Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 JOHANN HJALMARSSON SKRIFAR UM BÓKIVlENI\rnR Heimildír og sagnir Kristleifur Þorsteinsson: ÚR BYGGÐUM BORGAR- FJARÐAR III Þórður Kristleifsson bjó til prentunar. Útgefandi: Isafoldarprent- smiðja 1973. SKRUDDA. Sögur, sagnir og kveðskap- ur. Skráð hefur Ragnar As- geirsson. Annaðhindi. Skuggsjá 1973. KRISTLEIFUR Þorsteinsson var einn þeirra manna, sem af vand- virkni og alúð unnu að því að bjarga þjóðlegum fróðleik frá gleymsku. Allt, sem Kristleifur ritaði, lýsir miklum mannkosta- manni, sem ekki hallaði réttu máli, en hafði góðvild að leiðar- ljósi. Ritsafnið (Jr byggðum Borgarfjarðar er merkileg heim- ild um Borgarfjörð og Borgfirð- inga. Um leið er það þjóðlifsiýs- ing. En það, sem ekki er minna um vert, er á hve einfaldan og eðlilegan hátt Kristleifur segir frá. Hann hefur fágætlega við- kunnanlegan og þægilegan stfl, sem strax vinnur hug lesandans, gerir allt trúverðugt, sem fjallað er um. ÚrbyggðumBorgarfjarðar er eitt þeirra rita, sem eru fræð- andi og skemmtileg f senn. Hin öþvingaða frásagnargáfa Krist- leifs Þorsteinssonar er ekki öllum gefin, en vel mættu þeir, sem safna þjóðlegum fróðleik og gefa hann Ut í bókum, reyna að læra af vinnubrögðum hans. í þriðja bindi Ur byggðum Borgarfjarðar er m.a. birt bU- endatal í Reykholtsdalshreppi og í Hálsasveit fyrir 70 árum, sagt frá afréttarlöndum Borgfirðinga og Mýramanna, lýst einkennum merkra ætta, greint frá slysför- um, rýnt f kerlingabækur og getið grasaferða og notkun fjallagrasa, sagðar ferðasögur og loks eru margar minningagreinar. Margt annað mættí nefna, sem drepið er á í þessu bindi ritsafnsins. Athygiisverður þáttur frá árinu 1885 fjallar um einkennilega birtu, hugsanlega mýrarljós. Kristleifur hafði farið til silungs- veiða í Arnarvatni stóra ásamt Ólafi Hannessyni frá Kalmans- tungu, sem þá var unglingur. Austanvert við NUpavatn í Álfta- króki sáu þeir félagar kringlóttan blett, sem var nokkrir ferfaðmar að stærð: „Þegar við komum á þennan kynlega blett, var hann svo bjartur, að við sáum, hvernig hver þUfa og hver steinn var í lögun og jafnvel hefðum við getað séð þar til að tína fjallagrös eða finna þar smáhluti." Þessi kyn- legi blettur skaut þeim félögum að vonum skelk í bringu. Krist- leifur hermir svo frá: „Ég hef oft verið Uti að næturlagi bæði sumar og vetur, en aldrei hef ég séð hvorki fyrr né síðar eins ein- kennilega birtu og í þetta skipti og ekkert, sem hefur verið í neinni líkingu við hana." Krist- leifur minnist sögu um mann á ferð á næturþeli, sem sá mýrar- ljós skammt frá sér. Maðurinn stefndi á mýrarljósið og hafnaði ofan í feni. Lýsing Kristleifs á þessari ferð: umhverfinu, þeim félögum og hinu dularfulla fyrir- brigði, er með þeim skýra og hóf- sama hætti, sem hinum var eigin- legur. Fyrsta bindi nýrrar Utgáfu Skruddu Ragnars Ásgeirssónar kom Ut í fyrra. Annað bindið er nU komið á markað. Ragnar Ás- geirsson safnaði efni í Skruddu sína á ferðalögum um landið, en hann var lengi ráðunautur BUnaðarfélags íslands. I öðru bindi Skruddu eru sögur og sagn- ir úr HUnavatnssýslum, Skaga- fjarðarsýslu, Eyjaf jarðarsýslu, Þingeyjarsýslum, MUlasýslum, Skaftafgllssýslum og Rangár- vallasýslu. Á ferðum sfnum hitti Ragnar Ásgeirsson margfróða sögumenn. Meðal þeirra fyrirferðarmestu í öðru bindi Skruddu eru Skagfirð- ingarnir Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum í Blönduhlíð og Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellu- landi