Morgunblaðið - 29.12.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 29.12.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 Hver að verða síðastur! FRESTUR til að tilkynna þátttöku í landsmótum í knattspyrnu rennur út 1. janúar og þurfa því þeir sem ekki hafa þegar t ilkynnt þátttöku að gera það hið snarasta. Gildir þetta fyrir alla flokka karla og kvenna, bæði í fslandsmóti og hikarkeppni. Meistarar innanhúss REYKJAVÍKURMÓTI yngri flokkanna i innan- hússknattspyrnu lýkur i dag með Ieikjum í-2. fl. karla og kvennaflokki. Stúlkna- leikirnir hefjast klukkan 11, en piltaleikirnir klukkan 13.30. I fyrradag var keppt í 3. og 5. flokki og sigraði KR lið Fylkis í úrslitum i 5. flokki og Þróttur vann KR í 3. flokki. Meðfylgjandi mynd tók Kr. Ben. i leik Vikings og Vals i 4. flokki, Valspiltarnir unnu þann leik örugglegaog síðan Þrótt í úrslitum. Lið Luther College. Landsliðið gegn Luther C. BANDARÍSKA háskölaliðið frá Luther College leikur sinn annan leik i íslandsferðinni gegn úrvali KKÍ í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í dag og hefst leikurinn klukkan 18. Körfuknattleikslandsliðið undirbýr .sig nú fyrir þátttöku í Polar Cup og hafa 13 leikmenn verið valdir til æfinga, munu þeir allir taka þátt í leikjunum gegn Luther C. Landsliðið Ieikur 4 leiki gegn Bandaríkjamönnum og fær því góða æfingu fyrir Polar Cup, en að heimsókninni lokinni verða valdir 10 leikmenn til fararinnar. Leikmennirnir sem valdir hafa verið til æfinga og leika gegn Luther College eru þessir: Bakverðir: Kristinn Jörundsson ÍR, Jón Sigurðsson Ármanni, Kol- beinn Pálsson KR, Kolbeinn Kristinsson IR, Hilmar Viktors- son KR. Framherjar: Guttormur Ólafs-. son KR, Þórir Magnússon Val, Jó- hannes . Magnússon Val, Gunnar Þorvarðsson UMFN., Hætta Pólverj- ar við HM? Fyrir nokkru síðan sendi Al- þjóða Knattspyrnusambandið beiðni til þeirra þjóða, sem áunnið höfðu sér rétt til að taka þátt í úrslitum HM, að þær stað- festu þátttöku sína í úrslitunum. Hafa nú allar þjóðirnar að Pól- landi undanskildu sent FIFA til- kynningu og sagst vera ákveðnar í að mæta í úrslitin. Búlgaría og A-Þýzkaland eru þá meðtalin, en eins og kunnugt er hótuðu austan- tjaldslöndin því á sínum tíma að þau myndu draga sig til baka, yrði Rússum ekki leyft að leika á hlut- lausum velli gegn Chile, en þess höfðu þeir krafist en á það var ekki fallist. Wednesday rekur framkvæmdastjórann SHEFFIELD Wednesday berst nú i bökkum á botni annarrar deildar í ensku knattspyrnunni og fall niður í þriðju deild blasir við liðinu í fyrsta skipti. Síðastlið- inn mánudag var framkvæmdar- stjóri félagsins, Derek Dooley, rekinn frá félaginu, eftir að hafa þjónað þvi lengi. Dooley var leik- maður með Wednesday 1951—52 og skoraði þá 46 mörk, síðan fót- brotnaði hann, en var áfram hjá Wednesday við ýmis störf, þar til hann var ráðinn framkvæmda- stjóri 1971. Miðherjar: Kristinn Stefánsson KR, Bjarni Gunnar IS, Birgir Guðbjörnsson KR og Torfi Magnússon Val. Annan janúar klukkan 14 hefst æfing hjá liði Luther College í KR-húsinu og er þeim sem vilja velkomið að fylgjast með æfing- unni. Kvöldið2. janúar hefstsvo fjögurra liða mót í Iþróttahöllinni I Laugardal, fyrsti leikurinn verð- ur á milli liðs af Keflavíkurflug- velli og landsliðsins, en- síðan leika Luther College og lands- lið. Kvöldið eftir verður mótinu haldið áfram í Höllinni og leika þá fyrst tapliðin frá kvöldinu áð- ur og síðan sigurliðin til úrslita. Gullknötturinn til Johanns Cryuffs Ensku marka- kóngarnir Alan Woodward leikmaður Sheffield United er nú mark- hæstur i 1. deildinni ensku, með 14 mörk, en 10 aðrir kapp- ar fylgja honum fast eftir. Þeir eru Mike Channon, Southamp- ton, með 13 mörk, Bob Latch- ford, Birmingham, 12 mörk, og 8 menn hafa skorað 11 mörk. Þeir eru Stan Bowles, QPR, Derek Dougan, Ulfunum, Mick Jones, Leeds, Francis Lee, Man. City, Malcolm MacDonald, New- castle, Bobby Gould, West Ham, Frank Worthington, Leic- ester, og John Richards, Ulf- unum. I 2. deild hafa tveir leik- manna Orient skorað flest mörk, þeir Mike Bullock (15) og Barry. Fairbrother (14). Alf Wood, Millwall, og Alan Gowling, Huddersfield, hafa einnig skorað 14 mörk. 97 atkvæði, en í öðru sæti varð Oino Zoff, markvörður italska liðsins Juventus, með 47 at- kvæði. Þriðji varð Gerd Miiller, Bayern Munchen, með 44, t Franz