Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 15 J3NS OGI TEIKMMYND” HARALDUR og Þórhallur Sigurðssynir heita tveir ungir menn, sem vakið hafa mikla athygli að undanförnu fyrir sprell og öimur skemmtilegheit í sjónvarpinu. Raunar ætti að vera óþarfi að kynna þá nánar, svo mikið þykjast menn þekkja þá af skerminum. En ekki er þó víst, að allir hafi vitað, að þeir eru bræð- ur og hafa um nokkurt skeið starfað við sjónvarpið sem leikmunaverðir og leikmynda- smiðir eða þá að raddir þeirra Gláms og Skráms f „Stundinni okkar“ má rekja til þeirra. Hitt er þó staðreynd, að þeir bræður hafa vakið mikið umtal og eiga nú orð- ið ófáa aðdáendur vegna óvenju- legrar kfmnigáfu og skemmti- legrar túlkunar í grfnþáttum sjónvarpsins. Kveður svo rammt að þessu, að því hefur verið fleygt, að hór séu á ferðinni ein- hverjir mestu háðfuglar, sem fram hafa koinið hér á landi f lengri tíma. Ekki verður lagður neinn dómur á það hér, en engu að sfður fannst SLAGSÍÐUNNI fyllilega tfmabært að birta viðtal við þá bræður. Til nánari skýringar má geta þess, að Halli er sá minni, dökk- hærði, en Laddi sá hái, ljóshærði. ,,Það versta við svona viðtöl er hættan á, að maður mismæli sig“, segir Ilalli um Ieið og hann kemur sér þægilega fyrir í stólnum á móti mér. ,,Já, eins og kerlingin, sem ætlaði að kaupa sér farmiða til Reykjavíkur fram og tilbaka en sagði: Eg ætla að fá einn miða til Reykjavíkur afturábak og áfram," og Laddi rekur upp hlát- ur, sem minnir á rakara nokkurn ekki ófrægan. Ég sé að þeir bræð- ur eru að komast í stuð og þar sem ég hafði hugsað mér að fá eitt- hvað meira út úr viðtalinu en brandara þá vind ég mér i fyrstu spurninguna þess efnis, hvernig þetta hafi allt saman byrjað: Laddi: Það byrjaði eiginlega með Glámi og Skrámi. Það vantaði einhverjar raddir og við slógum til. Annars hef ég verið að prófa mig áfram með þessa rödd (Skrámur) síðan ég man eftir mér og hún hefur verið að þróast með árunum. Halli: Já, mikil ósköp, þetta er háþróuð rödd. Annars kom þetta mikið af sjálfu sér. Við unnum báðir við sjónvarpið og þeir þekktu fíflalætin í okkur. Andrés (Indriðason) samdi Glám og Skrám og svo þegar hann byrjaði með Krossgátuna prófaði hann okkur og líkaði vel. Eftir það fór hann aðsemja með okkur í huga. Laddi: Það gerði náttúrulega mikið, að við vorum á staðnum og auðvelt að grípa til okkar. (Hann hallar sér aftur í stólnum, grípur höndum um hnakkann og horfir hugsandi út í loftið, siðan bætir hann við:) Það má vel komafram, að Andrés er alveg frábær og sér- lega gott að vinna með honum. Hann þekkir okkur svo vel og veit upp á hár, hverju hægt er að ná út úr okkur. Halli: Já, hann sér þetta með sömu augum og við. ★ Nú varð þögn um stund og menn hugsuðu hljóðir um ágæti Andrésar Indriðasonar. Síðan kom næsta spurning um það, hvort þeir hefðu einhverjar fyrir- myndir að gervunum sem þeir túlka. Halli: Nei, ekki svo ég viti. Laddi er fæddur spilagosi. Hann hefur verið svona skrítinn, síðan ég man eftir honum fyrst. Aldrei nokkur leið að tala við hann af viti. Nei, við höfum fíflast svona síðan við vorum pollar. Fólk, sem kom heim, hélt að við værum fávitar og flfl.. . Laddi: ... sem við erum. Ein- hver lýsti okkur bræðrunum þannig, að við sæjum hvern annann eins og í teiknimyndum, og þegar ég fer að hugsa um það, er ég ekkert frá þvi, að lífið sé eins og ein stór teiknimynd. Halli: ( klórar sér i kollinum og dregur auga í pung): Já, það er nokkuð til f þvi. Síðan berst talið að frægðinni og þeim hliðarverkunum og óþægindum, sem henni geta fylgt. Halli: Þetta er svolítið