Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 21

Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMÖER 1973 21 Einum framkvæmdastjóra Fiat-verksmiðjanna Itölsku var rænt f Turin á Italfu f sfðustu viku. Krefjast ræningjarnir mikils lausnargjalds fyrir að framselja hann. Á meðfylgjandi mynd er lögreglan að skoða bifreið, sem var notuð til ránsins. Ræningjarnir kveiktu f henni eftir að hafa notaðhanatil aðhylja fingraför og önnur verksummerki eftir sig. Eldflaugum og sprengjum óspart beitt á N-Irlandi Hver á að bjóða til funda í Genf? Belfast, 12. des, NTB. NÝ ALDA ofbeldis gekk yfir Norður-trland f dag og var beitt sprengjum, eldflaugum og hand- vélbyssum. Einn lögreglumaður lét lffið, en félagi hans og fjórir brezkir hermenn særðust. Lög- reglumaðurinn, sem dó, féll fyrir sprengju. Henni hafði verið kom- ið fyrir I bifreið hans og sprakk hún, þegar hann sneri kveikju- Ivklinum til að setja bifreiðina í gang fvrir framan heimili sitt. Þá var gerð árás á lögreglustöð í landamærabænum Belceo, sem er 128 kílómetra fyrir vestan Belfast. Minnst sex eldflaugum var skotið að lögreglustöðinni og öllu þær miklu tjóni, en ekki mannfalli. Hins vegar særðist einn lögregluþjónanna á öxl. Ilryðjuverkamennirnir hófu einnig ákafa skothrfð á brezka hermenn, sem eltu þá frá stöð- inni, en enginn særðist f þeirri viðureign og mennirnir sluppu. Þá sprakk sprengja við bryn- varða brezka herbifreið, þegar hún ók framhjá skurði skammt frá Dungannon og fjórir hermenn særðust, þar af einn alvarlega, að sögn talsmanns hersins. Þá skemmdist bensínstöð og önnur lögreglustöð í Dungiven, sem er 32 km fyrir suðaustan Lond- onderry, þegar 45 kílóa sprengja sprakk í bifreið. Enginn slasaðist þá, enda hafði lögreglan fengið tilkynningu um sprengjuna Brezki herinn óttast, að nú sé að hefjast nýtt tímabil hryðjuverka, því að öfgasinnaðir kaþólikkar og mótmælendur hafa hótað því að gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur, til að hindra, að írlandsráðið verði að veruleika. Kairo, Tel Aviv, 12. des. AP- NTB. EINHVER ágreiningur mun nú risinn milli tsraela og Araba um það, hver eigi að bjóða til fyrir- hugaðrar friðarráðstefnu í Genf, 18. des. nk., að því er NTB-fréttir herma samkvæmt heimildum í Kairo og Tel Aviv. Segir egvpzka hlaðið „Al Ahram“, að Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna muni bjóða til ráðstefnunnar, en formennsku funda verði síðan skipt milli stór veldanna, Bandaríkjanna og Sovétrfkjanna. NTB segir Israela hins vegar lítt hrifna af þvf, að ráðstefnan verði boðuð af hálfu S.Þ. — þeir vilji, að stórveldin bjóði til hennar. Abba Eban utanríkisráð- herra ísraels hefur mjög dreg- ið úr hótun Moshe Dayans landvarnarráðherra um, að ísrael muni e.t.v. ekki taka þátt í friðar- ráðstefnunni. Sagði Dayan f gær, að þeir myndu ekki sitja ráðstefn- una ásamt Sýrlendingum, nema þeir hefðu áður afhent lista með nöfnum israelskra stríðsfanga og heimilað fulltrúum Rauða kross- ins að sjá þá. Eban sagði á hinn bóginn, að ísraelar myndu sækja ráðstefnuna og þeir hefðu ekkert á móti því að semja þar