Beckenbauer, sama fé- lagi, varð fjórði með 30 atkvæði og Billy Bremner, Leeds, kom í fimmta sæti með 22 atkvæði. Deyna frá Póllandi varð 6., Eusebio varð sjöundi, númer 8 varð Rivera, Milan, níundi Ralf Edström, Eindhoven og Gunter Netzer, Real Madrid, varð í 10. sæti. Hollendingurinn Johann Cry- uff var kosinn knattspyrnu- maður ársins i Evrópu af franska blaðinu „France Foot- ball “. Cryuff, sem nú leikur með spánska liðinu Barcelona, en var áður leikmaður Ajax, hlýt- ur því gullknöttinn í viður- kenningarskyni. Þátt í kosningunni tóku knattspyrnufréttaritarar víðs vegar í Evrópu og hlaut Cryuff Fjögur lið í stað sex taka þátt í mótinu, sem hefst í Hafnarfirði í dag EINS og fram hefur komið í frétt- um átti í kvöld að hefjast sex liða handknattleiksmót í Hafnarfirði með þátttöku- bandaríska lands- liðsins, unglingalandsliðs, FH, Hauka óg tveggja Reykjavíkur- félaga. Miklar sviptingar hafa átt sér stað síðustu daga innan Hand- knattleiksráðs Reykjavfkur, og verður ekkert af þátttöku Reykja- vfkurfélaganna í móti þessu. Þá hefur HSl einnig verið synjað um afnot af Laugardalshöilinni til landsleiks 4. janúar, en þann dag átti að fara þar fram landsleikur við Bandaríkjamenn. Rétt er að rekja mál þetta nánar, en það er allt hið undar- legasta. HSl fól HKRR og HKRH að velja tvö lið frá hvoru umráða- svæði til þátttöku í mótinu og var ekki erfitt fyrir HKRH að benda strax á Háuka og FH. Innan Handknattleiksráðs Revkjavíkur urðu strax miklar deilur um, hvaða lið ættu að taka þátt í mót- inu. Nokkrir vildu, að Fram og Valur yrðu meðal þátttakenda sem íslands- og Reykjavíkur- meistarar. Aðrir vildu láta draga um þátttökulið frá Reykjavík og var það gert, þó aðeins úr 1. deild- ar liðunum, og kom upp hlutur Víkings og IR. Við þessi málalok gátu full- trúar Fram og Vals ekki sætt sig, en sneru sér til IBR, sem hefur yfirumsjón með þeim íþróttavið- burðum, sem fram fara í Reykja- vík. I fvrradag sendi IBR svo HSI eftirfarandi ske.vti: „Umsóttu leikkvöldi 4. janúar hefur þegar verið ráðstafað að tilhlutan móta- nefndar HSt til heimaleikja Reykjavíkurfélaganna. Verður þeirri ráðstöfun ekki rift einhliða af stjórn IBR.“ Var nú svo komið, að hand- knattleikssambandi hafði I fyrsta skipti verið synjað um landsleik f Reykjavík. Varð þvf að finna annan leikstað og tíma fyrir umsaminn landsleik við Banda- rfkjamenn og var ákveðið, að sá leikur færi fram í Hafnarfirði 2'. janúar. Til að gera mótið í Hafn- arfirði minna f sniðum ákvað HSt þvf að sleppa Re.vkjavíkurfélög- unúm út úr mótinu óg hafa þátt- tökuliðin aðeins 4. I og með hefur þessi ráðstöfun eflaust verið hefndarráðstöfun hjá HSÍ, því sambandinu hefði verið f lófa lagið að hafa riðlakeppni í mót- inu, en telja verður ákvörðun HSl eðlilega. Innan HKRR virðist hver höndin vera upp á móti ann- arri og því er aðlilegt að spurt sé, hvort HKRR sé starfhæft og einnig hvort að það sé aðlilegt, að handknattleiksráð innan héraðs geti meinað sérsambandi að láta landsleik fara fram í skjóli við- komandi íþróttabandalags. Ekki er ástæða til að rekja mál þetta nánar, en víkjum að mótinu, sem hefst í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði f dag. Óneitanlega verður mótið sviplítið, en án efa góð æfing fyrir liðin, sem taka þátt í þvf, FH, Hauka, unglinga- landsliðið og USA. Geir Hallsteinsson leikur með FH í mótinu og mætir liðið Banda- rfkjamönnum í dag, klukkan 15.15, en á undan fer fram leikur unglingalandsliðs og Hauka. A morgun klukkan 14. leika unglingalandslið og FH og að þeim leik loknum nætast USA og Haukar. Sfðustu leikir mótsins fara fram á gamlársdag, klukkan 13.30 hefst leikur FH og Hauka og sfðasti leikur mótsins verður milli unglinganna og USA. Fimmfaldur japanskur stökksigur Á MIKLU alþjóðletu skfðamóti sem haldið var í St. Moritz á annan dag jóla unnu Japanir fimmfaldán sigur í skfðastökki. Alls tóku 66 stökkvarar þátt i keppninni og voru þeir frá 10 þjóðum. Hiroshi Hitagaki sigraði með 232.4 stig (87.5 og 84 m), annar varð Hisajoshi Sawada með 224.9 stig (86 og 83 m), þriðji Takao Ito með 223.3 stig (88 og 82 m), fjórði Kazuhiro Akimoty með 218.5 stig (83 og 85 m), fimmti Japaninn varð svo Akitsugu Konno með 214 stig. I sjötta sæti kom svo Svisslendingurinn Ernst von Gruenigen með 212.7 stig (85 og 81 m).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.