Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 197.3 35 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjonsdottir þyddi 14 — Moie veer! Maigret skildi hann ekki og maðurinn endurtók: — Moie veer, ya... Oostvind. Hinir sátu og hlustuðu og gáfu hver öðrum bendingu. Einn þeirra benti til himins og á stjörnubjartan himin úti fyrir. — Moie veer. .. Fallegt veður. Og svo reyndi hann að útskýra að vindur væri austlægur, og þess vegna væri veðrið svona gott. Oosting fékk sér vindil úr kassa. Hann ýtti til hliðar fimm eða sex tegundum, sem höfðu verið bornar til hans og kveikti sér, — rétt eins og I ögrunarskyni — I svörtum manila vindli. Svo sýndi hann þeim nýju der- húfuna sína. — Viergulden. Fjórar flórinur. Það var jafn- gildi fjörutíu franka. Það var kyn- legur glampi í augum hans. En nú kom einhver maður inn, breiddi úr dagblaðinu sínu og tók að tala um markaðsverð og þá gleymdu allir Maigret. Þeir virtust ekki á eitt sáttir, því að þeir hækkuðu róminn og það kom harka í raddir sumra þeirra. Maigret tók fram smámynt dg borgaði, siðan gekk hann aftur til Hótel Van Hasselt og gekk til náða. 5. kapituli Kenningar Jean Duclos Ur veitingastofu hótelsins, þar sem Maigret snæddi morgunverð daginn eftir, varð hann vitni að hluta rannsóknarinnar, sem enginn hafði svo sem búið hann undir, en réttilega hafði hann aðeins átt eitt stutt samtal við fulltrúa hollenzku lögreglunnar. Klukkan var átta að morgni. Þokunni hafði ekki létt að fullu, en þó mátti skynja, að sólin var að reyna að brjótast fram og líktega yrði gott veður I dag. Finnskt vöruflutningaskip sigldi út úr höfninni í fylgd lóðsbátsins. Uti fyrir lítilli kaffistofu við hafnargarðinn stóð allstór hópur manna, sem töluðu saman. Þeir voru allir í tréskóm og með sjómannaderhúfur á höfði. í nokkurri fjarlægð stóð minni hópur — rottuklúbburinn. Auk þess skaut þarna upp tveimur óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum, og þeir gengu um borð í bát Oostings, sem kom upp úr lúkarnum í sömu andrá, því að hann svaf alltaf um borð í bát sínum, þegar hann var í Delfzijl. Síðan kom borgaralega klæddur maður, það var Pijpekamp, lögreglumaðurinn, sem stjórnaði rannsókninni. Hann tók ofan og talaði kurteis- lega við Oosting, meðan lögreglu- mennirnir tveir hurfu undir þiljur. Rannsóknin var hafin. Allir skipstjórarnir höfðu séð, hvað fram fór, en enginn þeirra sýndi minnsta vott forvitni yfir því, sem var að gerast. Rottuklúbburinn á hafnar- garðinum stóð líka hreyfingar- laus, en augnagotur fóru millum þeirra. Hálf klukkustund leið. Þegar lögreglumennirnir hurfu á brott, heilsuðu þeir virðulega og hann sá ekki betur en Pjpekamp bæðist afsökunar. Ekkert benti til, að Baesen ætl- VELX/AKAiMDI Valvakandi avarar ( atma 10- | 100 kl. 10.30—11.30. fré ] minudagi til foatudag* 0 Blekkinga veröld hvers? Þráinn Bertelsson, Laugalandi á Þelamörk skrifar Velvakandi sæll. Hvernig er það, eru menn hætt- ir að sjá sköginn fyrir trjárn? Af hverju er þessi þáttur þinn fullur af bulli dag eftir dag? Er engin skoðun svo fráleit. að þú teljir ekki í þínum verkahring að koma henni á framfæri við lesendur Morgunblaðsins? Er tilgang- ur þinn með þessum skrifum