Morgunblaðið - 29.12.1973, Side 10
10
MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973
Verðum að ná
samkomulagi
um stjórnun
hafsvæðanna
Að hefðbundnum sið hefur
maðurinn litið á hafið sem eitt-
hvað óendanlega stórt, dularfullt
og blautt. Enginn dregur í efa að
það sé blautt, en hugmyndirnar
um að það sé óendanlegt og dular-
fullt. eru að gufa upp. Kafarar
hafa komízt að raun um, að þeir
geta lifað á sjávarbotni eins og
fiskar í marga mánuði í einu og
hiklaust er farið i köfunarhylkj-
um til að kanna botninn á hyl-
dýpisg.jám. Þegar jörðin er nú að
yfirfyllast og maðurinn farinn að
ofnýta landið, þá eru þjóðirnar
þegar byrjaðar að olnboga sig
áfram í kapphlaupinu við að
tryggja sér nægan sjávarafla,
náttúruauðlindir eða einfaldlega
eitthvert rými. Stjörnir eiga í
deilum um fiskimið, rétt til um-
ferðar, námurétt, yfirráð yfir
mengunartakmörkunum og
vísindalegum rannsóknum.
Allt í einu og alls óvænt finnur
heimurinn sér ógnað af vanda-
málum, sem öll eru í einni bendu.
Það er ekki lengra síðan en árið
1958, að landhelgisráðstefnunni í
Genf láðist að gera sér grein fyrir
því, hversu hratt maðurinn
mundi víkka yfirráð sín út frá
ströndunum. Aðvörunarskotið
reið í rauninni ekki af fyrr en
1967 þegar klókur er ákveðinn
sendiráðunautur frá Möltu, Arvid
Pardo, kom fram með það, að
„þekktar auðlindir sjávarbotnsins
séu miklu meiri en auðlindir þær,
sem vitað er um á Iandi“. Pardo,
sem var aðalfulltrúi Möltu hjá
Sameinuðu þjóðunum frá
1964—71, hélt því þá fram með
miklum sannfæringarkrafti í 3!4
klukkutíma ræðu á Ailsherjar-
þinginu, að tæknin í sambandi við
hafið væri í stórhættulegum mæli
að fara fram úr stjórnmálalegri
stefnu í hafréttarmálum. 1 fyrstu
var máli hans tekið af svo mikilli
vantrú, að jaðraði við tortryggni
(Hvers vegna var hann að koma
fram með þetta nú?), en honum
var fyllsta alvara. Áður en margir
mánuðir voru liðnir, var farið að
kalla Pardo „föður hafsbotnsins“,
og honum hafði tekizt að koma
þeirri hugmynd fram að ný öld
væri að rísa. Hann gekk lengra og
aðvaraði menn um, að fljótlega
yrði að skapa nýjar reglur til
notkunar á hafinu, ef við ætluð-
um að forðast stríð, er breiðast
mundi út.
Bein afleiðing af ræðu Pardos
var stofnun nefndar hjá
Sameinuðu þjóðunum, sem 1969
varð að fastanefnd, er skyldi
kanna íriðsamleg not hafsins.
Mikilvægast var þó, að
Sameinuðu þjóðirnar féllust á að
halda ráðstefnu um lög á hafinú á
árinu 1973, með það markmið í
huga að ná um þau alþjóða-
samningi. Sl. sumar voru full-
trúar 92 þjóðaf tvo mánuði í Genf
og pældu í gegn um ógrynni af
tillögum, gagntillögum og beinum
mótmælum. Nefndin, sem búist
er við að bólgni upp í 150 nefndar-
menn, vonast til að geta haldið
hina raunverulegu ráðstefnu i
Santiago á árinu 1974.
Burt séð frá þvf að þetta er
stærsta nefnd í sögu Sameinuðu
þjóðanna, þá eru skoðanir þær,
sem fram eru komnar, næstum
þvf óviðráðanlega margbreyti-
legar. Af þessum 130 þjóðum, sem
veniufega eru taldar mynda sam-
félag* heimsitls, eru 29 algerlega
lokaffar ftá. sjó, 51 hefur mjög
stutta strönd, 25 eiga litla-til-
meðal stóra strönd og flestar
þessara 25, sem eiga langa strand-
línu, eru auðugar þjóðir er hafa
nóg af öllu. Auðvitað vilja
þjóðirnar með stórt land að sjó
teygja yfirráð sfn út á hafið, þar
sem innilokuðu löndin mundu
helzt vilja, að sterk alþjóðleg
stofnun tryggði jafna skiptingu á
auðæfum hafsins.
Lagalega séð er hafið óbýggð.
