Morgunblaðið - 29.12.1973, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973
Finley, Charles Gray og Christopher
Gable.
Textahöfundur Kristmann Eiðsson.
eftir þýðinííu Sigurðar Grímssonar.
23.55 Dagskrárlok
SUNNUD4GUR
30. desember 1973
17.00 Endurtekið efni
Förunauturinn
Dönsk leikbrúðumynd. byggð á sam-
nefndu ævintýri eftir H. C. Andersen.
Þýðandi Jón O. Edwald.
(Nordvision — Danska sjónvarpið)
Áður á dagskrá 5. febrúar 1973.
18.00 Stundin okkar
('ilámur og Skrámur halda áfram ferða-
lagi sínu. og sýnd verður mynd um
Kóbert bangsa. Þá munu börn úr Hand-
íða- og Myndlistarskólanum segja sögu
og einnig verður í þættinum flutt
íslensk þjóðsaga og þýskt ævintýri með
teikningum.
l'msjónarmenn Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir og Hermann Kagnar
Stefánsson.
18.50 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Wimsey lávarður
Bresk framhaldsmynd.
4. þáttur. Sögulok.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
21.15 Konaernefnd
Monika Helgadóttir á Merkigili
Indriði (i. Þorsteinsson ræðir við hana.
22.15 Að k\öldi dags
Sr. Sæmundur Vigfússon flytur hug-
vekju.
22.25 Dagskrárlok
AfbNUD4GUR
31. desember 1973
Gamlársdagur
14.00 Fréttir
14.15 Kátir félagar
Austurrísk leikbrúðumynd um ævin-
týri þriggja glaðværra náunga.
Aður á dagskrá 30. september 1973.
14.35 Bjarndýrasirkus
Sovésk kvikmynd um bjarndýratamn-
ingar og sirkuslíf.
Þýðandi Lena Bergmann.
15.05 Brimaborgarsöngvararnir
Kanadísk leikbrúðumvnd. b.vggð á sam-
nefndu ævintýri.
Þýðandi Gylfi Gröndal.
Áður á dagskrá á hvítasunnudag 1973.
16.05 Iþróttir
l’msjónarmaður Ómar Ragnarsson.
17.30 Hlé
20.00 Ávarp forsætisráðherra. Ólafs Jó-
hannessonar
20.20 Innlendar svipmyndir frá liðnu
ári
21.05 Erlendar svipmyndir frá liðnu ári
AIICNIKUDKGUR
2. janúar 1974
18.00 Kötturinn Felix
Tvær stuttar teiknimyndir. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.15 Skippf
Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og
unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.40 Gluggar
Breskur fræðslumyndaflokkur.
Þýðandi og þulurGylfi Gröndal.
19.05 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Lff og fjör f læknadeild
Breskur gamanmyndaflokkur. A blóð-
vpllinnm.
Þýðandi Jón Thor Harldsson.
20.55 Nýjasta tækni og vfsindi
Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius.
21.25 „A Hard Day s Night"
Bresk söngvamyi>d frá árinu 1964.
Aðalhlutverkin leika hinir frægu
„Bítlar", Paul McCartney, John Lenn-
on, George Harrison og Ringo Starr.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
Söguþráðurinn er að mestu byggður á
daglegu lífi þeirra félaga þegar þeir
voru að hefja söngferil sinn, en einnig
kemur við sögu fjöldi fólks, þar á meðal
afi eins þeirra, sem þrátt fyrir góðan
vilja veldur ýmsum óþægindum.
22.55 Dagskrálok.
FÖSTUDIkGUR
4. janúar 1974.
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Norður-lrland Dönsk mynd um
ástandið á Norður-Irlandi, eins og það
er nú, og framtíðarhorfur í írskum
stjórnmálum. Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald. (Nordvision — Danska sjón-
varpið)
21.15 Landshorn Fréttaskýringaþáttur
um innlend málefni. llmsjónarmaður
Eiður Guðnason.
21.45 Mannaveiðar Bresk framhalds-
mynd 23. þáttur. Lestinni kann að
seinka Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Efni 22. þáttar:
Vincent og Jimmy gera, í samráði við
andspyrnumenn, árás á málmiðjuverið,
þar sem nasistar vinna að tilraunum
með nýja gerð herflugvéla. Einnig
njóta þeir aðstoðar breska flughersins.
Eftir mikið mannfall í liði árásar-
manna, tekst þeim að ná sýnishornum
af framleiðslunni og eyðileggja verk-
smiðjuna.
22.35 Dagskrárlok
21.35 Jólaheimsókn f fjölleikahús
Sjónvarpsdagskrá frá jólasýningu í
Fjölleikahúsi Billy Smarts.
Þyðandi Jóhanna Jóhannsdóttir
(Evrovision — BBC)
22.40 Þjóðskinna
Tímarit, helgað ýmsum þjóðþrifamál-
um og merkisatburðum, sem áttu sér
stað á árinu 1973.
Meðal efnis má nefna fréttir, frétta-
skýringar og viðtöl, auk þess fram-
haidssögur. fjölda greina og fleira létt
efni.
