Morgunblaðið - 28.12.1973, Síða 29

Morgunblaðið - 28.12.1973, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 29 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi j Nemendur j hafí nesti 25 — Ég skil ekki, hvað þér eruð að fara? — Fyrst var það Popinga . . . Eða byrjaði það ekki með honum? — Ég skil yður bara alls ekki. — Ég var að spyrja, hvort hann hefði verið fyrsti elskhugi yðar. Löng þögn. Svo sagði hún: — Ég hélt ekki, að þér mynduð verða svona ótuktarlegur við mig. — Égkom ... — Var. hann sá fyrsti? Samband ykkar hefur staðið í rösklega ár. Og fyrir þann tíma? — Ég . . . ég var svolítið að slá mér upp með leikfimiskennaran- um í menntaskólanum i Groning- en ... — Að slá yður upp? — Það var hann, sem ... sem... — Nú, svo að þér höfðuð sem sagt lifað með karlmanni, áður en Popinga kom til sögunnar . . . Og fleiri? — Alls ekki . . . sagði hún gremjulega. — Og þér hafið verið með Bar- es? — Það er ekki satt . . . það get ég svarið! — Þér hittuð hann á laun. — Já, en það var bara vegna þess, að hann var svo skotinn í mér . . . hann hafði varla upp- burði til að kyssa mig . . . — En eftir siðasta stefnumót ykkar . . . sem við faðir yðar trufluðum, þá vænti ég, að þér hafið stungið upp á þvi, að þið færuð burtu saman ... — Hvernig í ósköpunum getið þér vitað um það? Það láviðhannrækiupphlátur! Hún var sannkallaður einfeldn- ingur. En nú hafði hún endur- heimt nokkuð af sjálfstrausti sínu. Og hún talaði furðu opin- skátt um þessi mál. — Vildi hann það ekki? — Hann var hræddur . . . og svo sagðist hann ekki eiga neina pen- inga... — Og þá sögðuzt þér getað lán- að honum ... I stuttu máli sagt þá hafið þér um allanga hríð verið gagnteknar af þeirri hugsun að komast héðan . . . Takmark yðar í lífinu er að sleppa frá Delfzijl í fylgd með einhverjum karlmanni — Ekki með einhverjum karl- manni, sagði hún reiðilega. — Þér eruð ónotalegur í meira lagi. Og þér viljið alls ekki skilja mig. — O, jú, sannarlega vil ég það. Þetta er allt svo ákvaflega einfalt. Þér elskið lífið! Þér elskið karl- menn! Þér elskið allar þær lysti- semdir, sem lífið hefur upp á að bjóða. .. Hún leit niður fyrir sig og fitl- aði við töskuna sína. — Yður leiðist á fyrirmyndar- bænum hans föður yðar. Yður leikur hugar á að reyna eitthvað nýtt. Sautján ára byrjuðuð þér að slá yður upp með leikfimiskenn- aranum . . . en það var ógerningur að telja hann á að hlaupast á brott með yður. í Delfzijl lituðuzt þer' svo um eftir manni, sem virðist vera hugrakkari en hinir . . . Popinga hefur víða farið . . . hann er einnighaldinnþessumólsökkv andi ævintýraþorsta . . . hann kvelst undan því að vera bundinn af þessu smáborgaralega og hversdagslega lífi hér . . . Þér varpið yður í fang honum . . . — Hvers vegna segið þér það . . — Kannski er ég að ýkja dálítið. Við skulum orða það svo, að þér séuð snoppufríð stúlka og fjári girnileg, og hann leitar á yður. En það er allt í mestu hógværð, því að hann er hræddur um að flækj- ast í mál, sem hann vill ekki. ©PIB Á að vekja yður með kossi — skal ég segja það næturverðinum. