Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
290. tbl. 60. árg.
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétofurstar
afsala sér
borgararétti
Moskvu, 27. desember, NTB.
ÞRlR fyrrverandi ofurstar, sem
eru allir Gyðingar frá Minsk,
sögðu f dag, að þeir hefðu sætt
stöðugum ofsóknum vegna óska
þeirra um að flytjast til tsraels.
Tveir þeirra lýstu yfir því, að þeir
afsöluðu sér formlega sovézkum
ríkisborgararétti.
Ofurstarnir, þeir Yefim
Davijbvich, Naum Alshansky og
Lev Ovsisher, segja, að þeim hafi
verið hótað handtökum og réttar-
höldum fyrir andsovézka starf-
Skömmtun á bensíni
nú undirbúin í USA
Washington, 27. des. AP. NTB.
YFIRMAÐUR orkumálastofn-
unarinnar f Bandarfkjunum,
WiIIiam Simon, Iagði f dag fram
bensfnskömmtunaráætlun, sem
verður hægt að hrinda f fram-
kvæmd 1. marz. Vonað er þó, að
sparnaðarráðstafanir geri bensfn-
skömmtun óþarfa.
Ef skömmtun verður innleidd
fá allir handhafar ökuskírteina
senda skömmtunarmiða, sem
leyfa kaup á 144—162 lftrum á
mánuði eftir því hvort við-
komandi geta notað opinber sam-
göngutæki.
Simon skýrði ennfremur frá
því, að eldsneyti til flugfélaga
yrði aukið um 10% í næsta
mánuði. Mörgum flugferðum
hefur verið aflýst vegna olíu-
kreppunnar og ekki tekst að hefja
allar ferðir aftur þótt aukið elds-
neyti fáist.
Nixon forseti fór með venju-
legri farþegaflugvél í gær til bú-
staðar síns á vesturströndinni til
að ganga á undan með góðu for-
dæmi. Þetta olli hins vegar
öryggisvörðum hans miklum
erfiðleikum.
í París tilkynnti Efnahags- og
framfarastofnunin (OECD), að
eftir tvær síðustu verðhækkanir
yrðu vestræn iðnaðarríki að
greiða 50 milljarða dollara hærri
upphæð á ári (um 4.200 milljarða
ísl. kr.) fyrir þá hráolíu, sem þau
kaupa. Verðhækkunin 16. október
nemur 15 milljörðum dollara og
verðhækkunin 22. desember 35
milljörðum dala.
1 Frakklandi er talið að olfu-
afurðir hækki um 80%. í Iran var
verð á þotueldsneyti hækkað um
14 sent lítrinn í dag.
Viðskipta- og iðnaðarráðherrar
Norðurlanda þinga í Stokkhólmi á
morgun um orkukreppuna. Þeir
munu sennilega ræða sameiginleg
olíukaup Norðurlanda beint frá
Arabalöndum og leigu á
hreinsunartækjum, sem þarf til
viðbótar ef nauðsynlegt reynist að
flytja inn meiri hráolíu.
Tilkynningu Arabalanda um að
þau muni auka olíufram-
leiðslu sína um 10% hefur
verið fagnað á Vesturlönd-
um. Aherzla er lögð á það,
að nokkur tími muni líða þar
til rofa muni til í olíumálum land-
anna og að ekki verði hætt við
sparnaðarráðstafanir, sem þegar
Framhald á bls. 18
semi ef þeir drægju ekki til baka
umsóknir sfnar um að flytjast úr
landi.
Sovézka öryggislögreglan
(KGB) setti Davijovich í gæzlu-
varphald ásamt öðrum Gyðingi f
desember i fyrra. Réttarhöldum
gegn þeim var aflýst í maí, senni-
lega vegna mótmæla frá Banda-
rikjunum áður en Leonid Brezh-
nev flokksforingi fór þangað i op-
inbera heimsókn.
Davijovich segir, að nýlega hafi
nenn úr KGB hótað honum því,
að málið gegn honum kynni að
verða tekið upp að nýju, hvenær
sem væri, Davijovich hætti í hern-
um og fór á eftirlaun 1971.
Alshansky og Ovsisher sögðu,
að þeir hefðu verið sviptir for-
ingjatign og eftirlaunum, þegar
þeir sóttu um leyfi til þess að
flytjast til Israels 1971. Þeir
hættu herþjónustu fyrir 12 árum.
Ovsisher sagði vestrænum
blaðamönnum í Moskvu, að þeir
hefðu sent sovézkum yfirvöldum
og mörgum erlendum ríkisstjórn-
um bréf, þar sem þeir afsöluðu
sér formlega sovézkum rikisbórg-
ararétti. í bréfi sínu segir
Ovsisher, að sem Gyðingur njóti
hann ekki undirstöðumannrétt-
inda í Sovétríkjunum.