Ritstjórar Þjóðskinnu eru Andrés
Indriðason og Björn Björnsson, en leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson, og um
tónlistina sér Magnús Ingimarsson.
23.35 Hlé
23.40 Aramótakveðja útvarpsst jóra,
Andrésar Björnssonar
00.05 Dagskrárlok
ÞRIÐJUDtkGUR
1. janúar 1974
Nýársdagur
13.00 Avarp forseta tslands, dr. Krist-
jáns Eldjárns
13.30 Fimleikahátfð
Sjónvarpsupptaka frá fjöldafimleika-
sýningunni. sem nýlega var haldin í
Laugardalshöll.
15.00 Endurtekið efni frá gamlárskvöldi
Innlendar svipmyndir frá liðnu ári
Erlendar svipmyndir frá liðnu ári
16.00 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Heyrðu manni!
Spurningaþáttur.
Bessi Bjarnason leitar svara hjá fólki á
förnum vegi.
20.55 „Evja Gríms f Norðurhafi“
Kvikmynd, sem sjónvarpsmenn hafa
gert um líf fólks og fugla í Grímsey.
Lýst er atvinnu- og félagslífi eyjar-
skeggja og fuglalífinu í þessari „nótt-
lausu veröld'* á heimskauptsbaug yfir
hásumarið.
Umsjón Ólafur Ragnarsson.
Kvikmyndun Sigurður Sverrir Pálsson.
Tónsetning Sigfús Guðmundsson.
Klipping Erlendur Sveinsson.
Tónlist Gunnar Þórðarson.
21.45 Kaupmaðurinn f Feneyjum
Leikrit eftir William Shakespeare í
sviðsetningu BBC.
Leikstjóri Cedric Messina.
Aðalhlutverk Maggie Smith, Frank
Laugardagskvöldið 5. jan. kl. 21.15 er á dagskrá sjónvarpsins bandaríska kvikmyndin Topkapi,
sem gerð var árið 1964, og fjallar á æsispennandi hátt um fífldjarft gimsteinarán. Hér sjást
nokkrir aðalleikaranna, m.a. Peter Ustinov, Melina Mercouri, MaximiIIian Schell og Tobert
Morley.
I GLUGG
Þorsteinn og Edda í hlutverkum sínum í Vér morðingjar.
ÞAÐ má ýmislegt gott segja um
jóladagskrá sjónvarpsins að þessu
sinni — að slepptu aðfangadags-
kvóldi. Mjóg var vandað til að-
keypta efnisins þessa jóladaga, og
þó að heimatilbúna efnið væri
nokkuð misjafnt að gæðum, þá
var stefnan þar án efa rétt. Á ég
þar einkum við þá ráðstöfun að
létta svolítið jóladagskvöldið —
bjóða upp á áhrifarika kvikmynd
með skemmtiþátt í kjölfarið.
Reyndar stóð sá þáttur varla undir
nafni, en meiningin var góð og
það ber að virða.
Eins og vænta mátti var for-
vitnilegasta framlag sjónvarpsins
sjálfs til jóladagskráarinnar leikrit-
ið ,,Vér morðingjar" og skal vikið
að þvi fyrst. Ég hygg, að flestir
muni vera samdóma um, að þetta
— að mörgu leyti — magnaða
leikverk Kambans hafi komist
nokkuð vel yfir á skjáinn og verið i
flestu tilliti hin ánægjulegasta
kvöldstund. Sem oftar i verkum
Kambans birtist hér hin húm-
aníska afstaða hans til glæpsins
og refsingarinnar. Hann hefur að
leiðarljósi að enginn maður sé
fæddur afbrotamaður, hann fremji
ekki glæp án þess að vera knúinn
til þess af ytri aðstæðum Þess
vegna sé það fyrst og fremst
skylda samfélagsins að vernda
manninn gegn þvi að leiðast út á
slíka glapstigu, og þar af leiðandi
sé refsingin, sem lagabálkur sam-
félagsins kveða á um, ekki aðeins
ómannúðleg heldur stærsti glæp-
urinn. Eða eins og hann lætur hin
sakfellda segja í varnarræðu sinni
í Marmara — að áður en hveiti-
kaupmaðurinn sé verndaður gegn
þjófnaði, verði að vernda þjófinn
gegn sultinum og áður en barnið
sé verndað gegn útburði, verði að
vernda móðurina gegn þvi að
þurfa að gripa til svo hroðalegs
úrræðis. Þetta efni hefur verið
Kamban afar hugleikið. í Vér
morðingjar birtist það i nokkuð
annarri mynd — undirrót glæps-
ins hér er ekki þjóðfélagsleg held-
ur frernur tilfinningaleg — ör-
væntingin, sem leysir úr læðingi
hamslausan ofsa hins siðmennt-
aða manns. Forsendan er þvi hin
sama; við vissar aðstæður er mað-
urinn ekki lengur sjálfráður gerða
sinna og ber þá að refsa honum
fyrir það?
