Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973
Það
eru
maðkar
og hún hafði saineinazt,
var hringt á ferð aftur.
Jens Krog var kominn
hiinna."
mysunni
og það
til
Jónasi Guðmundssyni hefur
tekizt að sýna og segja það, sem
fyrir honum hefur vakað. Lesand-
inn gleymir vart áhöfninni á
Kuldamper Absalon né því
andrúmslofti, sem verður til
meðal slíkra manna, farandsvein-
anna á heimshöfunum, og sizt
allra gleymist sá smæsti meðal
hinna smáu, frá fæðingu olnboga-
barn samfélagsins og örlaganorn-
anna.
Jens Krog var kominn til
himna, — þetta eru lokaorð
bókarinnar, og Jónas Guðmunds-
son er kojminn í tölu þeirra
islenzku sagnaskálda, sem nokk-
urs má af vænta.
En því miður eru maðkar í mys-
unni. Jónas getur skrifað gott
mál, og hann getur gætt frásögn
sína breytilégu lífi. Hann getur
ortum, húggortum og galíósum."
A bls. 20: „Herbergi 2. stýri-
manns er heldur minna og það
kemur í spíss.“ Á bls. 23: „Aðal-
vélin ilniaði lika svo þekkilega af
soðnum smurningi á glfðara-
stöngunum." Bls. 24: „Aðrir —
hinir útvöldu — einsog hann
Nielsen kvndari fóru létt með að
halda upp dambi." Á bls. 26: „Það
er myrkur og hásetinn við stýrið
rýnir í kompásinn, sem er á para-
flni.“ Á bls. 30: „Þeir stoppuðu
\ið fiskibát um morguninn og
keyptu bala af fiski fyrir
udförelsisvöru.“ Á bls. 31: „I dag
er hinsvegar allt á róði.“ Einni
málsgrein siðar: „Baxið mun
koma lagi á hlutina." Og neðst á
síðunni: „og siðan stímaði hann
vatnið heitt í gufu." Svo er það
yfirvélstjörinn, hann er alltaf
kallaður maskíncheff. Á bls. 34:
„Við verðum að muna eftir
búkkenholtinu." Bls. 37: „en
hann var þeirrar gerðar, að hann
hafði ekki aldur f mvnd sinni".
GUDMUNDUR G. HAGALIN SKRIFAR UM BÓKIVIENI\mR
Jónas Guðmundsson:
Kuldamper Absalon
(Jtííefandi Hilmir h.f.
Revkjavík 1973.
Hinn skörulegi og raddsterki
Jónas Guðmundsson, höfundur
þessarar skáldsögu, stóð hér áður
á árum f einkennisbúningi á
stjórnpalli íslenzkra varðskipa
eða sat í flugvél og skyggndist
fráneygður yfir íslenzka land-
helgi, þess albúinn að láta ekki
brotlega togaraskipstjóra sleppa
við maklegar sektir. Jónas hafði
og ekki aðeins lokið farmanna-
prófi i Stýrimannaskólanum i
Reykjavík og einnig prófraun,
sem veitir réttindi til stjórnar á
íslenzkum varðskipum. heldur
hafði hann líka tekið sjóliðs-
foringjapróf i strandgæzluskóla
Bandaríkjanna i Yorktown. Ég
fór eitt sinn til hinnar fögru
Grimseyjar á varðskipi, þar sem
Jónas var stýrimaður, og þótti
mér slik reisn hans og glæsileiki,
að ég taldi víst, að þarna sæi ég nú
þann mann, sem innan ekki ýkja-
langs tima væri orðinn æðsti
maður í landvarnaflota hins
íslenzka rikis.
En allt f einu gerðist það, að
Jónas afklæddist sinum hnappa-
gyllta sjóliðsforingjabúningi,
kvaddi landhelgisflotann á þann
virðulega og vinsamlega hátt, sem
hæfði bæði manninum og flotan-
um, og ákvað að helga sig fyrst og
fremst ritstörfum. Það hefur
hann síðan gert, ritað átta bækur
og margt blaðagreina, upp á sið-
kastið myndskrýdd viðtöl til lofs
og dýrðar framleiðslu- og við-
skiptafyrirtækjum vítt um land,
og hefur hann aflað sér með
þessu margvíslegra kynna, virð-
ingar og vinsælda, svo að vel
mætti hugsa sér, að hann ætti
eftir að setjast í það sæti, sem
virðulegast er hér á voru landi,
Islandi, ef hann þá ekki kysi
heldur, þegar allt kæmi til alls, að
gerast það, sem mér kom til hugar
á ferðinni til Grfmseyjar, að fvrir
honum mundi liggja.