þín- um að reyna að gera úlfalda úr mýflugu? Hvernig stendur á því að þú lætur taugabilað ofstækisfólk brúka þig sem barefli í ofsóknar- herferð á hendur uttgri stúlku, sent hefur ekki til saka unnið annað en það að þýða útlenzka sögu handa börnum til að skemmta sér við á morgnana? Hvað eiga þessar ofsóknir að þýða? Hvers konar blekkinga- veröld Iifir það fólk i, sent heldur að þessi útvarpssaga sé ætluð til aðbrjála börninþess? Vill þaðaia börnin upp i þeirri l.vgi, að allt í heiminum sé réttlátt og fallegt, gott og blítt. og ekkert hafi gerzt. gerist. né ntuni gerast, nenta til konti samþykki pabba og mömmu? Varðar íslenzk börn á tuttugustu öld ekki um neitt nema fegraðar og rómantískar frásagnir af búskaparháttum hjá afa og ömmu á nítjándu öld? Eða þurfa þau ekki aðrar sögur en sögurnar af Mjallhvít og Rauð- hettu, sem báðar fjalla reyndar um glæpi og ofbeldisverk, ef úl í það er farið? Og hvernig stendur á því. að menn eins og Hjörtur Pálsson og Baldur Pálmason, sem báðir efu landskunnir af störfum sfnum, eru teknir á beinið og yfirhe.vrðir eins og glæpantenn Unt hvernig standi á því, að þessi stúlka skuli hafa fengið að lesa þessa sögu? Hvaða nýstofnaður rannsóknar- réttur er hér á ferðinni? Og í hvers uniboði starfar hann? Hverjum verður næst kastað á bálið? Heldur þú Velvakandi, að svona ofsóknarherferðir séu farnar í þágu réttlætis og sannleika? Ileldur þú, Velvakandi, að það sé jafn og sanngjarn leikur? Vel- vakandi gegn stúlkunni i Morgun- stund barnanna? Þú ætlar kannski að segja sem svo, að þú hafir ekki orðið var við neina áröðursherferð í dálkum þínum? Þá neyðist ég til að spyrja: Ertu nokkuð orðinn syfjaður, Velvakandi? Virðingarfyllst, Þráinn Bertelsson, kennari. Laugalandi á Þelamörk. Eyjafirði. Það er bezt að vinda sér f að svara þeim sannleiksleitandi ntanni Þráni Bertelssyni eftir þvi sent efni standa til. Hann spyr af hverju þessir dálkar séu fullir af bulli dag eftir dag. Þvi er til að svara, að Vel- vakandi hefur alltaf talið sér það til gildis að ljá skoðunum almennings rúm — jafnvel skoð- unum eins og þeim, sem Þrá- inn Bertelsson telur vera bull. Velvakandi lítur ekki á sig setn ritskoðara, enda þótt ýmsir kynnu e.t.v. að vilja sniða honum þann stakk. Það er annars mesta furða, að andlegur atgervismaður eins og Þráinn skuli endast til að lesa bull úr fölki, sem lifir og hrærist í þeirri blekkingaveröld, sem hann sér fyrir hugskotssjónum sínum. Að mati Þráins er það taugabil- að ofstækisfölk, sem lætur sér ekki lynda, að opinberir fjölmiðl- ar séu misnotaðir til að koma á framfæri annarlegum skoðunum. Hann kallar það ofsóknir á hend- ur sakleysingjum, þegar fram koma mötmæli við því, að stúlku, sem gerzt hefur brotleg við gildandi útvarpslög, skuli haldast uppi að höggva á ný í sama knérunn. 