Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGA'RDAGUR 29. DESEMBER 1973
15
Vildu
ekki
mótmæli
Bonn, 28. desember, NTB
SOVÉZKA sendiráðið í Bonn neit-
aði í dag að taka við lista, sém 30
þúsund menn höfðu ritað nafn
sitt á, þar sem þvi var mótmælt,
að menntamenn i Sovétríkjunum,
sem gagnrýna stjórnina, eru sett-
ir á geðveikrahæli. Mótmælaskjal-
ið var stílað á Leonid Brezhnev.
Þeim, sem komu til sendiráðs-
ins til að afhenda það, var höstug-
lega visað frá og harðneituðu
starfsmenn sendiráðsins að taka
við skjalinu. Þeir sögðu það hel-
ber ósannindí, að menn væru sett-
ir á geðveikrahæli vegna stjórn-
málaskoðana. Þar væri aðeins
geðveikt fólk.
Ray reynir málshöfðun
Hartling er fremstur fyrir
miðju en honum sitt til hvorr-
ar handar eru Tove Nielsen,
kennslumálaráðherra (t.v.) og
Nathalie Lind, dóms- og
menntamálaráðherra.
sagði lögfræðirrgurinn í dag, að
þessar fullyrðingar Rays ættu
ekki við nein rök að styðjast.
Solzhenitsyn leyfir
útgáfu nýrrar bókar
— Hvað gerir nýja höfundarréttarskrifstofan?
París, 28. desember — AP
1 DAG kom út í París ný skáld-
saga eftir sovézka Nóbelsverð-
launahöfundinn og andófs-
manninn Alexander
Solzhenitsyn. Skáldsagan sem
gefin er út á rússnesku með
leyfi höfundarins, fjallar um
sovézka vinnu- og fangabúða-
kerfið og nefnist „Gulag
Arkipelago". Að sögn útgefand-
ans, YMCA-Presse í París, er
verkið hókmenntaleg stækkun
og útfærsla á „eigin reynslu
höfundarins", „sagnfræðilegs,
heimildarlegs og sjálfsævisögu-
legs eðlis“ og tekur til meðferð-
ar vinnubúðakerfið f Sovétríkj-
unum á árunum 1918 til 1956.
[7| Úgefandinn sagði í dag, að
Solzhenitsyn hefði fryst
handritið að „Gulag
Arkipelago" f fimm ár til þess
að vernda menn sem nafn-
greindir eru í bókinni. ,.Kn f
ágúst sfðastliðnum tóKst
sovézku leynilögreglunni að ná
í eitt eintak af handritinu og
þvf ákvað höfundurinn að
fresta útgáfunni ekki lengur.“
YMCA-Presse sagði, að
snemma á næsta ári væri ráð-
gert að bókin kæmi út á þýzku,
ensku, sænsku og frönsku.
Ukoma þessarar bókar í París
er talin geta verið fyrsti próf-
steinninn á vald og verksvið
hinnar nýju höf-undarréttar-
skrifstofu í Sovétríkunum.
Yfirmaður skrifstofunnar,
Boris D. Pankin, sagði einmitt
frá því í gær, að stofnun hans
myndi beita sér fyrir hindrun-
um á því, að út kæmu erlendis
bækur eftir höfunda eins os
Solzhenitsyn, sem taldir væru
„andsovézkir“»„Utflutningur er
í okkar landi eingöngu i hönd-
um ríkisins," sagði Pankin. Því
gætu einstaklingar ekki upp á
eindæmi t.d. selt eða keypt
höfundarétt að bókum.
Pankin sagði ennfremur, að
höfundaréttarskrifstofan
myndi höfða mál á hehdur öll-
um vestrænum útgefendum,
sem gerðu samninga við
sovézka aðila án milligöngu
hennar. Ekki náðist í Pankin í
dag til að fá álit hans á útkomu
bókarinnar í Paris.
Verk Solzhenitsyns eru eins
og kunnugt er bönnuð í heima-
landi hans, og hann hefur sagt,
að á meðan svo sé, muni hann
halda áfram að fá þau útgefin
erlendis.