Kuldamper Absalon er fvrsta
langa skáldsagan, sem Jónas
hefur ritað. Mun ýmsum þykja
þetta undarlegt heiti á íslenzku
skáldriti, og þó mun hitt þykja
enn kynlegra, að enginn Islend-
ingur kemur þarna við sögu. En
þó að Jónas Guðmundsson sé um
sumt bæði sérvitur og kærulaus
rithöfundur, er það vissulega
enginn sérvizkudintur, sem veld-
ur því, að þarna er fjallað um
danskt skip og danska áhöfn. Það
er í fyllsta samræmi við tilgang
sögunnar. Skáldið vill sem sé með
henni leiða í ljós, hvert hefur
verið — og er raunar enn — hlut-
skipti þeirra farmanna, er þjóna
flutninga- og viðskiptaþörf, sem
ekki er bundin einni þjóð, ekki
einu sinni íbúum einnar heims-
álfu, heldur að meira eða mínna
le.vti öllum þjiíðum þessarar jarð-
kringlu — hlutskipti farmanna,
er sigla á skipum, sem er fjarstýrt
sitt á hvað um heimshöfin eftir
tilviljanakenndum hagsmunum
útgerðastjóranna — og koma oft
og tfðum ekki í heimahöfn árum
saman. Til að lýsa þessu hæfir
ekki Islenzkt skip og íslenzk
áhöfn, því þö að fslenzki farskipa-
flotinn hafi vaxið allmikið og
farið víða um höfin, þjönar hann
fyrst og fremst þörfunt þjóðar
sinnar, — og þó að farmennirnir
séu stundum alllengi fjarri ást-
vinum sínum, vita þeir, að innan
ekki óralangs tima fá þeir að
koma heirn og njóta í nokkra daga
samvista við fjölskvldu eða vini.
En um þá farmenn, sem eru
þjónar hinna alþjöðlegu þarfa,
stundum að segja mætti bragða-
refa alþjóðlegs auðvalds, er öðru
máli að gegna. Dögum og jafnvel
\ikum saman sjá þeir varla nokk-
urs staðar tíl lands, og dag eftir
dag og viku bftir viku gengur
sami maður að'sama starfi. Þarna
verður til á yfirborðinu mjög náið
samfélag. en þó er þar meira
ráðandi bitur og sár einmanaleiki
hvers einstaks manns. Þeir eíga
margir sína drauma um betra líf
og méiri lífsfyllingu, en samt vita
þeir það flestir innst inni, að
svona verður þeirra ævihlut-
skipti. Ýmsir eiga fjölskyldu
langt, langt í burtu, og við þessa
ástvini dvelur hugurinn alltaf
annað veifið, milli þess, sem ým-
ist tömleikinn eða óraunhæfur
heilaspuni ríkir hið innra með
þeim. Þeir koma í höfn og hlakka
til þess, sem þar biði þeirra. En í
hverri höfn eru þeir framandi —
og athvarf þeirra til fróunar verð-
ur vín og lauslátar atvinnukonur,
— allar þannig gerðar, að þær líta
á þá sem eins konar bráð, þótt
e.t.v. komi fyrir, aðein og ein sýni
einhvern vott sannrar blíðu, sem
farmaðurinn er síðan fljótlega
s\úptur, og svo evkur þá hinn
skvndilegi skilnaður á þann sár-
sauka og tómleika, sem fyrir var.
En í hópi áhafnarinnar á Absalon
er einn maður, sem aldrei hefur
notið neins, átt hóru að móður og
ekki haft af föður aðsegja, missir
líka móðurina, þegar hann er enn
öfermdur. Og ef til vill er hlut-
skipti slikra manna bezt á svona
skipi.
Þeir hafa aldrei átt annað en
óljósa drauma um það, sem þeir
hafa ekki í rauninni gert sér
gfein fyrir, hvað er, og að gegna
sk.vldu sinni og starfi þannig, að
alls ekki verði að því fundið, veit-
ir þeim slíka fullnægju, að þeir
þurfa vart eða alls ekki á félags-
skap að halda, ekki heldur hóru
eða fylliríi í höfn, en drekka á
skipsfjöl daglegan skammt, sem
þeir kaupa af brytanum og veitir
hinum óljósu draumum þeirra
notalega næringu.
Aðalpersóna sögunnar, Jens
Krog, er einmitt, slíkur maður, og
það er vel til fundið hjá höfundin-
um, er bvrjar söguna á hinni
ömurlegu bernsku, sem gerir
Jens stra’x að einförulum einstæð-
ingi, að láta síðan skiptast á þætti
úr kjörum hans í bernsku og
unglingsárum, er hafa mótað
hann óafmáanlega, og kafla sem
gerast eingöngu á Kuidamper
Absalon, þar sem hann sakir
vandvirkni sinnar og skyldu-
rækni og algers afskiptale.vsis af
því, sem öðrum fer á milli, kemur
lengi vel mun minna við sögu en
ýmsir aðrir.