Eiga þá allir hafið og auðæfi þess
(res communis) eða á enginn það
(res nullius)? Flestir segja að
hvorugt sé rétt, en óleyst er að
finna hlutföllin. Nútímaþjóðir
geta ekki leyft sér að vera eins
stórtækar og Spánn og Portúgal
voru 1494, þegar þær skiptu
heimshöfunum jafnt á milli sín
með norður-suður línu gegnum
eyjarnar við Góðrarvonarhöfða.
Hugmyndin um res communis
kom fyrst fram árið 1608, þegar
hollenzkur lögfræðingur, Hugo
Grotius, hélt því fram, að sjórinn
væri ekki fremur en loftið neitt,
sem hægt væri að leggja hald á.
Samt sem áður var enn árið 1700
verið að gera greinarmun á opnu
hafi og landhelgi og á nítjándu
öld var hið síðarnefnda ákvarðað
við þriggja mílna skotfæri fall-
byssu, eða það land, sem hægt
væri með vopnum að verja.
Ruglingur sá í lögum, sem nú
rikir, á rætur sínar að rekja til
yfirlýsingar Trumans. Sú óljósa
kenning festi réttinn til landhelgi
við landgrunnið. Því miður var
ekki aðeins - illmögulegt að
ákvarða þetta landgrunn, heldur
var það líka landfræðilega býsna
strembið. Þar sem Perú hafði til
dæmis nærri ekkert landgrunn,
átti Síbería yfir að ráða 800 mílna
breiðum gruggugum hafsbotni —
og auðugum að steinefnum. Því
höfðu Perú, Chile og Ecuador,
sem ekki eiga neitt landgrunn,
lýst yfirráðum sinum 200 mílur út
frá ströndinni. Slikar kröfur eru
auðvitað mjög óhentugar, þegar
um er að ræða eyjaklasa og höf á
borð við Miðjarðarhafið og
Karabiskahafið. Þarna verður því
að ná einhverju samkomulagi,
sem e.t.v. felst í 12 milna land-
helgi og 200 mílna lögsögu. Hið
fyrrnefnda væri þá næstum full-
komin yfirráð; til dæmis yrði
útlendum kafbátum aðeins leyft
að sigla þar um á yfirborði sjávar.
í hinu síðarnefnda væru falin
réttindi til námuvinnslu.
I báðum tilvikunurn kemur
fram þessi erfiða spurning um
réttinn til að fara um þessi 116
Pardo — Snjall og ákveðinn.
helztu siglingafæru sund heims-
ins. Siglingaveldi eins og Banda-
ríkin, Rússland og Japan munu
fórna næstum hverju sem er, til
að fá tryggðan slíkan rétt fyrir
oliuskip sin, flutningaskip og her-
skip. Ef einhver þjóð með yfir-
ráðaréttinn lokaði til dæmis, þó
ekki væri nema þremur Iykil-
sundum í Suðaustur-Asíu
(Makassar, Malakka og Torres),
þá yrði að fara með öll hráefni
Japans alla leiðina í kring um
Tansmaníu — en sú breyting á
flutningsleið mundi óhjákvæmi-
lega hafa djúptæk áhrif á gildi
yensins og í framhaldi af því á allt
gjaldeyrisjafnvægi heimsins.
Hin spurningin, sem verður að
leysa, er eðli stjórnunaraðilans.
Flest þróunarlönd, sem lokuð eru
frá sjó, vilja sterka alþjóðlega
stofnun, sem komi í veg fyrir, að
iðnaðarríkin nái yfirráðum á
hafinu. Þróuðu löndin vilja hafa
frjálsari hendur, þar sem einstök
ríki fái leyfi til námuvinnslu og
vinnslu sjóefna. Lausnin gæti
orðið „alheimsstofnun" eitthvað í
áttina við „Intelsat", hið alþjóð-
lega samstarf 82 þjóða, er hefur
eftirlit með notkun gerfihnatta á
almennum markaði.
Margir eru svartsýnir á, að sam-
komulag náist á hafréttaráðstefn-
unni um undirstöðuatriðin, eink-
um þar sem sum lítt þróuð Iönd
en auðug að hráefnum mundu
frekar vilja gera samninga við
einn aðila. „Ef ég væri lítt þróað
land og hefði ekki enn aðgang að
mínum eigin málmnámum, hvað
mundi ég þá gera á slíkri ráð-
stefnu?" spyr einn hagfræðingur-
inn. „Eg mundi þvælast fyrir
málinu.“ Hvað um það, starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna vona,
að þegar takist að leysa úr þessum
tveimur stærstu vandamálum um
landhelgisyfirráðin og alþjóðlega
stjórnun, þá muni smærri atriðin
fljótlega leysast á eftir. Dr. Pardo,
sem hefur unnið hjá Sameinuðu
þjóðunum, síðan þær voru
stofnaðar, 1945, og er nú við
Alþjóðamiðstöð Woodrow
Willsons fyrir vísindamenn í
Washington, féllst á að láta í ljós
við Saturday Review skoðun sfna
á ráðstefnuhaldinu — og
málefnunum, sem þar verða tekin
fyrir:
„Eg held, að flestir hafi nú loks
skilið að orðin er bylting á notkun
okkar á hafsvæðunum.