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar f síma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Loksins hlýnaði Loksins kom þá langþráð hláka. Að vísu er hálkan sú sama eftir sem áður, en eftir svo langvar- andi frosthörkur verður jörðin ekki auð á einni nóttu. Að vísu hafa veðurfræðingarnir lofað okkur kólnandi veðri á ný, en óneitanlega hafa margir orðið þýðunni fegnir, jafnvel þótt fram- haldið sé ótryggt. Margsinnis hefur verið vakin athygli á því þarfaþingi, sem mannbroddar eru í hálkunni. Fyr- ir þá, sem vita ekki hvers konar fyrirbrigði þetta er, skal það sagt, að þetta eru einhvers konar járn- gaddar, sem spenntir eru á skó- tauið, og virka sem dragbftar. Nú orðið notfæra sér margir þennan útbúnað, og er gott til þess að vita, að sumir láta skynsemina ráða, en ekki pjattið. % Ekkert eftirlit með sölu og meðferð sprengiefna Ekki eru menn fyrr byrjaðir að jafna sig eftir blessuð jólin en undirbúningurinn fyrir næstu ,,törn“ byrjar. Nú er sem óðast verið að viða að sér brennuefni, flugeldum, blys- um og störnuljósum. Þessir hlutir eru vandmeðfarnir, og er til mik- illa bóta, að nú er ekki lengur látið óátalið að haldnar séu ára- mótabrennur svo að segja á hverju götuhorni eins og áður var. Þá var algengt, að börn og unglingar kyntu mikil bál, án þéss, að ábyrgir aðilar kæmu þar nærri. Hitt er svo annað mál, að margs konarsprengiefniganga enn kaup um og sölum, að því er virðist eftirlitslaust. Ögrynnin öll af þessum efnum eru í umferð þessa dagana, —■- að hluta til innflutt efni, en sumt er framleitt hérlendis. Kunningi Velvakanda hafði keypt poka, sem i voru flugeldar, blys, stjörnuljós og „sólir“. Inni- hald pokans var allt innflutt — en Hann hefur beyg af konu sinni, af Any, af skólastjóranum og nem- endum sínum .. . — Já, alveg sérstaklega var hann smeykur við Any ... — Við komum að þvi síðar . . . Hann kyssir yður, svo að litið ber á, en ég þori að veðja, að hann hefur ekki haft kjark til að fara lengra . . . Aftur á móti hélduð þér, að nú væri björninn unninn . . . Á hverjum degi leituðuð þér eftir samvistum við hann . . . Þér komuð með ávexti á heimilið . . . Þér þrengduð yður upp á fjöl- skylduna . . . Þér létuð hann fylgja yður heim og nema staðar hjá timburhlaðanum . . . þér skrif- uðuð honum bréf, þar sem þér lýstuð þeirri þrá yðar, að hann færi með yður i burtu. — Hafið þér lesið þau? — Já. — Og samt haldið þér, að það hafi ekki verið hann, sem átti frumkvæðið? Hún æsti sig upp. — Til að byrja með sagði hann mér, að hann væri mjög óham- ingjusamur og frú Popinga skildi hann ekki og hugsaði um það eitt, hvað fólk segði, og þetta væri afskaplega leiðinlegt líf bg allt þ að . .. — Einmitt það! — Svo að þér hljótið að skilja — Flestir kvæntir menn segja eitthvað á þessa leið við töfrandi ungar stúlkur, sem þeir hitta á vegferð sinni . . . Olukkan er bara sú, að veslings maðurinn, sem hér átti hlut að máli, féll i klærnar á stúlku, sem tók hann á orðinu ... — Þér eruð viðbjóður . . . við- bjóður . . . Hún var í þann veginn að bresta í grát, en hafði stjórn á sér, en endurtók enn orðið viðbjóður og stappaði með fæti í gólfið máli sinu til áréttingar. — I stuttu máli sagt þá frestaði hann sí og æ þessari brottför ykk- ar saman og smám saman fór yður að gruna, að aldrei yrði af henni. — Þetta er ekki satt! — O, jú. Og sönnunin er meðal annars sú, að þér tryggið yður að vissu marki gegn þessum mögu- leika með því að sætta yður við aðdáun Barenesogýtaað nokkru undir hana . . . Þér eruð að vísu varfærin i því . . . vegna þess að hann er vel uppalinn ungur mað- ur, með strangar siðferðisreglur, svo að ekki viijið þér hræða hann frá yður .. . — Þér eruð hreint og beint and- styggilegur! — Þetta er bara litil saga, sem hefur gerzt i daglega lífinu ... — Þér fyrirlítið mig, ég finn það ... — Ég? Nei alls ekki. — Jú, þér fyrirlítið mig! Og svo sá stóri galli var á gjöf Njarðar, að allar notkunarreglur, sem voru samvizkusamlega þrykktar á varninginn, voru á ensku. Inn- flytjandinn hafði sem sé ekki séð sóma sinn i þvi að láta þýða þess- ar upplýsingar á islenzku. Þetta verður að tdljast meiriháttar van- ræksla, þar sem útilokað má teljast, að allir þeir, sem eiga eftir að fara höndum um þessi efni, skilji erlend mál. % Aðgát skal höfð. Velvakandi hafði samband við Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélags íslands. Hann sagði, að Siglingamálastofn- un ríkisins hefði eftirlit með frameliðslu þeirra sprengiefna, sem notuð væru um borð í íslenzk- um skipum, svo sem neyðarblýs- um o.