En svo vill það til. að þessi
hógláti einfari devr i hafi milli
Afríku og Suður-Ameríku. og þá
er lýst er áhrifunum af dauða
hans á áhöfnina. undirbúningi
þess, að hann sé sjósettur, eins og
yfinélstjórinn kemst að orði —
og loks þeirri athöfn, þá tekst
skáldinu allt að því meistaralega
upp .... En þar með er ekki öllu
lokið, því að nú fær höfundur
frábærlega snjalla hugmynd.
Ilinn sívafði strangi sekkur ekki.
Sjálft Atlantshafið fæst ekki til
að kyngja skrokknum á jafn-
auvirðilegri persónu og eínstæð-
ingnum Jens Krog! Þarna flýtur
vandlega umbúið likið, sem „sjó-
sett“ hefur verið samkvæmt
ströngustu fyrirmælum lögbókar
skipstjórans. Það var þá öðru máli
að gegna með Indlandshaf ið,
þegar í það var rennt líkama
Alvers prins, rnágs Rúbertu prins-
essu, — á þeim atburði kunni
yfirvélstjórinn fyllstu skil En
þarna hafðí hinum einkennis-
búna skipstjóra orðið á í mess-
unni. Svo varð þá Kuldamper
Absalon að tefja för sína á því að
ella líkið uppi og áhöfnin að inn-
byrða það og binda við það sveran
keðjulás. Orðalaust var það siðan
látið „plompa" í sjóinn. og nú
varð Atlantshafið að láta sér
lynda, að þetta sykki „virðulega í
kolgrænt djúpið'.
Að lokum segir svo skáldið um
áhöfnina.
„Þeir signdu sig bara. og sam-
kundan le.vstist upp jafneðlilega
einnig verið orðheppinn og fynd-
inn, og honum geta dottið í hug
snjallar og fruinlegar líkingar. En
hann er ritsóði, og það þarf hann
að kannast við fyrir sjálfum sér.
Ég veit, að hann verður stundum
aðnota erlend eða hálferlend orð
sem hafa hlotið vanabundinn sess
i sjómannamáli, enda þannig um
sum þeirra, að ekki eru á taktein-
um góð íslenzk orð sömu merk-
ingar. En skýringar á slíkum orð-
um ættu að vera i bókarlok. Þá
getur það og aukið á veruleikablæ
sögunnar, að sjómenn noti — þó í
hófi — ýmis erlend orð og ambög-
ur í samtölum, þó að til séu
ísienzk orð, sem gætu komið í
þeirra stað.
En Jónas notar líka þegar hann
hefur sjálfur orðið, eiiendar slett-
ur, ambögur og brákað mál og
fara hér á eftir nokkur dæmi:
Tvisvar notar hann orðið kalfakt,
komið af dönsku sögninni at
kalfatre. Skútumenn og skipa-
smiðir hentu þetta orð á lofti hér
áður fyrrum, en í þeirra munni
varð það kjalfatta, en stundum lík
kalfatta. Síðan: bls. 18: „Skor-
steinninn er prýði og tákn gufu-
aflsins, sem nú er að taka vfir
veraldarhöfin af vatnsósa skonn-
Bls. 39: „Hann pældi í taunkum,
Fyrst í forpikk, svo í afturpikk."
Neðar á sömu bls.: „Svo affíraði
hann landþernunum."Á bls.42:
„Og þeir hc|ldu áfram að skattyrð-
ast, meðan þeir tróðu morgun-
verðinum í andlitið á sér.“ A
sömu bls.: „Ég varð að munstra
upp á eigið andsvar." Halda
mætti, að þetta væri prentvilla,
en höfundur notar oftar íslenzka
orðið andsvar í stað þess danska,
sem i vantar bókstafinn d.
Svona mætti lengi halda áfram
að tína til sitthvað, sem miður fer
i máli og hugsun. en annars fer
því mjög fækkandi eftir því sem á
Iíður söguna, og loks er þannig
komíð, að svo er sem skáldið hafi
losnað við ærið meinlegan álaga-
ham. Ekkigetég látið hjálíðaað
sýna, hve höfundinum virðist erf-
itt að stilla sig um að dríta í
annars snjallar lýsingar sinar.
auðsjáanlega í þeirri trú, að með
því sýni hann, að þó að hann sé
kominn á fimmtugsaldurinn, geti
hann engu síður gengið Örna
sinna, hvar sem hann er staddur,
heldur en þeir, sem yngri eru.