Mér virðist Erlingi Gíslasyni,
leikstjóra, hafa tekizt allvel að
draga fram þetta meginþema
leiksins i sjónvarpsútgáfunni.
Verulegur akkur er í þvi að fá nú
loks Eftirleikinn með og hefur
hann verið haganlega skeyttur inn
í þessa leikritsgerð.
Þennan eftirleik — samræður
spilamannanna fjögurra — reit
Kamban nokkrum árum síðar en
sjálft leikritið og telur Kristján Al-
bertsson að í honum sé að finna
kveikjuna að sjálfu leikritinu.
Hinn leikræni hlutur þessarar
sjónvarpsútgáfu virtist mér yfir-
leitt með ágætum, en eðlilega
mæddi mest á þeím Þorsteini
Gunnarssyni og Eddu Þórarins-
dóttur. Þorsteinn fór á kostum í
hlutverki eiginmannsins og upp
finningamannsins, og brá upp sér-
lega hugþekkri og sannferðugri
persónulýsingu, er náði hámarki f
lokaatriðinu, þegar örvæntingin
náði heltökum á eiginmanninum
og leiddi hann til að fremja
ódæðisverkið.
Norma er miklu óljósri persóna
frá höfundarins hendi, að mínum
dómi. j henni koma fram einkenni-
legar þverstæður, sem ég á erfitt
með að koma heim og saman.
Framan af leikritinu verður ekki
annað séð en talsvert skorti á að
Norma geti talizt andlegur jafningi
eiginmannsins, og hún er alger-
lega skilningsvana á það hugarvíl,
sem hann á við að striða. En
skyndilega i lokaatriðinu birtist
hún okkur sem kona, sem þá allt i
einu stendur honum jafnfætis i
kaldri rökhyggju og segist hafa
lært á hugsanagang hans í niu ára
sambúðl Það skiptir ekki máli
hvort hún segir hér loks sannleik-
ann eða bregður enn fyrir sig lýg-
inni, ekkert í fari eða fasi þessarar
konu á skylt við þessa glisgjörnu
og hégomlegu Normu, eins og
hún kemur okkur fyrir sjónir fyrr í
leikritinu. Edda náði harla góðum
tökum á þessari einkennilegu per-
sónu og var ævinlega sjálfri sér
samkvæm í túlkun á henni. Finnst
mér naumast fara á milli mála, að
þetta sé þroskaðasta persónu-
sköpun Eddu til þessa.
Aftur á móti var ég ekki alls
kosta sáttur við framlag tækni-
mannanna til þessarar sjönvarps-
gerðar af Vér morðingjum — eink-
um fannst mér hinn myndræni
þáttur vanræktur og tilkomulítill.
Takan var afar stöð, eins og oft
hefur viljað brenna við i stúdió-
upptökum sjónvarpsins — ég
nefni sem dæmi tálræðu eigin-
mannsins i lokaatriðinu, þegar
hann heldur Normu i faðmi sér:
tökuvélin hvílir á Þorsteini einum í
nærskoti í 1 — 2 minútur og
aðeins sést í blákollinn á Eddu.
Hefði ekki mátt „dolla" vélinni
aftur á bak á þessum tima og fá
þau bæði inn i myndina? Eins
bregður sjaldan fyrir verulegri
hugkvæmni eða frumleika i klipp-
ingu og skreytingu milli atriða. Jú,
ég man eftir einu sliku — íloka-
atriðinu: Eftir að eiginmaðurinn
hefur slegið konu sína og sér
blóðið á fingrum sér, þá er klippt
yfir á einn af spilamönnunum í
sama mund og hann ber vinglas
með dökkum mjöð að vörum sér.
Leikstjóri og stjórnandi upptöku
hefðu mátt beita mun meira tákrr-
rænum klippingum af þessu tagi.
Slikt er engin tilgerð heldur
þáttur I tjáningarmáli kvikmyndar-
innar (og þá jafnt sjónvarpsmynd-
arinnar) og til þess fallinn að
skerpa samhengið milli atriða.
Eins var hljóðupptakan verulega
gölluð, á köflum, og var heldur
hvimleitt að heyra samræður
manna dofna eða magnast milli
klippinga.
En þá fáein orð um aðra dag-
skrárliði um jólin. Aðfangadags-
kvöld var venju samkvæmt leiðin-
legt sjónvarpskvöld, og er næsta
ósvífið að bjóða nú enn einu sinni
upp á Amal og næturgestina. Hins
vegar var gerð bragarbót á jóla-
dagskvöld með fremur liflegum
dagskrárliðum eins og fyrr segir.
A.m.k. fannst mér verulegur feng-
ur i því að sjá aftur kvikmyndina
um Helen Keller og baráttu henn-
ar út úr hinu þögla myrkri. Hvergi
tókst þó Penn leikstjóra betur upp
enn i atriðinu með kennslustund-
inni í borðsiðum — það var
kennslustund i kvikmyndun, þar
sem boginn var spenntur til hins
ýtrasta leik, töku og klippingu. Og
svo kom Ugla sat á kvisti. ___(,v