Morgunblaðið - 13.12.1973, Page 39

Morgunblaðið - 13.12.1973, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 39 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan • eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdottir þýddi 15 Hann fékk sér sæti. Hann var staðráðinn í að tala, enda þótt hann hefði sjálfur gert sitt til að andrúmsloftið var ekki sem blið- legast. Maigret settist á móti honum og pantaði glas af Bols. — Ég er reiðubúinn að hlýða á mál yðar. — Fyrst og fremst verð ég að biðja yður að taka eftir því, að ég hef ekki spurt yður, hvað þér hafið hafzt að, né heldur hvert er álit yðar . . . Ég byrja strax á þeim fyrsta, sem hefði getað framið morðið . . . sjálfum mér . . . Ég hafði, ef svo má segja, beztu staðarlegu aðstöðuna til að drepa Popinga og auk þess sást til mín með morðvopnið í hendinni, eftir að glæpur hafði verið drýgður — Ég er ekki ríkur og enda þótt ég sé mjög þekktur . . . þá er það í flestum löndum aðeins í þröng- um hópi sérfræðinga og andans manna. Líf mitt er að mörgu leyti erfitt og ég er ekki efnamaður . . . En engu var stolið og ég gat á engan hátt hagnazt á dauða herra Popinga .. . — En hlýðið á mig. Þar með er ekki sagt, að ekki megi halda ákærunni á hendur mér til streitu. Og sjálfsagt leggja ein- hverjir á minnið, að þegar við ræddum þá um kvöldið um lög- regluvísindi, varði ég þá kenn- ingu, að gáfaður maður, sem með köldu blóði og með öllum sfnum hæfileikum drýgði glæp, gæti leikið á lélegar lögreglusveitir — Þetta mun kannski fá sumt fólk til að halda, að ég hafi viljað staðfesta kenningu mína með dæmi. Ég get sagt yður það í trúnaði, að ef sú væri raunin, mundi ég auðvitað hafa búið svo um hnútana, að enginn hefði nokkru sinni grunað mig um græsku. — Skál! sagði Maigret og fylgd- ist með atferli ölkarlanna. — Ég held sem sagt máli mfnu áfram. Og ég stend fast á því, að enda þótt ég hafi ekki framið morðið og allt bendi til, að skotið hafi verið innan úr húsinu, þá er öll fjölskyldan sek ... — Látið yður ekki bregða. Lftið á þessa teikningu! Og reynið um- fram allt að skilja hinar sálfræði- legu niðurstöður, sem ég hef kom- izt að og hef hugsað mér að setja fram. Nú gat Maigret ekki stillt sig um að brosa að yfirlæti próf- essorsins. —1 Þér hafið sjálfsagt heyrt, að frú Popinga, fædd Van Elst, er i strangtrúarsöfnuði. Faðir hennar er þekktur í Amsterdam og bykir óhemju ihaldssamur og ystir hennar, Any, sem er ekki nema25 ára, hefur þegar haft nokkur af- skipti af stjórnmálum og fylgir sömu meginreglum .. . — Þér komuð ekki hingað fyrr en f gær og hér eru ýmsir siðir, sem eru yður framandi. Vitið þér til dæmis, að kennari við sjó- mannaskólann myndi fá mjög al- varlegar ákúrur hjá yfirmanni sínum, ef hann sæist inni á kaffi- húsi á borð við þetta? — Einum hefur til dæmis verið sagt upp, vegna þess að hann vildi vera áskrifandi að blaði, sem er sagt vera róttækt í meira lagi ... — Ég var samvistum við Pop- inga a^eins eitt kvöld. En það var mér í rauninni nóg ... sérstaklega eftir að hafa heyrt talað um hann — Maður hefði mátt ætla, að hann væri ágætur náungi! Við- felldinn maður með barnslegt