Andspænis þessari .byltingu hafa
hin hefðbundnu lög á hafinu næst
um algerlega fallið um sjálf sig.
Þess vegna var það, að ég tók árið
1967 að viðra þá skoðun, að litið
yrði á hafsbotninn sem sameign
mannkynsins og að alþjóðleg
stofnun yrði sett á stofn til að
hafa stjórn á notkun hafsins. Auð-
lindir þess skyldi þróa þannig, að
þær kæmu öllum mönnum til
góða og fjárhagslegur hagnaður
yrði notaður fyrst og fremst fyrir
þróunarlöndin.
Það má koma fram, að ég var
talinn alveg frá mér, þegar ég
hélt þessa ræðu. Sagt var, að ég
væri að semja einhverja vísinda-
skáldsögu, að áætlanir um auðug-
ar málmnámur á hafsbotni væru
ýkjusögur, og að ekkert mundi
gerast í marga áratugi á þessu
sviði, sem krefðist athygli
Sameinuðu þjóðanna. Jæja,
stefna Bandaríkjanna í hafréttar-
málum, sem lögð var fram 1970,
reyndist fara nokkuð nærri því,
sem ég hafði sagt 1967.
En þetta er jafnvel ekki lengur
í gildi. Það er ekki hægt að líta á
hafsbotninn sem aðgreindan frá
hafinu að öðru leyti. Við erum að
verða búnir með allt rými á landi.
Ég sé merki um, að maðurinn
færi starfsemi sina yfir á sjóinn
— bæði til að koma í veg fyrir
þéttbýli meðfram ströndinni og
að létta af mengun. Verið er að
ráðgera borgir út af Hawaii og í
Norðursjó. Hellendingar, Belgíu-
menn og Japanir eru þegar farnir
að færa sig og skapa sér aðstöðu
út af ströndinni. Hollendingar
vilja fá tilbúna eyju til að endur-
vinna sorp sitt á. Þeir segja líka:
Hví skyldum við ekki fá djúphafs-
höfn úti fyrir ströndinni í stað
þess að endurbyggja höfnina í
Rotterdam fyrir risaolíuskip? Og
þegar maður er einu sinni búinn
að fá höfn eða olíuhreinsistöð, hví
þá ekki smáiðnað? Hví ekki
kjarnorkustöð? Hví ekki íbúðar-
hús fyrir fólkið, sem vinnur við
þessar stöðvar? Allt þetta vex
eins og arfi í garði, þegar það er
einu sinni komið af stað.
Sjóherinn mun vilja fá kafbáta-
Iægi í fjallshlíðunum neðan-
sjávar. Við freistumst til að
breyta veðrinu og breyta haf-
straumum. Rússland og Kanada
munu bæði hafa í hyggju að
breyta stefnu stórfljóta, sem nú
renna í norður. Hvaða áhrif hefur
það á loftslagið? Þessar ráða-
gerðir eru skelfilega hættulegar,
en alveg löglegar, eins og nú er
ástatt.
Núgildandi lög byggja á tveim-
ur undirstöðum; yfirráðum full-
valda ríkja og frelsi. Yfirráð þjóð-
anna gilda f landhelginni, frelsið
þar fyrir utan. Einnig eru ýmis
belti fyrir fiskveiðar, til öryggis
og fyrir námuréttindi. Þar ríkir
engin viðurkenning á vissum
mörkum, svo að hvert ríki gerir
það sem það vill. Samkomulag
verður að nást um að við getum
ekki haft alger yfirráð, þvi það
mundi þýða hreinan óskapnað.
Ekki getum við heldur fengið al-
gert frelsi, af sömu ástæðu.
Ég mundi helzt vilja fá nýja
alþjóðlega stofnun til að leysa úr
þessum vafaatriðum. Hún ætti
ekki að vera hluti af Sameinuðu
þjóðunum, þvi þá mundi hún
sökkva ofan í það fen, sem
Sameinuðu þjóðirnar eru orðnar.