við Egypta, Jórdani og Libani, en israelskir fulltrúar myndu ekki ganga til samninga við Sýrlend- inga fyrr en fangamálin væru leyst. Samkvæmt NTB-fregnum frá Kairo hafa stjórnir Elgyptalands og Sýrlands orðið ásáttar um sam- eiginlega stefnu á friðarráð- stefnu, en Assad forseti Sýrlands fór frá Kairo f gærkveldi eftir tveggja daga viðræður við Sadat forseta Egyptalands. Síðast voru kallaðir til funda við þá sendi- herra Sovétríkjanna í Kairo, Vladimir Vinogradov og Herman Eilts yfirmaður sendisveitar Bandarfkjanna í Kairo og tjáð, hvernig þeir hygðust bera sig að í Genf. Chile fær áfram aðstoð frá Bandaríkjunum Washington, 12. des., AP. TILLAGA um að fella niður 11 milljón dollara aðstoðvið Chile á þessu ári var felld með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkja- þings I dag. Flutningsmenn tillögunnar báru meðal annars því við. að stjórnin hefði látið fangelsa 200 Bandaríkjamenn. Otto E. Passman formaður utanríkisaðstoðardeildar fullrúadeildarinnar hvatti hins vegar til, að aðstoðin yrði veitt. Hann sagði, að Bandaríkin hefðu veitt marxískri stjórn Salvadors Allende aðstoð og ekki væri ástæða til að hætta henni nú. Tillagan var svo felld með 304 atkvæðum gegn 12. Aðstoðin, sem Bandaríkin veita Chile, er að mestu hernaðarlegs eðlis. Þetta mál kom upp, þegar verið var að ræða aðstoð Banda- rikjanna við erlend rfki. og er gert ráð fyrir, að til henn- ar verði varið 5,8 milljörðum dollara. Þar af fara um tveir milljarðar til ísraels. Er það bæði í formi beinnar aðstoð- ar og svo lána til langs tíma með lágum vöxtum. Kenna kommúnist- um um óeirðirnar SKYLAB-MENN RANNSAKA NORÐURPÓL SÓLARINNAR Aþenu, 12. desember, NTB. VALDHAFAR.NIR í Grikklandi hafa sakað fyrrverandi stjórn- málamenn og félaga í grlska kommúnistaf lokknum um að hafa skipulagt hertöku tæknihá- skólans I Aþenu, sem stúdentar framkvæmdu í miklum óeirðum I sfðasta mánuði. Asökunin var borin fram f hlaðinu „Herlögreglan", sem Spáð 25-75% aukningu at- vinnuley * í Hollandi Haag, 11 des., NTB. Hollenzk dagbliið halda því fram í dag, að tala atvinnulausra manna í Hollandi muni hækka um 25—75% á næsta ári vegna oliuskortsins og hækkaðs verðs á innflutningi. Segja þau, að búast megi við þvf, að atvinnulausir, sem nú eru um 100.000, verði áður en langt um líður orðnir 125.000, eða allt upp í 175.000, og leggja til grundvallar þessum út reikningum sínum 25% samdrátt f olíusölu til landsins og 15% hækkun á innflutningsverði. Blaðið Algemeen Dagblad f Rotterdam segir, að nota megi jarðgas í stað helmings þeirrar olíu, sem Hollendingar verða nú án að vera, bæði til iðnaðarþarfa og upphitunar húsa. Megi fram- kvæma þessa breytingú á fjórum mánuðum. Þá ségir, að hollenzka stjórnin hafi til athugunar áætlanir uni að auka jarðgasframleiðslu f Shocktegen úr 77 milljónum rúm- metra á ári í 82.5 milljónir rúm- metra á ári. segir. að ákvörðun um að láta stúdenta taka skólann á sitt vald hafi verið tekin eftir minningar- athöfn, sem haldin var f tilefni þess, að fimm ár voru liðin frá dauða Georges Papandreou, fyrr- verandi forsætisráðherra