Morgunblaðið - 28.12.1973, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
15
Vilja græn-
lenzkan
þjóðfána
Julianehaab, frá fréttaritara
Morgunblaðsins, Henrik Lund.
1 JÓLABLAÐI „Grænlands-
p6stsins“,sem er nýkominn út, er
borin fram tillaga um að Græn-
land fái sinn eigin þjóðfána.
Tillagan er undirrituð af fimm
mönnum, sem hafa dvalizt i
Færeyjum í sumar. Þeir styðja
m.a. tillögu sfna með þvf, að
Grænland sé nú í þann veginn að
fá heimastjórn, sem muni leiða
til vaxandi sjálfstæðis og sjálf-
ræðis.
Fimmmenningarnir leggja til
að fáninn verði grænn krossfáni.
Krossinn skuli vera hvitur með
bláum kanti sem tákn um hið
hvíta land, sem sé umgirt hinu
bláa hafi. Græni grunnliturinn á
að virka sem andstæða við bláu,
brúnu og steingráu litina, sem
Framhald á bls. 18
Bretar óttast árás
úr lofti á Belfast
Belfast, 27. desember, NTB.
AP.
BREZKI herinn hefur komið upp
loftvarnabyssum umhverfis Bel-
fast til þess að verjast árásum
flugvéla, að sögn yfirherstjórnar-
innar á Norður-trlandi í dag.
Að sögn blaðsins Daily Mail
hefur tekizt að afla upplýsinga
um, að loftárás sé í raun og veru
fyrirhuguð á Belfast.
Loftvarnabyssunum var komið
fyrir, þegar einum af foringjum
Irska lýðveldishersins (IRA),
Seamus Twomey, var bjargað í
þyrlu úr Mountjoy-fangelsi i
Dyflinni i október. „Ef skærulið-
ar geta rænt þyrlu i írska lýð-
veldinu geta þeir líka rænt flug-
vél á Norður-trlandi,“ sagði tals-
maður herstjórnarinnar.
Lengi hefur verið talið, að IRA
ráði yfir nokkrum léttum flugvél-
um og eftir fangelsisflóttann
sagði Twomey, að IRA mundi
taka upp nýjar aðferðir, til dæmis
víkingaárásir úr lofti.
Flóttinn leiddi til þess, að allar
öryggisráðstafanir voru endur-
skoðaðar; að sögn herstjórnarinn-
ar. Loftvarnarstöðvarnar eru
búnar þungum vélbyssum.
25. sprengja skæruliða sprakk í
London seint í gærkvöldi og lög-
reglan telur, að sprengjuherferð
IRA í borginni sé ekki lokið. Rúm-
lega 70 mánns hafa særzt í
Frakkar leita hóps
vopnaðra skæruliða
Paris, 27. desember. NTB. AP.
LÖGREGLAN I Frakklandi hefur
skipulagt umfangsmikla leit að
hópi hryðjuverkamanna, sem
flýðu úr villu í bænum Villiers-
sur-Marne skammt frá París
skömmu eftir skyndiárás leyni-
lögreglumanna.
Vörður hefur verið efldur i öll-
um landamærastöðvum og öllu til-
tæku liði er beitt I leitinni að
mönnum, sem hurfu í bíl hlöðn-
um vopnum og sprengiefni.
Árás var gerð á villuna þegar
lokið var yfirheyrslum Palestínu-
manna, sem voru staðnir að þvi að
reyna að smygla vopnum til
Italíu.
Leyniþjónustustarfsmenn hand-
tóku alls 12 menn í villunni og
lögðu hald á mikið magn af vopn-
um og sprengiefni, sem hefði
nægt til að sprengja að minnsta
kosti 20 flugvélar i loft upp.
Sérfræðingar rannsaka nú
mikinn f jölda bréfa, korta og ann-
arra gagna, sem voru einnig gerð
upptæk til þess að fá úr þvi skorið
hvað vakti fyrir samtökunum. 20
kíló af plastsprengiefni fundust
og sprengjubréf og sprengjugildr-
ur.