þ.h. Af þessu má ljóst vera, að ekk- ert eftirlit er haft með öryggi innflutts varnings af þessu tagi, og er raunar mesta furða, að opin- berir aðilar skuli ekki hafa séð ástæðu tií þess að hafa eftirlit með innflutningi þessara efna og meðferð almennings á þeim. Hannes sagði, að vitaskuld yrði er ég meira að segja svo óham- ingjusöm . . . Ég elskaði Conrad . . — Og hvað þá um Cornelius? . . Og Ieikfimiskennarann? Nú var hún farin að gráta og stappaði af meiri ákefð í gólfið. — Ég banna yður . . . — . . .að segja, að þér elskuðuð þá ekki? Hvers vegna má ég ekki segja það? Þér elskuðuð þá að því marki, að þeir voru tákn nýrrar og betri tilveru . . . tákn ferðalag- anna, sem þér hafið alltaf þráð svo heitt og innilega ... Hún hlustaði ekki á hann, en kveinaði hástöfum: ‘ — Eg hefðf ekki átt að koma . .. Eg hélt... — Að ég myndi taka yður undir minn vendarvæng? En það er ég einmitt að gera. Ég lft bara hvorki á yður sem fórnardýr né hetju. . . . þér eruð lítil stúlka ... dekurbarn . . . dálítið flón . . . talsvert eigin- gjörn ... það er nú allt og sumt.. . Sem sagt ósköp venjuleg ung stúlka. .. Hún sendi honum tárvott augnaráð, og örlaði nú fyrir von- arglætu i þvi. — Allir fyrirlíta mig, sagði hún volandi. — Hverjir eru „allir“? — Fyrst og fremst frú Popinga, af þvi að ég er ekki eins og hún! Hún vill, að konur sitji allan guðs- langan daginn og saumi föt handa innfæddum á Suðurhafseyjum eða prjóni flikur handa fátækl- ingum. Ég veit, að hún hefur sagt við stelpurnar í saumaklúbbnum, að þær skuli forðast að taka mig sér til fyrirmyndar . . . Og hún hefur lika sagt, að ég fari í hund- ana, ef ég nái mér ekki fljótlega í góðan og traustan mann. Það eru alltaf nógir til að segja mér þetta . Var þetta ekki alveg dæmigert fyrir svona Iítinn bæ, sauma- klúbburinn, smáborgaraháttur- inn, slúðrið, ungu stúlkurnar af góðum fjölskyldum af góðu fólki, sem safnast saman i saumatima hjá virðulegri kennarafrúnni. — En það er alveg sérstaklega Any.... — Sem leggur fæð á yður? — Já . . . Og hún gekk meira að segja svo langt, að þegar ég kom, þá fór hún alltaf rakleitt inn til sín. Ég er viss um, að hún hefur getið sér til um þetta fyrir löngu . . . Þrátt fyrir allt er frú Popinga góð manneskja . . Hún reyndi bara að fá mig til að lesa eitthvað annað en skáldsögur. En hana grunaði ekki neitt . . . Það er venjulega hún, sem hvatti Conrad til að fylgja mér heim ... Undarlegt bros leið- yfir andlit Maigrets. — En það var annað með Any. Þér hafið séð, hvernig hún lítur út . . . Hún er ljót . . . méð þessar skökku tennur ... ég held ekki, að nokkur karlmaður hafi litið við j í skólann i i i ■ aldrei um of brýnt fyrir fólki að fara varlega með sprengiefni, en oft hefði ógætileg meðferð þeirra ] valdið slysum. Raunar þyrfti ekki ógætilega meðferð til — þess væru dæmi að t.d. flugeldar heíðú sprungið í höndunum á fólki. Hann sagði, að þess bæri fyrst og fremst að gæta þegar flugeld- um væri skotið á loft, að „skot- pallurinn" væri traustur, án þess að festingin væri of rammgerð. Þannig væri til dæmis hættulegt að binda fugeldana við svalahand- rið eða slikt, eins og sumir virtust gera. Einnig væri varasamt, að stinga prikinu niður í flöskustút, nema flaskan væri vel skorðuð. Bezta útbúnaðinn kvað hann vera rör, sem auðvelt væri að stinga ni.