f Hegranesi. Eins og gefur að skilja ægir flestu saman í Skruddu. Ragnar hefur lagt mikla áherslu á að hafa bókina sem fjölbreyttasta. Hann var smekkmaður á íslenskt mál og sagði vel frá. Margt er þess vegna með ágætum i Skruddu. Hún er áreiðanlega í tölu bestu þjóð- fræðisafna frá síðari árum. í öðru bindi Skruddu er löng frásögn um Sólborgu, þingeyska stúlku, sem fyrirfór barni sfnu. Fulltrúi sýslumanns, sem tók skýrslu í málinu, var Einar Benediktsson skáld. Var ákveðið að stúlkan skyldi fara í gæslu- varðhald, en áður en til þess kæmi tókst henni að stytta sér aldur. Sagt er að stúlka þessi hafi fylgt Einari Benediktssyni siðan. Þegar Einar var sýslumaður í Rangárvallasýslu og bjó á Stóra- Hofi var honum ljóst, að eitthvað óhreint var f kringum hann. Fleiri urðu varir við slæð- ing. Eftir að Einar var farinn frá Stóra-Hofi til Reykjavíkur og siðan til langdvalar er- lendis héldu reimleikar áfr-am á bænum. Sagt er, að þar hafi Sölborg verið að verki. Sögunni um Sólborgu fylgir vitnisburður Aðalbjargar Sigurðardóttur, sfð- ari konu Haralds Nfelssonar, prófessors, en Guðmundur Þor- bjarnarson bóndi á Stóra-Hofi Kristleifur Þorsteinsson hafði leitað aðstoðar Haralds til að losna við Sólborgu. Sólborg kom fram á miðilsfundum og tíkst að blíðka hana svo að hún lagði niður hrekki. Hvort sem menn vilja leggja trúnað á söguna um Sólborgu eða ekki, þá er ljóst að Einar Benediktsson var ekki í vafa um hver olli reimleikunum á Stóra- Ragnar Ásgeirsson Hofi. Maður, sem spurði Einar 10 árum fyrir andlát hans hvort hann kynni skýringu á þeim, fékk eftirfarandi svar: „Það er hún Sólborg! — hún Sölborg." Sagan af Sólborgu og margar aðrar sögur f Skruddu Ragnars Ásgeirssonar eru vel þess virði að þeim sé gaumur gefinn. ERLENDUR JONSSON SKRIFAR UM BOKMENNTIR Líkingasmiðja Friðrik Guðni Þórleifsson: AUGU í SVARTAN HIMIN. Hörpuútgáfan 1973. Friðrik Guðni Þórleifsson er þjóðlegur og einlægur. En hann hefur ekki tiltakanlega mikið að segja. Sum ljóð hans eru skemmtilegar þrautir, sem skáld- ið hefur leyst úr, svo notalegt er að lesa. Önnur eru lakari; í raun- inni ekki annaðenorð, sem raðað hefur verið saman — laglega kannski en án þess þau feli svo sem í sér eitt eða neitt. Um bein tilþrif er óvíða að ræða. Ekkert ljóðið er sérlega gott, ekkert held- ur sérlega lélegt, þannig að heildarmyndin verður: meðal- mennska, kannski í þokkalegra lagi. Ef til vill er Friðrik Guðni dável lesinn í nútímaljóðlist. Að minnsta kosti hefur ahnn tekið mið af skáldum, sem láta lönd og leið rfm og ljóðstafi, en beita þeim mun eindregnari líkingum. Dæmi úr fyrsta kaflanum, Um ásins hring: Þorri drt*Kur upp vasaklúl úr kúlnubakkasIrÍKa ok snýlir ha«li ofan yfir froraða von um ofurlit la h irtu ojíKrænni jörð Ekki er þetta smáljóð tilfyndni sneytt. Hefði það birzt í til að m.vnda einhverju skólablaði, hefði höfundurinn fengið ein- kunnina: efnilegur! En hefði aldrei áður sézt neitt þvílíkt á prenti, hefði verið sagt: nýstár- legt! Nú er hvort tveggja, að Frið- rik Guðna nægir ekki lengur að Friðrik Guðni Þórleifsson. vera efnilegur, þar eð hann er ekki lengur byrjandi í listinni, og f öðru lagi eru ljóð hans hreint ekki nýstárleg. Lfkingaljóð af þessu lagi eru að verða stóriðnað- ur, líkt og ljóðræni kveðskapur- inn var fyrir nokkrum áratugum. Tugir ungra skálda koma nú ár hvert fram með „fyrstu bók“, (sem í mörgum dæmum má nærri geta, að verður einnig þeirra síðasta) stíllinn smávegis