skritinn tilfinning, til dæmis þegar maður reynir að vera alvarlegur, en enginn tekur mann alvarlega. Það kernur iðulega fyrir, að fólk snýr sér við á götu og stingur saman nefjum, sérstaklega þegar við er- um tveir saman. Laddi: Mér finnst verst, þegar fólk snýr sér við á götu og fer að glotta eða jafnvel skellihlæja, — ég veit aldrei, hvernig ég á að taka þvf. Maður reynir að leiða það hjá sér og taka ekki eftir því, en samt er ekki hægt að komast hjá því að taka eftir því. Halli: Þetta er sérstaklega áberandi í bfó. Ég treysti mér varla einn í bíó nú orðið. Annars er ekki um annað að ræða en að taka þessu með kristilegu langlundargeði. En hvernig er þetta á skemmti- stöðunum? Laddi: I Klúbbnum er þetta allt f lagi. Þar er maður bara einn af hópnum. Eldra fólkiðer erfiðara. Halli: Við fórum saman á Hótel Sögu ekki alls fyrir löngu, og þá var töluvert um það, að fólk sveif á okkur og vildi ræða málin. Sér- staklega voru það konur komnar af léttasta skeiði. En þið hafið nú samt lúmskt gaman af, er þaðekki? Halli: Það má vera, að við séum svolítið drjúgir inni við beinið, en eíns og ég segi, þá líður mér samt hálf illa og veit ekki alltaf, hvernig ég á að bregðast við. ★ Eg minnist á viðkomu þeirra bræðra á tónlistarsviðinu, en þeir voru í eina tið liðsmenn FAXA sálugu. Laddi horfir á mig eins og naut á nývirki, og það færist undurfurðulegt bros yfir andlit hans. Ilalli hverfur hins vegar undir borðið svo ég ákveð að hætta við spurninguna, en fer þess í stað að tala um, að þeir eru handverksmenn ágætir, en þeir bræður áttu stærstan þáttinn í, hversu vel tókst til með útlits- skreytingu verzlunarinnar Kastalans eins og frægt erorðið. Halli: Hvort við höfum lært smíðar? ekki nema það, að fimm ára reynsla hjá sjónvarpinu hefur kennt mér sitt af hverju og Laddi lærði húsgagnasmiði í þrjú ár, — það er allt og sumt. Bræðurnir eru tregir til að tala meírá um hnadlagna, og við förum að rabba um leiklist. Laddi: Þegar ég var lítill gutti setti ég oft á svið leikrit og lék fyrir mömmu. Þá sögðu margir, að ég ætti að verða leikari. Ég hef nú samt aldrei hugsað alvarlega um að læra leiklist. En ég gæti þó vel hugsað mér að reyna mig á sviði. Halli: Það er tvennt ólíkt, að leika í stuttum sjónvarpsþáttum eða á leiksviði. Eg mundi gjarnan vilja kynnast vinnubrögðum í leikhúsi án þess þó að ég sé beint á því aðgerast leikari að atvinnu, enda skortiHmig bæði þekkingu Einhverra liluta vegna barst talið að trúmálum og kom þá í ljós, að Halli trúir á lifið og fram- tíðina, en Laddi kvaðst vera svo vantrúaður að hann tryði ekki einu sinni sjálfum sér. Urðu umræður nú svo háfleygar, að við ákváðum að venda okkar kvæði i kross og fórum að tala um sjón- varpsþáttinn „Ugla sat á kvisti '. Laddi: Þaðer alveg sérstaklega gaman að vinna að þessum þátt- um. Mórallinn er eins og bezt verður á kosið, enda er þarna saman komið alveg einstaklega gott og skemmtilegt fólk- Hver semur efnið? Halli: Það er mjög misjafnt. Það er töluvert um það, að fólk sendir okkur efni. Margt er samið af hópum i sameiningu, enda erum við undir áhrifum hvert frá öðru, og oft verður það til í upp- tökunni, þegar við erum að leika, — þá fæðist oft eitthvað nýtt. Annars er Laddi nokkuð lunkinn með að koma með hugmyndir. Það má vel koma fram, að hann ásamt kunningja sínum samdi mikið fyrir Kvöldstundina í fvrra t.d. af því sem Kaffibrúsakarlarn- ir voru með. Á þessu stigi málsins get ég ekki stillt mig um að spyrja, hver hafi átt hugmyndina að atriðinu, þegar Iæknirinn söng „Why me“ i símann, atriði sem er eitthvað það