0 Komiiii til þess að vinna gegn „kerfinu“ Það væri að bera i bakkafullan lækinn að fara að rekja alla þessa aði inn í bæinn. Hann slóst í hóp vina sinna og settist á bekk á bryggjunni, krosslagði fæturnar og horfði út á hafið, þar sem finnska skipið hvarf hægt út í fjarskann. Hann púðaði pipu sína í mestu makindum. Þegar Maigret sneri sér frá kom Jean Duclos niður úr herbergi sínu með fangið fullt af bókum, skjala- möppu og gögnum, sem hann lagði frá sér á borðið, sem honum var ætlað. Án þess að kasta kveðju á Maigret sagði hann spyrjandi við lögregluforingjann? — Jæja? — Jæja. Eg held ég bjóði góðan dag. Prófessorinn leit hissa á hann, svo yppti hann öxlum eins og hann vildi þar með sagt hafa, að það borgaði sig svo sem engan veginn að fara að móðgast út af svona. — Hafið þér orðið einhvers vísari? — En þér? — Yður er fullvel kunnugt um, að ég hef ekki leyfi til að fara út úr húsinu. Hinn hollenzki starfs- bróðir yðar hefur þó gert sér grein fyrir því, að sambönd mín gætu komið honum til góða, svo að hann segir mér frá þvi, hvernig rannsóknin gengur fyrir sig. . .Það er siður, sem franska lögreglan mætti taka upp. — Finnstyður það? Prófessorinn skundaði til frú Van Hasselt, sem kom inn með rúllur f hárinu. Hann heilsaði henni glaðlega og virtist spyrjast fyrir um heilsufar hennar. A meðan horfði Maigret á skjölin, sem var dreift út um borðið, og sá, að þarna voru nýjar frægu hraksmánarsögu um siðasta upptroðelsi stúikunnar i barnatimum útvarpsins. Til upp- lýsingar f.yrir Þráin Bertelsson má hins vegar rifja upp viðtal. við Olgu Guðrúnu Árnadóttur, sem birt var i Þjóðviljanum 5. júlí s.l., eða nokkrum dögum eftir að henni var sagt upp starfi við barnatímana vegna lagabrots, þ.e. brots á 3. gr. útvarpslaganna. Þar rekur hún starfsferil sinn við barnatíma útvarpsins fyrir blaðamanninum, þar sem hún segist m.a. hafa fengið áminn- ingar frá yfirmönnum sin- um „eftir svo að segja annan hvern þátt". Hún hafi veriðbeðin um að breyta um stefnu. en þá hefði hún sagt, að það gæti hún e.kki. vegna þess að hún yrði að halda fram sann- fævingu sinni. Seinna í viðtali þessu er hún spurð álits á þessum málalokum. þ.e.a.s. uppsögninni: „Ég tek þetta ekki nærri ntér. Ég vissi frá upphafi. að ég væri að fara inn i kerfið þar til að vinna gegn þvi.“ % Mórallinn er lóðið Velvakandi hefur ekki ennþá rekizt á þann endemis kjána. sem vill ala börn sin upp i þeirri blekklngu. að allt i heiminum sé réttlátt og fallegt. gott og blítt. Hins vegar þekkir Velvakandi marga. sem vilja innræta börnum sinum réttlæti og fcgurð, góðsemi og bliðu. Þetta fólk telur þeini tilgangi ekki náð með ofbeldisað- gerðum og byltingu eins og sagan umtalaða ráðlagði. Reginmunur- inn á ótuktarskapnum í sögum eins óg Mjallhvít og Rauðhettu annars vegar. og Olgu-sögunni hins vegar, er mórallinn eða boð- skapurinn. I Mjallhvít ög Rauð- hettu fær glæpahyskið sin maklegu málagjöld. en i siigu Olgu er því á annan veg farið. Þar eru óknytlirnir gerðir sniðtigir og beinlinis hvatt til þeirra. T.d var frá þvi sagt á einum stað i sögunni. að ólánsmaður hafði strokið úr fangelsi. og siðan sagt teikningar, ekki aðeins af húsi Popinga, heldur nánast af öllum bænum, með punktalinum hér og hvar, sem væntanlega áttu að gefa gönguleið hvers og eins til kynna. Sólin kastaði geislum sínum inn um litaðar rúðurnar og litaði veggina græna, rauða og bláa. Ölbíll hafði numið staðar úti fyrir gistihúsinu og meðan það samtal fór fram, sem frá segir á eftir, ýttu tveir kröftugir karlmenn vin- tunnum inn í gistihúsið, undir árvökulu eftirliti frú Van Hasselt, sem