Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973
5
VARÚLFUR í VÍGAHUG
Fjórða bókin um Chris Cool ungnjósnara.
Bandaríska leyniþjónuétan sendir tvo af sínum
færustu njósnurum, Chris Cool og Geronimo
Johnson, austur fyrir járntjald til þess að bjarga
þaðan vinveittum manni, en þeir koma of seint.
Minnstu munar að Chris sé hæfður með eiturör
og margt fer öðru vísi en ætlað var. Leikurinn
berst síðan til Austurlanda og svo aftur austur
fyrir járntjaldið, og allan tímann eiqa þeir í
höggi við harðsvíraða glæpamenn.
LEYHDARDÓMUR
SVARTSKEGGS SJÓRÆNIHGJA
Önnur bókin um þá félaga Bob, Pete og Júpiter,
sem mynda Njósnaþrenninguna, að ógleymdun
Alfred Hitchcock.
Hinir tápmiklu félagar í Njósnaþrenningunni eru enn
við sama heygarðshornið; haldnir óseðjandi löngun til
þess að vera leynilögreglumenn og leysa hverskonar
leyndardóma. Ævintýralöngunin rekur þá út í margs
konar hættur og ævintýri.
EMMA
„Elskan mín, ég er hrædd um að
það geti orðið langt þangað til að
við sjáumst næst. Allir eru mjög
ánægðir með kvikmyndina mlna og
umboðsmanni mínum þykir líklegt
að þeir bjóði mér langvarandi samn-
ing. Hann gæti jafnvel orðið til
fimm ára". Fimm ár, orðin syrtu
fyrir augum Emmu. Eftir fimm ár
yrði hún sextán ára, nærri fullorðin.
Barna- og unglingabœkur 1973
Örn & Örlggur, Vesturgötu 42, — Sími 25722.
PADDIHGTDH KEMUR TIL HJÁLPAR
Hugh Lofting
Dagfinxtur
dýralæktiir
og sjórænlnglarnlr
* • *
rsSSD
Al Perkins umskrifaði fyrir byrjendur í lestri
Andrés Kristjánsson íslenzkádi
Þriðja ævintýrið um Perúbjörninn, sem getur talað
og býr með Brownfjölskyldunni.
Nú eru þrjú ár liðin síðan hinn gunnreifi hrakfallabálk-
ur, PADDINGTON Perúbjörn, hélt innreið sína á ís-
lenzkan bókamarkað. Paddi eins og hann er venjulega
kallaður, gengur um með rauðan, háan hatt, og hefur
sínar eigin skoðanir á lífinu, sem fara því miður ekki
alltaf í sama farvegi og annarra. Þess vegna lendir
Paddi í alls konar ævintýrum og klandri, enda er hann
skjótur að taka ákvarðanir og framkvæma þær, en
hugsar minna um afleiðingarnar — og raunar alls ekki
fyrr en það er allt of seint.
Paddington
kemur
til hjálpar
MICHAEL BOND
DAGFINB8UR DYRALÆKNIR
OG SJÓRÆNINGJARNKR
— BYRJENDABÓK —
Dagfinnur dýralæknir er á leið heim frá Afríku
á skipinu sínu og með honumeru öll dýrin, en
þá kemur babb í bátinn, sjóræningjar ráðast
á þau. En Dágfinnur dýralæknir drepst nú
aldrei ráðalaus og með aðstoð vina sinna,
dýranna, finnur hann upp ráð til þess að
losna við Ben Ali sjóræningja og félaga hans.
Allt fer vel að lokum, sem betur fer.
Myndir gerM
LEYHDARDOMUR VILLA ROSA
Buckingham-fjölskyldan fer í ferðalag itl
Ítalíu og ætlar að dvelja á hótel Villa Rosa í
miðaldabænum Orvieto. Á leiðinni lenda þau
strax í erfiðleikum og ævintýrin bíða þeirra á
Villa Rosa, þar sem þau flækjast í net alþjóð-
legs glæpahrings. Útlitið er stundum svart,
en að lokum afhjúpar hinn þrautseigi Símon
le.yndardóm Villa Rosa og flettir ofan al
víðtækum samtökum um stuldi á frægum
listaverkum.