Þannig farast honum meðal
annars orð. þá er hann lýsir för
Absalons upp eftir Signu til
Rúðuborgar:
„Ströndin var samfelld og
öldurnar misstu fótanna í drull-
unni og sandinum og féllu fram
yfir sig með drunum og formæl-
ingum. Svo á flóðinu tóku skipin
ósinn og runnu í skarð í mjúkum
sveig, gegnum háa bakka.og fyrir
innan varð landið svo jafnhátt
sjónum, eða því sem næst. Garð-
urinn lá eins og breiður faldur
meðfram sjónum svo langt sem
augað eygði, einsog til að skilja
júgúrmiklar sveitakýrnar frá sæ-
kúnum og katanesdýrunum, sem
röltu sjávarfjöruna á nóttunni
eða til að forða bændunum frá að
horfa á stöðugan brimrassinn
fyrir utan. Það var einsog að
missa onum sig buxurnar að sigla
allt í einu á stóru járnskipi gegn-
um akurlönd, og fara upp úr
þurru að veifa gæsastúlkum, sem
sátu með fangiðfullt af blómum á
árbakkanum, i stað þess að hafa
blæðandi vetrarhafið, einsog
hundsrass fyrir augunum, sí og æ,
og laufþúng ti4n skýldu kuldamp-
ernum fyrir fáorðum, köldum
vindinum."
Svo sem alkunnugt er orðið,
hefur sjóliðsforinginn fyrr-
verandi ekki aðeins gerzt mikil-
virkur rithöfundur, heldur og
myndlistarmaður. Og þessa bók
sína hefur hann myndskreytt.
Mér virðast myndimar falla vel
að efninu. annars er ég sfður en
svo nokkur myndlistarspekingur
og þykist ekki heldur vera það.
En við höfund þessarar sögu segi
ég nú að lokum:
Þú getur skrifað gott og hreint
mál, og þú ættir að geta vanið þig
af að spilla bókum þínum með
málvillum, óþörfum dönskuslett-
um brotalömum í hugsun og þá
einnig notkun grófyrða, sem
verka á sómasamlegan lesanda á
svipaðan hátt og ef hann sæi
snyrti- og glæsimennið Jónas
Guðmundsson „rnissa onum sig
buxurnar" á hinu friðaða Austur-
stræti.
Haukur
Ingibergsson:
HLJÓMPLÖTUR
Viðar Jónsson
45 snún. Stcrco
V.J. hljóinplötur
Viðar Jónsson er tiltölulega
óþekktur í íslensku .skemmt-
analífi. þrátt fyrir það, að hann
hafi leikið i hljómsveitum i ein
10 ár. Þessar hljómsveitir hafa
þó allar átt það sameiginlegt að
komast ekki á toppinn. Og Við-
ar er e.t.v. að revna það, sem
hljómsveitunum hefur ekki
tekist. Auk söngsins leikur
Viðar á gítar og hefur samið
lögin og textana. sem heita
„Sjóarinn síkáti" og „Svona er
lifið". Sjóarinn sikáti er grall-
ari með obladi-takti og gæti vel
orðið vinsælt, þrátt fyrir að
söngurinn sé losaralegur og
byrjunin sé hægari en lagið
sjálft. Svona er lífið er mun
betur flutt, og þar er að finna
virðingarverðar tilraunir til út-
setninga, enda eru það sjö
manns, sem konia fram á plöt-
unni Viðari til aðstoðar. Og
þrátt fyrir byrjendabrag á plöt-
unni er alls ekki ótrúlegt að
Viðari muni takast það, sem
hann hefur ætlað sér.
Hljómsveit Ingimars Eydal
Spánardraumur / Líttu inn Tónaútgáfan
Á þessari plötu er að finna lagið Viva Espania, lag sem glumið
hefur í eyrum allra, sem hafa farið til Spánar s.l. tvö ár og orðið
óhemjuvinsælt um alla Evrópu. Heitir þessi íslenska útgáfa Spánar-
draumur við nokkuð góðan texta Einars Ilaraldssonar. Er raunar
furða að þetta lag skuli ekki hafa komið út á íslénskri plötu fyrir
löngu.
Hljómsveit Ingimars þræðir fumútgáfu lagsins samviskusamlega
og hefði sennilega betur látið það ógert því að þetta er ein
líflausasta plata, sem komið hefur frá hljómsveitinni og það jafnt
við um bæði lögin. En allar hljómsveitir eiga sína góðu og slæmu
daga og Ingimar hefur í þetta skiptf hitt á þann síðarnefnda. Helena
syngur Spánardraum en Grímur Sigurðsson Líttu inn, hefði það lag
þó eins vel hæft Bjarka Tryggvasyni, en hann hefur verið „í fríi"
sennilega vegna nýútkominnar LP plötu sinnar.
H LJÓIM SVEIT
Ingimars
Eydal m