andlit! .. . Skýrleg og hrein augu . — En við skulum hafa það hug- fast, að hann hafði verið til sjós. Þegar hann fór í land, tamdi hann sér aðra framkomu og siðavand- ari. En það var aðeins á ytra borði .. . hvarvetna glitti í það gamla .. . — Skiljið þér mig? Já, þér brosið! Þessu franska hæðnis- brosi! Fyrir fjórtán dögum var fundur í klúbbnum, sem hann var félagi í . . . Þar sem Ilollendingar fara ekki á veitingahús, koma þeir saman í því, sem þeir kalla klúbba, og spila þar billjard eða kúluspil .. . — Nú, en Popinga var þarna sem sagt fyrir fjórtán dögum . . . og var orðinn stútfullur klukkan ellefu um kvöldið . . . Einu sinni fyrr í þeirri sömu viku hafði líkn- arfélagið, sem konan hans er for- maður i, haft söfnun til að kaupa föt handa innfæddum á Suður- hafseyjum. Og Popinga, sem var orðinn svona hátt uppi, á að hafa sagt: ,,Ja, þvílík vitleysa! Þetta fólk er miklu fallegra allsbert! í stað þess að kaupa handa þeim föt væri betra ef fleiri fylgdu þeirra fordæmi!" — Auðvitað brosið þér! Þetta finnst yður ekkert stórvægilegt. En hneykslið er ekki gleymt og ef Popinga verður jarðsettur hér í Delfzijl, þá eru þeir til, sem koma ekki f jarðarförina vegna þessa. — Ég hef aðeins nefnt eitt dæmi af ótal mörgum. Eins og ég sagði þá var ekki djúpt á siðleys- inu hjá Popinga. — Reynið þér bara að gera yður í hugarlund, hvað það þýðir hér ef einhver drekkur sig fullan! Sumir nemenda hans hafa hitt hann, þegar hann hefur verið undir áhrifum! Það er kannski þess vegna, sem þeir Iitu nánast á hann eins og guð! — Og hugsið yður nú andrúms- loftið i húsinu úti við Amsterdiep. Munið eftir frú Popinga og Any .. — Lftið út um gluggann! Á báða vegu má sjá jaðra bæjarins. Þetta er lítill bær og hér þekkja allir alla. Verði eitthvert hneyksli vita allir ibúarnir það áður en klukkustund er Iiðin. — Þarna kemur nú til sögunnar sambandið milli Popinga og þessa manns, sem þeir kalla Baesen, sem er hreint út sagt óféti! Þeir hafa farið saman á sæljónaveiðar. Og Popinga fór um borð til hans og þeir drukku saman sjenever . . — Ég vil ekki, að þér myndið yður skoðanir samstundis, en ég endurtek . . . og leggið þessi orð min á minnið . . . að ef glæpurinn er framinn af einhverjum á heim- ilinu þá eiga allir sök þar á!!! — Eftir er að fjalla um heimskingjann Beetje, sem Ftop- inga þurfti endilega að fylgja allt- af heim á kvöldin . . . Viljið þér, að ég gefi yður eina visbending- una enn? Þessi Beetje fer í sund daglega og er sú eina, sem ekki er i baðfötum með pilsi eins og venja er hér, heldur leyfir sér að vera í litlum buxum og brjóstahaldara .. . og það er meira að segja eldrautt á lit! — Nú legg ég það í yðar hendur að halda rannsókn yðar áfram, það hefur aðeins verið tilgangur minn að benda á viss 'atriði, sem lögreglunni sést oftastyfir. — Hvað Cornelius Barens við- kemur, þá er það min skoðun, að hann megi teljast til Popingafjöl- skyldunnar .. . — Annars vegar er sem sagt frú Popinga, systir hennar og Corne- lius . . . og hins vegar þau Beetje, Ooosting og Popinga ... — Ef þér hafið skilið, hvað ég hef verið að fara, þá komizt þér kannski að niðurstöðu ... — Má ég leggja