Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 16

Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 Kaffibrúsakarlarnir Mono, LP SG-hljómplötur Kaffibrúsakarlarnir þ.e. Gísli Rúnar Jónsson og Júiius Brjánsson, urðu vinsælir í einu vettvangi er þeir komu fram f skemmtiþáttum sjónvarpsins s.l. vetur. Fyndni þeirra var að vísu ekki við allra hæfi, þar sem hún byggðist mest á útúr- snúningum, afbökunum á venjulegu málfari og ýmsum öðrum fáránlegheitum. Og þessi plata er einmitt í þessum dúr. Henni er skipt niður i nokkra kafla; Þáttur er um Jón smið, málshátta- samkeppni, vísnaþáttur, umferðarþáttur auk ýmiskonar spak- mæla um konur þeirra félaga. Útúrsnúningarnir fljúga á víxl og þeir sem hafa gaman af svokölluðum fílabröndurum munu án efa skemmta sér hið besta yfir þessari plötu, en eins og alltaf fer gamanið að minnka, þegar búið er að hlusta á sömu plötuna margsinnis. Gísli og Júlíus hafa búið til eitthvað af efninu, en nokkra brandara hefur maður lesið á skemmtisfðum dagblaðanna, en þetta er þó ekki til mikilla lýta. Haukur Ingibergsson: HLJÓMPLÖTUR Verkstæði jólasveinanna Höf: Thorbjörn Egner SG-hljómplötur Jólaplata SG-hljómplatna í ár er barnaleikrit, sem flutt var í útvarpi f.vrir nokkrum árum og heitir Verstæði jóla- sveinanna. Það er eftir Thorbjörn Efener, og er þetta fjórða leikrit hans, sem kemur út á SG-hljómplötu, en þeirra frægast er Kardemommubærinn. Þetta leikrit er mjög vel víð hæfi barna jafnvel allt niður í þriggja ára og ber þar þrennt til: Málfariðer eðlilegt, leikritið greinist f tvo afmarkaða kafla, og er auk þess það stutt, að athyglin ætti að haldast óskipt allan tímann. Raunar er leikritið of stutt til flutnings á LP plötu en úr þvf er bætt með tveimur jólakvæðum fluttum af Ómari Ragnarssyni og í hlutverki Gátta- þefs tengir hann leikritið og ljóðin á smekklegan hátt. Af öðrum leikurum má nefna Helga Skúlason, Brynju Benediktsdóttur og Bessa Bjarnason en leikstj(iri er Klemenz Jónsson. Er óhætt að mæla með þessari plötu sem sérlega góðri fyrir yngstu aldurs- flokkana. BOKMKNNTIK Jón Þ. Þór skrifar MENN í ÖNDVEGI Menn í öndvegi. Brvnjólfur hiskup Sveins- son. Höfundur: Þórhallur Gutt- ormsson. Útgefandi: Isafoldarprent- smiðja h.f. ÁRIÐ 1969 hóf ísafoldarprent- smíðja útgáfu nýs bókaflokks, sem bar nafnið; Menn í öndvegi. Það ár kom út f.vrstu tvær bæk- urnar i flokknuni, Gissur jarl, eft- ir Ólaf Hansson prófessor, og Skúli fógeti, eftir Lýð Björnsson. Arið 1967 bættist þriðja bókin við og fjallaði hún umJón Loftsson í Odda. Höfundur var Egill J. Star- dal. Ari síðar kom fjórða bókin: Jón biskup Arason, eftir Þórhall Guttormsson. Nú er nýkomin út fimmta bókin í flokknum. Hún fjallar um Brynjólf biskup Sveinsson og er samin af Þórhalli Guttormssyrii. Fj öl sk y I d u v an d a m á 1 B ry n jó 1 f s biskups hafa löngum verið ís- lenzku þjóðinni kært umtalsefni, en þó sennilega sjaldan sem nú. En þótt furðurlegt megi virðast hefur aldrei áður komið út ævi- saga biskups, skráð af sagn- fræðingi. Fjölmargir sagnfræð- ingar hafa að vísu fjallað um ævi Brynjólfs Sveinssonar f ritgerð- umi og saga hans er prentuð í ýmsum safnritum, en af einhverj- um orsökum hafa menn ekki talið það ómaksins vert fyrr en nú, að skrá sögu hans á sérstaka bók. Fram til þessa hefur allt snúizt um Ragnheiði. Hinni nýju bók er skipt f tíu kafla. í fyrstu kaflanum er sögu- sviöið skýrt. Þar greinir höfundur i' stuttu máli grein fyrir helztu viðburðum í sögu 17. aldar, og þróun íslenzku kirkjunnar frá siðaskiptum og fram á daga Brynj ólfs. I næsta kafla er fjallað um ævt Brynjólfs fram til þess, er hann tók við embætti Skálholts- biskups. I næstu þremur köflum er sagt frá hinni skörulegu kirkjustjórn Brynjólfs biskups og frá skólahaldi í Skálholti á hans tíð. Ilöfundur rekur öll nýmæli biskups og sýnir fram á, hve mikl- ar framfarir urðu af þeim. I þess- um köflum kemur glöggt fram, að þegar Brynjólfur biskup tók