breyti- legur frá bók til bókar, en undir- tónninn einhvern veginn líkur og nánast aldrei brýddað upp á nýju. Og allt vaðandi í einhvers konar forskrúfaðri gervialvöru. Þetta held ég Friðrik Guðni geri sér ljóst. Eitt er að minnsta kosti víst: hann lætur ekki standa sig að því að vera yfirmáta hátíðleg* ur. Annan kafla bókarinnar kall- ar hann Með spekings svip. Með því að gera þannig dálítið grin að sjálfum sér, slær hann vopn úr hendi gagnrýnandans og fyrir- gefst þar meðlærimeistarasvipur- inn og spakvizkan, t.d. þetta: Hvort sem þú læðislupp eða niður slii'ann hrakar alllaf í sama þrepinu Þá kemur kaflinn Um göngu- lúna menn, sem hefur að geyma Biblíumótif. Þar er t.d. þetta ljóð, Betlehem: A u(-u ísvartan himin sandur að haki yfir höfðum svarlur h iminn endalaus sandur að haki yfir höfðum engin stjarna Þá kemur kaflinn Um gamalt og nýtt, eins konar syrpa; hugleið- ingar skáldsins um hitt og þetta; lffið og tilveruna, þar með tal- inn lífsstíl nútímaæskunnar. í ljóðinu. Spurn byrjar skáldið á að spyrja: >Iér er spurn skyldi rómantíkin vera farin að Kliðna eitthvað á saumum? Síðan kemur líking af sögunni um Rauðhettu annars vegar og framferði nútfmaæskunnar hins vegar, sem er lfkast til ekki jafn- skáldlegtog ævintýrið Að minnsta kosti tekst Friðrik Guðna ekki að tengja það alminlega saman, svo úr verði annað en lélegur brand- ari. Þá koma kaflarnir Frá hinum opinbera, Gamalt stef og loks Um sólina og blómin — með einkar hlýlegri tileinkun: „handa möramu". Þar er maðal annars þetta litla ljóð: Og brosið slokknar. Sólin dreiíur himintjöld fyrir andlit sitt f jöllin byrKjaauKU sfn f hljóðu hafinu Kuð drepur fingri á jörðina oginnsiglar þiignina Mér er sagt, að fyrri bók Frið- riks Guðna, R.vk, hafi verið nokk- uð.góð. Því fremur hefði mátt vænta nokkurs af honum nú; ein- hvers meira og betra en ljóðanna f þessari bók. Hitt skal viðurkennt, þótt ekkert ljóðið rísi þarna til nokk- urrar hæðar, að Friðrik Guðni vinnur þokkalega, bókin er vönduð með hliðsjón af endanleg- um frágangi ljóðanna, og er ekki að efa, að hann vill út af fyrir sig vel. Hann hefur auga fyrir veðri og landslagi, þjóðlegur fróðleikur er honum tiltækur, hann yrkir á góðu máli og fer ekki glannalega með líkingar, og þetta er allt góðra gjalda vert. Engu skal þó fyrir honum sþað. Bækur eiga sér örlög ekki sfður en skáldin, sem setja þær saman, og hræddur er ég um, að Augu í svartan himin verði að þiggja ljóma af einhverju öðru en sjálfri sér, eigi hún að verða í minnum höfðtilframbúðar. Þess skal að lokum getið, að talsvert hefur verið borið f útgáfu þessarar bókar miðað við sam- bærilegar bækur ungra ljóð- skálda. Hún er bundin í svosem nógu laglegt band, pappír voldug- ur kápan áberandi — með teikningu að framan og mynd af skáldinu á baki að viðbættri greinagóðri auglýsingu. En eitt hefur gersamlega gleymzt: Efnis- yfirlit fyrirfinnst ekkert í bókinni, utan hvað getið er um kaflafyrirsagnir i kápuaug- lýsingu. Erlendur Jónsson. Bókaverzlun Vannn skinstinni Bókaverzlun vantar búðarpláss hið fyrsta í Reykjavík, í miðborginni eða í úthverfi. ■ UIIUI uUI|lvlJUI 1 Vanur skipstjóri óskar eftir að taka góðan vertíðarbát, helzt bát sem stundar línu og netaveiðar. Þeir, sem áhuga hafa á þv! að leigja verzlunarpláss fyrir bókaverzlun leggi nöfn sín inn hjá Mbl. merkt ,,1423" Tilboð sendist Mbl. merkt:„Vetrarvertíð 602", fyrir 20. þm. fyrir 22. desember 1 973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.