Ennfremur er Solzhenitsyn
nú að kanna viðbrögð höfunda-
réttarskrifstofunnar með því að
láta dreifa tveimur óúkomnum
köflum að „Fyrsta hringnum" i
vélrltuðum neðanjarðarútgáf-
um. Hann heldur þvi fram, að
þar sem Sovétmenn hafi nú
fengið höfundaréttarskrifstofu,
þá eigi hann rétt á að dreifa
verkum sínum i vélrituðum
,,samizdat,“-útgáfum, ' en það
þýðir ,.sjálfsútgáfa“, og um leið
fái hann vernd gegn óleyfilegri
útgáfu verka sinna á Vestur-
löndum. Hann hefur gefið i
skyn, að hann muni krefjast
þess að höfundaréttarskrifstof-
'an láti til skarar skríða ef
„samizdat“-útgáfur, sem berast
kunna til Vesturlanda, verða
útgefnar þar án hans levfis
Poul Hartling, hinn nýi for-
sætisráðherra Danmerkur hef-
ur nú gengið á fund Margrétar
drottningar ásamt rikisstjórn
sinni og var þessi „fjölskyldu-
mynd“ tekin við það tækifæri.
Manila, 28. desember-AP
FLUGFARGJÖLD á alþjóðlegum
flugleiðum munu almennt hækka
verulega frá og með 1. janúar
næstkomandi vegna hækkandi
eldsneytiskostnaðar, sem stafar
af deilunum í Miðausturlöndum.
Talsmaður Alþjóðaflugsam-
bandsins, IATA, skýrði frá þessu
í dag og bætti við að á sumum
flugleiðum myndi hækkunin
nema 4%. Hann kvað árið hafa
verið breytingaár, þar sem risa-
þotur hefðu tekið við af smærri
gerðum flugvéla. Þetta var gott
ár, en flugfélögunum hefur engu
að sfður ekki vegnað eins vel og
við höfðum vænzt.
„Við þorum ekki að spá fyrir
árið 1974,“ sagði talsmaðurinn
ennfremur, „vegna olíukrepp-
unnar. Þetta er allt óljóst.“
IATA hefur orðið að grípa til
ýmissa ráða til að mæta vaxandi
Flytur
Kína út
bensín?
Tokýó, 28. desember -AP.
BENSlNLINDIR Kína éru
verulegar um þessar mundir
og mjög góðar horfur eru á, að
enn frekari lindir finnist á
landgrunninu. Þetta kemur
fram í frétt frá hinni opinberu
kínversku fréttastofu,
Hsinhua, í dag og segir þar
ennfremur, að landið hafi lok-
ið áætluninni fyrir bensín-
framleiðslu árið 1973 tíu dög-
um fyrr en búizt var við. Fram-
leiðsla hinna ýmsu olíuvara
jókst talsvert á árinu, en engar
tölur eru þó gefnar upp um
aukninguna. Þessar fregnir
koma hins vegar heim og sam-
an við fyrri fréttir frá Kína
um, að landið framleiði nú svo
mikið af bensín- og olíuvörum,
að nokkur útflutningur sé
hugsanlegur.
I frétt Hsinhua segir, að
nokkrar nýjar olíulindir hafi
verið teknar í notkun á þessu
ári og hafi það „stórlega aukið
framleiðslugetu Kínverja á
olíu“.
erfiðleikum og m.a. standa nú
fyrir dyrum viðræður sambands-
ins við helztu flugmótoraverk-
smiðjurnar (Pratt & Whitney,
General Electric, og Rolls Ro.vce)
um hvort hugsanlegt sé að fram-
leiða mótora fyrir fiugvélar, sem
óháðir yrðu olíuvörum.
Ferðin
gekk að
óskum
Moskvu,27. des. NTB.