við embætti Skálholtsbiskups, var hnignunarskeið kirkjunnar raun- verulega hafið. Prestar voru margir hverjir óreiðumenn og ribbaldar, og eftir þeim dansaði almúginn. Með skörulegri stjórn tókst biskupi að rétta hlut kirkjunnar um stund, en fljótlega mun þó hafa sótt í sama farið aftur. Það er því kannski nokkuð hæpin fyllyrðing, að Brynjólfur hafi verið mestur siðbótarmaður islenzkra kirkjuleiðtoga. Þar mun varla nokkur maður komast íil jafns við Gissur Isleifsson. Kaflinn um skólahald í Skálholti er að mörgu leyti góður, en þó finnst mér sem betur hefði mátt lýsa kjörum skólasveina. Sá kafli bókarinnar, sem mér finnst sýnu beztur, ber yfir- skriftina: Menningarviðleitni á myrkri tíð. Þar er á skemmtilegan hátt lýst ástandi bókmenningar á íslandi á 17 öld. Kirkjan einokaði allt prentverk f landinu og lands- menn voru orðnir harla fáfróðir um forna bókmenntafjársjóði sína. Brynjólfur biskup átti að sönnu mikinn þátt í að beina för ýmissa af okkar dýrnætustu hand- ritum úr landi, en hver hefðu orðið örlög þeirra, ef þau hefðu aldrei til útlanda farið? Sennilega væru þau ekki lengur til, a.m.k. ekki í því ástandi, sem þau eru f nú. Brynjólfur biskup hafði á prjón- unum miklar áætlanir um prent- un íslenzkra fornrita. Starfsbróð- ir hans, Þoiiákur biskup Skúla- son, beitti sér gegn því, að Brynjólfur fengi leyfi til prent- smiðjureksturs og hefur löngum hlotið ántæli fyrir. Rétt er það, fslenzk fræði misttu mikils er útgáfuáætlanir biskups fóru út um þúfur. En gat Brynjólfur ekki fengið bækurnar prentaðar á Hólum? Eða fylgdi biskup málinu kannski aldrei nógu fast fram? Þessum spurningum fæst víst ekki svarað héðan af, en það má teljast kald- hæðni sögunnar, og líkn hennar um leið, að sá, sem fyrstur lét prenta fornrit á íslandi, var Þórð- ur biskup Þorláksson, eftirmaður Brynjólfs á Skálholtsstóli, — og sonur Þorláks biskups Skúlason- ar. Síðustu kaflar bókarinnarfjalla um viðskipti biskups við fulltrúa konungsvaldsins, heimilisbölið fræga og síðustu æviárin. Ekki hirði ég um að rekja þessa kafla hér, öllum er kunnungt um at- burði Kópavogsfundarins, svo að ekki sé_ minnzt á hrösun Ragn- heiðar og Daða. Þegar litið er á bókina í heild verður ekki annað sagt en að hún sé ljómandi góð. Hugmyndin með þessari útgáfu er ekki að gefa út strangvísindaleg rit, heldur bæk- ur, sem geti orðið öllum, þeim sem hafa gaman af lestri rita um sagnfræðilegefni, til fróðleiks og dægrastyttingar. Þetta hefur tekizt í þessari bók. Hún er rituð á mjög þægilegan hátt, allt það sem máli skiptir í ævi biskups kemur fram og hlutdrægislaust er skýrt frá ölluin „viðkvæmum'' málum. Aldaffarslýsingar eru yfirleitt góðar og gefa lesandanum gott tækifæri til þess að glöggva sig á tíðarandanum. Bezt er þessi ævi- saga Brynjólf biskups Sveinsson- ar þó sennilega fyrir þá sök, að hún fjallar um Brynjólf en ekki Ragnheiði. Gæzluvöll- um fjölgar ALLS er gert ráð fvrir, að 33 gæzluvellir verði starfræktir í borginni 197J; kostnaður við þá mun verða um 50 milljónir kr. Ilækkun frá árinu í ár er um 11 milljónir; þetta er allveruleg ha'kkun, sem stafar eins og fyrr segir af fjölgun vallanna úr 29 í 33 auk fimm val la hluta úr árinu í stað tveggja nú. Starfsliði mun fjiilga um 12, þ.e. 10 gæzlukonur og 2 gæzlumenn á starfsvöllum . .. í tengslum við þetta má geta þess, að á árinu 1972 jukust ræktunarsvæði borgarinnar úr 171 ha. í 224,6, ha. eða um 32.6 hektarar. Þessi aukningu fylgir óhjákvæmilega aukinn viðhalds- kostnaður ræktunarsvæðanna og einnig hefur uppeldi trjáplantna f ræktunarstöðinni f Laugardal aukizt mjög mikið. Magnús Jónsson á Varðarfundi: Mesta verð- bólga, máttu sjá, að <511 þeirra spilaborg var að hrynja. Magtuis minntist gamallar sögu <tf Snæfellsnesi um bóndá nokk- urn sem átti son, sem var hinn mesti búskussi. Bóndi sagði eitt sinn við son sinn, að honum fynd- ist stundum aðeins einn munur á þeim svninum og guði almáttug- um: „Guð gerði