skemmtilegasta, sem ég minnist að hafa séð i íslenzka sjón- varpinu. Laddi: Það var eiginlega ég sem átti hugmyndina. Það var hlé á milli atriða og Jón Þór (Ilannesson) setti þetta lag á fóninn. Ég var óvart við símann. greip tólið af einhverri rælni og fór að tralla lagið, og allir hrópuðu: „Þetta tökum við í þátt- inn“. Halli: Svona gerist oft i upptök- um og það má segja, að flest skemmtilegustu atriðin verði til á þennan hátt, þ.e.a.s. fæðast á staðnum, í upptökunum. ★ Eg minnist eitthvað á, að þeir séu ólikir af bræðrum að vera, en Halli kann skýringar á því: „Eg er fæddur á strfðsárunum og er elstur okkar bræðra og minnstur. Samanrekið mikil- menni og hver sentimetri af mér er nýttur til fulls. Siðan fer þetta að þynnast út.. . líttu á Ladda til dærnis. Það rná vel sjá, að hann er yngstur, enda sjást ‘gloppurnar víða á Iikamanum... “ Eg sé, að Ladda liggur eitthvað á hjarta, og aðspurður kveðst hann vilja segja mér brandara, sem hann heyrði nýlega hjá rakaranum sinum. Halli skynjar óðara, að hér er Laddi að undir- búa aðför að mannorði hans og setur hnefann í borðið. Ilann minnir Ladda góðfúslega á það, að þeir séu að verða of seinir í upþtöku, og þar með missir Laddi tækifærið til að svara fyrir „gloppurnar" og viðtalið varð ekki lengra. Sv.G. „SLAGSÍÐAN” MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK SLAGSÍÐUNNI hafa borizt nokk- ur bréf til viðbótar með spurning- um um poppmálefni og verður leitazt við að svara þeint á næst- unni. Erfitt getur þó reynzt og seinlegt að finna svör við sumum spurningunum, því að umsjónar- menn Slagsíðunnar hafa ekki tölvuminni (þótt litlu muni), en með tið og tíma kemur þetta aJlt saman. En við viljum taka það fram, að nafn og heimilisfang bréfritarans verður að fylgja hverju bréfi hér eftir; annars verður svara ekki leitað. Ilins vegar er hægt aðbirta bréfin und- ir dulnefni, ef bréfriturum þykir slíkt betra, en nafn og heimilis- fang verður eigi að síður að fylgja nteð. Tveir Kræklingar spyrja: Er nýja lagið hans Donny Osmond á stórri plötu? Hvað heitir hún og hver samdi lagið? Svar: Lagið „Are you lonesome tonight ' er á stóru plötunni „A time for us '. Ilöfundar þess eru R. Turk og L. Handman. Lagiðer gamalt Presley-lag, var afar vin- sælt fyrir 12—14 árum og seldist þá í nokkrum milljónum eintaka. Mótmæli ÓMAR Þ. Halldórzzon hafði sam- band \ ið Slagsíðuna og bað okkur um að koma á framfæri mótmæl- um gegn athugasemd ísafoldar- prentsmiðju við viðtalið um bók hans „Ilversdagsleik" hér á síð- unni á dögunum. Sagði Ómar. að í athugasemd þessari væru svo margar rangfærslur. að það væri að æra óstöðugan að svara þeim öllum, hverri fyrirsig. John Rostill látinn Brezki gítarleikarinn John Roslill fannst látinn á heimili sínu fyrir nokkru; var talið. að hann hafi látizt af raflosti. Hann var í upptökuherbergi sínu að kvöldi dags. er þetta gerðist. Kona hans var ekki heima. en ganiall félagi hans í Shadows, Bruce Welch, kom í húsið og kom þá að John látnum. Lögreglan tók sniir- ur og leiðslur úr upptökuherberg- inu til athugunar við rannsókn málsins. John Rostill gerðist bassaleikari Shadows fyrir nær 10 árumogvar með hljómsveitinni þar til hún hætti störfum. Gerðist hann þá aðalgftarleikari hjá Tom Jones og fylgdi honum víða um heirn. Voru þeir nýkomnir frá Bandaríkjun- um og áttu innan tíðar að hefja hljómleikahald í London. er John lézt. John var 31 árs að aldri og lætur eftir sig konu og litla dótt- ur. og lærdóm á því sviði. ★ Eg er samanrekið mikilmenni. .. Sjá viðtal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.