fyrir yður einá spurningu? spurði Maigret al- vörugefinn. — Já, gerið þér svo vel. — Eruð þér mótmælendatrúar? — Já, en ... — Og hvorum megin standið þér? Mér féll ekki við Popinga! — Þar með eigið þér við . . . — Að ég hef samt sem áður ímugust á glæpnum, af hvaöa hvötum, sem verknaðurinn er sprottinn. — Lét hann ekki leika djasstón- list og dansaði við Beetje meðan þér hélduð uppi samræðum við frúna og systur hennar? — Þarna er einmitt enn einn þáttur í skapgerð hans, sem ég hef gleymt að hafa orð á. Alvara Maigret jaðraði við hátíðleik, þegar hann reis upp og sagði: — Ög hvern ráðleggið þér mér svo til að taka fastan? Prófessorinn hrökk í kút. — Ég hef ekki minnzt einu orði á handtöku. Ég gaf yður aðeins nokkrar gagnlegar bendingar, svo að þér gætuð dregið ályktanir á skynsamlegan hátt, ef mér leyfist að segja það. — Já, vitaskuld. En ef þér væruð nú í mínum sporum? — Ég er ekki í lögreglunni. Ég leita aðeins sannleikans sann- leikans vegna . . . og það hefur engin áhrif á athuganir mínar, að ég ligg sjálfur undir grun ... VELVAKAIMDI Valvakandi avarar I abna 10 100 kl. 10.30—11.30. M mánudagl ttl föatudaga._ % Hvernig getur Einar Ágústsson talað um vilja þjóðarinnar í varnarmálunum? Sigurður Magnússon, Dunhaga 17, hringdi. Hann sagðist undrast mjög yfirlýsingar Einars Agústs- sonar utanríkisráðherra á ráð- herrafundi Atlantshafsbandalags- ins, sem nú er nýlokið í Brtissel. Þar sagði ráðherrann m.a., að islenzka þjóðin vildi ekki hafa hér varnarlið. Sigurður sagðist ekki kannast við, að þessi mál hefðu verið borin undir Islenzku þjóðína í síðustu kosningum, þannig að sér væri ekki ljóst, í hvers.umboði ráðherrann segði þessi orð. % Hver er bezta jólagjöf þeirra, sem búa við alls- nægtir? Um daginn var hér til umræðu hungursneyð, sem nú er i Eþíöpíu. Þar var bent á, að Hjálþarstofnun kirkjunnar véitti mótíöku fé til hjálparstarfs í Eþíópiu. Nú hefur Valvakanda borizt bréf frá 10 ára stúlku, sem heitir Brynja Tomer, og er það á þessa leið: „Kæri Velvakandi. Ég heiti Br.vnja og er 10 ára. í dag fékk ég kaupið mitt hjá mömmu, — hún borgar mér fyrir að passa. Eg fékk 1000 krónur. Ég ætlaði að kaupa jöíagjafir fyrir þ.að. Ég var að borða kjúkling og síðan hjálpaði ég mömmu að vaska upp. Þegar við vorum búnar að því sýndi hún mér Morgunblaðið. Þar skrifaði ..saddur maður" í þennan þátt. Þá ákvað ég um leið að eyða ekki peningunum i jólagjafir, heldur ætla ég að styrkja fólk, sem vantar mat. Og nú skora ég á þig — þig, sem ert að lesa þetta, að styrkja þetta fólk. Brynja Tomer.“ Velvakandi vill taka undir áskorun Br.vnju. An þess að ætlunin sé að vera hér með prédikanir beinlínis, þá er ekki úr vegi að minnast þeirra, sem búa við neyð, þegar farið verður að leita að jölagjöfum handa þeim, sem einskis er vant. Eða hver kannast ekki við það, þegar leitað er dyrum og dyngjum að einhverjum hlut til að gefa fólki, sem á ógrynni af hlutum, sem það hefur hvorki gagn né gaman af. Sumt getur meira að segja varla snúið sér við heima hjá sér fyrir þessum hlutum. Það eru til ýntsar leiðir aðrar til að sýna kærleika og ræktarsemi í garð vandamanna en að kaupa enn einn öþarfa hlutinn. Eitthvað af þeim peningum, sem fara til slikra kaupa, væri betur komið hjá sveltandi börn- um í fjarlægum löndum og öðr- um, sem hafa ekki einu sinni til hnífs og skeiðar. % Fjárhagsvanda- mál F.R.