Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 7 Nágrannamir á Íberíu skaga Francisco Franco Marcello Caetano Um áratuga skeið fóru tveir einræðisherrar — Francisco Franco, hershöfðingi á Spáni, og Antonio de Oliveira Salazar, forsætisráðherra i Portúgal, — með völdin á Iberíuskaga án þess að nokkuð gæti ógnað yf- irráðum þeirra. Ef annar átti í erfiðleikum, kom hinn til hjálpar. Salazar, sem lézt árið 1970 eftir 38 ár við völd, sendi 20 þúsund port- úgtlska hermenn til að tryggja> að Franco sigraði í spænsku borgarastyrjöldinni og næði völdum í landinu árið 1939. Árið 1973, þegar Portú- gal varð fyrir harðri alþjóða- gagnrýni fyrir að neita að gefa nýlendum sínum frelsi, lét Franco gagnrýnina sem vind um eyru þjóta. Fyrir jólin, þegar öfgamenn myrtu Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Spánar, mætti aðeins einn þjóðarleið- togi til útfararinnar, Marcello Caetano, forsætisráðherra Portúgals. Sjálfur hefur Caet- ano sagt: „Allt, sem gerist á Spáni, gott eða illt, varðar Portúgal." Ef hins vegar er skyggnzt undir yfirborðið kemur í ljós, að einingin er ekki jafn mikil og virðist í fljótu bragði, né heldur skyldleikinn milli þjóð- anna og ríkisstjórnanna. Þrennt er það í dag, sem aðal- lega greinir sundur þessi nágrannaríki á Iberíuskaga. í fyrsta lagi eru það ríkis- erfðirnar. Portúgal hefur þeg- ar yfirstigið þennan erfiða hjalla. Þegar Salazar varð heilsunnar vegna að láta af störfum var Caetano skipaður forsætisráðherra. Yfirtók hann völdin án þess að til nokkurra óeirða kæmi og hef- ur nú tryggt sig í sessi. Þetta vandamál á Spánn eft- ir. Enginn veit hvað verður, þegar Franco fellur frá. En ef til vill má draga ályktun þar að lútandi af því, að þótt morðið á Carrero Blanco hafi borið óvænt að, olli það engri stjórn- arkreppu, því Torcuato Fern- andez Miranda varaforsætis- ráðherra var settur í embætti forsætisráðherra samstundis. 1 öðru lagi er það svo upp- runi stjórnarkerfisins. Franco náði ekki völdum á Spáni fyrr en að lokinni langri og hörku- legri borgarastyrjöld, sem skildi eftir sig varanlegar til- finningar meðal þjóðarinnar. I Portúgal tóku fyrst Salazar og síðan Caerano við völdum á vissan hátt með samþykki þjóðarinnar. Þar hefur aldrei komið til beinnar borgarastyrj- aldar. A kreppuárunum miklu var orðinn svo mikill glund- roði í efnahagsmálum Portú- gals, að stjórnmálamennirnir leituðu í örvæntingu sinni til Salazars, sem þá var mjög virt- ur prófessor í hagfrgeði. Salazar féllst á að kippa mál- unum í lag með því skilyrði, að hann yrði einráður, og hann Eftir Joseph E. Dynan og Fenton Wheeler ( Associated Press ) fór með völdin í nærri fjóra áratugi sem einn hóglátasti einræðisherra heims. I þriðja lagi er áberandi munur á þeim hlutverkum, sem herirnir gegna í stjórn- málum landanna. Herinn á Spáni er mun áhrifameiri, ef til vill vegna uppruna stjórnar- innar. Þar er hann einn af þremur máttarstólpum ríkis- stjórnarinnar ásamt kirkjunni og ,,hreyfingunni“ svonefndu. Og Franco sjálfur hefur jafnan haldið hershöfðingjatitli sín- um. Þótt Spánn eigi ekki í neinni styrjöld er herinn meira áber- andi þar en í Portúgal, sem und anfarinn áratug hefur átt í baráttu við byltingasveitir í Afríku. Herinn hefur að sjálfsögðu áhrif i Portúgal, en þau eru mun minni en á Spáni. Salazar var óbreyttur borgari, prófess- or í hagfræði, og sama er að segja um Caetano, sem var prófessor í lögfræði. Og í fyrsta skipti í 30 ár hefur Caet- ano nú skipað óbreyttan borg- ara í embætti varnarmálaráð- herra. Það er fleira, sem greinir á milli þjóðanna. Ahugi Spán- verja beinist að Evrópu, og þeir vænta þess að geta orðið aðilar að Efnahagsbandalag- inu. Portúgal, sem varð stór- veldi sem siglingaþjóð, byggir frekar á fyrrum nýlendum eins og Brasilíu og á Afrikuný- lendunum Angola og Mozam- bique. Portúgalar eru að sjálf- sögðu einnig evrópskir, en þeir hafa meiri áhuga á Afríku og hafa ekki enn gert upp hug sinn varðandi aðild að EBE. Sé Portúgali tekinn tali, kveðst hann alveg skilja spænsku. „Vandinn er bara sá,“ segir hann, „að Spánverj- ar tala ekki nógu góða portú- gölsku." Sé Spánverji spurður um Lissabon, segir hann að það sé snotur borg, en dauf. Hana vanti allt líf. „Og borgarbúar ganga eins og þeir hugsa — hægt.