allt úr engu, en sonurinn allt að engu." Þessi saga minnti á vinstristjörnir, jafnt þá serh nú situr og hina fyrri. Það sem þekkst herar \ I K \ MII \Í .I>S AÐALFUNDI i ;yoar. -em fi am fór s.l. þriðjti dag, flutti Magmís Jó isson, vara formaður Sjálfsta-ðisf lokksins. ávarp. í upphafi þess fór hann nokkrum orðum um lyklir lanil- helgismálsins og hvernig staðan va*ri nú í þjóðmáluniim. eftir af- greiðslu þess. Sagði Magnús, að meðan land- heldismálið var hvað mest í deigl- unní mátti vart á iinnur mál drepa. án þess að forsætisráð- herra. éh þó einkanlega sjávarút- vegsráðherra. rækju upp ramakvein og töluðu um ógæfu og nánast landráð. Nú væri þeim fyrirslætti ekki lengur til að dreifa og ríkisstjörn- in stæ’ði frammi fyrir nöktum sannleikamnn. Það væri eftir- tektarvert. að fyrstu einkenni um hið breytta sljörnmála- ástand væri sú sundrung. seni þegar magnaðist upp meðal st jórnarliðanna. þegar þeir gátu ekki lengur skýlt sér á bak við landhelgismálið og allir virtist sarna, hvernig að þeim væri búið, er þær tækju við, hversu digra sjóði þær fengju í Iniið; áður en varði. hefðu þær kotnið öllu i kalda kol, hver ráð- herra kennandi iiðrum um ófar- irnar. með þeim endemum, að f annarra hlut kæmi sfðan að reisa úr rústunum. Munurinn á þessari vinstri stjórn og hinni fyrri væri aðeins sá, að við hefðum að undanförnu búið við slíkt góðæri og svo góð viðskiptakjör erlendis, að stjórn- inni hefði enn ekki tekizt að só- lunda öllu, þrátt fyrir ítekaðai- tilraunir. Magnús Jónsson sagði, að senni- lega væri það rétt, að það lögmál gilti, að skin og skúrir skiptust á, og vinstri stjórnir væru svo sann- arlega skúrir fslenzkra stjórn- mála. Forsætisráðherra fyrri vinstrí stjórnar hefði haft mann- dóm til að játa úrræðaleysi stjórn- ar sinnar og gefast hreinlega upp, áður en hann fór fram af hengi- fluginu, En ef urn hengiflug var talað þá, væri varla vitað hvað hægt væri að kalla þau ösköp, sem nú væru framundan. Því nú væri ríkisstjórnin komin með þjóðar- búið fram á bjargbrún á hrylli- legri gjá en þá var og hún myndi ramba fram af, ef ekki yrði fljót- lega spyrnt kröfturlega við fótum. Þrátt fvrir allt „baslið" hjá fjár- málafaðherra þá geisaði nú mesta verðbólga, sem þekkst hefði á is- landi. Vart liði sá dagur, að ekki bær- ust fregnir um, að ráðherra vægi hver að öðrum. ellegar töluðust alls ekki við. Á meðan þessi bræðravíg ættu sér stað innan rík- isstjórnarinnar logaði verðbólgan æ bjartar. Enda hverjum dytti í hug, að svo sundruð lyjiirð gæti fengist við vanda þann, sem nú væri við að fást — engum. Magnús sagðist engu vilja spá um örlög vinstristjórnarinnar, en menn yrðu að gera sér grein f.vrir því, að þess gæti ekki verið langt að bíða, að sjálfstæðismenn yrðu að axla meiri b.vrðar en nokkru sinni, og taka á sig ábyrgð af afglöpum annarra rnanna, áður en það vrði um seinan. Ilann sagði: Sjálfstæðisflokkur- inn verður að-gera það, vegna þess, að hann einn getur það, enda fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum áb.vrgðasti hluti þjóðar- innar. Þ\T kynni svo að fara, að ekki væru aðeins mikilvægar borgar- stjórnarkosningar framundan, heldur gætu orðið Alþingiskosn- ingar á undan þeim. Að lokum sagði Magnús Jóns- son í ávarpi sínu: Sundrungin í stjörnarliðinu eykst. vandinn í efnahagsmálum vex og engar lík- ur eru á, að ráðherrar, sem fjand- samlegir eru hverjir öðrum, taki á sig þann vanda, sem við er að glíma. Yfir standa vinnudeilur og samningar fást ekki. Ríkisstjórn- inni tekst ekki að brúa fjárlög. Nú ríkir því ekki aðeins skammdegi hins íslenzka vetrar, heldur er myrkur í íslenzku stjórnmálalífi og kvíði í fólki. Við sjálfstæðis- menn þurfum að búa okkur undir að létta af þeim kviða. Sjálfstæð- isflokkurinn er kjölfesta íslenzks þjóðlífs og hann þarf að leiða þjóðina út úr sortanum og Ieggja allt kapp á að byggja upp betri og fegurri framtíð."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.