Hermdarverkamennirnir munu
ekki vera félagar í neinum kunn-
um hryðjuverkasamtökum. Tíu
hinna handteknu eru Tyrkir þar
af tvær konur, tveir eru Pale-
stínu-Arabar og einn Alsírmaður.
Skjölin, sem fundust, sýna, að
hryðjuverkamennirnir áformuðu
árás á ísraelska sendiráðið og að
þeir ætluðu að ræna syni
diplómats að sögn franska sjón-
varpsins. Fréttin hefur ekki verið
staðfest.
Góðar heimildir herma, að
hryðjuverkamennirnir hafi ætlað
að ráðast á Ciampiso-flugvöll við
Róm. Itölskum yfirvöldum var
sagt frá þessu og hundruð lög-
reglumanna í brynvörðum vögn-
um fóru til flugvallarins á jóla-
dag.
Blaðafréttir herma, að Tyrk-
irnir séu félagar í Frelsisfylkingu
Tyrklands, sem i fjögur ár hefur
barizt gegn stjórninni i Ankara.
Palestínumennirnir eru sagðir
félagar í Frelsisfylkingu Palest-
’inu, en þau samtök segjast ekkert
vera við málið riðin.
Samkvæmt góðum heimildum
kom israelska leyniþjónustan upp
um hryðjuverkamennina. Góð
samvinna er milli hennar og
frönsku leyniþjónustunnar þrátt
fyrir stirða sambúð ríkisstjórna
landanna.
sprengjuárásunum.
A Norður-Irlandi biðu fjórir
bana og um 40 særðust i spreng-
ingum og skotbardögum um jólin
í ýmsum bæjum. Aðfangadags-
kvöld var kallað hið blóðugasta i
manna minnum.
Ford
mundi sigra
New York, 27. desember
AP.
GERALD R. Ford varaforseti
hefur meira fylgi en Edward
M. Kennedy, Henry H. Jackson
öldungadeildarmaður, þeir
tveir menn sem koma helzt til
greina sem forsetaefni
demókrata f forsetakosningun-
um 1976 samkvæmt skoðana-
könnun Harrisstofnunarinn-
ar.
48% þeirra, sem voru spurð-
ir, kváðust heldur mundu
kjósa Ford en Kennedy, 44%
kváðust mundu kjósa Kennedy
en 8% voru ekki vissir.
43% kváðust hejdur mundu
kjósa Ford en Jaékson, 41%
kváðust mundu kjósa Jackson
en 6% voru ekki vissir.
Bilun um borð
í „Soyuzi 13”?
Moskvu, 27. desember, AP.
SOYUZ 13 lenti heilu og höldnu á
sléttum Sfberíu á annan jóladag
og eru geimfararnir báðir við
beztu heilsu. Yfirvöld hafa lýst
því yfir, að ferðin hafi gengið að
óskum en ýmislegt bendir til, að
hætt hafi verið við aðalverkefni
geimfaranna vegna bilunar í
þessu nýja geimfari.
Vestræna vísindamenn fór að
gruna, að eitthvað hefði farið úr-
skeiðis þegar farið var að bera
menntun geimfaranna saman við
verkefni þeirra. Pyotr Klimuk er
tilraunaflugmaður og Valentin
Lebedev er geimskipahönnuður
en um miðja geimferðina var
farið að leggja aðaláherzlu á
stjörnurannsóknir.
Þegar Soyuz 13 var skotið á loft
18. desember síðastliðinn sagði I
fréttatilkynningu um atburðinn,
að geimfararnir ættu að þaul-
Yfir 17 metra háa kirkju
Carrero Blanco, forsætisráð- inni er gfgurinn eftir spreng-
herra Spánar, var myrtur f
fyrri viku og er óhætt að segja,
að hann hafi hreinlega verið
sprengdur í loft upp. Bifreið
hans tókst á Ioft við sprenging-
una, þeyttist yfir 17 metra háa
kirkju og lenti á svölurn henn-
ar bakatil. Örin á tveggja dálka
myndinni sýnir leið bifreiðar-
innar en á þriggja dálka mynd-
ínguna.