“ Spánverjum er það illskilj- anlegt, að Portúgal skuli vera aðili að Atlantshafsbandalag- inu. Spánn er ekki aðili, en þar ríkir mikill áhugi á aðild. Þótt Portúgal hafi hýst njósnara bæði bandamanna og möndulveldanna á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, hafði landið svo til engin afskipti af styrjöldinni nema hvað bandamenn fengu að koma sér upp herstöð á Azoreyjum. Spánverjar höfðu heldur ekki nein opinber afskipti af síðari heimsstyrjöldinni, en sendu þó herfylki til að berjast með nasistum í Rússlandi. Einnig fékk þýzki flugherinn afnot af flugstöð á Baleareyj- um. I Portúgal eru blöðin rit- skoðuð, áður en þau eru prent- uð. Á Spáni er beðið þar til blöðin eru komin út. I Portú- gal er lögleg stjórnarandstaða, sem getur boðað til funda og boðið fram til þings. A Spáni er einnig starfandi stjórnar- andstaða, en komi fleiri en 20 stjórnarandstæðingar saman til fundarhalds, eiga þeir handtöku á hættu. Portúgal er aðili að elzta vináttusamningi ríkja í milli í Evrópu — við Bretland. Spánn yildi helzt hrekja Breta burt frá krúnu- nýlendunni Gibraltar. Portú- gal er aðili að EFTA, Spánn ekki. Alls eru um 300 þúsund menn undir vopnum á Spáni, þar af 220 þúsund í landhern- um. Spánn á ekki í neinni styrjöld. Portúgal, sem í ára- tug hefur barizt við þjóðfrels- issveitir í Mozambique, Portú- gölsku Guineu og Angola, hef- ur alls um 200 þúsund menn undir vopnum. En þrátt fyrir þennan mis- mun er stjórnarfarið mjög skylt. I báðum löndum fer milli stéttarfólki fjölgandi, og það hefur meiri áhuga á neyzluvör- um en stjórnmálum, en er reiðubúið að láta óánægju sína í ljós yfir hækkandi verðlagi, sem tefur baráttuna fyrir bættum lífskjörum. Bæði lönd- in búa við eins flokks stjórn. Þingræði, eins og það þekkist í Bandaríkjunum og á Bret- landi, fyrirfinnst ekki. I báð- um löndum er þvi lýst yfir, að flokkakerfið henti ekki hugar- fari íbúa íberíuskaga. 1 Madr- id og Lissabon er löggjafar- valdið í höndum rfkisstjórn- anna, en ekki þinganna. For- setar landanna skipa forsætis- ráðherra, og þingin geta ekki steypt þeim. Skiptir það raun- ar litlu, þvi í báðum þingum eru stjórnarflokkarnir i yfir- gnæfandi meirihluta. Óliklegt er talið að morðið á Carrero Blanco hafi nokkur áhrif á þjóðfélags- og stjórn- málaaðstæður á Spáni, né heldur að það geti á nokkurn hátt breytt samskiptum rikj- anna á íberiuskaga. Það sama verður ekki sagt, þegar að þvi kemur, að Franco sjálfur fell- ur frá. LISTAVERKAMYNDIR Stórar úttaldar myndir í ullarjava Einkasala á íslandi. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. HAFNARFJÖRÐUR 2ja herb ibúð til leigu. Tilboð óskast send afgr Mbl merkt: ..Laus strax — 3061 TIL LEIGU nýleg 4ra herbergja ibúð í Norður- bænum í Hafnarfirði. íbúðin er .laus um áramót. Upplýsingar í síma 52980. Amoksturstæki Óskum eftir að kaupa ámoksturstæki eða lipra gröfu, stærri gerð. Tilboðum sé skilað til blaðsins fyrir 5. janúar n.k. merktum: 972. verzlunarhúsnæðl óskast, nú þegar eða síðar, fyrir afgreiðslu og viðgerða- stofu sjónvarpstækja og annarra slíkra tækja 1 30 1 80 fm. gætu hentað. Upplýsingar í síma 10278. Radíóverkstæðið Hljómur. HEKLUBÆKUR frá Marks og Jakobsdals Fjölbreytt úrval lita og tegunda af heklugarni ma: Bianca og Lenacryl Hannyrðaverzlunin Erla, Snorra- braut. TALSTÖÐ til sölu i leigu- eða sendibil. Simi 92-1343 YTRI-NJARÐVÍK Til leigu gott einbýlishús i Ytri- Njarðvik i nokkra mánuði. Upplýsingar i sima 91 -30972. Umsóknir um styrk úr Fínnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber fslandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Utfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Fiiinska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. fFINNSKI JC-SJÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.