Austfjörð-
um. skortir lækna til að veita
nauðsynlegustu skyndihjálp t.d.
að kippa I lið og lækna lungna-
bólgu. Fjöldi fólks fær þvf vart
hjálp í viðlögum. Þetta ástand í
heilbrigðismálum líkist ískyggi-
lega heilbrigðisþjónustu, er van-
þróaðar þjóðir þriðja heimsins
búa við. Að vísu má sjá sömu
mynd meðal sumra nágranna-
þjóða vorra, t.d. í Norður Nor-
egi”
Ólafur kvað auðveldara að fá
lækna í héruð, þar sem sjúkrahús
eða heilsugæzlustöð væru fyrir.
heilbrigðis-
þjónustunnar
Yfirleitt væru vinnuskilyrðí
lækna ekki vðunandi nema þar
sem þeir hefðu aðgang að sjúkra-
húsi eða heilsugæslustöð, enda
ynnu þar yfirleitt 2 eða fleiri
læknar ásamt hjúkrúnarliði.
Erfiðast væri að fá lækna í svo-
kölluð einmenningshéruð, enda
aðstaða og aðstoð lítil og starfs-
dagur hans slfkur, að naumast
væri mannsæmandi, enda byggju
þeir ekki við vökulög. „Þessar
niðurstöður gefa til kynna, að rétt
spor hafi verið stigið, þegar á-
kveðið var að byggja heilsugæzlu-
stöðvar, en læknasamtökin hófu
baráttu fyrir því máli á árunum
1966—1967. Ber að þakka fyrrver-
andi landlækni Sigurði Sigurðs-
syni, Eggert G. Þorsteinssyni
fyrrv. heilbrigðismálaráðherra og
núverandi heilbrigðisráðherra
fyrir góða framgöngu f því máli.
Ileilsugæzlustöð hefur verið
starfrækt í Vestmannaeyjum og á
Húsavík f nokkur ár með góðum
árangri. Ein slik heilsugæzlustöð
er nú í byggingu á Egilsstöðum og
langt komin, og í Borgarnesi er
verið að reisa stöð, sem væntan-
lega vejður tekin í notkun á
næsta ári. Þá eru áætlanir um
byggingu heilsugæzlustöðvar á
Isafirði, Höfn í Hornafirði og á
Patreksfirði.”
Pólitísk ákvörðun
Ólafur sagði aðýmis byggðarlög
ættu það sameiginlegt.að allar
leiðir í loft og á landi lokuðust í
langan tfma yfir veturinn. Nefndi
hann í því sambandi Reykhóla,
Þingeyri, Flateyri, Bolungarvík,
Hólmavík, Ólafsfjörð, Köpasker,
Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopna-
fjörð, Seyðisfjörð, Djúpavog og
Kirkjubæjarklaustur. Flestir
væru þessir staðir fremur illa
búnir tækjum og þjónustu eftir
því, enda reynslan sú, að erfitt
reyndist að fá lækna til starfa þar.
Lagði landlæknir áherzlu á, að
brýn nauðsyn væri nú þegar á að
bæta aðstöðuna á þessum stöðum,
enda væri skýrt tekið fram í lög-
um um heiIbrigðisþjónustu gr.
35, sem tækju gildi 1. jan. 1974,
að slíkir staðir skvldu sitja f
f.vrirrúmi um byggingu heilsu-
gæzlustöðva. 1 nokkrum þessara
héraða hefði aðstaðan verið bætt
á sl. ári m.t. til viðgerða á lækna-
bústöðvum og útvegum tækja-
kosts, í samráði við heilbrigðis-
málaráðherra og ráðuneyti.
Hins vegar minnti Ólafur á, að
úrbætur á þessu sviði væru
fyrst og fremst háðar póli-
tískri ákvörðun, eins og flest
annað, er varðaði heilbrigðisþjón-
ustuna. Það færi því m.a. eftir
ákvörðun alþingismanna um fjár-
veitingar, hvort byggðarlög þessi
efldust. Benda mætti á, að sveit-
arstjórnir hefðu margar ekki
staðið við gerðar skuldbindingar
um viðhald húsa. Taldi hann
mögulegt að koma á verulegum
úrbótum án mikils kostnaðar.
Ólafur Ólafsson landlæknir
ræddi síðan nokkuð um heilbrigð-
ismál í þéttbýli. Hann sagði, að á
íslandi væru fleiri læknar á
hverja 100 þúsund íbúa en i
flestum Evrópulöndum og
flestir læknar sætu á Faxa-
flóasvæðinu. Hins vegar væri
skipting þeirra í greinar óhag-
stæð, því að mjög skorti al-
menna lækna og heimilislækn-
um færi fækkandi, vinnuálag
þeirra væri mikið og þjónustan
þvi ekki nógu góð. — „í
Reykjavík eru margir heimilis-
læknar með yfir 4000 manns í
samlagi (sjá í Kópavogi og Sel-
tjarnarnesi), en erlendis er talið
hæfilegt, að sjúklingaf jöldi hvers
heimilislæknis sé um 2000—2500.
Stundum berast kvartanir um, að
fólk bfði langan tíma í heimahús-
um eftir vaktlækni. Astæða bið-
tímans er mikið vinnuálag vakt-
lækna og lélega skipulagt þjón-
ustukerfi. Ur þessu mætti bæta
með því að fá vel hæfar hjúkrun-
arkonur til þess að gegna vöktum
með læknum.
Oft á tíðum koma vitjanabeiðn-
ir frá t.d. áhyggjufullum mæðr-
um sem eruórólegarvegnabárns
sem er vanheilt sökum t.d. um-
ferðarpestar. Reynd hjúkrunar-
kona getur þá orðið að miklu liði
með þvf að h'ta á barnið og í
mörgum tilvikum nægir slík
heimsókn til að leysa vandamálið.