var klædd morgunslopp. Aldrei hafði lyktin af bjór og sjenever verið svona sterk og aldrei hafði Maigret andað að sér svona rammhollenzku lofti. — Hafið þér fundið glæpa- manninn? spurði hann hálf- partinn í spaugi, en þó af nokkurri alvöru. Duclos leit á hann hvasst, áður en hann svaraði. — Ég fer að halda, að út- lendingar hafi rétt fyrir sér. Frakkar eru fyrst og fremst menn, sem ekki geta stillt sig um að sýna kaldhæðni. . . Og hér á sú kaldhæðni alveg sérstaklega illa við, minn ágæti herra. Maigret horfði brosandi á hann og lét sér hvergi bregða og hinn hélt áfram: — Nei, ég hef ekki fundið morð- ingjann. En ég hef gert annað, sem ekki er þýðingarminna. Ég hef leyst atburðinn upp í þætti og greint hvern og einn . . . Ég hef útilokað ýmis öfl og nú .. . — Nú hvað? — Já, ætli það verðið ekki þér eða einhver yðar liki, sem hagnast á niðurstöðum mfnum og leiðir málið til l.vkta. frá eltingarleik lögreglunnar við tugthúsliminn. og var helzt á frá- sögninni að skilja. að löggurnar — þessi sprenghlægilegu hálf- tröll. — ættu siik á afbrotafvrli mannsins. Þráinn spyr hvers vegna menn. sem landskunnir séu af störfum sínum. þeir Baldur Pálmason og Hjörtur Pálsson. séu teknir á beinið og yfirheyrðir eins og glæpamenn og ennfremur hvaða nýstofnaði rannsóknarréttur sé hér á ferðitini. og i hvers umboði hann starfi. Hér verður Þráni heldur betur á í messunni — nið- urstöður hans virðast iiðru frem- ur vera hysterískar ofskynjanir. Það sent hann kallar yfirheyrslur glæpamanna er ekki annað en það, að hér hafa opinberir starfs- ntenn veriö kallaðir til ábyrgöar vegna mistaka sinna í starfi. Þráinn hefur kannski aldrei skent því þanka. að útvarpið er opinber stofnun. sem almenning- ur í landinu á i sameiningu. Þráinn hefur kannski aldrei heyrt getið um það. að starfs- menn beri ábyrgð á störfum sínum gagnvart vinnuveitendum. Hefur hann nokkurn tíma heyrt talað um nokkuð. sem kallað er upplýsingaskyldu stjórnvalda? Þráinn spyr líka. hverjum verði næst kastað á bálið. Það væri kannski nær að spyr.ja. hyer álpist næst til þess að fleygja sér á bálið. Þráinn talar um „áróðurs- og ofsóknarheríerðir" í þessum dálk- um. Ef slíkar „herferðir" geta kontið að einhverju gagni i viður- eigninni við kjaftæðið. sem veður uppi með byllingarraus og kommúnistaáróður m.a. í rikis- reknunt fjtilmiðlum. þá telitr \’('l- yakandi svo sannarlega ekki eftir sér aðeiga þar hlut að máli. Ilvað viðkemur síðustu spurningu Þráins. þá er þvi tii að svara. að hann þarf ekki að gera sér vonir um, að svefnhöfgi sígi á Velvakanda, meðan hula dóm- greindarleysis og sljóleika er fyr- ir sjónum nytsamra sakleysingja. SKULDABRÉF Tökum í umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Ríkistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verð- bréfaviðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verð- bréfasala Austurstræti 14, sími 16223 Þorleifur Guðmundsson heima 1 2469. MERKID MED dyWiö Allt á sinum staó, eí merkt er meó DYMO ENSK . LEÐURSTIGVEL litir: dökkbrúnt DÖKKGRÁTT VERD: 3.700.— ® (0 12 » il Kl Austurstræti. BÞORHF RiYKJAVIK SKÓLAVÖKOUSTÍG 25 MR ER EITTHURfl FVRIR RLLR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.