Morgunblaðið - 13.12.1973, Síða 38

Morgunblaðið - 13.12.1973, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Að vísu tautaði hann í sífellu, á meðan rottan fór með ræðu sína: „En það var samt gaman. . . ofsa- gaman,“ og gaf frá sér ýmis hljóð, eins og niðurbælt Hjálpaðu honum heim Þessi litli jólasveinn sást I einhverri verzlun hér I bænum um helgina. En þegar hann ætlaði til hvíiustaðar sfns rataði hann ekki. Hann á um 4 leiðir að velja. En hver er sá rétti? Getur þú hjálpað honum? nfjcJ gjai :jbas fnas og fliss, en þegar rottan þagnaði, stundi hann við og sagði fullur lítillætis: „Satt segirðu, rotta. Þú ert svo skynsöm. Já, ég hef farið illa að ráði mínu. Það veit ég vel. En nú ætla ég að bæta um betur og hvað bílana varðar, held ég, að ég sé orðinn þeim afhuga eftir ferðina í þessa á þína. Reyndar var það svo, þegar ég hékk þarna á hálmstráinu fyrir framan holuna, þá skaut ágætri hugmynd upp í kollinn á mér . . . í sambandi við vélbáta . . . nei, nei, vertu róleg, ekki velta neinu um koll hérna. Þetta var bara hugmynd og við skulum ekki tala meira um hana. Við skulum drekka kaffið og fá að reykja og spjalla svolítið saman og svo labba ég í hægðum mínum heim í Glæsihöll, fer í mín eigin föt og kippi öllu í sitt gamla lag þar. Ég er búinn að fá nóg af ævintýrum í bili. Ég ætla að lifa rólegu og grandvöru lífi, laga það sem aflaga hefur farið og dútla mér við eitt og annað á landareign minni. Húsið mun alltaf standa opið fyrir vinum mínum og þar verður matur á borðum og ég ek um í litlum eineykisvagni, eins og í gamla daga, áður en eirðarleysið náði tökum á mér.“ „. . . labbar í hægðum þínum heim í Glæsihöll!" hrópaði rottan í miklum hugaræsingi. „Hvað ertu að segja? Hefurðu ekkert frétt?“ „Frétt hvað?“ spurði froskur skelfdur. „Haltu áfram, rotturófa. Fljót. Ekki hlífa mér. Hef ég ekki frétt hvað?“ „Ætlarðu að segja mér, að þú hafir ekkert frétt af mörðunum og hreysiköttunum?" „Úr Stóraskógi?" æpti froskur og skalf af geðs- hræringu. „Nei, Ekkert. Hvað hafaþeir gert?“ £JVonni ogcTVlanni Ekki gat ég lofað henni því, að við yrðum inni á höfninni á meðal skipanna. Það kom í bága við ætl- anir okkar. Við urðum að koirast lengia, þangað sem engin tunferð var. Ég kvaddi nú gömlu konuna, hjálpaði Manna upp í bátinn og stökk upp í á eftir og ýtti frá landi. Manni hrópaði af gleði, þegar báturinn rann út á spegilgljáðan sjóinn: „Gaman, gaman!“ kallaði hann og klappaði saman lófunum. Ég stakk annarri árinni í sandbotninn og ýtti frá, og brátt vorum við komnir út á djúpið. Manni var of lítill til þess að róa, svo að ég sagði við hann: „Heyrðu, Manni, þú ert svo duglegur drengur, þú getur verið stýrimaður í dag“. Það líkaði honum vel. Hann settist við stýri. En ég settist á þóftuna og tók til ára. Og brátt skreið báturinn eftir silfurglitrandi sjónum. eftir Jón Sveinsson Og á honum spegluðust gullnir geislar sólarinnar. Á stórri höfninni lágu nokkur útlend skip fyrir akkerum skammt frá okkur. Þar böðuðu þau sig í himinbláum sjónum og sólskininu. „Nonni,“ sagði Manni litli, „eigum við ekki að fara fvrst að skipunum og skoða þau?“ „Jú, Manni. Það skulum við gera. Við höfum tím- ann fyrir okkur. Stýrðu þangað“. Það var upp undir tylft útlendra skipa á höfninni. Flest þeirra voru dönsk kaupskip frá Kaupmanna- höfn. Lengra úti lá hvalfangari frá Noregi og fallegt cnskt skemmtiskip. Eigandi þess var auðugur lávarður, og var hann á ferðalagi uppi í óbyggðum um þessar mundir. En fallegasta og stærsta skipið var „La Pandore“, franskt herskip, og lá það dýpst og nyrzt. Það var búið að liggja þarna nokkra daga og ætlaði brátt að láta úr höfn áleiðis til Frakklands. i - . r i f i i i n li; !il; inu i > < i ÍVteðÍmofQunlfafflnii A — Mig minnir, aSbekkurinn hafi verið mun breiðari þegar við hittumst hér á sokkabands- árunum.. . — Þetta er næstum því eins rómantfskt og þegar ég gifti mig f fyrsta skipti... - i fíui ibni;I <;va ; .i ( i f < / i jI->< 1 i »i ;L;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.