Reynsla af starfi héraðshjúkrun-
arkvenna hefur fært okkur sann-
anir fyrir því, að þessi staðhæfing
er rétt. Annars er ólíklegt, að
þessi þjónusta verði viðunandi
fyrr en stofnaðar verða fleiri
„opnar” þjónustudeildir við
sjúkrahús eða læknamiðstöðvar,
sem fólk getur leitað til án tafar
ef veikindi ber að höndum. Eins
og skipulag t.d. kvöld- og nætur-
þjónustunnar er nú, þá fer mik-
illhluti starfstíma kvöld- og næt-
urlækna í akstur milli sjúklinga
og getur það naumast talizt hag-
kvæm ráðstöfun.”
Léleg nýting
Ólafur sagði, að hérledis væru
hlutfallslega fleiri almenn sjúkra-
rúm en jafnvel Svíar hefðu yfir
að ráða, en þau væru eðlilega
flest á þéttbýlissvæðinu. Hins
vegar kvað hann okkur ekki nýta
hin almennu sjúkrarúm nógu vel.
Meðallegutími sjúklinga al-
mennra handlæknis- og lyflæknis-
rúma hér iReykjavík væri veru-
lega lengri en í nágrannalöndun
um. Sagði Ólafur að taka mætti
flest sjúkrahús á Norðurlöndum
og Bretlandi til viðmiðunar, yfir-
leitt væri sjúkrarúmanýting þar
25—35% betri en t.d. í Reykjavík.
Að sögn Ólafs er megin ástæð-
an fyrir betri nýtingu erlendra
sjúkrarúma sú, að sjúkrahús þar
ráðayfirbetri rannsóknaraðstöðu
fyrir sjúklinga áður en þeir eru
lagðir inn og meðan þeir liggja
inni. Þau búa einnig við betri
dagheimila- og göngudeildarað-
stöðu og hafa hlutfallslega fleiri
hjúkrunardeildir fyrir langvinna
líkams- og geðsjúksóma. Víða er
einnig sérmenntað starfsfólk
fleira en hér. Ölafur sagði, að
ef hægt væri að koma upp
líkri aðstöðu hér og þar með
að ná fram sömu „nýtni” og
erlendis, þýddi það að nýta
mætti 80—100 rúm, sem þeg-
ar væru fyrir hendi á þéttbýlis-
svæðinu fyrir aðra sjúkdóms-
hópa, svo sem geðsjúkdóma, end-
urhæfingu o.fl. Hér væri víða tak-
mörkuð þjónusta, m.a. vegna hús-
næðisskorts fyrir röntgenþjón-
ustu og ýmsar rannsóknir svo sem
veiru- ogsýklarannsökniro.fl. en
af þeim sökum vistuðust sjtjkling-
ar á sjúkrahúsunum oft Ieng-
ur en þörf væri á „Sem
dæmi mætti nefna,” sagði
landlæknir, „að greining veiru-
farsótta, sem eru mjög al-
gengir kvillar hér og valda
flestum veikindadögum og vinnu-
frávikum, er yfirleitt mjög tak-
mörkuð. Prófessorinn f þeirri
grein hefur nær enga starfsað-
stoð. Hafa ber og í huga, að skipt-
ing sjúkrahúsþjónustu hér í borg
á 3 eða 4 sjúkrahús veldur því, að
rannsóknargreiningar eru of litl-
ar, svo að ekki er hægt að beita
þeirri vinnuhagræðingu og sjálf-
virkni, em nauðsynleg er. Það
þarf að viðurkenna stóru sjúkra-
húsin hér f Reykjavík og t.d. á
Akureyri sem kennslusjúkrahús
og skapa þannig eðlilegt samstarf
milli þeirra. Samvinna milli
sjúkrahúsa er ekki nægilega mik-
i I, það er brýn nauðs.vn á að
sjúkrahúsin starfi undir sameig-
inlegri stjórn, sem fjallar t.d. um
skipulag á sjúklingaflæði og
skiptingu deilda milli sjúkrahús-
anna. Að öðrum kosti er hætt við,
að sérdeildir nýtist illa, en slfkt
veldur lélegri þjónustu og óhóf-
legum kostnaði.”
Taldi Ólafur raunhæfara að
nýta betur þá aðstöðu, sem fyrir
væri áður en byggð væru fleiri
dýr sjúkrahús. Verulegur munur
væri einnig á meðallegudaga-
f jölda hérlendra sjúkrahúsa. Tók
hann sem dæmi sjúkrahús A og
sjúkrahús B hér f Reykjavík árið
1972. Sjúkrahús A hefði haft yfir
20 færri rúmum að ráða en
sjúkrahús B, en engu að síður
hefðu 300 fleiri sjúklingar verið
útskrifaðir úr sjúkrahúsi A en
sjúkrahúsi B. Að vísu væru sjúkl-
ingahópar þessara sjúkrahúsa
ekki fyllilega sambærilegir, en
við sjúkrahúsi A væri hjúkrunar-
deildaraðstaða og gerði það trú-
lega gæfumuninn.
Ólafur sagði, að ekki væri rétt
að byggja almenn sjúkrarum fyr-
ir dreifbýlið á Faxaflóasvæðinu,
svo að iðulega þyrfti að flytja
sjúklinga til Raykjavíkur til
minni háttar aðgerða — slíkt stór-
yki allan kostnað, því að dagvist-
un sjúklinga væri mun dýrari i
Reykjavík en úti á landi og þar á
Framhald ð bls. 22.