Í. Hér er bréf frá Haraldi Magnússyni f Ilafnarfirði: „Erfiðasta vandamál frjáls- íþróttanna nú eru fjármálin. Frjálsíþróttasamband íslands skuldar í dag um tvær milljónir. Þetta þýðir samdrátt, sem lamar frjálsíþróttalíf um allt land. Landskeppnum frjálsíþrótta- manna fækkar, og geta þær jafn- vel lagzt niður, einmitt þegar sjáanleg framför er í nær öllum greinum frjálsfþrótta hér á landi. Það er fokið i flest skjól hjá okkur frjálsfþróttafólki, þegar okkar bezta afreksfölk getur ekki mætt jafningjum sínum og sér betri í keppni. Þá verður þess ekki langt að bíða, að okkar beztu frjálsíþróttamenn leggi skóna á hilluna og hætti keppni fyrir aldur fram, þ.e.a.s. ef ekki verður gripið inn í atburðarásina. Ef sveitarfélögin i landinu legðu sitt af mörkum og ríkið bætti svo sem tveimur núllum aftan við styrk- upphæðina væri málið til l.vkta leitt. Þá gætu frjálsíþrótta- frömuðir og aðalstjórn F.R.I. snúið sér að öðrum og brýnni verkefnum en þeim að ganga manna á milli til að biðja um nokkrar krónur í púkkið. Hvernig er hægt að fjármagna fjárvana iþróttasambönd eins og F.R.I.? Ég ætla að leyfa mér að benda á möguleika: Tollverðir taka vin og töbak oft í stórum stíl af farmönnum, en síðan selur Á.T.V.R. þessar vörur með hagnaði. Fengju íþróttasam- böndin einhvern hluta af þessari upphæð væri séð fyrir peninga- hliðinni. Sá möguleiki er líka fyrir hendi, að íþróttasamböndin fái nokkrar krónur af hverri áfengisflösku og hverjum siga- rettupakka, sem ríkið selur. Ég er viss um, að þessir peningar kæmu aftur til skila í rikiskassann með auknum og betri afköstum þeirra. sem leggja áherzlu á að efla likamsþrótt sinn nteð íþrótta- iðkunum í stað þess að teyga dýrar veigar og reyk úr skaðvæn- um og þvi miður banvænum síga- rettum. Þar sem ríkið sér um sölu og dreifingu slíkra eiturefna liggur i augum uppi, að ríkið verður að leggja sitt af mörkum til að endurhæfa þá, sem eru að missa heilsuna. Að lokum þetta: Sigarettu- umboð hér á landi veita hundruð þúsunda króna til þess að auglýsa vörur sinar og gera þær seljan- iegri, Fengju iþröttasamböndin 10—20‘tj', af þeirri upphæð, sem þessi umboð nota til auglýsinga- starfsemi sinnar, væri F.R.l. og öðrum fþróttasamböndum vel borgið. Haraldur Magnússon." JÓLAPLATA PÓLÝFÓNKÓRSINS ER KOMIN PCLYFONKÖREN, REYKJAVK Platan fer á heimsmarkað hjá RCA en upplagið er takmarkað. Tryggið yður eintak í tíma. Tilvalin jólagjöf til unnenda góðrar tónlistar. Fæst i hljóðfæraverzlunum. Veggskjöldur PÓLÝFÓNKÓRSINS teiknaður af Baltazar og gefin út I tilefni söngferðar kórsins til Svf- þjóðar og Danmerkur og útgáfu fyrstu hljómplötu kórsins í aðeins 200 númeruðum eintökum. Nokkur eintök til sölu í verzlunum Rammagerðarinnar. hafid þér hugteitt hve mikilvægt er ad stöllinn, sem þér sitjid á allan daginn, sé sá bejti, sem sem völ er á, þ.e.a.s. HARTMAM £ SKRIFSTQFUVELAR H.F. \.+ rx"# Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.