Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973
Þýtur í skóginum
5. kafli
ÆVINTÝRI FROSKS
Þegar froskur gerði loks smáhvíld á máli sínu,
sagði rottan: „Heyrðu, frosktetur, ekki langar mig
að spilla gleði þinni eftir allar þessar þrengingar,
sem þú hefur orðið að þola. En í alvöru talað, sérðu
ekki sjálfur hversu heimskulega þú hefur farið að
ráði þínu? Þú hefur verið settur í hlekki, þér hefur
verið varpað í dýflissu, þar sem þú þurftir að búa við
sult og seyru, síðan ertu hundeltur og það er dregið
dár að þér og loks ertu, drukknun nær, dreginn upp
úr ánni. Hvað er svona eftirsóknarvert við þetta? Og
hvað svona fyndið? Og allt verður þetta fyrir það
eitt, að þú getur ekki setið á þér að stela bifreiðum.
Þú veizt, að bílar hafa alla tíð verið þér til bölvunar.
Ef þú endilega vilt hafa slík tæki undir höndum, því
þarftu þá að stela þeim? Varla ertu setztur undir
Eftir Kenneth
Graheme
stýrið, þegar ósköpin dynja yfir þig. Þú getur gert
sjálfan þig örkumla, ef þér sýnist. Gerður svo vel. Og
þú getur sóað öllum eigum þinum. En hvers vegna
kýstu að vera tugthúslimur? Hvenær ætlarðu að sjá
að þér og hugsa um vini þína og vera þeim til sóma?
Heldurðu til dæmis, að það sé gaman fyrir mig að
heyra hvíslað að baki mér, að „þessi þarna“ eigi
vingott við óþjóðalýð?“
Því varð ekki neitað um frosk, að í rauninni var
hann bezta skinn og umbar það vel, ef vinir hans
settu ofan í við hann. Og enda þótt hann væri mjög
þrár, gat hann þó komið auga á fleiri hliðar málsins.
Stína Ella
Rósa Eva
Anna
Finnið tvíburana!
Honna Ásta Jóna Sigga Gréta
Hérna eru 10 stúlkur. T\ær þeirra eru tvíburar og þær eru eins
klæddar. Getur þú fundið hverjar þær eru? Svarið er hér fyrir
neðan.
MejnqjA) n.i.i eíífíis "0R.V3 mr.vs
FEROIIMAIMO
oAJonni ogcTWanni
eftir
Jón Sveinsson
„Hvert ætlið þið, drengir?“ spurði hún.
„Út á fjörð að fiska“.
Þórdís sá flautuna, sem stóð upp úr vasa minum.
„Ætlarðu að leika á flautu úti á sjó?“
Ég fór hjá mér og svaraði:
„Já, svona dálítið með“.
Þórdís horfði hvasst á mig og sagði:
„Ég veit ekki, hvernig á því stendur. En ég er ekki
óhrædd um ykkur. En“, bætti hún við, „ég vona, að
guð haldi verndarhendi yfir ykkur“.
Mér varð órótt við þessi orð. Eftir stutta þögn hélt
gamla konan áfram:
„Heyrðu, Nonni, viljið þið ekki hætta við þetta
ferðalag?“
„Af hverju?“ sagði ég.
Ilún leit á litla bróður minn og sagði:
1' *
ilisi:
„Það getur farið illa fyrir ykkur. Það er hættulegt
fyrir tvo litla drengi að fara einir út á fjörð“.
Það lá við, að ég vildi helzt hætta við allt saman.
En þá kallaði Manni:
„Eigui 1 við ekki að fara að fara?“
„Jú“. sagði ég ósjálfrátt. „Nú förum við að fara,
Manni“.
Ég hei i upp hugann og . ^ði við Þ
„Okkur þætti leitt að h; tta við þ
erum húnir að hlakka til h inar leng
okkar hafa leyft okkur að fa a“.
„Guð fylgi ykkur þá“, sagði gamla ko an. „En ekki
skuluð þið fara út fyrir Oddeyrartangt.. Haldið þið
ykkur á milli skipanna á höfninni. Það er nóg rúm
þar fyrir ykkur“.
„Við skulum fara varlega“, sagði ég.
sa ferð. Við
og foreldrar
nkiHioíQunkQffinu
— Frábært l'rk. Faxhólm — í
na'sta skipti reynuni við svo að
fá læstinn nu'ð yfir hindrun-
ina.
1
.2
1
E
6-
— Ilefurðu nú t'iin t'inu sinni
vt'rið að rffast vió amniiiK.ja
I it lu flóttur iníua.. ?
%<T
— \ú a'tlar pappi aó st"j;ja þér
fittln að ’uin I raintíðina.. .
Ilann cr iiffnilt'sá sljiirnu-
fra'iliui’iir.. .