Grikk- lands. Miklar óeirðir urðu vegna þess og ekki bara méðal stúdenta. þvf að fjölmargir almennir borgarar tóku þátt í mótmælum gegn stjörninni. Þessar óeírðir ui'ðu m.a. til þess, að George Papado- poulosi forseta var stevpt af stóli og við tók ný herforingjastjórn. Opinberar heimildir segja, að 13 manns hafi látizt og 150 særzt f óeirðunum, en ýmsir telja, að þær tölur séu alltof lágar og hefur því verið haldið fram, að hundruð manna hafi fallið. Houston. 12. desember, AP. GEIMF.VRARNIR þrír f Skylab- geimstöðinni, þeir Gerald Carr, William Pouge og Edward Gib- son, stunda þessa dagana rann- sóknir á norðurpól sólarinnar í von um að finna meðal annars aðal upptök útgeislunar sólarinn- ar, sem hefur áhrif á veður á jörðinni. Geimfararnir nota átta stórar myndavélar við þess- r,r rannsóknir. Vísindanenn telja að á norður- pól sólarinnar sé að finna upptök strauma útfjólublárrar geislunar. Geimfararnir eiga meðal annars að mynda þau fyrirbrigði, sem kölluð eru sólgos, en þau rfsa allt að 10 þúsund mílur út í geiminn, frá yfirborði sólarinnar. Taliðer, að þau valdi miklu um hita um- hverfis sólina. Edmund Reeves, sem er sér- fræðingur f sólarrannsóknum við stjarnfræðirannsóknardeild Harward-háskóía. sagði frétta- mönnum, að hin útfjólubláa geisl- un sóiarinnar hefði mikil áhrif á efri lög gufuhvolfs jarðarinnar og það hefði aftur áhrif á veðurfar á jörðinni. Það hefur einnig mikil áhríf á fjarskipti. Ilann sagði. að r a n n só k n i r Sky 1 ab-ge i mf ar an n a gætu leitt til þess. að vísinda- menn gætu spáð fyrir uin styrk- leika geislunarinnar og það gæti hjálpað veðurfræðingum við að spá fyrir uin veðrið. Carr. Pouge og Gibson hafa nú verið í 26 daga um borð i Skylab og hefur allt gengið að óskum hingað tiLAð öllu óbreyttu verða þeir um borð í alls 84 daga áður en þeir snúa aftur til jarðar f Apollo-geimfari sínu. Rússar vilja Luns rekinn Moskvu, 12. desember, NTB. SOVÉZKA fréttastol'an Tass hvatti I gær NATO til að víkja Joseph Luns aðalritara samtak- anna úr starfi. Tass sagði, að NATO væri að vfsu ekki í neinu uppáhaldi á fréttastofunni, en hún vildi samt gefa bandalag- inu þaðgóða ráð að reka Luns, vegna þess aðhann væri hættu- legur maður. Tass vitnaði til einnar af ræð- um Luns, þar sem hann líkti Sovétríkjunum við Þýzkaland nasista á millistríðsárunum, þar sem þau byggja sig undir stríð og undirrituðu friðar- samninga á sama tíma. Tass segir, að fáránlegt sé að likja landi, sem missti milljónir mannslífa í baráttunni við Hitl- er-pestina, við það land, sem pestin kom úr. Fréttastofan minntist þess, að Luns hefði lýst sjálfum sér sem Ilollendingi með suður- amerískt blóð í æðum og sagði: — Ræðan var ekkert skap- gerðareinkenni heidur bendir hún til þess, að við stöndum andspænis „klinisku" tilfelli. sem hefur öll einkenni „deleri- um tremens '. Rússar eru reiðir við Luns. Ilér ræðir hann við Andrew Good- paster yfirmann herja NATO í Evrópu á fundi bandalagsins á mánudaginn. Henry Kissinger utanrfkisráðherra Bandarfkjanna snýr baki við myndavélinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.