Yfirvöld segja, að sprengj-
unni hafi verið komið fyrir
neðanjarðar. Blanco var vanur
að leggja bifreið sinni alltaf á
sama stað þegar hann fór til
kirkju. Tilræðismennirnir
leigðu kjallaraherbergi í hús-
inu, sem hún stóð fyrir framan
og grófu sér þaðan göng undir
bílastæðið, þar sem þeir komu
sprengjunni fyrir.
Bifreiðarstjóri Blancos og lff-
vörður létust samstundis við
sprenginguna en þótt furðulegt
kunni að virðast var hann sjálf-
ur með lffsmarki þegar hann
var dreginn út úr flakinu á
svölum kirkjunnar og lézt ekki
fyrr en hann var kominn f
sjúkrahús.
reyna geimfarið, sem hefur verið
verulega endurbætt og endur-
smíðað. Mikil áherzla yrði lögð á
að reyna hvernig stjórntækin
virkuðu, bæði þegar geimskipinu
væri stjórnað af mönnum og eins
þegar það væri undir sjálfvirkri
stj órn.
Soyuz geimförunum var veru-
lega breytt eftir að þrír geimfarar
fórust, þegar bilun varð á geim-
fari þeirra, Soyus 11 i lendingu
árið 1971. Soyuz 12 var svo skotið
á loft í september síðastliðnum og
var þá sagt, að verið væri að
reynslufljúga því eftir endurbæt-
ur.
Vísindamenn telja, að enn frek-
ari prófanir hafi verið fyrirhug-
aðar með Soyuz 13 og að meðal
annars hafi verið ætlunin að
tengja það við ómannað Salyut-
far, sem skotið var á Ioft nokkrum
dögum á undan mannaða Tarinu.
Þeir telja ekki ólíklegt, að reyna
hafi átt tengingarútbúnað, sem
hefur verið hannaður fyrir fyrir-
hugað stefnumót bandarískra og
rússneskra geimfara á braut um
jörðu árið 1975.
Enn bregður Sakh-
arov brandi sínum
Moskvu,27. des., AP-NTB.
SOVÉZKI vfsindamaðurinn
Andrei Sakharov gagnrýndi í dag
sovézk yfirvöld fyrir að vfsa Olle
Stenholm, fréttaritara sænska út-
varpsins, úr landi. 1 yfirlýsingu,
sem hann afhenti vestrænum
fréttamönnum, sagði Sakharov,
að Stenholm hefði verið vfsað úr
landi vegna viðtals, sem hann
hefði átt við sig.
Vísindamaðurinn sagði, að enn
einu sinni hefðu sovézk yfirvöld
auðmýkt sig og um leið brotið
alþjóðlegar siðareglur. Hann
sagði, að Stenholm hefði ekki far-
ið út fyrir ramma heiðarlegrar
fréttamennsku í viðtalinu og
hvatt blaðamenn um allan heim
til að fordæma brottvisunina.
Sovézk stjórnvöld saka Stenholm
um starfsemi, sem sé fjandsamleg
Sovétrikjunum.
Þá hefur Sakharov og rithöf-
undurinn Vladimir Maximov,
beðið sovézk stjórnvöld að sleppa
Vladimir Bukovsky úr vinnubúð-
unum og leyfa honum að ljúka
háskólanámi sínu. Bukovsky var
handtekinn 1971 eftir að hann
hafði smyglað úr landi skýrslum
um hvernig stjórnvöld handtækju
þá, sem mótmæltu stefnu stjórn
valda og neyddi þá til vistar á
geðveikrahælum. Hann var sekur
fundinn um fjandsamlega
starfsemi og dæmdur til sjö ára
dvalar í vinnubúðum og fimm ára
útlegð í Síberíu. Hann hefur áður
setið í tvö ár í geðveikradeild
fangelsisspítala og verið þrjú ár í
vinnubúðum.