GEORGI Bergevoy hershöfðingi.
sem er yfirmaður sovézkageim
farahópsins, sagði í dag, að ferð
Soyuzar hefði gengið að óskum
Hershöfðinginn, sem sjálfur fór
I Soyuz geimferð 1968, sagði, að
ýmis ný tæki hefðu verið reynd og
hefðu þau öll starfað fullkomlega.
Ymsir vestrænir vísindamenn
hafa grun um, að eitthvað hafí
farið úrskeiðis, þvi að í upphafi
geimferðarinnar var lögð áherzla
á, að reyna ætti ýmiss konar nýj-
an tækjabúnað, en miðja geim-
ferðina voru einu fréttirnar, sem
gefnar voru, um alls konar himin-
tunglarannsóknir geimfaranna,
en hvorugur þeirra neina sér-
menntun á því sviði.
Ráðgerði
Gaddafi
byltingu
gegn Sadat?
Beirut, 28. desember -NTB.
EGYPZK stjórnvöld afstýrðu í
október síðastliðnum bylt-
ingartilraun hersins gegn
ríkisstjórn Sadats forseta, en
tilraun þessi var studd af
Moammar Gaddafi, forseta
Líbýu. Þessu er haldið fram í
dagbiaðinu Al Jarida f Beirut f
dag.
Byltingartilraunin var und-
irbúin af herforingjum sem
velvil.iaðir eru Gáddafi Líbvu-
forseta, en yfirvöld komust á
snoðir um ráðagerðirnar í
tæka tíð, segir blaðið. A1
Jarida segir ennfremur, að
Gaddafi hafi persónulega stað-
ið að baki samsærinu og ber
fyrir sig heimildum frá kunn-
um líbanonskum stjórnmála-
manni,, sem nýlega kom til
Kairó.
Nashville, Tennessee 28. des.,
-AP
JAMES Earl Rey, maðurinn sem
játað hefur á sig morðið á séra
Martin Luther King f apríl 1968,
hefur nú höfðað 500.000 dollara
skaðabótamál á hendur
Tennessee-ríki vegna „fangelsun-
ar fyrir glæp sem ég framdi
ekki“. Um leið sakfellir Ray f.vrr-
verandi lögfræðing sinn fyrir að
láta hjá Ifða að rannsaka mikil-
væg sönnunargögn í máli sfnu.
Einnig reynir hann f máli sfnu,
sem hann höfðar fyrir alríkis-
James Earl Ray
rétti, að sporna við þvf að ríkið
láti flytja hann úr fangelsinu á
geðveikraspítala í Missouri.
Eins og kunnugt er viðurkenndi
Ray á sínum tíma að hafa framið
morðið, en síðar dró hann játning-
una til baka og kvaðst hafa verið
handbendi annarra sem hann þó
hefur ekki nefnt. Málshöfðun
hans nú er aðeins ein af mörgum
tilraunum hans að undanförnu til
að fá dómi.sínum breytt.
Asakanir Rays á hendur lög-
fræðingnum eru þess efnis, að
harin hafi vanrækt að láta rann-
saka tvo menn, sem Ray segir
viðriðna málið og kveðst hann
hafa afhent lögfræðingnum nöfn
þeirra og símanúmer. Sjálfur
Hughes
ákærður
Las Vegas, 28. des., -AP
HOWARD Hughes, sá hlédrægi
milljónamæringur, hefur nú ver-
ið ákærður af alrfkisdómstóli,
ásamt þremur samstarfsmönnum
sínum, fyrir hlutabréfabrask f
sambandi við kaup hans á flug-
félagi einu árið 1970. Eru þeir
félagar sakaðir um að hafa neytt
forráðamenn Air Westflugfélags-
ins til að selja Hughes fyrirtækið
með þvf að rýra verðmæti hluta-
bréfa þess og sfðan hóta þeim
lögsókn.
Talsmenn milljónamæringsins
vildu í dag ekki láta hafa rieitt
eftir sér um mál þetta. Sjálfur er
Hughes talin dvelja á hóteli einu
á Bahamaeyjum.
Talsverð hækkun
á flugfargjöldum