Jarðnánd tungls
veldur flóðum í
janúar og febrúar
Pólskar
njósnir
í Noregi
Osló, 27. desember. NTB.
NORSKA utanrfkisráðuneytið
kannar nú upplýsingar, sem
hafa komið fram í njósnamáli,
sem komizt hefur upp um f
Björgvin.
29 ára gamall Pólverji,
Wojzeck Gulgowski, hefur ját-
að, að hann hafi njósnað um
pólska landa sína í Noregi.
Hann hafði samvinnu við
þriðja sendiráðsritara pólska
sendiráðsins í Ösló.
Til greina kemur að vísa
sendiráðsritaranum úr landi
og senda Pólverjum mótmæla-
orðsendingu. Ákvörðun um að-
gerðir í málinu verður tekin á
morgun.
Washington, 27. desember, AP.
BANDARtSKIR veðurfræðingar
hafa sent út aðvaranir vegna hugs
anlegra flóða á austurströnd
Bandarfkjanna og víðar, 8. janúar
og 7. febrúar næstkomandi og
stafa þau af þvf, að þá verður
tunglið óvenju nærri jörðu og sól-
in í nærri beinni línu út frá þvf.
Svipuð afstaða tungls og sólar
hafði mikii áhrif á flóð og fjöru
árið 1962 og fórust þá fjörtfu
manns á austurströnd Bandaríkj-
anna og miklar skemmdir urðu á
mannvirkjum.
Veðurfræðingarnir segja, að
gæta verði sérstakrar varúðar og
gera einhverjar neyðarráðstafan-
ir ef veður verði slæmt á þessum
dögum, því miklir stormar geti
aukið enn áhrifin og valdið geysi-
legum flóðum. Þeir segja, að
svipuð afstaða þessara himin-
tungla hafi ekki orðið nema á 20
dögum síðastliðin 300 ár.
Þessi afstaða tungls og sólar
getur auðvitað haft áhrif annars
staðar í heiminum, mismunandi
mikið en veðurfræðingar og vís-
indamenn eru sagðir fylgjast vel
með á þeim svæðum, sem hætta er
á flóðum.
Fjarlægðin milli tungls og jarð-
ar er nokkuð mismunandi. Ef
miðað er við Atlantic City í New
Jersey í Bandaríkjunum, verður
tunglið 1.137 mílum nær því þessa
tvo daga, en það er að öllum
jafnaði.
Kohoutek
er í dag
næst sólu
Hamborg, 27. desember. NTB.
HALASTJARNAN
Kohoutek verður á morgun
næst sólu á ferð sinni um
sólkerfið. Fjarlægðin verð-
ur 21 milljón kólómetra.
Hraði halastjörnunnar verður
þá 112 kólómetrar á sekúndu, en
síðan minnkar hann smám saman
eftir þvf sem f jarlægðin eykst.
í janúarbyrjun verður
Kohoutek um tfma aðeins 120
milljón kólómetra frá jörðu.
Solshenitsyn endan-
lega múlbundinn?
Moskvu, desember, NTB.
HIN nýstofnaða höfundar-
réttarskrifstofa Sovétrfkjanna
mun f framtfðinni koma f veg
fyrir að verk eftir Alexander
Solshenitsyn og aðra höfunda,
sem stjórnin telur fjandsam-
lega Sovétrfkjunum, verði gef-
in út f öðrum löndum, að sögn
forstöðumanns hennar.
Boris D. Pankin, forstöðu-
maður skrifstofunnar, gaf
þessa yfirlýsingu í viðtali við
fréttamann United Press
International, sem sagði, að
skrifstofan væri eini aðilinn,
sem gæti samið um réttindi
sovézkra rithöfunda í öðrum
löndum.
Sovétríkin undirrituðu sam-
þykkt sína á alþjóðlegum höf-
undarréttarlögum í maí siðast-
liðnum og hefur skrifstofa sú,
sem Pankin veitir forstöðu ver-
ið sett upp til að framfylgja
þeim. Hann sagði í viðtalinu að
útgefendur í öðrum löndum
yrðu nú að gera grein fyrir
hvernig þeir hefðu komizt yfir
handrit frá Sovétríkjunum og
hvaða rétt þeir hafi til að gefa
þau út.
Pankin sagði, að ekki kæmi
til mála, að leyft yrði að gefa Ut
fleiri bækur eftir Solshenitsyn
í öðrum löndum og sama máli
gilti um aðra höfunda, sem
væru andsovézkir í skrifum sín-
um. Solshenitsyn hefur sagt
fréttamönnum, að hann eigi
mörg bókahandrit í fórum sín-
um, sem ekki sé búið að gefa út.
Hann sakaði sovézku stjórnina
um að hafa undirritað höf-
undarréttarlögin eingöngu til
að koma í veg fyrir að verk
hans og annarra gagnrýninna
rithöfunda yrðu gefin út á Vest-
urlöndum.