ður í jörðina, hvort sem snjó- . laust væri eða ekki. Enda þótt hér sé ekki rúm fyrir tæmandi upplýsingar um meðferð sprengiefna og varúðarráðstafan- ir í því sambandi, er full ástæða til að brýna fyrir fólki að láta börn ekki fara með þau — og nægir i þvi sambandi að minna á slysafregnirnar, sem jafnan ber- astum hver áramót. AÐALFUNDUR Bandalags kvenna i Reykjavik, haldinn dagana 8. og 9. nóvember 1973, ályktar eftirfarandi um uppeldis- og skólamál: 1. „Aðalfundurinn skorar á hæstvirt Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir þvi, að allir iðn- skólar landsins verði gerðir að rikisskólum með fullkominni verknámskennslu. Jafnframt beinir fundurinn því til sömu aðila, að þeir hlutist til um það, að verknámsmenntun verði gerð jafn eftirsóknarverð og aðrar menntabrautir.“ 2. „Fram kemur í niðurstöðum könnunar, sem gerð var s.l. vetur á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur um samfelldni i skóladvöl nemenda í barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur: a) aðeins 77.4% nemenda fá f ullnægjandi morgunverð b) alls 60% hafa fullnægjandi nesti c) alls 7.7% fá hvorki morgun- verð né nesti. I Ijósi þessara staðreynda skorar aðalfundur Bandalags kvenna i Reykjavík á foreldra og forráðamenn ungmenna, kennara og forráðamenn skóla, að hefja hið bráðasta jákvæðar úrbætur á þessu mikla vandamáli. Jafn- framt skorar fundurinn á skóla- stjóra og kennara að ganga ríkt eftir þvi, að nemendur hafi með sér nesti í skólann, og að þeir hafi aðstöðu til að neyta þess þar.“ 3. „Aðalfundurinn itrekar enn ákorun sína frá fyrri fundum til Barnaverndarnefndar Reykja- vákur, að hún láti birta stutt- ar, gagnyrtar áminningar um löglegan útivistartíma ungmenna í fjölmiðlum, aðallega í sjónvarpi og útvarpi. (Dæmi: Foreldri, veiztu hvar barnið þitt er núna, klukkan er ... ?). Jafnframt fer Bandalagið þess á leit við Barnaverndarnefnd, að hún hlutist til um það, að sett verði upp í Strætisvagna Reykjavíkur spjöld með áminn- ingum um útivistartima ung- menna svo og ýmis hegðunar- mál.“ 4. „Aðalfundurinn skorar á borgaryfirvöld að taka til ræki- légrar athugunar, hvort ekki sé timabært að banna foreldrum og forráðamönnum barna að láta ung börn sin til leikja á götuna. Fundurinn vill alvarlega áminna forráðamenn barna um þá miklu hættu, sem af þessu getur stafað.“ 5. „Aðalfundurinn itrekar fyrri áskorun sina til lögreglustjórans i Reykjavík að breyta gildandi reglum um ökuskírteini þannig, að þau verði að endurnýja á árs fresti frá 17 ára aldri til tvítugs, og verði þá hverju sinni veitt með sömu skilmálum og eins árs skírteinin erú veitt nú.“ 6. „Aðalfundurinn þakkar for- ráðamönnum sjónvarps tungu- málakennsluna á liðnum vetrum og beinir jafnframt þeim til- mælum til sömu aðila, að árlega fari fram kennsla a.m.k. í einu Norðurlandainálanna. Þá væntir fundurinn þess, að sjónvarpið sjái sér þess fært að hafa sem fjöl- breyttasta kennslu í almennum greinum.“ 7. „Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til innflytjenda leik- fanga, að þeir hætti innflutningi á leikföngum, sem eru eftirlíkingar af morðtólum, stríðsvopnum og hermönnum. Telur fundurinn, að slík leikföng hafi slæm uppeldis- leg áhrif á börn, og nóg sé af striði heiminum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.