Hún ætti heldur ekki að vera í
samkeppni við Sameinuðu
þjóðirnar. Þetta verður að vera
hliðstæð stofnun, byggð á öðrum
grunni. Það er ekki lengur árið
1945. Við erum að nálgast 1975 og
heimurinn hefur breytzt. Við get-
um ekki búið við alþjóðlegt kerfi,
sem byggir á reglunni ein þjóð,
eitt atkvæði. Eins og ástandið er
nú hjá Sameinuðu þjóðunum, þá
er hægt að fá meirihluta fylgí við
atkvæðagreiðslu með rikjum, sem
ekki eru fulltrúar nema fyrir 10
af hundraði af mannkyninu. Eins
er hægt að verða ofan á með 2/3
hluta meirahluta með fylgi ríkja,
sem eru fulltrúar 14% mannkyns-
ins á jörðinni. Þetta er hlægilegt.
Slik stofnun mundi hafa þrjá
flokka af aðildarríkjum, sem öll
yrðu að hafa yfir 100 þúsund
íbúa. 1 fyrsta lagi kæmu ríkin
með yfir hundrað milljón íbúa
eða sem uppfylla sex af níu skil-
yrðum, svo sem lengd strandlinu,
fiskiafla, fjölda flutningaskipa. I
öðru lagi kæmu öll önnur strand-
ríki. Og í þriðja lagi ríki, sem ekki
ná að sjó. Til ákvörðunar innan
stofnunarinnar yrði að vera
meirihlutafylgi í tveimur af
þremur flokkunum. Allir hefðu
eitt atkvæði, en þeiryrðu að beita
því innan þess flokks, sem þeir
tilheyrðu.
Stjórnin ætti að fást við öll
vandamál sem bundin eru hafinu.
Hún ætti að vinna að alþjóðlegum
stöðlum fyrir notkun hafsins,
hvort sem er innan eða utan land-
helgi þjóðanna. Hafsvæðin utan
landhelgi ætti að nota til góðs
fyrir allt mannkynið á alþjóðleg-
um grundvelli, þar sem sérstak-
lega væri tekið tillit til þarfa
fátæku landanna. Þarna yrði gert
ráð fyrir verkefnum eins og
mengunareftirliti, fiskveiðum og
að setja niður deilur. Sá dagur
kemur, að við þurfum að fá aðra
stofnun á borð við þessa til að
stjórna í geimnum.
Hvers konar fyrirkomulag sem
Sameinuðu þjóðirnar taka upp,
þá verður að leysa smáatriði
verkefnisins í Santiago. Á mæli-
kvarða Sameinuðu þjóðanna, náð-
um við stórkostlegum árangri yfir
sumarið í Genf, í samanburði við
síðasta ár. Gífurlega mikið var um
að vera og ótal uppköst að
samningum voru gerð. Ekki er þó
enn byrjað á alvarlegum
samningaumleitunum, sem er
skiljanlegt. Útilokað er að fá
stjórnirnar til að einbeita sér að
því á stjórnmálalegum grund-
velli, fyrr en þær mega til.
Þegar ráðstefnan hefst, verðum
við reglulega að taka til hendi. Á
næsta ári munum við, I bezta lagi,
ganga frá þeim uppköstum að
samningum, sem koma til greina
og valið stendur um. Aðalhryðjan
verður á síðari helmingi ársins
1975 eða í ársbyrjun 1976. Ef ekki
næst samkomulag 1976, þá hefur
ráðstefnan farið út um þúfur.
Hvers vegna? Vegna þess að
tæknin mun ekki bíða. Þá munu
mangan til dæmis vera orðið að
stórviðskiptavöru.
Ef ráðstefnan verður til einskis,
þá munu ekki aðeins verða fyrir-
sjáanleg skammtimavandræði,
eins og út af manganhnupli og
fiskveiðideilunni við ísland, held-
ur líka alvarlegar langtíma flækj-
ur meðal þjóða heimsins. Þær
verða farnar að láta á sér bera
eftir 10—15 ár. Ekki er lengra í
þær. Þegar þjóðirnar verða komn-
ar með tækni, einkum öfluga
tækni, þá munu þær halda sinu
striki og nota hana og fjandinn
má þá hirða þá, sem á eftir eru.
Þannig hefur heimurinn alltaf
unnið. Ef ekkert stjórnunartæki
er fyrir hendi til að hafa stjórn á
tækninni, þá verða þe'r riku
ríkari. Þróunarlöndin, þau sem
ekki hafa tækni, munu Iíða fyrir
það, eins og venjuiega.
1 þessari grein, sem vísindafréttaritari biaðsins Saturday Review ritar, ræðir
hann um réttinn á hafinu og mikiivægi hafréttarráðstefnu, ræðir við Arvid
Pardo frá Möltu, sem lengi hefur unnið að þessum málum og byrjaði á því á
undan öðrum og fjallar um rán og rupl á hafsbotninum.